Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Geislaplötur eru eins o g nafnspjald Morgunblaðið/Golli KRISTINN Örn Kristinsson, Þórunn Guðmundsdóttir og Ólafur Elíasson bera saman bækur sínar í Fella- og Hólakirkju þar sem upptökur hafa farið fram í sumar. Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR við klippikerfið sem hann festi kaup á í vor, en hann annast allar klippingar sjálfur. Ólafur Elíasson píanó- leikari hefur komið á fót útgáfufyrirtæki sem standa mun að útgáfu á níu geislaplötum með ungum íslenskum tón- listarmönnum síðar á þessu ári. Orri Páll Ormarsson ræddi við Olaf í amstri upptöku- vinnunnar, en hann hef- ur meðal annars fest kaup á hágæða hljóð- upptökubúnaði og staf- rænu klippikerfí. ÆR leiðir sem famar hafa verið í útgáfu á klassískri tón- list á íslandi eru einfaldlega ekki færar. Ef það kostar hálfa milljón króna að búa til geislaplötu er úti- lokað að listamaðurinn geti haft hagnað af þeirri útgáfu,“ segir ungur píanóleikari, Olafur Elías- son, sem fest hefur kaup á full- komnum hljóðupptökubúnaði og ætlar að „hjálpa sér sjálfur" - og nokkrum öðrum ungum tónlistar- mönnum - við útgáfu á geislaplötu síðar á árinu. „Við teljum okkur hafa náð kostnaðinum niður um tvo þriðju miðað við það sem áður þekktist og það sem meira er við höfum ákveðið að selja geislaplöturnar, sem verða níu talsins, á meira en helmingi lægra verði en hefur tíð- kast hingað til. Hugmyndin er sú að hvetja fólk til að kynna sér þetta unga tónlistarfólk enda tekur það ekki mikla áhættu þegar það kaupir geislaplötur á þessu lága verði.“ Ólafur lauk burtfararprófi frá Nýja tónlistarskólanum í Reykja- vík árið 1989 en kennari hans þar var Rögnvaldur Siguijónsson. Hélt hann síðan rakleiðis til Parísar í framhaldsnám en þar naut Ólafur leiðsagnar hins nafntogaða píanó- leikara Vlado Perlemuter. Síðan flutti hann sig um set til Lundúna og lauk prófi frá einleikaradeild Konunglegu tónlistarakademíunn- ar vorið 1994. Á liðnum vetri var Ólafur undir handleiðslu Alexand- ers Kelly í Lundúnum en hann hyggur nú á frekara framhalds- nám í Bandaríkjunum. Möguleikarnir ekki fýsilegir Hið nýja útgáfufyrirtæki á sér ekki langan aðdraganda. Ólafur hefur um tíma haft hug á að senda frá sér geislaplötu og fyrr á þessu ári fór hann að leita hófanna um útgáfu. „Mér fundust möguleik- arnir ekki fýsilegir. Þetta er bæði dýrt og þungt í vöfum og mín nið- urstaða var sú að það væri útilok- að _að láta þetta þorga sig.“ Ólafur afréð því að láta slag standa og annast útgáfuna sjálfur. Lagði hann umtalsvert fé í tækja- kaup og kveðst nú hafa yfir afar vönduðum búnaði að ráða. „Búnað- urinn var keyptur samkvæmt leið- sögn hljóðmanna víðsvegar um London. Ég hafði meðal annars samband við hljóðmenn hins fræg^, hljóðvers Abbey Road. Þá var Tryggvi Tryggvason, sem rekur stórt upptökufyrirtæki í London, ákaflega hjálplegur." Ólafi fannst tilvalið að bjóða öðrum tónlistarmönnum að njóta góðs af búnaðinum og í kjölfarið var útgáfufyrirtæki sett á laggirn- ar. „Ég ákvað að bjóða eingöngu yngri kynslóð tónlistarmanna að taka þátt. Þar á ég við fólk sem á langt nám að baki og er