Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 C 3 + AKSTURSIÞROTTIR 3. leið: Reykjanes 2. leið: Isólfsskáli Sérleiðir i 1 >. ajþjóðarallinu FOLX ■ ELDUR varð laus í Land Rover þ_eirra Sighvats Sigurðssonar og Úlfars Eysteinssonar í gær, en þeir taka þátt í Alþjóðarallinu. Þeir þurftu að skipta um hluta rafkerfis- ins í hvelli, en eldurinn kviknaði þegar logskorið var í grind bílsins. Reyndist raflögn falin þar. ■ TÍU bílar hefja keppni í Norð- dekk flokknum. Meðal keppenda verður Örn Ingólfsson, sem kallað- ur er Dali, á Trabant. Hann lætur sig ekki vanta, þó bíll hans sé ekki sá hraðskreiðasti í keppninni. ■ ÁSGEIR Sigurðsson, sigurveg- ari síðasta árs, ætlar að setja á fulla ferð í rallinu strax í dag. Hann kvað varasamt að bíða og sjá stöð- una. Hver sekúnda skipti máli og hann og Bragi hefðu engu gleymt, þó þeir væru ekki búnir að keppa í sumar. ■ HALLDÓR Blöndal, sam- göngumálaráðherra fer fyrstu tvær sérleiðirnar með Peugeot Einars Halldórssonar, samtals 26 km. Leiðimar eru með þeim hraðari í rallinu, liggja meðfram Kleifar- vatni og á Isólfsskálaleið. ■ DAVID Mann frá Bretlandi ekur 300 hestafla Toyota í rallinu. Hann segir leiðirinar henta sér vel, en hann hefði gjarnan viljað hafa hálfan mánuð til að skoða sérleið- irnar. Hann mun taka flug á þeim hæðum, þar sem hann er viss um hvað er fyrir handan. Mann segir bílinn „fljúga“ vel. ■ BALDUR Jónsson, sem kjörinn var akstursíþróttamaður ársins 1992 keppir að nýju í ralli. Hann varð að hætta vegna meiðsla í lok ársins 1992, en ekur fjórhjóladrifnum Mazda í rallinu. Baldur er sonur Jóns Ragnarssonar rallkappa, sem á því tvo syni í rallinu. Með Baldri ekur Geir Óskar Hjartarson. ■ MARGIR sprækir mótorhjóla- ökumenn munu þeysa sérleiðina við Öskjuhlið kl. 19.00, klukkutíma áður en rallbílarnir aka þar um. Meðal ökumanna verða tveir Is- landsmeistarar í moto cross, Heimir Barðarson og Reynir Jónsson. Keppendur munu fyrst fara tvær tímatökur og síðan aka tveir og tveir í samhliða keppni á sérleiðinni. ■ SIGURÐUR Bragi Guðmunds- son ekur Peugeot Talbot í rallinu, bíl sem Ólafur Siguijónsson vann alþjóðarallið tvívegis á, 1989 og 1990. ■ ÁSGEIR Sigurðsson og Bragi Guðmundsson leggja fyrstir af stað í rallið. Þeir hafa unnið alþjóð- lega rallið þrjú ár í röð. Omar Ragnarsson og Jón Ragnarsson náðu einnig að vinna þrjá sigra í rallinu saman. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson HÉR sjást nokkrir af toppbílum rallsins. Metró Ásgeirs Sigurðssonar og Braga Guðmundssonar er iengst til hægri, en þeir hafa unnið alþjóðarallið þrívegis á bíinum. Toyota Davids Mann er við hliðina, síðan Mazda Óskars Ólafssonar og Jóhannesar Jóhannessonar og Toyota Hjartar P. Jónssonar og ísaks Guð- jónssonar, en þeir leiða flokk ódýrra bíla. Hörð barátta framundan í sextánda alþjóðarallinu Meistaratitillinn í húfi ÍSLANDSMEISTARATITILL ökumanna og aðstoðarökumanna í rallakstri er í húf i í alþjóðarallinu, sem hefst í dag kl 15.30 við Perluna. Fyrsta daginn aka keppendur sérleiðir á Suðurnesjum, en keppnin stendur í þrjá daga og lýkur á sunnudag á Austur- velli. Koma bflarnir í endmark kl. 15.15. Sérstök áhorfendaleið verður ekin ítvígang í Öskjuhlíð í kvöld kl. 20.00. Munu 28 áhafn- ir leggja af stað í keppnina, sem er 900 km löng, þar af 291 km á sérleiðum. Fimm erlendar áhafnir eru í rallinu, m.a. David Mann á Toyota Celica og Philip Walker á Mazda, sem oft hefur keppt hérlendis. Gunnlaugur Rögnvaldsson skrífar Alþjóðarallið gefur tvöfalt vægi stiga til íslandsmeistara á við önnur mót og því er mjög mikilvægt fyrir keppendur að komast í endamark. Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda 323 eru báðir með 80 stig til meist- ara, en Óskar Ólafsson og Jóhannes- son á Mazda 323 eru með 49. Þor- steinn P. Sverrisson og Ingvar Guð- mundsson eru með 41 stig. Þá er Hjörtur P. Jónsson með 41 stig í flokki ökumanna og Birgir Már Guðnason 40 í flokki aðstoðaröku- manna. „Það setur okkur í erfiða aðstöðu að vægið sé tvöfalt og í raun fínnst mér það of mikið, 30 stig fyrir sigur væri eðlilegra. Mér finnst ekki raun- hæft að ein keppni gefí jafnmörg stig og tvö mót. Við ætlum hinsveg- ar að aka af fullri hörku, þó auðvit- að geti það truflað okkur að svo mörg stig eru í húfi“, sagði Jón Ragnarsson í samtali við Morg- unblaðið. „Þó við yrðum fyrir áfalli, þá eru kannski ekki miklar líkur á að Óskar vinni Ásgeir Sigurðsson á Metró eða Steingrím Ingasson á Nissan og hirði fullt hús stiga. Þetta rall er að vísu mjög Jangt, þannig að allt getur gerst. Á pappírunum er Ásgeir sterkastur, hann ekur besta bílnum og þ_að verður erfitt að slást við hann. Ég held að Bret- inn David Mann á Toyota verði erf- iður og hann verði fljótari en menn halda, þó hann þekki ekki leiðirnar eins vel og við. Við erum ekkert búnir að leggja hann að velli, áður en við leggjum af stað“, sagði Jón. Óskar og Jóhannes aka aflminni bíl en feðgarnir og ekki eins vel út- búnum. Þeir gætu hagnast á því að feðgarnir verði í toppslag og ef af- föll verða. „Við ráðum ekki við ferð toppbílanna, en eltum þá eins og skugginn. Okkar möguleikar liggja í því að eitthvað komi upp hjá feðgun- um, en Rúnar er góður, þannig að ég held bara mínum hraða og sé hvað gerist“, sagði Óskar. Hann hef- ur lengi tekið þátt í rallakstri og styðst við eigið minni af sérleiðunum, ekki leiðarnótur eins og flestir kepp- endur. Hefur stálminni. „Það eru þúsundir beygja í rallinu og ég man þær allar. Eg rifja þær upp með því að skoða leiðimar eins og aðrir kepp- endur. Það er mjög mikilvægt að skoða leiðirnar og getur ráðið úrslit- um. Svona löng keppni hentar mínum akstursstíl, en það væri peningaaust- ur að ætla að reyna að halda í við toppbílana", sagði Óskar. I rallinu ekur fjöldi ökumanna í Norðdekk flokknum svokallaða. Þeir eru rétt á eftir Óskari að stigum til íslandsmeistara, en heyja síðan inn- byrðis baráttu um sigur í Norðdekk flokknum, sem er fyrir ódýra keppn- isbfla. Þar er staðan jöfn. Hjörtur P. Jónsson og ísak Guðjónsson eru með 67 stig, Þorsteinn P. Sverrisson og Ingvar Guðmundsson 66 og Magnús Ó. Jóhannsson og Guð- mundur T. Gíslasson 55. Venjuleg stigagjöf er í þessum flokki, þ.e. 20 stig fyrir sigur, 15 fyrir annað, 12 fyrir þriðja, og síðan niður í eitt stig. Fjölskylduíþrótt BALDUR Jónsson, sem kjörlnn var akstursíþróttamaður árslns 1992 mætir aftur til keppni eftir að meiðsli hömluðu þátttöku