Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 1
t BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fMtttim&Mbib 1995 KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST BLAÐ C Morgunblaðið/Golli Atökin eru hafin ÁTÖKIN um verðlaunagrip bik- armeistara KSÍ hófust í gær á blaðamannafundi Knattspyrnu- sambandsins, en þá tókust þjálf- arar liðanna sem leika til úrslita - Fram og KR - á um verðlaunin sem afhent verða eftir úrslita- leikinn á sunnudaginn eftir að liðin hafa leitt saman hesta sína. Magnús Jónsson þjálfari Fram i-cy nir hér að rífa bikarinn af Guðjóni Þórðarsyni þjálfara nú- verandi bikarmeistara, KR, en Guðjón sagðist ekki láta hann eftir frekar en á sunnudaginn. Framarar hafa harma að hefna gegn Vesturbæjarliðinu því KR vann báða leikina í deild- inni í sumar. KR-ingar í Vestur- bænum eru hinsvegar ekki búnir að gleyma því þegar liðin áttust síðast við í úrslitum bikarkeppn- innar, árið 1989, en þá vann Safa- mýrarliðið 3:1. Skaginnfær um 18 milljónir Detta íslandsmeistaramir í lukkupottinn í dag? SKAGAMENN gætu dottið í lukkupottinn í dag þegar dregið verður í fyrstu umferð UEFA keppnmnar. Búið er að skipta þeim 64 liðum sem eftir eru í átta hópa þannig að það er ljóst á móti hvaða liðum Skagamenn geta hugsan- lega lent. Þau tvö lið sem koma beint inn í keppnina án forkeppni í hópi ÍA eru Mónakó frá Frakklandi og Bröndby frá Danmörku. Önnur lið sem Skaginn gæti lent á móti eru Slavía Prag frá Tékklandi, Lille- ström frá Noregi, Leeds United frá Englandi, Freiburg frá Þýska- landi og Raith Rovers frá Skot- landi. Það er þýðingarmikið fyrir liðin að komast áfram, bæði peninga- lega og ef til vill ekki síður að vinna sér inn stig þannig að þau tryggi sér rétt til að leika í keppn- inni án þess að þurfa að taka þátt í undankeppninni. Skagamenn hafa þegar tryggt sér 17,7 milljón- ir króna, KR-ingar eru öruggir með 8,6 milljónir en FH-ingar verða að láta sér nægja 4,3 millj- ónir. Liðin fá 4,3 milljónir frá UEFA fyrir þátttöku í hverrri umferð keppninnar og þar sem ÍA og KR eru komin í 1. umferð hafa þau tryggt sér 8,6 milljónir hvort og Skagamenn fá auk þess 8,1 milljón króna sem sárabætur fyrir að komast ekki í meistaradeildina, en þar leika aðeins 24 lið. Það er mikið í húfi í dag þegar dregið verður í 1. umferðina, bæði fyrir KR og ÍA. Ef liðin verða hepp- inn og fá fræg félög frá Frakk- landi, ítalíu, Spáni eða Þýskalandi fá þau mjög líklega góðar tekjur af sölu sjónvarpsréttarins. Þjóðverjar koma á 50 ára afmælið KNATTSPYRNUS AMBAND íslands á 50 ára af- mæli eftir tvð ár og er sambandið þegar farið að undirbúa afmæli sitt. Eggert Magnússon formaður KSÍ tílkynnti í gær að eftir langar og strangar viðræður hefðu samningar tekist um að þýska landsliðið i knattspyrnu spili hér á landi á afmæl- inu og fer leikurinn fram 20. ágúst 1997. Sagði Eggert að viðræður hefðu tekið langan tíma enda um að ræða eftirsótt stórlið. Tveir skelltu sér i i r i ¦ ¦ ¦ holu i hoggi TV EIR ungir kylfingar náðu draum ahöggum sinum á íslandsmótinu í sveitakeppni í gt>lfi unglinga sem hófst á Akureyri í gær. Það merkilega við þetta var að þeir voru saman í ráshópi og gerðu þetta á 18. holunni. Fyrstur á