að stíga sín fyrstu skref í útgáfumálum." Auk Ólafs taka átta aðilar þátt í þessu fyrsta verkefni fyrirtækis- ins. Þeir eru Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason klarinettuleikari, Sigurður Hall- dórsson sellóleikari og Daníel Þor- steinsson píanóleikari, Svava Bern- harðsdóttir lágfiðluleikari, Þórunn Guðmundsdóttir söngkona, Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari, kamm- erhópurinn Kammer Artica og Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleik- ari, en hann hljóðritar sína plötu í Bandaríkjunum. Hæfileikaríkt fólk „Eftir að hafa unnið með þessu fólki vil ég leyfa mér að segja að það hefur komið mér á óvart hvað við Islendingar eigum mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki,“ segir Ólafur. „Sérstaklega er gaman að sjá hvað tónlistarmenn af minni kynslóð eru góðir hljóðfæraleikar- ar og að mínu mati eiga margir þeirra fullt erindi á hinn alþjóðlega markað." Að sögn Ólafs er hans hlutverk að halda utan um starfsemi fyrir- tækisins. Listamennirnir standi sjálfir straum af kostnaði. „Ég útvega fólki aðstöðu og klippingar en auk þess hef ég samið við ís- lensku hugmyndasamsteypuna um hönnun, breskt fjölföldunarfyrir- tæki um fjölföldun og Japis um dreifingu á öllum geislaplötunum." Ólafur segir að einstaklingurinn megi sín ekki mikils þegar útgáfa af þessu tagi sé annars vegar. Kann hann því hinum íjölmörgu aðilum sem lagt hafa hönd á plóg- inn bestu þakkir. „Ótrúlega margir hafa verið tilbúnir að rétta okkur hjálparhönd og ég held að það stafi einkum af því að menn sjá að hér er á ferð ungt fólk sem vill hjálpa sér sjálft.“ Upptökur eru vel á veg komnaí en þær hafa að mestu farið fram í Fella- og Hólakirkju í sumar. Segir Ólafur að þar á bæ hafi tón- listarfólkinu verið tekið með kost- um og kynjum og er hann forsvars- mönnum kirkjunnar afar þakklátur fyrir stuðninginn. Ennfremur segir hann að ákaflega fallegur hljómur sé í kirkjunni; hún henti því vel til hljóðupptakna. Upptökur hafa staðið yfir í allt sumar og hafa Bjöm Heimir Við- arsson og Halldór Víkingsson hljóðmenn haft yfirumsjón með þeim. Ólafur hefur á hinn bóginn sjálfur haft klippingar á sinni könnu en hann festi kaup á staf- rænu klippikerfi í vor. „Ég þurfti að læra að klippa en tel mig hafa náð góðum tökum á þessu núna.“ Þar sem grasrótarhreyfing er á ferð hefur listafólkið, að sögn Ól- afs, leyft sér að fara ótroðnar slóð- ir við upptökurnar. „Tónlistar- mennirnir sjálfir hafa til dæmis fengið að prófa sig áfram með hljóminn og fengið að hlusta vel á prufutökur af verkunum. Þá höfum við haft góðan tíma og gott næði í kirkjunni sem getur skipt sköp- um.“ Sígild tónlist í fyrirrúmi Sígild tónlist verður í fyrirrúmi á geislaplötunum níu. „Ég hef lagt mikið upp úr því að þeir sem taka þátt í þessu verkefni leiki tónlist sem höfðar til almennings án þess þó að fara út í poppaða klassík. Flest leikum við klassíska tónlist sem við höfum jafnvel verið að læra í fjölmörg ár. Sjálfur leik ég tvær Mozart sónötur og Tilbrigði um stef Handels eftir Johannes Brahms. Við höfum forðast nú- tímatónskáld að mestu enda vil ég ekki fara inn á vettvang þeirra sem staðið hafa að þeim útgáfumálum hér á landi.