Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 2
2 E FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JÓN LEIFS fæddist 1. maí 1899 að Sólheimum í Austur-Húna- vatnssýslu, sonur Þorleifs Jóns- sonar og Ragnheiðar Bjarnadótt- ur. Hann var að ýmsu leyti bráð- ger og hrifnæmur unglingur og sannfærðist snemma um að fyrir honum lægi að setja mark sitt á menningarsögu íslands. í samtali við Matthías Johannessen sem birtist hér í blaðinu 1959 segir hann: „Þegar ég var ungur vildi ég verða dírigent og píanisti eins og Lisztjá ég hafði stór plön og sat oft og lengi og hugsaði um, hvernig ég ætlaði að sigra heim- inn. “ • ••••• Fann köllun sína í tónlistinni ►Foreldrar Jóns keyptu píanó og hann fékk tilsögn hjá Herdísi dótt- ur Matthíasar Jochumssonar. Snemma vildi hann semja sjálfur, en sá i hendi sér að tónsmíðar gæti hann ekki numið af nokkru viti hér á landi. Hann einsetti sér því að fara utan til náms og í september 1916 hélt hann til Þýskalands samferða Páli Isólfs- syni, sem áður hafði numið er- lendis. Jón þreytti inntökupróf í tón- listarháskólann í Leipzig og náði því prófi. Hann útskrifaðist frá skólanum 17. júní 1921 með lof- samlegri umsögn. Skömmu eftir að hann lauk náminu lagði hann píanóleikinn að mestu á hilluna, en tók til við tónsmíðar, hljóm- sveitarstjórn og tónlistarritstörf. í áðurnefndu viðtali við Matthías Johannessen segir hann: „Svo átti ég í sálarstríði mánuðum saman, áður en ég samdi mitt fyrsta tón- verk. Gat ég bætt einhverju nýju við? Gat égslegið nýjan tón?“ í skólanum kynntist Jón ungri stúlku af gyðingaættum, Annie Riethof. Þau gengu í hjónaband sumarið 1921. Jón varð fyrstur íslendinga til að leggja fyrir sig hljómsveitar- sljórn og náði umtalsverðum frama sem slíkur. Árið 1926 kom hann með Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar á tónleikför til ís- lands, Færeyja og Noregs, og var það I fyrsta sinn sem íslenskir áheyrendur heyrðu í sinfóníu- hljómsveit. • ••••• Virtur hljómsveitarstjóri ►Þó Jón hafi notið virðingar sem hljómsveitarsljóri, fékk hann hvergi fastráðningu. Til að fram- fleyta fjölskyldu sinni greip hann til þess ráðs að skrifa um tónlist í blöð og tímarit og var afkasta- mikill höfundur. Snemma á þriðja áratugnum hóf Jón umfangsmikla söfnun þjóðlaga og gaf út safn 25 þjóð- laga 1925 sem hann hafði útsett fyrir pianó, en þjóðlögin urðu honum hvatning til að semja eigin tónverk. Verkum Jóns var almennt vel tekið og hafði hann nokkrar tekj- ur af flutningi þeirra í Þýska- landi, en þjóðlegur uppruni tón- listarinnar var Þjóðverjum mjög að skapi. Nasistar bönnuðu að mestu flutning verka Jóns árið 1937, en í spjallinu við Matthías Johannessen segir hann um þetta tímabil: „Hefurðu heyrt um Gretti og Glám úr Söguhljómkviðunni? Hún varsamin í Þýskalandi og Danmörku á árunum 1941-42. Þá höfðu nazistar sett mig í bann. Sinfónían var eins konar mótmæli gegn Hitlersstjórninni ogáttiað sýna hið þrjózkufulla einstakling- seðli norrænna manna. “ ► JON LEIFS Með heilagt erindi AÐ ER furðulegt hvað Ís- lendingar og Þjóðverjar eru ólíkir,“ segir kvikmynda- leikstjórinn Hilmar Odds- son, þegar við setjumst niður yfir kaffibolla, síðla kvölds, rétt fyrir frumsýningu á nýju kvikmyndinni hans, Tár úr steini. Dagur hans hefur verið öðrum dögum vikunnar annasamari þar sem hann fékk ekki