Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 C 3 ÚRSLIT KNATTPYRINIA KNATTPYRNA Knattspyrna UEFA-keppnin Bratislava, Slóvakíu: Slovan Bratislava - Kaiserslautern..2:1 Tittel (28.), Sobona (64.) — Hollerbaeh (64.). 20.000. Freiburg, Þýskalandi: Freiburg - Slavía Prag..............1:2 Todt (78.) — Novotny (23.), Penicka (75.). 18.000. Sofía, Búlgaríu: Levski - Aalst (Belgiu)........... 1:2 Ivan Vassilev (68.) — Alexandar Markov (57. - sjálfsm.), David Paas (77.). 20.000. Stavangur, Noregi: Viking-Auxerre......................1:1 Egil Ulfstein (56.) — Taribo West (14.). 4.097. Vladikavkaz, Rússlandi: Spartak - Liverpool.................1:2 Mirdzhalol Kasymov (20.) — Steve McManaman (33.), Jamie Redknapp (53.). 38.000. Kaupmannahöfn: Bröndby - Lilleström................3:0 Bo Hansen (38.), Dan Eggen (57.), Ole Bjur (87. - vítasp.). 7.686. Aþena, Gríkklandi: Olympiakos - Maribor (Slóveníu).....2:0 Andrei Juskoviak (52.), George Skartados (69. - vítasp.). 25.000. Beersheba, Israel: Hapoel - Barcelona..................0:7 - Ivan de La Pena (4.), Garcia Roger 3 (45., 67., 78.), Oscar Garcia (62.), Luis Figo 2 (65., 81.). 15.000. Miinchen, Þýskalandi: Bayem - Lokomotive Moskva...........0:1 - Charlatchev (71.). 28.000. Odessa, Úkraníu: Odessa - Widzew Lodz (Póll.)........1:0 Chisinau, Moldavíu: Zimbm - RAF Riga (Lettl.)...........1:0 Lahti, Finnlandi: MyPa - Eindhoven....................1:1 Mahlio (29.) - Ronaldo (50.). Volgugrad, Rússlandi: Rotor - Man. Utd....................0:0 Istanbúl, Tyrklandi: Fenerbahce - Real Betis.............1:2 Kocaman (75.) — Cherubino (28.), Sabas (79.). 15.000. Malmö, Svíþjóð: Malmö FF - Nott. Forest.............2:1 J. Persson (59.), A. Andersson (72.) Ian Woan (36.). 12.486. Prag, Tékklandi: Spartak Prag - Silkiborg............0:1 Kerkrade, Hollandi: Roda - Ljubljana (Sloveníu).........5:0 Barry van Galen (3.), Richard Roelofsen (23.), Tijani Babangida (34.), Maurice Gra- ef (44.), Johan de Kock (88. - vítasp.). 10.500. Lugano, Sviss: Lugano - Inter Milanó...............1:1 Jose Carrasco (67.) — Roberto Carlos (12.). 13.000. Neuchatel, Sviss: Neuchatel Xamax - AS Róma...........1:1 Lierse, Belgíu: Lierse - Benfica....................1:3 Dirk Huysmans (38. - vítasp.) — Filho Valdo (27. - vítasp.), Cipriano Marcelo (51.), Paulo Bento (63.). 9.300. V7n, Austurríki: FK Austria - D. Minsk (H-Rússl.)....1:2 Mónakó: Mónakó - Leeds.....................0:3 v.-Tony Yeboah 3 (3., 64., 80.). 14.000. Guimaraes, Poitúgah Vitoria - Standard Liege..........3:1 Gilmar Estevan 2 (21., 88.), Edinho (68.) Giinther Schepens (32.). 15.000. Róm, Ítalíu: Lazíó — Omonia (Kýpur)................5:0 Pier Luigi Casiraghi 3 (11., 16., 89.), Ro- berto Rambaudi (53.), Giuseppe Signori (55. - vítasp.). 20.000. Mílanó, Ítalíu: AC Milan - Lublin (Póll.).................4:0 Dejan Savicevic (11.), Machaj (46. - sjálfsm.), George Weah (67.), Zvonomir Boban (71.). 7.629. Strasbourg, Frakklandi: Strasbourg - Ujpest (Ung.)..........3:0 David Zitelli (8.), Franck Leboeuf (71. - vitasp.), Gerald Baticle (80.). 