Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ■w Morgunblaðið/jt PEUGEOT 405 er ekki beint spennandi bíll í útliti en verklegur og býður upp á margs konar þægindi hið innra. PEUGEOT 405 er í núverandi útgáfum orðinn nokkurra ára en hefur átt ágætum vinsældum að fagna. Hann er fáanlegur í ýmsum myndum, með 1,6 lítra og 90 hest- afla vél, 1,8 1 og 103 hestafla vél eða 2,0 1 og 123 hestafla vél og síðan með dísilvél. Verður sú út- gáfa tekin til skoðunar hér í dag og er það fljótsagt að hér er á ferð sérlega hljóðlát vél og ágæt- lega öflug þótt ekki sé hún um- fangsmikil í tölum: 1,9 lítrar og 71 hestafl. Viðbragðið er að vísu rólegt en seiglan góð og er það aðalkosturinn - að ekki sé talað um eyðsluna sem getur farið niður í um 5 lítra á hundrað km í þjóð- vegaakstri. Verðið er 1.529.000 kr. fyrir fimm manna bíl og 1.639.000 kr. fyrir langbak. Pe- ugeot er í dag fáanlegur á verði frá tæpum 900 þúsundum (106 gerðin) og upp í um þijár milljón- ir króna (605 gerðin). Péugeot 405 hefur allt að því klassískt útlit og er mitt á milli þess að vera kantaður eða homótt- ur og mjúklegur og ávalur. Hann er því nokkuð „venjulegur" í útliti og kannski ekki beint spennandi en verklegur og sterklegur. Fram- endinn er lágur og breiður, stuðar- inn mest áberandi en grillið fínlegt og aðalluktir sömuleiðis, hliðarlisti o g brot ofarlega á hliðum gefa bíln- um örlítið líflegri svip og að aftan er stuðari einnig nokkuð áberandi en afturendinn annars nokkuð stuttur. Rúður eru stórar og góðar. Góðurfrágangur Að innan er Peugeot 405 eigin- lega meira spennandi en í ytra útlitinu en þar fara saman þæg- indi og góður frágangur. Sætin fá fyrstu einkunn eins og lengi hefur verið sterka hlið þessa fram- leiðanda og er það bæði vegna góðs stuðnings á alla kanta og fjölstillinga á framsætum, þ.e. hæðarstillingar og ekki spillir raf- hitun þeirra heldur fyrir þótt ekki hafí reynt á það á sæmilega hlýj- um sumardögum. Mælaborð er vel afmarkað und- ir bogadreginni línu sem umlykur einnig hliðarbretti með fjölbreytt- um miðstöðvarstillingum og þar fyrir neðan er útvarpið sem loka má inni í hólfí sínu svo og ösku- bakki. Hanskahólf er þokkalegt, þunn hólf í hurðum og iítið hólf milli framsæta. Farangursrými er 470 lítrar að stærð en er heldur grunnt og neðst í því er varahjólið og verkfæri. Útsýni er gott og rými er ágætt bæði í fram- og aftursætum. Af þægindum má nefna raf- drifnar rúður (fram í) og örygg- istæki eins og höfuðpúða, líknar- belg og styrktarbita í öllum hurð- Hljóðlátur Peugeot með dísilvél GÓÐUR frágangur er á öllu innan stokks. DÍSILVÉLIN er sérlega hljóðlát og vinnur vel. um og má segja að bæði ökumað- ur og farþegar geti látið fara vel um sig á allan hátt - rými er alls staðar nóg. Selgla Dísilvélin í Peugeot 405 er eins og fyrr segir sérlega hljóðlát og þýðgeng. Þetta er 1,9 lítra vél, fjögurra strokka og hún er 71 hestafl. Viðbragðið er að vísu ró- legt og er það eini galli bílsins þegar ökumaður vill rífa hann af Hljóðlátur Vel búinn Framsætin Viðbragð RÝMI