Morgunblaðið - 13.09.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 13.09.1995, Síða 1
Þið þekkið hann KÆRU Myndasögur Moggans. Ég vil láta þessa mynd og bréf í næsta myndasögublað. Krakkar, þið þekkið öll þennan náunga, ekki satt. Ég er 9 ára og heiti Bryndís Vigfúsdöttir, Hlíðartúni 6, 270 Mosfellsbær. Nýja mappan mín gaf mér hug- myndina að Plútó. Myndasögurnar þakka pent fyrir að fá að birta bréfið og myndina, Bryndís mín. Sumarið er liðið EKKI höfum við heimilisfang stúlkunnar sem sendi okkur þessa fínu mynd, við vitum bara að hún heitir Kristín Lilja Ragnarsdóttir og er 8 ára, kannski er hún orðin 9 ára, það er nefnilega dálítið langt síðan hún sendi myndina til Myndasagna Moggans. Þakka þér fyrir, kæra vinkona. Það er nú málið, krakkar, við getum ekki birt allt það efni sem þið sendið okkur en við gerum okkar besta eins og þið. Myndasögur Moggans þakka ykkur öllum innilega fyrir allt efnið sem þið ^endið okkur. - Brrr, segir stúlkan á myndinni, það er farið að kólna og næturnar eru orðnar dimm- ar. Vonandi verða skýjabólstr- arnir með minna móti á næst- unni svo að sólin nái að skína á okkur á daginn og tunglið geti speglað sig í lygnum vötn- um á næturnar og við horft á það og stjörnurnar áður en við förum að sofa. Pennavinir KÆRI Moggi! Ég heiti Birna Dögg og óska eftir penavinkonum á aldrin- um 8-10 ára, er sjálf 9 ára. Áhugamál mín eru frímerki, fimleikar, servíettur, glans- myndir og margt fleira. Reyni að svara öllum bréf- um. Birna D. Bergþórsdóttir Melbraút 29 250 Garður Hæ, hæ, Moggi! Ég heiti Auður og er 11 ára og mig langar að eignast pennavinkonu á aldrinum 10-12 ára, helst úti á landi. Áhugamál ýmisleg. Svara öll- um bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfí ef hægt er. Auður Dögg Árnadóttir Jakaseli 15 109 Reykjavík Kæru Myndasögur Moggans! Ég óska eftir pennavinum (bæði stelpum og strákum) á aldrinum 11-13 ára, ég er sjálf að verða 12 ára. Áhuga- mál eru margvísleg. Svara öllum bréfum. P.S. Mynd fylgi fyrsta bréfí ef hægt er. Berglind H. Bergsdóttir Kolbeinsmýri 1 170 Seltjarnarnes Kæri Moggi. Ég er 13 ára stelpa og óska eftir pennavinkonum á aldrin- um 12-14 ára. Áhugamál mín eru margvísleg. Christina G. Grönqvist Hraunbæ 22 110 Reykjavík Hæ, hæ og halló, Moggi. Ég vil eignast pennavini á aldrinum 9-11 ára, sjálf er ég 9 og er alveg að verða 10. Áhugamál mín eru: Dýr, börn, bakstur, útivera og margt., margt fleira. P.S. munið að senda mynd með fyrsta bréfi. Björg Vigfúsdóttir Akurgerði 21 108 Reykjavík Hver er fiskurinn? NEI, þetta er ekki merk- ingarlaust krot. Þetta eru nokkrir bókstafir og þeir mynda fiskheiti. Rýnið nú í myndina og finnið út hvaða stafir leynast þarna og raðið þeim síðan samn og fáið út fiskheiti. Þessi fiskur er ekki á borð- um í hverri viku og mörgum finnst lyktin vond þegar verið er að elda hann og bragðið eftir því en svo finnst öðrum hann vera veislumatur. Svona er það með flest, misjafn er smekkur manna. Lausnir gefa ykkur svarið þegar þið eruð búin að finna út hvaða fisk við erum að tala um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.