25.000. Seville, Spáni: Sevilla - Botev (Búlgar.)...........2:0 Davor Suker 2 (29., 34.). England Úrvalsdeildin: Middlesbrough - Southampton.........0:0 1. Deild: Birmingham - Stoke..................1:1 Huddersfield - Barnsley.............3:0 Oldham - Ipswich....................1:1 Port Vale - Leicester................0:2 Reading - Grimsby....................0:2 Sheff. Utd. - Charlton..............2:0 Sunderland - Portsmouth.............1:1 Tranmere - WBA.......................2:2 Watford - Crystal Palace ............0:0 HANDBOLTI ValurogKAá Akureyri I kvöld eigast við í KA-húsinu á Akur- eyri karlalið KA og Valur í Meistara- keppni HSÍ. Leikurinn hefst klukkan tuttugu. Sem kunnugt er eru Vals- menn íslandsmeistarar og KA-menn Bikarmeistarar, en liðin háðu harða keppni á sl. keppnistímabili um báða bikarana með fyrrgreindum árangri. Skagamenn urðu að sætta sig við tveggja marka tap í lyrri leiknum gegn Raith Rovers 0f f|>ý 0 0^ Oþarflega stórttap - en Skagamenn eiga möguleika AKURNESINGAR töpuðu 1:3 í fyrri leiknum gegn Raith Ro- vers í UEFA-keppninni í gær- kvöidi í Skotlandi. Þeir léku mjög vel á köflum, en geta betur og það er Ijóst að seinni leikurinn á Akranesi getur orð- ið erfiður. Fyrri hálfleikurinn var erfiður í gær, heimamenn pressuðu Akurnesinga tölu- vert en það var klaufalegt að missa leikinn niður í tveggja marka tap eins og hann hafði þróast eftir hlé. íslandsmeist- ararnir ættu þó að eiga mögu- leika. Skotarnir koma eflaust á Skagann til að halda fengnum hlut en nái ÍA að sigra 2:0 fer liðið áfram í 2. umferð. Logi þjálfari Ólafsson gantaðist með það fyrir leikinn að lík- lega yrði á brattann að sækja, þegar leikið yrði að öðru markinu. Skapti Völlurinn hallar skrifarfráSOn nefnilega talsvert, Skotíandi mun meira en eðli- legt getur talist þótt ótrúlegt megi virðast og Skaga- menn léku einmitt í þá átt í fyrri hálfleik. Þá var á brattann að sækja í orðsins fyllstu merkingu fyrir varnarmennina, sérstaklega Páima, hægri bakvörð, sem var nánast í brekku allan hálfleikinn. Skagamenn áttu mjög góða spretti þótt mun meira hafí legið á þeim í hálfleiknum; þegar knöttur- inn fékk að rúlla eftir glæsilegu grasteppinu komu þeir heima- mönnum nokkrum sinnum í opna skjöldu, sérstaklega var Arnar ógn- andi - miðverðimir réðu ekkert við hraða hans og tækni, en segja má að þann margfræga herslumun hafi nokkrum sinnum vantað. Það var oft sem síðasta sending var ekki nógu góð og ekkert varð úr þegar útlit var fyrir að hægt væri að refsa varnarmönnum Raith. Mark snemma leiks Það var strax á 14. mín. að Raith skoraði. Hinn smái en knái Danny Lennon fékk knöttinn skammt utan vítateigs og þrumaði í vinstra hornið hjá Þórði. Gott mark en Skagamenn hefðu átt að vera búnir að hreinsa frá - virtust hafa tækifæri til þess en voru of seinir að átta sig. Heimamenn voru kraftmeiri sem fyrr segir, meira með boltann og voru oft nálægt því að komast í færi en hættan varð ekki mikil við mark IA fyrir hlé. Skagavörnin var örugg og fékk góða aðstoð frá miðjunni þó svo segja