rétta eintakið af myndinni sent hing- að og þurfti að vesenast í að fá það leiðrétt og svo er allur undirbúning- urinn fyrir frumsýninguna, sem er í kvöld, kominn á fullan skrið. Blaðamaðurinn ekki alveg með á nótunum; er ennþá að jafna sig eft- ir að hafa séð myndina fyrr um dag- inn. Langar til að segja „loksins, loksins" en veit að það er klisja. Orðleysið yfir fegurðinni sem Hilmar birtir í þessari mynd segir kannski bara meira en heilt orðasafn. Kannski er það rétt sem gamla kon- an sagði: Ræðan er silfur en þögnin er gull. Svo er bara talað um Islend- inga sem eru tarnamenn — gefa í botn þegar mikið liggur við og gefa allt sem þeir eiga — og Þjóðveija sem aldrei skipta um gír, taka ekki þá áhættu að eiga frumkvæði eða gera eitthvað sem ekki hefur verið nákvæmlega útlistað fyrir þeim að gera. „Þeir eru svo vanir að taka við skipunum. Þetta er allt annar heimur en við lifum í hérna,“ segir Hilmar og virðist ennþá undrast það eftir alla þann tíma sem hann hefur unnið að myndinni. En er það ekki einmitt það sem þú ert að fjalla um? „Jú.“ Og ekki bara tvo ólíka heima, heldur örlög manns sem þarf að tak- ast á við þessa ólíku heima án þess að tilheyra þeim. Maðurinn er tón- skáldið Jón Leifs, sem bjó í Þýska- landi við upphaf seinni heimsstyij- aldarinnar. Þjóðveijar skildu mann- inn og buðu honum arminn, skynj- uðu snilld hans en reyndu að nota hana til að versla með samvisku hans; fengu ræðuna en sálina aldr- ei. Islendingar botnuðu hvorki í manninum né verkum hans — vant- aði um það bil hálfrar aldar þroska — og höfnuðu honum. Töldu hann ekki hafa samvisku, létu Breta hand- taka hann á skipsfjöl og Kanann yfirheyra hann í landi. Hirtu hvorki um sorgir hans né söknuð, sköpun hans né snilld. Alltaf samir við sig; gera hróp að þeim sem heija sig yfir meðalmennskuna en klappa lóf- um fyrir þeim sem svamla í dammin- um með þeim sjálfum. Spyija ekki að ástæðum, heldur draga ályktanir og halda þeim fram eins og heilagri ritningu. Og hver var Jón Leifs? „Tónskáld.“ Og hvað svo? „Ekki veit ég það og ekki þú held- ur. Það hefur ríkt um hann þögn.“ Þögn sem kannski er stýrt af mætti æðri okkur sjálfum þar til við hefðum nægilega mikla glóru í kollinum til að skilja forsendurnar fyrir tónsmíðum hans og athöfnum. Hvaða duldi kraftur var að verki? En nú er þögnin rofin með kvik- mynd sem í mínum augum og eyrum er sú fegursta í íslenskri kvikmynda- sögu. Hún segir heila ævisögu manns þótt hún spanni aðeins stuttan tíma í lífi hans. Hún er saga; heil og órof- in frá upphafi til enda. Fjallar um atburði sem lágu að baki fegurstu tónverkum Jóns Leifs; hjónabandið með Annie, sem var gyðingur, sam- skiptin við stjórn nasista í Þýska- landi I upphafi seinni heimsstyijald- arinnar, sambandið við yngri dóttur- ina, Líf — aðskilnaðinn við fjölskyld- una og skilningsleysið sem hann mætti á íslandi. Saga um fjalistóra sorg. Um þetta er ég að hugsa svo miður mín yfir að geta ekki gert eitthvað fyrir hann Jón, bara af því að hann dó 1968, og á meðan hugsar Hilmar upphátt um muninn á íslendingum' og Þjóðveijum, en myndin var að mestum hluta tekin í Þýskalandi. „Þegar Þjóðverjar gera mistök eru þeir niðurlægðir og teknir af lífi fyr- ir framan allan hópinn. Það er rosa- lega erfitt að vinna með þeim, mörg- um hveijum, því að auðvitað erum við bara að tala um einstaklinga í valdastöðum. Starfsfólkið reyndist mér frábærlega.