Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 4
ÍMOHD IHQIIIII^ KNATTSPYRNA Þvjú lið, en aðeins eitt laust Þrátt fyrir að Skagamenn séu búnir að vinna Islandsmeist- aratitilinn hafa mörg lið enn að miklu að keppa, til dæmis um rétt til að leika í Evrópukeppninni að ári, sem getur gefið vel í aðra hönd. Hins vegar er barátta við fall í aðra deild, sem aftur á móti er ekki eins gróðavænlegt og þar beijast þijú lið við falldrauginn. Framarar eru í næstneðsta sæti deildarinnar og eiga erfiðan leik fyr- ir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti nýkrýndum meisturum Skaga- manna í Laugardalnum, sem gæti orðið erfiður biti að kyngja. Fram er með 12 stig en hefur skorað 17 mörkum minna en liðið hefur fengið á sig. Ef Framarar tapa fyrir ÍA í kvöld er samt ekki öll nótt úti enn þvi þá eru enn 6 stig eftir í pottinum og með sigri á FH og Val í síðustu leikjum mótsins næði liðið upp fyrir Valsmenn. Því skal ekki gleyma að það voru einmitt Safamýrardren- gimir sem gerðu vonir Akumesinga um tvöfaldan sigur í ár - deild og bikar - að engu og gætu þess vegna krafsaði sig upp í 6. sæti deildarinn- ar. Leggjum allt í sölumar „Við munum leggja allt í sölurn- ar,“ sagði Magnús Jónsson þjálfari Fram, sem getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði því Valur Fannar Gíslason og varnaijaxlinn Ágúst Ólafsson eru í leikbanni. „Leikurinn verður að vinnast en við munum taka því sem hveiju öðru hundsbiti ef það gengur ekki eftir. Við unnum Skagamenn í bikarnum og þeir vilja örugglega ekki að það endurtaki sig,“ bætti Magnús við og sagði að liðsandinn væri í ágætu lagi þrátt fyrir stöðuna. „Við höldum haus þó að við séum auðvitað hundóhressir með gengið og ég hélt að okkur myndi ganga betur. En við trúum að við getum betur og á meðan svo er, eigum við von. Sem stendur emm við að vinna í því að bjarga málunum og spáum ekki í framhald- ið, gerum það bara upp í haust. Það var gaman að ná iangt í bikarnum en í staðinn lentum við í miklu leikjaálagi." „Við ætlum að mæta með okkar sterkasta lið,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Skagamanna í gær, „en það kemur í ijós á morgun hveijir eru meiddir. Eg er auðvitað smeykur við Framarana enda bemm við alitaf virðingu fyrir andstæðingunum, sama hvað þeir heita. Auðvitað eig- um við líka harma að hefna eftir tapið í bikarnum." Valur enn á hættusvæði Valsmenn eru enn á hættusvæði með 18 stig og með 8 mörkum færra skorað en fengið á sig. Þeir eiga eftir Grindavík á útivelli um helgina en síðan Skagamenn að Hlíðarenda og Fram í Laugardalnum. Liðið get- ur ekki treyst á að Fram og FH tapi stigum og verður því að ná 5 stigum í þessum leikjum til að halda sér ofar en Fram og eitt stig til að losna við FH. Miðað við gengi liðsins að undanfömu, eftir að Kristinn Bjömsson kom til slq'aianna og hleypti eldmóði í piltana, era þeir til alls líklegir og ekkert lið gengur að stigunum vísum gegn þeim, það vita Vesturbæingar best. FH-ingar eru í erfíðustu stöð- unni, hafa aðeins 8 stig og 18 mörk- um minna skorað, sem er það lak- asta í deildinni. Mótheijar þeirra um helgina eru Keflvíkingar en næsta lið Fram og loks Leiftur á Ólafs- firði. Ef þeir hinsvegar sigra í öllum leikjunum með nokkmm mörkum á meðan Fram og Valur tapa sínum leikjum, gætu þeir klórað sig inn í deildina. Bllkar hólpnir Blikar héngu lengi á brúninni á fyrstu deild en em hólpnir í ár því þó að öll þijú botnliðin geti náð þeim að stigum, munu innbyrðis viður- eignir þeirra koma í veg fyrir að þau verði fleiri en tvö, sem skjótast upp fyrir Kópavogsbúana. En þrátt fyrir spámennskuna er allt undir liðunum komið þegar á hólminn er komið. Fram sýndi á sér klærnar með sigri á Skagamönnum í bikarkeppninni og Valsmenn sýndu sínar með sigri á KR í síðustu viku, þannig að allt getur gerst. í síðustu umferð leika einmitt Valur og Fram og allar líkur á að þá verði útkljáð hvaða lið sleppur fyrir horn. Fj. leikja U j T Mörk Stig IA 15 13 1 1 39: 12 40 IBV 15 9 1 5 35: 19 28 KR 15 9 1 5 23: 16 28 LEIFTUR 15 6 3 6 26: 28 21 KEFLAVIK 15 5 6 4 20: 22 21 GRINDAVIK 15 6 2 7 18: 21 20 BREIÐABUK 15 5 3 7 19: 19 18 VALUR 15 5 2 8 20: 28 17 FRAM 15 3 3 9 15: 32 12 FH 15 2 2 11 20: 38 8 Morgunblaðið/Kristinn Birkir góður BIRKIR Kristinsson, mark- vörður Fram, hefur haldlð Fram á floti í sumar og óvíst hvernig