megi að þeir hafí hleypt andstæðingunum nokk- uð framarlega á völlinn áður en þeir tóku á móti þeim. Skagamenn byrjuðu betur Akurnesingar komu tvíefldir frá búningsherbergi sínu eftir hlé. Byijuðu geysilega vel, knötturinn gekk vel milli manna og þá sýndi það sig að þeir höfðu í fullu tré við Skotana. Stjórnuðu reyndar leiknum fyrsta stundarfjórðung seinni hálfleiksins, léku snilldarvel og Arnar sýndi nokkrum sinnum slíka takta að áhorfendur gátu ekki annað en klappað honum lof í lófa. Framganga Skagamanna var farin að fara í skapið á Skotum innan vallar sem utan - glósurnar úr áhorfendastúkunni hættu að Raith Rovers - ÍA 3:1 Stark’s Park í Kirkcaldy, UEFA-keppnin í knattspyrnu, 1. umferð, fyrri leikur, þriðju- daginn 12. september 1995. Mörk Raith Rovers: Danny Lennon 2 (14., 67.),_Barry Wilson (79.) IA: Ólafur Þórðarson (45.). Dómari: Branimir Babarojiv frá Júgósiavíu. Línuverðir: Slobodan Jankovic og Nedeljko Klepic frá Júgóslavíu. Áhorfendur: Um 5.000. Gult spjald: Sigurður Jónsson (42.) fyrir mótmæli. David Kirkwood (85.) og Julian Broddle (86.), báðir fyrir brot. Raith Rovers: Scott Thompson - Stephen McAnespie, Shaun Dennis, David Sinclair, Julian Broddle - Barry Wilson (Ronnie Co- yle 85.) David Kirkwood, Danny Lennon, Anthony Rougier (Jason Dair 27.) - Colin Cameron, Stephen Crawford (Ally Graham 60.). ÍA: Þórður Þórðarson - Pálmi Haraldsson, Ólafur Adolfsson, Zoran Miljkovic, Sigur- steinn Gíslason - Ólafur Þórðarson, Aðal- steinn Högnason, Sigurður Jónsson - Bjarki Gunnlaugsson, Arnar Gunnlaugsson, Har- aldur Ingólfsson (Stefán Þórðarson 79.). vera prenthæfar. Akurnesingar fengu fyrstu hornspyrnu sína á 62. mín., hún nýttist ekki en fljótlega fór að blása á móti aftur. Heima- menn bættu marki við á 67. mín.; Lennon var þar aftur á ferðinni eftir klaufaskap í vörn ÍA. Markið kom þvert gegn gangi leiksins og strax í næstu sókn varði Þórður Þórðarson mjög vel fast skot frá miðjumanninum, miðheijanum Ca- meron. En íslendingarnir hættu ekki og fljótlega komst Bjarki Gunnlaugsson í dauðafæri; komst einn í gegn eftir glæsilega sendingu Ólafs fyrirliða, en markvörðurinn kom út á móti Bjarka og varði vel. Þar fór dýrmætt tækifæri for- görðum, og mark í þessari stöðu hefði getað skipt sköpum. I staðinn gerðu Skotarnir þriðja markið skömmu síðar. Þá sváfu Skaga- menn illa á verðinum, Það var al- gjör óþarfi að fá þetta mark á sig miðað við hvernig leikurinn hafði þróast. Litlu munaði að Akurenes- ingum tækist að minnka muninn skömmu eftir markið. Varamaður- inn Stefan Þórðarson fékk þá dauðafæri skáhallt fyrir utan markteiginn en þrumaði rétt fram- hjá ijærstönginni. Arnar lék vel Skagamenn geta nagað sig í handarbökin fyrir að tapa með tveggja marka mun, þeir fengu nokkur góð færi og voru sannfær- andi á köflum - sérstaklega fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfleik. Það verður þó að viðurkennast að heimamenn sóttu mun meira í fyrri hálfleik og fengu þá átta horn- spyrnur gegn engri og Skagamenn gátu verið þakklátir fyrir að fara inn í búningsklefa með jafntefli. Lið