“ Eru þeir ekki bara mjög agaðir? „Þeir eru heftir. Þýski framleið- andi myndarinnar var alltaf að taka mig í gegn fyrir að vera of mikill vinur samstarfsmanna minna. Eg átti bara að gefa skipanir og láta fólkið hlýða. Þeir skilja ekki gæða- stjórnun sem felst í því að hver ein- staklingur sem vinnur að verkinu er aðalmaðurinn. Þeir eru með heraga og alltaf á sama hraðanum; allir hlutir hafa sinn fyrirfram ákveðna stað og tíma. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar ég fór fram úr áætluðum tökutíma í fjórða sinn, eða svo, að þessi framleiðandi trylltist og ætlaði að taka mig af lífi. Hann var alltaf öskrandi og ég hafði ekki látið aðstoðarmann minn biðja hann um leyfi til að fara hálfa klukkustund fram úr áætlun — sem er nú ekki mikið mál fyrir íslendinga sem vilja bara Ijúka verkinu — og hann kom æðandi inn í miðja töku, stoppaði allt og ætlaði að fá allt tökuliðið, leikarana og statistana út með sér. En auðvitað fylgir enginn svona fólki. Virðingarleysið er of mikið. Við lukum tökum stuttu seinna." Nálægð nasistanna Og nú segirðu okkur örlagasögu um Islending í klóm nasista í stríði sem við héldum að við hefðum aðal- lega grætt peninga á. „Ég veit að ég er að fást við stærstu klisju í heimi; útjaskaðasta efni sem til er. Og það er mjög erf- itt að meðhöndla Þýskaland nasis- mans. En markmið mitt var að finna fyrir nálægð nasistanna í gegnum sjálfar persónurnar í stað þess að sýna nasista út um allt. Hluti fyrir heild, segja þeir, og það var sú leið sem ég valdi; að láta nasistana birtast í táknum eða fulltrúum. Upphaflega valdi ég þessa leið vegna þess að við höfðum ekki fjármagn til að vera með margmennar hópsenur. Það getur verið kostur að hafa ekki of mikla peninga, vegna þess að þá þarf maður að nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn til finna leið til að segja samt það sem maður vildi hafa sagt. Fyrir bragðið er efniviðurinn mun sam- þjappaðri og krefst mikillar vand- virkni. Við höfum ekkert til að leyna hugsanlegum göllum. „Ódýrar“ lausnir og málamiðlanir komu aldrei til greina.“ Og árangurinn er eftir því. Leikur- inn, litirnir, myndin, myndatakan, tónlistin, hljóðið, skapa svo voldugan heim að maður þráir hann — hefur það á tilfínningunni að hann sé heill og sannur — samt svo ókyrr að mað- ur skelfist hann. Það er svo sárt að vera óvarinn fyrir ólgandi brimi þegar hægt er að ganga um laufgaða skóga. Laufgaða skóga þar sem hann gengur með Líf, litla augasteininum sínum, og segir henni íslenskar þjóð- sögur, af álfum og tröllum — og sýn- ir henni tárið. Þau tvö eiga heim sem enginn annar skilur. „Ég byggi mikið á tungumálinu," segir Hilmar. „Þau feðginin tala sam- an á íslensku til að undirstrika náið samband þeirra. Þau áttu þennan heim sameiginlega. En það sorglega við þetta er að þegar myndin verður sýnd í Þýskalandi „döbba“ (nota þýskar leikraddir) þeir íslenska talið í stað þess að texta myndina eins og við gerum. Þar með tapast þessi tákn- ræna vísun í samband þeirra.