hans. Hann er son- ur Jóns Ragnarssonar, sem lelðir meistaramótið með öðrum syni sín- um, Rúnari. Baldur vann af krafti í bílnum í gær og feðgarnir hafa vænt- anlega gefið honum góð ráð. Svenný Sif Rúnarsdóttir er með á myndinni. Hungraður í titilinn „EG ætla að vinna og tryggja mér titilinn. Mér líst vel á þá nýbreytni að hafa þrjár tíma- þrautir f keppninni og ætia að setja á fulla ferð strax,“ sagði torfærukappinn Sigurður Þ. Jónsson í samtali við Morgun- blaðið. Hann hefur forystu til íslandsmeistara í torfæru í flokki götujeppa, en úrslita- keppnin i íslandsmótinu verður á Hellu á morgun, laugardag og hefstkl. 13.00. Sigurður er með 55 stig, en Gunnar Guðmundsson 45. Þeir einir eiga möguleika á titli í flokki götujeppa. „Ég reif allt í sundur og skoðaði gaumgæfulega í vikunni, tók vélina í gegn og lagt var nýtt raf- kerfi í jeppann. Það kviknaði í því í síðustu keppni, þar sem mér gekk ekki vel. Ég vona að ég sleppi bilana- laust núna, hef gert fyrirbyggjanadi ráðstafanir. Ég varð þriðji á Islands- mótinu í fyrra, en er hungraður í titilinn núna“, sagði Sigurður. Gunn- ar, andstæðingur hans í kapphlaup- inu um titilinn ekur jeppa, sem hefur verið í keppni í 20 ár. Hann lætur ekki bakmeiðsli, sem hann hlaut í slæmri byltu í keppni fyrir nokkrum árum aftra sér frá keppni. „Ég hef allt að vinna og engu að tapa. Ég legg allt í sigur, sama þó jeppinn verði fokheldur á eftir. Ég læt Sigurð ekki sleppa heim með titilinn“, sagði Gunnar. „Ég hef bætt við hestöflum, vélin skilar núna 550 hestöflum út í hjól, Hellu svæðið krefst aukins krafts. Ég hef trú á að ég komist yfir mýrina, sem er skemmtileg þraut og vinsæl hjá áhorfendum." í flokki sérútbúinna jeppa mun baráttan standa á milli nágrann- anna úr Ölfusi, Gísla G. Jónssonar sem er með 50 stig og Haraldar Péturssonar, sem er með 44. Ef Haraldur vinnur, þá verður Gísli að lenda í öðru sæti til að verða meist- ari. En það eru margir ökumenn sem geta sett strik í reikninginn hjá þeim. Fjölmargir ökumenn eiga möguleika á sigri í keppninni á morgun. Lagðar hafa verið þrjár mismunandi tímabrautir, ein liggur m.a. yfir ána á svæðinu og hin er í gegnum mýrina. Bilaði á síðustu stundu STEINGRÍMUR Ingason er einn af toppökumönnum rallsins. En í gær- kvöldi var hann enn að raða saman keppnisvél í Nissan bíl sínum, sem hann hefur notað með góðum ár- angri í 44 mótum. Hún hafði bilað, á síðustu stundu, en hann átti að mæta í skoðun með bílinn í gær- dag. Fékk hann undanþágu frá keppnisstjórn til að koma vélinni í samt lag. En það er enginn hægðar- leikur. „Eg uppgötvaði það þegar ég setti í gang í gær að eitthvað var að, hljóðin í vélinni voru einkenni- leg. Eg þjöppumældi vélina og þá kom í ljós vandamál. Fimm ventlar voru bognir og varahlutir ekki til,“ sagði Steingrímur Ingason í sam- tali við Morgunblaðið um leið og hann bjástraði að koma vélinni í lag ásamt þremur aðstoðarmönnum. „Ég neyddist til að láta rétta ventl- ana, strákarnir hjá Baader þjón- ustunni redduðu því í hvelli. Aðrir ventlar eru ekki fáanlegir í land- Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Vona það besta STEINGRÍMUR og aðstoðarmenn röðuðu keppnisvélinni í Nissan hans aftur saman í