Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR faúmR FOLK GOLF ÞrefaK hjá Keili í sveH HELGARGOLFIÐ ÍTALSKI BOLTINN Handboltaskóli Breiðabliks verður haldinn dagana 28. ágúst til 1. sept. í íþróttahúsi Breiðabliks, Smáranum. Skólinn er fyrir stráka og stelpur á öllum aldri. Þátttaka tilkynnist í síma 564 1990. Sveitakeppnin Sveitakeppni öldunga fer fram í Grafarholtinu á laugardag og sunnudag. Sveitakeppni unglinga fer fram á Akureyri og Sauðárkróki og lýkur á sunnudag. Hafnarfjörður Opna Sparisjóðsmótð verður hjá Keili á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Mosfellsbær Opna Top Flite mótið verður á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Stykkishólmur Hótel Stykkishólms mótið verður á laugar- dag, 18 holur með og án forgjafar. Selfoss Opið mót, Útilíf-Mitushiba, verður á laugar- dag. 18 holu flórleikur/ betri bolti. Kefla- ttifc Bláa lóns mótið, þriðji hluti, verður á sunnudaginn. 18 hlur með og án forgjafar. Blönduós Opna Tryggingarmiðstöðvarmótið verður á sunnudaginn. 18 holur með og án forgjafar. Ólafsvík Opna Hraðfrystimótið verður á sunnudaginn. 18 holur með og án forgjafar. Dalvík Opið kvennamót verður laugardag og sunnudag, 36 holur með og án forgjafar. Handknattleiksmenn Handknattleiksmenn verða með sitt árlega golfmót á Hellu á sunnudaginn og hefst mótið kl. 12. Upplýsingar gefa Halldór í síma 5875348, Aðalsteinn (5546685 og Haukur (5619941) í síðasta lagi i dag. íþróttir fyrir alla Samtökin íþróttir fyrir alla.stendur fyrir hinu árlega Eurocard golfmóti fimmtudag- inn 31. ágúst á golfvelli Oddfellowa f Heið- mörk. Þetta er 18 holu sveitakeppni, punk- takeppni með 7/8 forgjöf og hámarks forg- jöf er 21. Upplýsingar og skráning hjá ÍFA í síma 5813377. ■ MARCO Rossi, varnarleik- maður hjá Sampdoría, er farinn til Mexíkó, til að ræða við forráða- menn America, sem vilja fá hann til liðsins. Rossi, sem er 31 árs kom til Sampdoría frá Brescia 1993, eftir að hafa leikið allan sinn ferill í liðum í neðri deildunum á Italíu. ■ DON King umboðsmaður hnef a- leikarans Mikes Tysons sagði í vik- unni að næsti bardagi Tysons yrði gegn Buster Mathis þann 4. nóvem- ber nk. Mathis er í fjórða sæti á lista IBF en ekki á lista WBC. Einnig gaf King það í skyn að hugsanlega mættust Tyson og George Forman í hringnum á næsta ári. ■ JOE Bugner hnefaleikari sem tapaði fyrir Muhammad AIi í bar- daga í Kuala Lumpur á stigum árið 1975 hefur lýst því yfir að hann ætli sér að blása rykið af hönskunum sínum og berjast að nýju. Bugner er nú 45 ára og hefur verið búsettur í Ástralíu síðustu sjö ár. Hann ætlar að keppa um meistaratitilinn í þungavigt þar í Iandi í næsta mánuði. Hann hefur ekki barist síðan 1987. Bugner hefur mikinn áhuga á að fá tæki- færi til að berjast við George Forman, en fyrirhugaður slagur þeirra árið 1977 datt upp fyrir á síðustu stundu af pólitískum ástæðum. ■ JOHN Carey fyrirliði Manc- hester United þegar' liðið varð Englandsmeistari árið 1948 lést í gær 75 ára að aldri. Hann var einni með liðinu sem sigraði árið 1952 undir stjóm Sir Matts Busby. Ca- rey lék landsleiki bæði fyrir Ira og N—íra. Sigursælir Keilismenn SIGURSVEITIR Keills í karlaflokki. í aftari röð frá vinstri eru Loftur Eyjólfsson, liðsstjóri A-sveitarinnar, Björn Knútsson, Sveinn Sigurbergsson, Guðmundur Svein- björnsson, Tryggvi Traustason og Björgvin Sigurbergs- son. í B-sveitinni voru Ásgeir Guðbjartsson, Friðbjörn Oddsson, Gunnsteinn Jónsson, Gunnar Þ. Halldórsson og Kristján Hansson og Sváfnir Hreiðarsson var liðs- stjóri hjá sigurvegurum 2. deildar. f kvöld íslandmótið í knattspyrnu 2. deild karla kl. 18.30 Akureyrarvöllur...