Raith er nokkuð sterkt, en alls ekki ósigrandi og á góðum degi ættu Skagamenn að geta sigr- að þetta lið með nægilega miklum mun. Skagamenn gerðu margt gott í þessum leik, Arnar fór á kostum í framlínunni og Sigurður var mjög góður á miðjunni þar til hann gaf eftir í lokin eins og flestir hinna. Liðið í heild lék alls ekki illa en hefði átt að geta náð hagstæðari úrslitum. okkur takist að klára dæmið - segir Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna. „Ég er ánægður með sigurinn en þrátt fyrir hann náðum við aldrei að stjórna leiknum," sagði Jimmy Nicholl, þjálfari Raith utan ingu fyrir 14. mín skoraði Danny ■ Lennon með föstu skoti teigs i vinstra hornið eftir send- frá Stephen McAnespie, óveijandi Þórð Þórðarsson í marki í IA. IAlexander Högnason vann boltann á miðjum leikvelli Raith á 45. mín og renndi knettinum inn í vítateiginn þar sem knötturinn hrökk í hælana á Ólafi Þórðarsvni og þaðan í varnarmann Raith. Olafur Þórðarson var fyrstur að átta sig og tók boltann og renndi honum fram hjá markverði Raith Rovers. 2m Hár bolti barst inn í víta- ■ I teig Skagamanna á 67. mín. eftir aukaspymu, þar fór boitinn í hnakkann á Zoran Milkjovic og þaðan til Danny Lennons sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði af stuttu færi. 3m «■ Eftir snögga sókn Rait- ■ I manna á 79. mínútu barst knötturinn til Barry Wilsons eftir sendingu frá Colin Camerons. Wilson skaut rakleitt föstu skoti í netið og tryggði sigurinn. Bayern fékk skell Tíu í bann TÍU leikmenn 1. deildar karla voru úr- skurðaðir í leikbann ínæstu umferð á fundi aganefndar KSÍ í gær, en alls voru fjörutíu og sex leikmenn úrskurðaðir í leikbann. Þeir leikmenn fyrstu deildar sem missa af leikjum í næstu umferð, næstsíðustu umferðinni eru: Davíð Garð- arsson og Guðmundur Brynjólfsson úr Val, Einar Þór Daníelsson og Þormóður Egilsson úr KR, Atli Helgason og Þor- björn Atli Sveinsson frá Fram, Davíð Ól- afsson leikmaður FH, Karl Fínnbogason, Keflavík, Guðjón Ásmundsson frá Grinda- vík og Zoran Miljkovic, ÍA. BÆJARAR fengu heldur betur skell þegar þeirfengu rúss- neska liðið Lokomotiv frá Moskvu í heimsókn á Ólympiu- leikvanginn í Múnchen í UEFA- keppninni — það hefði mátt heyra nál falla þegar Yevgeni Kharlachev skoraði sigurmark Rússa, 0:1, nítján mín. fyrir leikslok, með skoti sem Oliver Kahn réð ekki við. Það er því Ijóst að „draumalið" Ottos Rehhagels verður að spýta hressilega í lófana fyrir síðari leikinn eftir tvær vikur í Moskvu. Barcelona átti aftur á móti ekki í vandræðum með ísraelska liðiö Hapoel Beersheeba, 7:0, í ísrael. Garcia Roger skoraði þrennu fyrir Barcelona og Luis Figo gerði tvennu í stórsigri Hðs- ins. Þess má geta að- Barcelona hefur aldrei unnið UEFA bikarinn og nú er það stefna félagsins að tryggja sér hann í fyrsta skipti. Anthony Yeboah var heldur bet- ur á skotskónum í Mónakó, þar sem hann skoraði þrennu í 3:0 sigri á heimamönnum. Mikið gekk á undir lokin og kapp þeirra Basile Boli og markvarðarins Marc Delarroche við að reyna að stöðva Yeaboah þegar hann gerði þriðja markið