Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAIMDSMANIN3A ttgmftfciMfr 1995 KNATTSPYRNA ¦ FÖSTUDAGUR8.SEPTEMBER BLAÐ c Jason McAteer til Liverpool ÍRSKI landsliðsmaðurinn Jason McAteer var í gær seldur fyrir 4,5 milljónir punda frá Bolton til Liverpo- ol, en það er andvirði um 450 milljóna króna. Þess 24 ára gamli miðvallarleikmaður kaus Liverpool, þó Arsenal og meistarar Blackburn hefði einnig viljað fá hann. Astæðan er einföld: hann er fæddur og uppalinn í Liverpool og býr þar reyndar enn og var stuðningsmaður félagsins frá unga aldri. Baráttan úm sæti á miðjunni hjá Liverpool á ekki eftir að verða auðveld fyrir McAteer. þar eru fyrir ensku landsliðsmennirnir John Barnes, Jamie Redknapp og Steve McManaman, auk félaga hans í írska landsliðinu, Mark Kennedy. „Jason hefur enga tryggingu fyrir föstu sæti í liðinu, ég hef enn ekki ákveðið hvort hann leiki með á móti "Wimble- don á laugardaginn," sagði Roy Evans, stjóri Li- verpool. „Eg ber sammt mikið traust til hans, ann- ars hefði ég aldrei borgað þessa fjárhæð fyrir hann." Ótrúleg tilþrif Higuitas á Wembley RENE Higuita, landsliðsmarkvörður Kólumbíu í knatt- spyrnu, kom enn einu sinni skemmtilega á óvart í vin- áttuleik gegn Englendingum á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í fyrrakvöld, eins og greint var frá í blað- inu í gær. Eftir skot Jamies Redknapps utan af velli hafði hann alla möguleika á að grípa knöttinn á venju- bundinn hátt, en Higuita er ekki mikið fyrir að fara troðnar slóðir. Hann stóð rétt framan marklínunnar, beygði sig fram, lét knöttinn svífa yfir sig, stökk síð- FRJALSIÞROTTIR an upp jafnfætis og spyrnti með með hælunum fram á völlinn aftur, eins og sést á myndunum hér að ofan sem teknar eru úr myndbandsupptöku S/cysjónvarp- stöðvarinnar. Línuvörðurinn hafði reyndar veifað vegna rangstöðut en Higuita fullyrðir að hann haf^ ekki orðið var við það áður en hann framkvæmdi sporðdrekastökkið, eins og hann kallar þessa varnar- aðferð sína. Þess má reyndar geta að dómarinn flaut- aði ekki þó línuvörðurinn hafi veifað; lét leikinn halda áfram. Þessi óvenjulegi markvörður er snjöll víta- skytta, og tekur oft aukaspyrnur með félagsliðinu sínu — segist sérf ræðingur í að skora beint úr aukaspyrn- um skammt utan vítateigs, og hefur reyndar oft gert það. Menn rekur eflaust einnig minni til eins „afreka" hans á HM á ítalíu 1990 — þá var hann kominn langt út úr eigin vítateig, reyndi að leika á kamerúnska framherjann Roger Milla, en Milla náði knettinum og skoraði. HANDBOLTI Jón Arnar yfir 5 m í stangarstökki Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon náði því í fyrsta sinn að stökkva yfir fimm metra í stangar- stökki á miðvikudagskvöldið, en hann hafði hæst stokkið 4,90 metra áður, gerði það í Götzis í Austurríki þegar hann fór yfir 8.000 stigin í tugþraut fyrsta sinn fyrr í sumar. Jón Arnar er á Sauðárkróki og náði hann þessum árangri á frjálsíþróttamóti sem var fyrir krakkana á Króknum. „Já, ég hafði það loksins af að fara yfir fimm metrana," sagði Jón Arnar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég fór yfír í annari tilraun og átti ágætar tilraunir við fimm og tíu, en það tókst ekki að þessu sinni, en ég fínn að ég er allur að koma til í stönginni. Þetta er mikil tæknigrein og maður verður ekki góður í henni fyrr en eftir margra ára æfingu." Jón Arnar varð þar með þriðji ís- lendingurinn til að stökkva yfir fimm metra í stangarstökki, en Sigurður T. Sigurðsson og Kristján Gissurar- son hafa báðir stökkið yfir fímm metra. „Fyrjr tugþrautina hefur þetta mikla þýðingu því ég fæ um 950 stig fyrir að fara yfir fimm metra og hækka tölvert frá því sem ég átti áður," sagði Jón Arnar. Hann fer til Frakklands á miðviku- daginn þar sem hann tekur þátt í stóru tugþrautarmóti. „Ég hef verið að bæta mig í flest öllum greinum að undanförnu og maður vonar bara að þetta smelli allt saman í Frakk- landi, en til þess verð ég að eiga tvo góða daga. En miðað við hvernig mér hefur gengið á æfingum að undanförnu veit ég ekki hvar þetta endar allt saman," sagði Jón Arnar í gamansömum tón. Eftir mótið í Frakklandi ætlar hann að taka sér frí. „Það verður um mánaðar frí hjá mér eftir mótið en svo hefst undirbúningurinn fyrir næsta tímabil," sagði Jón Arnar. JON Arnar Magnússon náðl mikilvægum áfanga (stang- arstökklnu í fyrrakvöld. Bjarkiá 790 þús. Félagaskiptanefnd HSÍ ákvað í gær verð á sjö handknattleiks- mönnum sem hafa skipt um félög frá því á síðasta tímabili og sam- komulag hefur ekki náðst á milli félaganna. Afturelding þarf að greiða Víkingum 790 þúsund krón- ur fyrir Bjarka Sigurðsson og Sel- fyssingar þurfa að greiða KA 620 þúsuhd fyrir Valdimar Grímsson. Þessir tveir eru metnir á sömu upphæð en Valdimar er eldri og hann verður auk þess þjálfari og lækkar það hann í verði. Nefndin ætlaði einnig að taka fyrir skipti Róberts Rafnssonar úr ÍR í Gróttu og Frosta Guðlaugsson- ar úr Val í ÍR en því var frestað um hríð. KNATTSPYRNA: BOTNBARATTAN11. DEILDIALGLEYMINGI / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.