Þór - KA Fylkisvöllur..Fylkir - Víðir Borgames.....Skallag. - Vík. Kópavogsvöllur.....HK - ÍR 3. deild kl. 18.30 Húsavík.....Völsu. - Höttur Leiknisv....Leiknir - Ægir Norðfjörður..Þróttur - Fjölnir Ásvellir.......Haukar - BÍ Körfuknattleikur Hraðmót Vals í körfuknattleik hefst í kvöld að Hlíðarenda og stendur fram á sunnudags- kvöld. Hjólreiðar Öskjuhlíðarkeppnin í fjalla- hjólreiðum verður í kvöld og hefst kl. 20. Skráning við Perluna frá kl. 19. Siglingar íslandsmeistaramótið í sigl- ingum kjölbáta heldur áfram í dag á sundunum úti fyrir Reykjavíkurhöfn og hefst kl. 10 árdegis. Keppninni lýkur síðan á morgun. KORFUKNATTLEIKUR Hraðmót hjá Val l^örfuknattleiksmenn eru farnir * að huga að væntanlegum vetri og um helgina gangast Vals- menn fyrir hraðmóti í körfuknatt- leik að Hlíðarenda, mótið byijar í dag og því lýkur á sunnudaginn með úrslitaleik sem hefst kl. 20.30. Tíu lið taka þátt og er þeim skipt í tvo riðla, í A-riðli leika Grinda- vík, Keflavík, KR, Þór og Tinda- stóll en í B-riðli ÍA, Valur, Skalla- grímur, ÍR og Njarðvík. Hver leik- ur er 2x15 mínútur og ekki má taka leikhlé í riðlakeppninni en eitt hlé verður leyft í úrslitunum og þá vera leiknar 2x18 mínútur. Þetta er fimmta árið í röð sem mótið fer fram og er markmið Valsmenna að vera með öll úrvals- deildarliðin, en Breiðablik og Haukar sáu sér ekki fært að vera með að þessu sinni. Fullorðnir greiða 500 krónur fyrir hvern dag og börn 200 en hægt er að kaupa helgarmiða og þá greiða fullorðnir 1.000 krónur en börn 500. KYLFINGAR f Keili í Hafnarfirði gátu svo sannarlega glaðst um síðustu helgi þegar sveitir þeirra sigruðu í 1. deild karla og kvenna og B-sveit þeirra í 2. deild karla. Sem sagt þrefaldur sigur hjá Keil- isfólki og glæsilegur árangur. Sveitakeppni Golfsambands íslands fór fram um síðustu helgi og var leikið víða um land. Fyrsta deildin var leikinn í Leirunni hjá Golfklúbbi Suður- nesja, 2. deildin í Mosfellsbæ hjá Kyli, 3. deildin á Eskifirði og 4. deildin í Sandgerði. Átta lið voru í öllum deild- um nema þeirri fjórðu þar sem 17 lið mættu til leiks. Allir spila við alla, einn fjórmenning og tvo tvímenninga, nema í fjórðu deildinni þar sem höggleikur var leikinn. Fyrirfram bjuggust margir við að hin unga og skemmtilega sveit Golf- klúbbsins Leynis á Akranesi færi með sigur í 1. deild karla enda frábærir kylfingar þar á ferð, en Skagamennirn- ir ungu byijuðu á því að tapa 3:0 fyr- ir sveit Golfklúbbs Suðurnesja og kom það mjög á óvart. Næst síðasti leikur Keilis var við Leyni, á sunnudags- morgninum í suð-austan roki og rign- ingu. Keilir vann 2:1 og hafði þar með tryggt sér sigur þó einn leikur væri eftir. FÁIR ef nokkrlr akstursíþrótta stefnir ð sigur í bikai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.