var svo mikið að þeir rákust á með þeim afleiðingum að báða-þurfti að flytja á spítala með höfuðáverka. Fimmfaldir Evrópumeistarar AC Milan yfirspiluðu pólska liðið Zaglebie Lubin með fjórum mörkum gegn engu. Enginn af markaskor- urum ítalska liðsins var ítali heldur voru það Svartfjöllungurinn Dejan Savicevic, Líberíumaðurinn George Weah og Króatinn Zvonimir Boban sem gerðu þijú markanna og það fjórða var sjálfsmark Stefan Mac- haj. Mörk Jamie Redknapp og Steve McManaman færðu Liverpool dýr- mætan útisigur á Spartak Vlad- ikavkaz en það var Mirdzhalol Kosynov sem gerði eina mark heimamanna og reyndar fyrsta mark leiksins. Það gerði hann við mikinn fögnuð heimamanna en það voru þó 50 stuðningsmenn Li- verpool, sem slógust í för með lið- inu, sem fögnuðu að leikslokum. Tvö ensk lið sem einnig hafa sigr- að í Evrópukeppninni eru ekki í eins góðum málum og Liverpool. Manchester United gerði marka- laust jafntefli, einnig í Rússlandi, gegn Rotor Volgograd og Notting- ham Forest varð að bíta í það súra epli að tapa 2:1 gegn frændum vorum í Malmö FF. Ian Woan kom Forest yfir á 36. mín., en það dugði skammt gegn kraft- miklum heimamönnum og Joakim Persson og Andreas Andersson komu heimamönnum yfir í síðari hálfleik. Morgunblaðið/Greme Bell Barátta PÁLMI Haraldsson og Tony Rougier háðu oft harða bar- áttu um knöttinn á Stark Park í Klrkcaldy í gærkvöldi. Ístöðunni tvö eitt fengum við gott færi til að jafna og 2:2 hefðu verið mjög viðunandi úrslit, en í stað þess að jafna komast þeir í 3:1 sem var mjög svekkjandi,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, að leikslokum í gær- kvöldi. „Eftir smá byijunarörðugleika náðum við tökum á leiknum og fengum færi en þau voru ekki nýtt og þá var okkur refsað. Seinni leikurinn gæti orðið erfiður. Þeir koma til þess að halda fengnum og það verður á brattann að sækja. Við verðum að spila þannig að við búum ekki til færi fyrir þá eins og gert var í dag. Við sýndum að við getum skapað okkur færi og ég hef ekki nokkra trú á öðru en að okkur takist að gera það einnig í seinni leiknum og klára dæmið.“ Klaufalegt að jafna ekkl „Við spiluðum ágætlega í dag og að tapa tvö eitt hefðu verið þokkaleg úrslit. Þegar við lékum með jörðinni höfðum við leikinn í höndum okkar og það var klaufa- legt að jafna ekki því við fengum nokkur ágætis færi sem hefðu geta nýst. Það var einnig óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn að nýju í síðari hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að leikslokum. Þriðja markið sorglegt „Það var gott að fara með jafn- tefli til hálfleiks og við byijuðum af krafti í síðari hálfleik. Þess vegna var það reiðarslag að lenda undir. Þetta var drullumark eftir misskilning í vörninni. Þetta hefðu þó geta verið sæmileg úrslit. Þriðja markið var mjög sorglegt," sagði Sigurður Jónsson. „Við vorum óheppnir og fengum fullt af færum en þegar menn ná ekki að nýta þau þá fer sem fer. Nú verðum við bara að safna liði. Þetta er alls ekki búið. Við verðum að búa okkur vel undir seinni leik- inn og gefa allt í hann. Væntan- lega komum við til með að pressa þá mjög stíft, það er það eina sem dugir.