teig var hinn 16 ára gamli Berg- ur Sverrisson frá Self ossi og notaði hann járnkylf u númer 6 og beint í. Næstur var Davíð Viðarsson, 16 ára kylfingur úr GS, og hann notaði járnkytfu númer 4 og fór sömu leið. Engar sögur fara af þriðja manninum i riðlinum, en hann getur varla talist öfundsverður. Eydísi gekk ekki nögu vel EYDÍS Konráðsdóttír keppir á Evrópumeistara- mótinu í sundi og hefur þegar keppt í tveimur greinum. í gær kepptí hún i 100 metra baksundi og syntí á 1.07,60 sem er talsvert frá hennar besta en íslandsmet hennar er 1.06,00. Hún varð í 25. sætí af 27. keppendum. Á miðvikudaginn syntí hún 200 metra skriðsund á 2.08,97, en Islandsmetið er 2.06,23. Hún varð í 31. sætí af 34 keppendum. Nýr erlendur leik- maður til Blika BREIÐABLIK hefur fengið nýjan erlendan leik- mann tíl að leika með fyrstu deildar Iiði kvenna hjá félaginu, en Penny Peppas, sem lék með liðinu í fyrra er gengin tíl liðs við Grindavíkurstúlkur. Hin nýji leikmaður heitír Betsy Harris og er 23 ára, 179 sentimetrar og mikil langskytta. „Það voru von- brigði að Penny skyldi stínga af en ég væntí mikils af Betsy," sagði Sigurður Hjörleifsson þjálfari Blika í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Blikum hefur borist meiri liðsstyrkur þvi Birna Valgarðsdóttír frá Sauðárkróki hefur skipt í Kópa- vogsliðið. Birna var landsliðsmanneskja áður en hún flutti til Tyrklands þar sem hún var heimilis- hjálp hjá Eyjólfi Sverrissyni knattepyrnukappa. Bærilegt eftir slæma byrjun Birgir Leifur Hafþórsson, kylf- ingur frá Ak'ranesi, og Björg- vin Sigurbergsson, íslandsmeistar- inn úr Keili, hófu í gær keppni á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer á El Prat golfvellinum við Barc- elona á Spáni. Völlurinn er par 72 „skógarvöllur sem er fljótur að refsa manni ef höggin eru ekki nákvæm," sagði Birgir Leifur í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Birgir Leifur lék á tveimur högg- um yfir pari, kom inn á 74 höggum og Björgvin á 77 og eru þeir rétt um miðjan hóp þeirra 140 kylfinga sem þarna keppa. „Ég byrjaði hræðilega og var kominn fimm yfir parið eftir sex holur. Þetta var bara klaufaskapur, ég vippaði og þrípútt- aði tvívegis og var eitthvað kæru- laus, nokkuð sem ég er ekki vanur að vera. Þannig fékk ég skramba á tveimur brautum en síðan fugl á þremur í röð og það bjargaði þessu. Þetta var því bærilegt eftir slæma byrjun," sagði Birgir Leifur og bætti því við að Björgvin hefði misst mörg stutt pútt og hefði því vel getað skorað miklu betur. Mótið var tvívegis stöðvað í gær vegna úrhellis rigningar. „Ég var nýkominn inn þegar það var stöðv- að í seinna skiptið og þeir sem voru þá eftir úti verða að klára i fyrra- málið," sagði Birgir Leifur. Besta skorið í gær var 66 og var það Walesmaður sem var í miklu stuði og „grísaði sig máttlausan," eins og Björgvin sagði, en þeir voru saman í ráshóp. Eftir þriggja daga keppni verður keppendum fækkað þannig að þeir sem eru með 17 bestu skorin leika siðasta daginn. Strákarnir verða því að halda vel á spöðunum ætli þeir sér að vera með alla dagana. w KNATTSPYRNA: UEFA SEGIR FIFA HAFA SOFIÐ A VERÐINUMIMARKAÐSMÁLUM / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.