“ Fyrirhugað er að geislaplöturnar komi út fyrir jól en útgáfutónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu 21. nóvember næstkomandi. Ólafur lítur björtum augum til framtíðar. „Ef vel gengur núna er markmiðið að þetta verði árleg útgáfa þar sem ungu tónlistarfólki gefst tækifæri til að gefa út geislaplötu. Verkefnið verður sennilega seint mikill gróðavegur en engu að síður er mikið í húfi þar sem geislaplötur eru nánast eins og nafnspjald erlendis; maður kemst lítið áleiðis ef maður hefur ekki gefið neitt út. Við Halldór Víkingsson höfum síðan verið að gæla við þá hugmynd að koma þessum geislaplötum og um leið íslenskum tónlistarmönnum á framfæri erlendis. Allar slíkar vangaveltur eru hins vegar án ábyrgðar." Dagur bókar- innar á Spáni Jón Þuríður Guð- úr Vör mundsdóttír Ibúum Tarazona- borgar gefin íslensk ljóð ÍBÚAR Tarazonaborgar á Spáni fengu óvæntan glaðning á Degi bókarinnar 23. apríl. Þann dag var dreift um 3.000 ókeypis eintökum ljóðasafnsins 101 norrænt ljóð (101 poemas nórdicos) til fólks í borginni og mæltist þetta vel fyrir að sögn viðstaddra. Borgaryfirvöld í Tarazona studdu útgáfu bókarinnar auk dagblaðsins Tarazona, menningarmálanefndar Aragónhéraðs og Sænsku menning- arstofnunarinnar. Útgefandi er Þýðendahús Tarazonaborgar (Casa del Traductor) þar sem Francisco J. Uriz er framkvæmdastjóri. Hann er umsjónarmaður útgáfunnar, skrifar inngang og þýðir flest ljóð- anna, en íslensku ljóðin eru þýdd af José Antonio Femández Romero sem annaðist valið ásamt Eysteini Þorvaldssyni. Tíu íslensk skáld í 101 norrænu ljóði eru ljóð eftir skáld frá íslandi, Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi. íslensku skáldin eru Steinn Steinarr, Jón úr Vör, Vilborg Dagbjartsdóttir, Einar Bragi, Hannes Pétursson, Baldur Óskarsson, Jóhann Hjálmarsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Matthías Johannessen og Þuríður Guðmunds- dóttir. Að sögn Francisco J. Uriz var ljóðagjöfin til íbúa Tarazonaborgar hugsuð sem hylling til Norðurlanda og ljóðlistarinnar. ------------- \ Trompetar og orgel í Hall- grímskirkju NÍUNDU og jafnframt síðustu tónleikar sumarsins í tónleika- röðinni „Sumarkvöld við orgelið" verða haldnir í Hallgrímskirkju sunnudagskvöldið 27. ágúst kl. 20.30. Það eru trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Ei- ríkur Orn Pálsson og Hörður Áskelsson orgelleikari sem koma fram á tónleikunum. Þeir flytja tónlist frá barokktímabilinu eftir Frescobaldi; en tónlist hans er á mörkum endurreisnar og bar- okks; og svo fimm fulltrúa síð- barokks, þá Bach, Martini, Rat- hgeber, Albinoni og Zipoli. Það má segja að þrjár kansónur Frescobaldis og þrjú orgelverk eftir Zipoli tengi saman efnis- skrána sem annars hefst á Tok- kötu í C-dúr fyrir tvo trompeta og orgel eftir Giovanni Battista Martini og lýkur á Konsert, upp- haflega fyrir tvö óbó og strengi, eftir Tommaso Albinoni. Trompetleikur í kirkjum hefur verið iðkaður allt frá miðöldum. Þá var blásið við komu prédikar- ans og söfnuðurinn þannig kvaddur saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.