“ Getum sigrað með toppleik „Mér fannst þetta vera þokka- legt, en við getum gert betur. Þriðja markið var rosalega svekkjandi og við hefðum geta minnkað muninn í þijú tvö. Nú verðum við þara að rífa okkur upp og vinna nógu stórt í seinni leiknum — Jiað er hægt með toppleik,“ sagði Ólafur Þórðar- son. Náðum aldrei tökum á leiknum „Ég er ánægður með sigurinn en þrátt fyrir hann náðum við aldr- ei að stjórna leiknum. Akranesliðið er mjög duglegt lið sem vinnur vel. Jafnvel þó liðið sé frá íslandi þá er þetta gott lið. Ef við kom- umst áfram þá getum við verið mjög ánægðir með frammistöðuna. Að mínu mati var leikmaður núm- er níu [Arnar Gunnlaugsson] best- ur hjá þeim. Hann vann mjög mik- ið og það skapaðist oft hætta þeg- ar hann fékk boltann við vítateig okkar,“ sagði Jimmy Nicholl, þjálf- ari Raith, að leikslokum í gær- kvöldi. O’Brien ekki með í Talence BANDARÍSKI heimsmethaf- inn í tugþraut, Dan O’Brien, tekur ekki þátt í tugþrautar- móti bestu tugþrautarmanna heims sem fram fer i Talence í Frakklandi um næstu helgi. O’Brien meiddist á hné í keppni í síðsutu viku í heima- landi sínu og þau eru það al- varlegt að hann ti'eystir sér ekki til að vera með um næstu helgi. Tugþrautarmótíð í Ta- lence fer fer fram ár hvert og er þangað er jafnan boðið sextán sterkustu einstakling- um ársins í greininni. MeðaJ keppenda nú verður Jón Arn- ar Magnússon, en hann á tí- unda besta árangur ársins, 8.237 stíg frá því í Götzis í vor. Wilander í lið Svía MATS Wilander hefur verið valinn í landslið Svía í tennis sem mætir Bandaríkjunum í undanúrslitum Davis-bikars- ins I Las Vegas síðar í mánuð- inum. Wilander, sem er 31 árs, hefur ekki verið í liðinu í fjögur ár, en Magnus Lars- son og Jan Apell eru meiddir og því var kallað á Wilander, en nú eru 14 ár síðan hann var fyrst valinn í landsliðið. „Þetta er alveg frábært, ég hafði ekki hugsað um að kom- ast í liðið síðan ég byrjaði að spila aftur,“ sagði Wislander, en hann hættí að keppa árið 1991 en er byrjaður aftur. Compagnoni í uppskurð ÍTALSKA skiðadrottningin, Deborah Compagnoni, sem varð tvöfaldur Ólympíumeist- ari, verður skorin upp í dag vegna verkja sem hún hefur haft í hægra hné síðustu daga. Compagnoni hefur tví- vegis áður verið skorin upp, en hún reif liðband í hnénu I stórsvigi á Ólympíuleikun- um í Albertsville árið 1992, aðeins sólarhring eftir að hún sigraði í risasviginu. Fallbyssuskot í Varsjá? KEPPNIN í meistaradeild Evr- ópu hefst í dag og fara fram leikir á átta vígstöðum — í Porto, Aþenu, Versjá, Black- burn, Dortmund, Búkarest, Amsterdam og Zurich. Leikið er í fjórum riðlum og komast tvö efstu liðin úr riðlunum í 8-liða úrslit, sem verða leikin í mars. Liðin sem leika eiga við vandamál að stríða — leik- bönn og meiðsli setji svip sinn á umferðina. 