“ Frá heimildarmynd til kvikmyndar En ætlaðir þú ekki upphaflega að gera heimildarmynd? „Jú. Það var fyrir sex árum. Ég ætlaði að gera heimildarmynd um ævi Jóns, frá vöggu til grafar. Það er ekki hægt í kvikmynd, hún mundi tapa allri spennu. Þegar verkefnið þróaðist yfir í kvikmynd, varð ég að velja tímabil úr ævi hans. Það má skipta ævi Jóns í þijú tímabil: ís- land/Leipzig, Berlínarárin og eftir- stríðsárin; fyrst örlítið í Svíþjóð og síðan á Íslándi. Það tímabil sýnir hvernig ísland hafnar honum endan- lega. Það gerðist á mjög dramatískan hátt. Hann var til dæmis handtekinn af Bretum á Esjunni á leið heim, sakaður um að vera á mála hjá Þjóð- veijum. Hann sér ísland rísa úr sæ í böndum. Var svo yfírheyrður hjá Bandaríkjamönnum. Islendingar hafa alltaf verið dómharðir og þeir skildu alls ekki þann hrylling sem hann hafði gengið í gegnum." Samt bjó hann hér í 23 ár eftir heimsstyrjöldina — eða allt til dauða- dags. „Já. Ég verð að segja alveg eins og er að því meira sem ég kynni mér líf hans, því meira dái ég hann. Það er alveg sama hvernig lífið brýtur á honum, hann heldur alltaf höfði. Því oftar sem honum er hafnað hér á landi — þar sem enginn vill eða get- ur flutt verk hans, því stærri, meiri og kosmískari verða þau. Maður sem rís hærra eftir því sem mótlætið er meira — hann veit — hann veit að hans tími mun koma.“ "Er hans tími kominn? „Það eru nokkrir postular að boða fagnaðarerindið. Það byijaði fyrir fimmtán árum þegar tónskáldið Hjálmar H. Ragnarsson, sem er tón- Það var leiðin sem ég valdi; láta nasistana birtast í táknum Frá handriti upp á tj ald ■y ’T" VIKMYNDAFRAMLEIÐ- mS ENDUR eru afar sjaldan kvenkyns. „Þetta er ægi- lega harður karlaheimur," segir Hilmar Oddsson og prísar sig síðan sælan yfir því að hafa haft Jónu Finnsdóttur sem framleiðanda að kvikmynd sinni. Segir hana hreina og beina; besta gagnrýnanda sem hann getur hugsað sér. En hver er þessi kona og hvað gerir hún, sem framleiðandi, annað en að vera hrein og bein? Undirrituð fékk þá vinsamlegu ábendingu að vera ekkert að spyija hana að því yfir morgunkaffi; morg- unninn væri ekki uppáhaldstími Jónu. Fínt, ekki minn heldur. Skildi ástæðuna: Konur sem vinna með hei- lanum vinna best um nætur þegar enginn er að trufla þær, þar af leið- andi eru þær sjaldnast upprifnar á morgnana. Verða samt að vakna til að koma börnum sínum í skólann og gera það sem gera þarf á meðan þeir ungu nema. Höfum það morgunkaffi, svo hægt sé að hafa frið þá fjóra tíma sem skólaskyldan varir. Og hún mætir, alveg laus við morg- unsljóleika í augum. Snör í hreyfing- um, með skarpt augnaráð, glaðleg og ákveðin. Hlakkar til framsýningar- innar „því þá er lokið fjögurra ára ströngu starfi“, og ég fínn að hún er stolt yfir því starfi, sem hún má líka vera. Kvíðir hún líka „vegna þess að það hefur allt komið upp á sem hægt er að ímynda sér - líka það sem ekki er hægt að ímynda sér - og maður spyr sig: Hvað næst?“ Konan sem heldur utan um dæmið, eins og Hilmar orðaði það, er síður en svo morgunfúl, heldur ber með sér að hún þurfi að vinna hratt til að afkasta öllu því sem henni ber skylda til, sýpur á kaffinu, lítur upp og svar- ar spurningunni: „Framleiðandi og leikstjóri era þeir einu sem fylgja myndinni frá upphafi til enda; frá handriti upp á tjald - sem felur það í sér að framleiðandi skiptir sér af öllu. Hann leitar eftir fjármagni í myndina, útbýr umsóknir í sjóði og fylgir þeim eftir. Þegar handrit er orðið þannig að allir sem hlut eiga að máli eru orðnir ánægðir, þar með talinn framleiðandinn, og vinnan komin á það stig að ráða þarf