fyrir farangur mælist 470 lítrar. Peugeot 405 GLXDí hnofskurn Dísilvél: 1,9 lítrar, 4 strokk- ar, 8 ventlar, 71 hestafl. Framdrifinn. Fimm manna. Fimm gíra handskipting. Vökvastýri - veltistýri. Lengd: 4,41 m. Breidd: 1,71 m. Hæð: 1,42 m. Hjólhaf: 2,67 m. Beygjuþvermál: 11 m. Þyngd: 1.075 kg. Stærð eldsneytistanks: 70 1. I Eyðsla í bæjarakstri: 7,1 l; á 90 km hraða: 4,9 1. Þokuljós að aftan. Bjarstýrð samlæsing. Rafdrifnar rúður við fram- sæti. Hliðarspeglar stillanlegir inn- an frá (ekki rafmagn). Hæðarstilling og rafhitun á framsætum. Líknarbelgur. Styrktarbitar í öllum hurðum. Útvarp. Klukka. Staðgreiðsluverð kr.: 1.529.000. Umboð: Jöfur hf., Kópavogi. stað í flýti en það er þó kannski meira tilfinningalegs eðlis. Hröðun í 100 km hraða úr kyrrstöðu tekur 18,6 sekúndur en 11,9 og 14,3 með bensínvélunum. En vinnslan eða seiglan er góð og þannig get- ur vélin malað í rólegheitum upp Kamba í fjórða gír og haldið ferða- hraða. Má næstum segja að ekið sé eins og í sjálfskiptum bíl á þjóð- vegi þrátt fyrir fimm gíra hand- skiptinguna sem er ágætlega lipur og þægileg viðureignar. Eyðslan er aðeins 7,1 lítri í innanbæjar- akstri, 4,9 lítrar á jöfnum 90 km hraða og 6,9 á 120 km hraða. Gott er að meðhöndla dísil- Peugeot í akstri í þéttbýli þrátt fyrir áðumefnt hægt viðbragð. Bíllinn leggur vel á og er lipur í öllum snúningum og gott útsýni, meðfærileg gírskiptingin og yfír- leitt góður aðbúnaður ökumanns gera það að verkum að honum líð- ur vel við akstur og þreytist seint. Sjálfstæð MacPherson gorma- fjöðrun að framan og sjálfstæð snúningsfjöðrun að aftan gera bíl- inn mjúkan og jafnframt rásfastan á grófustu vegum og má segja að þessi bíll sameini mjög vel kosti borgarbíls og ferðabíls. Hagsýni? Verðið á þessum ágætlega búna dísilvagni er 1.529.000 kr. Ef menn vilja fremur langbakinn þarf að bæta við 110 þúsund krónum. Verðið á hliðstæðum bíl með bens- ínvélinni er rétt tæpar 1.500 þús- und krónur. Óhætt er að segja að hér sé góður kostur í boði, meðal- stór, vel búinn og þægilegur al- hliða fjölskyldubíll og ef menn aka mikið er dísilvél tvímælalaust hag- kvæm. Þungaskattur dísilfólksbíls er nú rúmar 120 þúsund krónur á ári en verðið á hráolíulítranum er nú rúmar 22 krónur og því er tankurinn fylltur fyrir um 1.500 krónur og má aka þessum bíl fyr- ir það nálega 1.000 km. Þennan kost ættu menn því að athuga vel þegar skoðaðir eru bílar í þessum verð- og stærðarflokki. Þessi verð- lagning breytist hins vegar um áramót þegar verð á olíulítra verð- ur sambærilegt við bensínverð en kostur dísilvéla verður áfram spar- neytni þeirra. Peugeot 405 sem verið hefur á markaði í ein sjö ár verður leystur af hólmi í haust með nýrri gerð en dísilútgáfan og langbakurinn verða áfram boðnar fram á næsta ár þar sem þær gerðir verða ekki í nýju útgáfunni fyrst um sinn. Sala á Peugeot-bílum hérlendis hefur verið mun meiri á þessu ári en því síðasta og höfðu í lok ág- úst selst kringum 80 bílar, flestir af gerðunum 205 og 405. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.