gærkvöldi og vonuðu að hlutirnlr, sem notaðir voru héldu. Ekkl nóðlst að fá nýja varahluti eftlr að fimm ventlar bognuðu. inu, en vélin er sérsmíðuð vél, sem fá eintök eru til af í heiminum. Svo verð ég að nota gamla heddpakn- ingu, þannig að þetta er svolítið skítamix. Ég hef samt trú á að þetta geti gengið. Þetta er mikil nákvæmnisvinna og við verðum fram á nótt að koma vélinni saman og stilla allt af,“ sagði Steingrímur. „Þetta er vissulega svekkjandi, því ég var vel undirbúinn. Það amaði ekkert að vélinni um síðustu helgi, en svo hleypur þessi hundur í hana núna rétt fyrir keppni. Ég ætla samt að Ieggja þetta undir, í raun erum við alltaf að leggja allt undir. Það væri samt hrikalegt ef vélin klikkaði, hún er rándýr. Við vinnum bara þetta rall. Ekkert múður!“ sagði Steingrímur og flýtti sér með aðstoðarmennina í íslenska kjötsúpu að hætti Steingríms. Hann hefur eldað og borðað kjötsúpu í heila viku og tekur birgðir með í rallið. Síðan átti að ljúka vélaverk- inu í næturhúminu. ÍÞRÓTTIR Reuter ANDRE Agassi átti erfiðan dag í gær og það verður örugg- lega nóg að gera hjá honum þegar hann mætir Borls Becker í undanúrslitum, en þetta verður 13. viðureign þeirra. Agassi og Becker mætast Andre Agassi og Boris Becker þurftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum til að komast í und- anúrslit Opna bandaríska meistara- mótsins í tennis í gær. Agassi, sem er efstur á heimslistanum, vann Tékklendinginn Petr Korda sem er í 39. sæti á sama lista. Agassi vann 6:4, 6:2, 1:6 og 7:5 og munaði ekki miklu að leikurinn yrði fimm sett, en til þess kom ekki og Agassi mætir Becker, sem er í fjórða sæti á heimslistanum, í undanúrslitum. „Þetta var bara kæruleysi. Ég hélt að þetta yrði létt eftir tvö fyrstu settin en annað kom á daginn, ég gleymdi að reka naglann í kist- una,“ sagði Agassi eftir að sigur var í höfn. Becker lenti einnig í vandræðum með sinn mótheija, Patrick McEnroe og var leikur þeirra sá lengsti á mótinu til þessa, fjórar klukkustundir og sjö mínútum bet- ur. Becker vann fyrstu tvö settin 6:4 og 7:6 (7:2) en tapaði næsta 6:7 (3:7) en í fjórða settinu hafði hann betur 7:6 (8:6). „Ég er glaður og ánægður með að hafa verið þátttakandi í þessum leik. Hann var spennandi og skemmtilegur og áhorfendur voru frábærir, það var til dæmis klappað fyrir okkur báðum við hvert stig í fjórða settinu,“ sagði Becker eftir Sigmar Gunnarsson og Anna Jeeves urðu íslandsmeistarar í hálfmaraþoni er þau sigruðu í þeirri grein í Brúar- Sigurður hlaupi Selfoss um Jónsson helgina. Sigmar skrifar fékk tímann 1:13,06 frá Selfossi. og ^nna kom í mark á tímanum 1:22,26. í öðru sæti í karlaflokki varð Jóhann Ingibergs- son á 1:16,53 og þriðji Grímur 01- afsson á 1:30,52. Önnur í kvenna- flokki varð Helga Björnsdóttir á 1:32,33 og þriðja Helga Zoega á 1:39,27. Það voru 58 hlauparar sem þreyttu hálfmaraþon í þessari meistaramótsgrein Brúarhlaupsins en metþátttaka var í hlaupinu sem er orðið stórviðburður í bæjarlífinu á Selfossi. í 10 km hlaupi hlupu HELGARGOLFIÐ Akureyri Golfklúbbur Akureyrar heldur mót um helg- ina, bæði á laugardag og sunnudag og leikn- ar verða 36 holur. Hella SS-mót Golfklúbbs Hellu fer fram á