Morgunblaðið - 15.09.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 15.09.1995, Síða 1
 rogtmltfafrUk B 1995 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER BLAÐ Logi fylgist með Asgeiri fyrir leikina ÁSGEIR Elíasson landsliðsþjálfari á eftir að sijórna landsliðinu í tveimur leikjum í Evrópu- keppni landsliða, áður en Logi Ólafsson tekur við stjórninni. „Eg fæ tilvalið tækifæri til að fylgjast með undirbúningi landsliðsins fyrir leikina gegn Tyrkjum og Ungverjum,“ sagði Logi í gær. Kveðjuleikur Ásgeirs á íslandi verður gegn Tyrklandi á Laugardalsvellinum 11. október og iokaleikur hans með liðið verð- ur í Búdapest í Ungveijalandi 11. nóvember. Síðast þegar islenska landsliðið lék þar, stjórn- aði Ásgeii’ því tii sigurs, 2:1 —1992 í undan- keppni HM. KNATTSPYRNA Knattspyrnusambandið ekki lengi að ráða nýjan landsliðsþjálfara Logi tekur við af Asgeiri með landsliðið,“ sagði Logi, sem stendur á vissum tímamótum sem þjálfari. „Eins og ég sagði, þá er spennandi verkefni framundan. Með nýjum mönnum koma nýir sið- ir.“ Logi sagði að hann myndi ekki fara að hugsa um landsliðið, fyrr en starfi hans hjá ÍA sé lokið. „Við erum með í Evrópukeppni, þannig að ég hef nóg að hugsa um eitt- hvað fram eftir vetri,“ sagði Logi, sem átti greinilega við að IA kæm- ist áfram aðra umferð í UEFA- keppninni, eftir seinni leikinn gegn Raith Rovers. Næsta stórverkefni landsliðsins er undankeppni HM í Frakklandi 1998. Dregið verður í riðla í Frakk- landi í desember. „Það verður fyrst þá, þegar ég veit hverjir móthetjar okkar verða, að ég get farið að skipuleggja starf mitt sem lands- liðsþjálfari." EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands ís- lands, og Logi Ólafsson sitja fyrlr svörum ð fréttamanna- fundi eftir að tilkynnt var að náðst hefði samkomulag við Loga um að hann tæki við starfi Ásgeirs Elíassonar. Logi hefur áður starfað fyrir KSÍ — var landsliðsþjálfari kvenna. Morgunblaðið/Ásdís Aftur til KSÍ LOGI Ólafsson, þjálfari ís- landsmeistara Skagamanna og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, mun taka við starfi sem þjálfari karlalandsliðsins. Hann tekur við í nóvember af Ásgeiri Elíassyni, sem sagði starfi sínu lausu á dögunum — eða eftir að Ásgeir hefur stjórnað landsliðinu gegn Ung- verjum f Búdapest í Evrópu- keppni landsliða. Logi tók boði Knattspyrnusam- bands íslands, eftir að hafa fundað með stjórn Knattspymufé- lags ÍA í gær. KSÍ mun ganga frá samningi við Loga eftir Islandsmót. „Ég var ekki lengi að hugsa mig um — þegar boðið kom frá KSI, og framundan er spennandi verk- efni. Það varð að vera mikið í boði, til að ég sleppti Skagaliðinu — að- eins landsliðsþjálfarastarf hefði fengið mig til þess. Það er stórkost- legt að starfa á Akranesi, þar sem andrúmsloft og aðstæður eru þær bestu hjá félagsliði á íslandi. Ég hef unnið áður hér í herbúðum KSI — hér er gott að vera,“ sagði Logi Ólafsson í stuttu spjalli við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Stutt í breytingar Logi tekur við landsliðinu, sem er á nokkrum tímamótum — ljóst er að stutt er þar til að mannabreyt- ingar verða í landsliðinu. „Ég geri mér grein fyrir að nokkrir leikmenn liðsins eru komnir á efri árin, ef svo má að orði komast. Ég mun ekki gera miklar breytingar í einu stökki — vel bestu leikmenn íslands hveiju sinni í landsliðshópinn, án þess að horfa í aldur leikmanna. Við eigum stóran hóp af efnilegum leikmönnum, sem nú þegar eru byijaðir að banka á landsliðsdyrn- ar.“ Logi sagði að hann vissi vel að það væri mikil pressa sem fylgdi því að vera landsliðsþjálfari og þá sérstaklega þegar um val á lands- liði væri að ræða. „Ég tek við góðu búi og vona að ég nái að feta í fótspor Ásgeirs Elíassonar, sem hefur unnið mjög gott starf og tókst vel upp að velja sterkasta liðið hveiju sinni. Ásgeir er mjög hæfur; ég kynntist því þegar ég starfaði sem þjálfari kvennalandsliðsins í tvö ár. Þá fór ég með karlalandsliðinu til Frakklands, þar sem það lék vin- áttuleik gegn Sádí-Arabíu. Það var gott að starfa við hliðina á Ás- geiri, sem náði ágætum árangri KR-ingar óheppnir gegn Everton KR-ingar léku geysilega vel en urðu engu að síður að sætta sig við tap, 2:3, í Evrópuleiknum gegn ensku bikar- meisturunum í Éverton á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Vesturbæjarliðið átti í fullu tré við ensku atvinnumennina, Mihajlo Bibercic gerði bæði mörk KR — jafnaði tvívegis frá vítapunktinum en það var Nígeríumaðurinn Daniel Amokachi sem gerði sigurmarkið á næst síðustu mínútu. Frábær frammistaða / B2 Morgunblaðið/Kristinn ■■■■■■■■■■■■ |||ÍW#IÍÍI1 i - ' '• - ' '1 y ‘•-- O.i ' - i-.. ti J1a-j, fci „ . -Ái£', .‘‘‘Jir - —- - • 11 I -Í 1 A- 'li J i,- '-'-3, •í'.j' .? -J- j-iíu. .jííív- - „ - - li-- J— 'i’ "" \ 'í-. lí V-. t -• KNATTSPYRIMA: TEITUR ÞORÐARSON HÆTTIIGÆR HJA ULLESTROM / B2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.