1% | antes frá Frakklandi og Portó ■ ™ frá Portúgal mætast í A-riðli og einnig Dymamo Kiev frá Úkra- ínu og Panathinaikos frá Grikk- landi. Frakkarnir leika án Nicolas Quedec, sem er meiddur, en Jean- Michel Ferri og Reynaíd Pedros eru í banni. Hins vegar skartar lið- ið nýjum framheija, Roman Kosecki. Portómenn hafa aftur á móti fengið þjálfarann Bobby Rob- son til baka eftir veikindi og það hefur hleypt lífi í liðið. Meiðsli og leikbönn hijá bæði hin liðin. Þar sakna Úkraínumenn sérstaklega framheijans Viktors Leonenkos, sem var settur í tveggja ára bann hjá félagi sínu fyrir að vera of þungur og ekki í leikformi þegar hann kom aftur eftir meiðsli — var með bjórvömb. Þrumar eins og fallbyssa Legia Varsjá frá Póllandi tekur á móti Rósenborg frá Noregi og enska liðið Blackburn Rovers fær Spartak Moskvu í heimsókn. Þjálf- ari Rósenborg, Nils Arne Eggen, fór í njósnaför til Varsjá og fannst mikið til mótherja sinna koma, sérstaklega miðheija Legia, Lesz- ek Pisz. „Hann þrumar eins og fallbyssa,“ sagði hann en lofaði að sitt lið myndi samt sækja af krafti. „Við Norðmenn tökum íþróttirnar ekki of alvarlega svo að það er enginn stór skaði þó að við töp- um,“ bætti Eggen við. Englendingarnir hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í ensku deildinni en þeir hafa meistaratitil að veija. Hins vegar munu þeir geta stillt upp sínu sterkasta liði, munu líklega setja Chris Sutton aftur í liðið - við hliðina á Alan Shearer. Þrfr fyrrum leikmenn Juventus meö Dortmund í C-riðli fær Borussia Dortmund frá Þýskalandi lið Juventus frá ít- alíu í heimsókn á meðan Steaua Búkarest tekur á móti skoska lið- inu Glasgow Rangers í Rúmeníu. Það vekur athygli að þrír leikmenn Dortmund, Andreas Möller, Júrgen Kohler og Julio Cesar, hafa allir spilað með Juventus og einnig Stefan Reuter, en hann er meiddur og verður ekki með. Þjóðverjarnir hafa harma að hefna eftir að hafa verið slegnir út í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa í fyrra af Juventus. Juventus mun spila án Gianluca Vialli og Fabrizio Ravan- elli, sem eru í banni og óvíst er hvort markvörðurinn Angelo Peruzzi muni leika vegna meiðsla, nefbrotnaði í leik um sl. helgi. Steaua mun spila án tveggja leikmanna, Marius Lacatus og Aurel Dragos Panait, sem taka út fyrri leikinn af tveggja leikja banni. Ekki er staðan betri hjá Skotunum sem eru með fjóra leikmenn meidda, Stuart McCall, Ian Fergu- son, Trevor Steven og Mark Hate- ley, og að auki er David Robertson í banni. Sorgleg afföll hjá Ajax Ajax frá Hollandi og Real Madrid frá Spáni hittast í Amst- erdam og svissneska liðið Grass- hoppers fær Ferencvaros frá Ung- verjalandi í heimsókn í D-riðli. Róðurinn verður þungur hjá liði Ajax, sem hefur titilinn að veija, og eru aðstæður hinar sorgleg- ustu. Patrick Kluivert lenti í bíl- slysi á laugardaginn — þar sem bílstjóri hins bílsins lést. Nígeríu- maðurinn Finidi George treystir sér ekki til að leika, eftir að frétt- ir bárust um að bróðir hans hefði verið drepinn eftir knattspyrnu- leik í Nígeríu. Að auki eru Danny Blind fyrirliði og Arnold Scholten í leikbanni. Hjá Spánverjunum verður Michael Laudrup frá vegna meiðsla á kálfa og varnarmaður- inn Quique Sanchez í leikbanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.