Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Að svífa um í loftbelg HÚN Harpa Heiðarsdóttir, 6 ára, Selvogsgrunni 8, Reykjavík, teiknaði og litaði þessa frábæru loftbelgs- mynd. Hörpu langar mikið til þess að fara einhvern tíma í svona loftbelg. Vonandi verður þér að ósk þinni, kæra Harpa, og kannski ert þú að hluta komin í loftbelginn. Við höldum nefnilega, að það sért þú, sem gægist upp fyrir brún loft- belgskörfunnar. En þá er það spurningin hver það er sem er á leiðinni upp í körfuna til þín í kaðalstiganum. Við þökkum þér fyrir góða mynd, Harpa. Pennavinir KÆRI Moggi. Mig langar að eignast penna- vin á aldrinum 10 ára (ég er sjálf 10). Áhugamálin mín eru fótbolti og fleira. P.S. Ég er alltaf kölluð Vala. Valgerður Halldórsdóttir Brekkulandi 4a 270 Mosfellsbær Halló Myndasögur! Ég heiti Björg Ólöf og mig langar að eignast pennavini á aldrinum 10-14 ára - bæði stráka og stelpur. Ég er sjálf 10 ára. Áhugamál mín eru: Hestar, hestamennska, handbolti, dýr, íþróttir, góð tónlist, diskótek, pennavinir og fleira. Svara öllum bréf- um. Björg Ólöf Helgadóttir Skaftahlíð 7 (kjallara) 105 Reykjavík Kæri Moggi! Ég er héma 10 ára stelpa sem langar að eignast penna- vini á aldrinum 9-12 ára. Áhugamál góð, trúarleg tón- list, barnapössun og margt fleira. P.S.l. Helst kristna. P.S.2. Stelpur og stráka. Hrefna Kristín Ágústsdótt- ir Langeyrarvegi lla 220 Hafnarfjörður Elsku, besti Moggi. Viltu helst birta þetta. Ég sá auglýsinguna í Pennavin- um frá stelpu sem heitir Ema og á heima í Vestmannaeyj- um og við urðum pennavin- konur, en ég var svo óheppin að týna heimilisfanginu hennar. Kæra Erna, ef þú sérð þessa auglýsingu, viltu senda mér annað bréf með heimilisfangi. Með kveðju. Gyða Eiríksdóttir Kjarrmóum 5 210 Garðabær Kæri Moggi! Ég heiti Dóra Sigrún Hjálm- arsdóttir og mig langar að eignast pennavini, stráka og stelpur, á aldrinum 10-12 ára, ég er sjálf 11 ára. Áhugamál mín eru fótbolti, tónlist, dýr, barnapössun og fleira. Svara öllum bréfum Dóra S. Hjálmarsdóttir Skagabraut 1 250 Garður Ég óska eftir pennavinkonu á aldrinum 9-11 ára. Ég er sjálf 10 ára. Áhugamál mín eru barnapössun, frímerki, lestur, teikning og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Sunnefa Völundardóttir Bárugötu 29 101 Reykjavík Kæru Myndasögur Moggans. Ég heiti Eygló, ég er 12 ára og mig langar í erlenda gennavini. Ég skrifa á ensku. Áhugamál mín eru hand- bolti, frímerkjasöfnun, dýr, bréfaskriftir og fleira. Getið þið útvegað mér er- lenda pennavini? Eygló Egilsdóttir Heiðartúni 2 900 Vestmannaeyjar ísland Svar: Kæra Eygló, Mynda- sögur Moggans benda þér á pennavinadálkinn í aðal- blaði Morgunblaðsins, sem birtist af og tú á blaðsíðu sem merkt er í dag efst á síðunni. Þar er að finna óskir frá erlendu fólki, stundum krökkum, sem óskar eftir pennavinum á íslandi. Halló Myndasögur Moggans. Mig langar að senda kveðju til allra sem voru í sumarbúð- um við Eiðavatn dagana 1.-4. ágúst ’95. Tinna Hrönn Smáradóttir Skólavegi 88a 750 Fáskrúðsfjörður Halló! Ég vil eignast pennavini á aldrinum 10-12 ára, ég verð 11 á árinu. Áhugamál sund, útivera, góð tónlist, sætir strákar og margt fleira. Margrét ísólfsdóttir Stóragerði 2a 860 Hvolsvöllur É6 SKAL 5BGJA ÞER þAÐ,pUKJ, AP LIFIP EPT 'OSANNGTAeHT' EG NEVPlSTTiL AP BÚA MBB HúNÞI SBM Eg EIKS OGSÍTRÖUA MBÐ TLlNí&O.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.