komlð væri fyrir ilð- inu væri hann ekkl í mark- Inu. Hann mun eflaust þurfa að taka á honum stóra sín- um gegn Skagamönnum á Laugardalsvelll I kvöld. Asprilla með Parma FAUSTINO Asprilla hefur sett niður deilur sínar við ítaiska Uðið Parma og mun ieika í sókninni við hlið Búlgarans Hristo Stoichkov gegn Int- ernazionale um helgina en Kól- umbíiunaðurinn yfirgaf her- búðir Parma í fússi fyrir tveim- ur mánuðum og sagðist aldrei koma til baka. „Deilur mínar við Parma eru úr sögunni og nú er draumurinn að vinna með þeim deildina," sagði Asprilla. ítalirnir þurfa sárlega á hon- um að halda eftir slaka byrjun, létu annarrar deiIdarUðið Pal- ermo slá sig út úr bikarkeppn- inni og náðu aðeins jafntefli við Atlanta í deildinni. Sunna stóð sig vel SUNNA Gestsdóttir frá Blönduósi hlaut tvenn silfur- verðlaun á Norðurlandaland- skeppni unglinga 20 ára og yngri sem fram fór í Finnlandi um síðustu helgi. Sunna hljóp 100 metrana á 12 sekúndum sléttum og náði öðru sæti. Hún setti persónulegt met í lang- stökki, stökk 5,85 metra og dugði það henni einnig i annað sætið. Hún varð síðan fjórða í 200 metra hlaupi og einnig í 4x400 metra boðhlaupi, en ís- lendingar sendu sameiginlegt lið með Dönum. Vigdís Guðjónsdóttir varð i þriðja sæti í spjótkasti með 46,52 metra kast og var aðeins einn metra frá sigri. Björn Magnússon úr UMSS setti sveinamet i 1.500 metra hlaupi, hljóp á 3.59,09 og varð í sjðtta sæti. Fjölmenni til Noregs KA mætir Víkingi frá Stav- angri í Evrópukeppninni í handknattleik og fer fyrri leik- urinn fram ytra laugardaginn 7. október. Boðið verður upp á hópferð á leikinn I beinu þotu- flugi frá Akureyri; farið út að morgni leikdags og heim aftur um miðnætti. Þegar hafa rúm- lega 90 manns skráð sig í ferð- ina en 125 sæti aUs standa til boða. Ferðin kostar 17.000 krónur og er þar um að ræða flugið, rútuferð ytra, miða á leikinn og léttar veitingar I leikhléi. Alþjóða knattspyrnusambandið raeðirtillögurforseta UEFA FIFA andsnúið tillögunum Alþjóða knattspymusamband- ið, FIFA, heldur „neyðar- fund“ í höfuðstöðvunum í Ziirich í Sviss í dag þar sem tillögur Lennarts Johanssons, formanns Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, varðandi breytt fyrir- komulag á æðstu stjóm knatt- spyrnunnar verða ræddar. Hug- myndir Svíans gera ráð fyrir auknu valdi knattspyrnusam- banda álfanna á kostnað yfirráða FIFA en Joao Havelange, forseti FIFA, hefur lýst því yfir að hann sé andsnúinn þeim og er gert ráð fyrir að á fundinum vilji hann festa valdsvið FIFA í sessi. Hann sagðist ekki skilja óánægju UEFA, ef hún væri fyrir hendi, og hét því að halda áfram sem forseti til 1998. „Ef [UEFA] vill forsetaembættið getur það boðið fram,“ sagði hann. '' Havelange hefur verið forseti FIFA síðan 1974 og ýta ummæli hans undir þá trú að tillögur UEFA geti leitt til valdabaráttu hans og Johanssons. Eins og Morgunblaðið greindi frá í síðasta mánuði gera tillögur Johanssons ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi; að álfurnar taki á sig aukna ábyrgð samfara auknu valdi en FIFA sjái fyrst og fremst um skipulagningu alþjóða móta eins og heimsmeistarakeppni. Þessi atriði verða rædd á lokuðum fundi forsetans með formönnum knatt- spymusambanda álfanna í dag en framtíðarsýn Svíans í markaðs- málum verður ekki tekin fyrir þar sem FIFA segist ekki hafa fengið þær tillögur í hendur. Þegar tillögur Johanssons láku út gagnrýndi FIFA trúnaðarbrest- inn sem það nefndi svo og gat þess að öll álfusamböndin sex styddu þær ekki en formenn þeirra allra verða til staðar í dag. Have- lange hefur sagt að Johansson setji spumingarmerki við stoðimar sem FIFA byggi á - sameiningu allra landssambanda - og vilji hóp sambanda í staðinn en Svíinn svar- aði því til að hann vildi ekki stríð við FIFA heldur gagnrýndi hann stjórn vinsælustu íþróttar í heimi fyrir að vera ólýðræðislega. „Við viljum meira lýðræði i alþjóða knattspymu,“ sagði hann. Tillögum Johanssons var víða vel tekið en hann varð að draga til baka áætlanir um að fækka álfusamböndum með því að sam- eina smærri sambönd og eins féllu hugmyndir hans um að álfurnar skiptust á um að eiga forseta FIFA á fjögurra ára fresti í grýtt- an jarðveg. Johansson segir að hafni fundurinn í dag tillögunum beri hann þær upp á ársþingi FIFA á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.