laugar- dag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Sandgerði Golfklúbbur Sandgerðis heldur mót á sunnudaginn, 18 holur með og án forgjafar. Garðabær Opið mót hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á sunnudag, 18 hoíur með og án forgjafar. Bakkakot Mosfellsbæ Háforgjafarmót á laugardag, 18 holur. Öldungamót f Grindavík Öldungamót hjá Golfklúbbi Grindavíkur á sunnudag, 18 holur með og án forgjafar. LEIÐRETTING í FRÁSÖGN í fyrradag, um það hveijir hefðu verið úrskurðaðir í leikbann, voru villur. Þar var sagt að Axel Gomez mark- vörður Leiknis hefði fengið fjögurra leikja bann og Jósef Hreinsson, Fjölni, þriggja leikja bann. Hvort tveggja er rangt. Axel fekk þriggja leikja bann og Jósef fjögurra. sigurinn. „Því miður lék ég aldrei við John [McEnroe] í Opna banda- ríska, en yngri bróðir hans gaf mér nóg til að hugsa um í dag,“ sagði Becker. Agassi og Becker hafa tólf sinn- 143 og þar sigraði Fríða Bjama- dóttir í kvennaflokki á 46:14,00 og í karlaflokki Sigurður Pétur Sig- mundsson á 34:29,00. í 5 km hlaupi sigraði Gerður Rún Guðlaugsdóttir á 19:45,00 og í karlaflokki Marinó Freyr Sigurjónsson á 17:31,00. í 2,5 km hlaupi sigraði Linda Ósk Heimisdóttir á 12:57,00 og í karla- flokki Ingvar Magnússon á 11:29,00. Þátttakendur í 10 km hjólreiðum voru 284 og þar sigraði Haraldur Vilhjálmsson á tímanum 15:45,00 og í kvennaflokki sigraði María Dögg Hjörleifsdóttir á 18:56,00. Sigurvegarar í hverjum flokki fengu lambalæri í verðlaun og vakti það almenna athygli þegar sigur- vegararnir lyftu gómsætri steikinni á verðlaunapallinum. FELAGSLIF Opið húshjáVal Valsmenn verða með opið hús að Hlíðar- enda í kvöld þar sem heiðra á Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara Vals og verður húsið opnað kl. 20. Karate Karetefélag Vesturbæjar er að hefja starf- semi og verður kennt í gamla ÍR-húsinu. Þá er Karatedeild HK í Kópavogi að hefja starfsemi sína. Lögð verður áhersla á þjálf- un í bama- og unglingaflokkum, yngst fimm ára. Kennsla hefst 11. september hjá báðum félögum og er kennari og umsjónamaður Jón Ásgeir Blöndal. Upplýsingar og skrán- ing alla daga (588 2336) kl. 10 til 22. Körfumót í London Fyrirhugað er að fara í hópferð á McDon- ald’s körfuboltamótið sem fram fer í Lond- on 19. til 21. október. Þetta er óopinbert heimsmeistaramót félagsliða og þarna leika Houston Rockets úr NBA deildinni, Evrópu- meistarar Real Madrid, Englandsmeistar- arnir í Sheffield Sharks, Ítalíumeistararnir Buckler Bolognia, Maccabi Tel Aviv sem er ísraelsmeistari og áströlsku meistaramir sem verða krýndir á næstunni. Flug, gisting og miðar á alla leikina kostar 37.000 krón- ur og nánari upplýsingar em veittar hjá Flugleiðum og KKI. um mæst í mótum og hefur Agassi betri stöðu eftir þær viðureignir, hefur unnið átta sinnum en Becker fjórum sinnum. Síðast áttust þeir við í undanúrslitum á Wimbledon í sumar og þá hafði Becker betur. ÚRSLIT Körfuknattleikur Reykjanesmótið UMFN-UMFG..................87:99 Keflavík - Haukar..........92:84 Handknattleikur Opna Reykjavíkurmótið: Valur - Grótta.............28:19 FH-ÍH......................25:24 Breiðablik-Valur...........21:35 Fylkir-KR..................19:30 KA - Haukar................33:28 BÍ - Fylkir................25:29 VíkingTir - Fram...........23:21 Afturelding - HK...........29:24 ÍR - ÍBV...................27:25 KNATTSPYRNA Eyjamenn fjölmenna EYJAMENN ætla að fjölmenna á leik ÍBV og KR á laugardaginn. Heijólfur breytir áætlun sinni lftillega vegna leiksins og fer frá Eyjum kl. 8.15 og til baka frá Þorláks- höfn kl. 17.30. Eyjaliðið fer til lands með Heijólfi í dag og æfir i Þorlákshöfn áður en farið verður að Laugarvatni. Búið er að fylla eina Flugleiðavél af fylg- ismönnum tBV og auk þess verður stans- laust flug upp á Bakka og íslandsflug verð- ur einnig með ferðir. ÍÞRÚmR FOLK ■ HENRI Stambouli þjálfara hins fornfræga félags Marseille hefur verið sagt upp störfum og stjórnaði hann liðinu í síðasta skipti á þriðju- dagskvöldið í leik gegn Toulouse. Ástæðan fyrir uppsögninni er slakt gengi Marseille það sem af er keppnistímabilinu, en félagið er í níunda sæti frönsku 2. deildarinnar. ■ GERARD Gili hefur tekið við þjálfun Marseille en Gili gegndi sama starfi frá ágúst 1988 til sept- ember 1989, er Bernard Tapie, þáverandi eigandi félagsins réð Franz Beckenbauer í stað Gilis - þrátt fyrir að hann hefði náð mjög góðum árangri með liðið. ■ LARISA Peleshenko frá Rúss- landi heimsmeistari kvenna í kúlu- varpi innanhúss hefur verið svipt titilinum og sett í fjögurra ára keppnisbann eftir að hafa verið stað- in að notkun steralyíja. Katrin Neimke frá Þýskalandi sem varð önnur á HM innanhúss í vetur hefur fengið gullverðlaunin í hennar stað. ■ SANDGERÐINGAR sýndu sín- um mönnum dyggan stuðning þegar lið Reynis lék til undanúrslita í fjórðu deildinni í knattspyrnu. Um 50 Sandgerðingar keyrðu til Hornafjarðar, lögðu af stað klukk- an níu að morgni og voru mættir á Höfn klukkan 17. ■ ARGENTÍSKA knattspyrnu- manninum Fernando Redondo var lofað landsliðssæti ef hann léti klippa sig en hann neitaði. Landsliðsþjálfar- inn Daniel Pasarella heimtar að sín- ir menn séu stuttklipptir. „Hárið er hluti af persónuleika mínum og ég er ekki bara knattspymumaður, held- ur líka persóna,“ sagði Redondo. í kvöld Knattspyrna 1. deild karla: Laugardalsvöllur: Fram - ÍA.21 1. deild kvenna: Akranes: ÍA - KR............18 Handknattleikur Opna Reykjavíkurmótið Laugardalshöll: Valur-FH.................18.00 ÍH - Breiðablik..........19.30 Grótta-FH................21.00 Austurberg: KR-Haukar................18.00 KA-BÍ....................19.30 Fylkir - Haukar..........21.00 Seljaskóli: UMFA-ÍR..................18.00 HK-ÍBV...................19.30 Fram-Selfoss.............21.00 Hafnarfjarðarmótið - konur íþróttahúsið við Strandgötu Haukar-FH................19.30 Stjaman - ÍBV............21.00 Frjálsíþróttir Meistaramót íslands fyrir 15-22 ára verður haldið á Laugardalsvellinum í'dag og á morgun. Mótið hefst kl. 17 í dag og lýkur klukkan 19.05 Opið mót Opna Möskvamótið er frestað var vegna veðurs verður haldið á Húsatóftarvelli í Grindavík laugardaginn 9. september. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Nándarverðlaun verða á 9/18 holu. Skráning er hafin í síma 426-8720 Golfklúbbur Grindavíkur HALFMARAÞON Sigmar og Anna íslandsmeistarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.