fólk hafa leikstjóri og framleiðandi samráð. Þá erum við að tala um fólk sem sér um útlit og stíl myndarinnar, leikmyndahönnuð og tökumann. Það gefur augaleið að útlit kvikmyndar er mjög mikilvægt og það er því nauð- synlegt að gott samstarf náist milli leikstjóra, leikmyndahönnuðar og tökumanns og að þeir hittist sem fyrst eftir að handrit er tilbúið. Þessir þrír einstaklingar verða að vera á sömu ieið, verða að stefna að sömu mark- miðum. Þegar allt þetta batterí er komið af stað, heldur framleiðandinn utan um það. Leikstjórinn einbeitir sér að hinum skapandi þætti; vinnu með leik- urum og öðram. Þegar allt er tilbúið í tökur, þarf leikstjórinn að geta geng- ið inn í „settið“ og þá þarf allt að vera klárt. Hver tökudagur er mjög dýr og það má ekkert vanta sem á að vera til staðar. Mjög snemma gerir framleiðandinn kostnaðaráætlun og kynnir hana fyrir forsvarsmönnum hinna ýmsu deilda. Leikmyndahönnuður hefur til dæmis ákveðna upphæð til ráðstöfunar. Mér er alveg sama hvernig hann notar hana, bara að hann haldi sig innan rammans. Á undirbúningstímanum fer megin- starf framleiðandans fram og óhætt er að segja að þegar tökur hefjast verði ákveðin kaflaskipti í fram- leiðsluferlinu. Þá er búið að ráða val- inn mann í hvert rúm og ástæðulaust fyrir framleiðandann að blanda sér í málin nema einhver meiriháttar vandamál komi upp. Enda ræður framleiðandinn sér framkvæmda- stjóra á undirbúningstímanum, sem sér m.a. um að keyra upptökurnar áfram. Það er mikilvægt að framleiðandi og leikstjóri nái saman, tali sama tungumál. Þannig er auðveldara fyrir framleiðandann að standa með sínum manni og jafnvel standa vörð um þann kjarna sem lagt var upp með, sem oft getur kostað átök í þriggja landa samvinnuverkefni eins og okk- ar. Eftir að tökum er lokið stöndum við tvö eftir með alla eftirvinnsluna: Byijum tvö, síðan kemur hópur fólks og við endum tvö. Þetta er svo náin samvinna í svo langan tíma að ég get ekki ímyndað mér að leikstjóri og framleiðandi sem ekki ná saman, geti gert nokkuð af viti. Samvinna okkar Hilmars hefur gengið mjög vel - en við höfum geng- ið í gegnum helvíti saman. Höfum náð að hvetja hvort annað áfram þeg- ar öllum dyrum virtist hafa verið Iok- að á okkur.“ Föst í þýsku þrotabúi Mér skilst að þið hafið lent í ótrú- legustu hremmingum. „Það er óhætt að segja það,“ segir Jóna og hlær og dæsir í senn. „Fljótlega eftir að tökum lauk lent- um við í því að einn af þýsku fjár- magnsaðilunum fór á hausinn, skil- aði ekki sínu og datt út. Og þegar einn hlekkur brestur hefur það mjög svo keðjuverkandi áhrif. Það er mjög erfitt að koma saman svona sam- vinnupakka og þegar einn aðili klikk- ar er það til dæmis stórmál gagn- vart sjóðakerfi Evrópu. Og þarna voru forsendur fyrir því að við fengj- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 E 3 JÓN LEIFS Hilmar Oddsson Morgunblaðið/Kristinn listarstjóri myndarinnar, skrifaði lokaritgerð um tónlist Jóns Leifs. Við höfðum oft rætt þá hugmynd að gera um hann heimildarmynd. Stóra spurningin hjá mér var: Stendur hann undir því? Allar mínar hugmyndir um hann voru að þessi tónlist væri bara- einhver-hávaði. Það var svo lítið vitað um hann. En á þeim sex árum frá því hugmyndin kviknaði, hefur orðið alger bylting í upplýsingum og hljóð- ritunum á tónlist hans. Smám saman fór ég að sjá „dram- að“ í lífi hans; fjölskylduharmleik einstaklings í ölduróti hrikalegra tíma. Og það drama er mjög skýrt í tónlist hans. Ég lét Þröst Leó Gunnarsson, sem leikur Jón Leifs, byija á því að hlusta mjög mikið á tónlistina hans, því við getum ekki skilið þennan mann án þess að þekkja tónlist hans. Hann er með heilagt erindi — og hann veit það. Síðan sæki ég í grísku harm- leikina: Jón er maður sem á alltaf afarkosti. Öll hans ævi er þannig; mikill harmleikur og framhjá því er ekki hægt að líta.“ Jón Leifs og ísland „Svo er það tónlistin. Hún er um ísland. Eins og aðrir listamenn sem yrkja um ísland, til dæmis Jónas Hallgrímsson, yrkja þeir best sem hafa búið erlendis um tíma. Þeir hafa náð vissri fjarlægð og hafa skýrari sýn á ætt og uppruna. Jón er tvímælalaust einn af þeim. Og titill myndarinnar, Tár úr steini, hefur táknræna merkingu þar um: Jón gengur með íslenskan stein á sér. Hann er alltaf með ísland „konkret" í vasanum; ísland fylgir honum alla tíð. ísland er nánast eins og ástkona — og þessi ástkona hafnar honum. Hann er „róbúst“ persónuleiki sem gerir miklar kröfur og ísland hafnar honum. Hann býr sér til íslenskan heim í gegnum dóttur sína. Þau eiga sér einkaheim álfa, trölla og þjóðsagna sem enginn annar skilur. Hann gef- ur henni tónlistina og allt. Eina skiptið sem Snót, eldri dóttir hans, talar við hann íslensku í myndinni er í lokin þegar allir eru orðnir á móti honum. Þá talar húp íslensku til að ná til hans.“ Kvikmyndaleikstjórn Það sem vakti einkum athygli mína er hversu vel myndin er leikin, sem mér hefur stundum þótt skorta á í íslenskum kvikmyndum. „Já, maður lærir alltaf svo mikið af mistökum sínum. Þegar ég gerði En það er mjög mikil- vægt að konur komi inn í þetta starf fyrstu myndina mína, Eins og skepn- an deyr, var ég nýkominn út úr skóla og valdi þá líka Þröst Leó í aðalhlut- verkið — og hann var líka nýútskrif- aður. Ég vissi ekkert alltof vel hvern- ig ætti að vinna með leikurum og hann hafði ekki fengið mikla þjálfun í að vinna í kvikmynd. En ég vissi hvernig ég vildi hafa persónu hans og hvað ég vildi með þessari mynd. Þessvegna var ég alltaf að útskýra persónu hans út frá mínum forsend- um í stað þess að gefa honum tíma til að skilja hana sjálfur. Enda sé ég það í dag að hann nær ekki sam- bandi við þá persónu — hann skildi einfaldlega ekki mínar forsendur og fékk ekki næði til að skapa sínar eigin... Æi, maður var svo bráðlátur og mikill eldhugi þá...,“ segir Hilmar eins og hann sé orðinn eitthvert gam- almenni nú. Og kannski er hann það í vissum skilningi. Þeir sem þora að horfast í augu við mistök sín og hafa kjark til að Iæra á þeim, eldast öðruvísi innan um sig. „Ég var með tvo leikara í sigtinu fyrir hlutverk Jóns Leifs og Þröstur Leó var annar þeirra — og ég var ofboðslega lengi að gera upp hug minn. Svo tók ég ákvörðun um að ráða hinn en þá umturnaðist maginn í mér og ég vissi að Þröstur var rétti leikarinn. Innsæið sagði mér það og eitt hef ég lært; og það er að treysta því. Ef leikstjóri trúir á sitt val, fer hann alla leið með leikarann, annars treystir hann aldrei því sem hann er að gera.“ Hvar koma svo Hjálmar H. Ragn- arsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson inn í handritagerðina? ------ „Við Hjálmar höfðum rætt það lengi hvað gæti verið gaman að gera heim- ildarmynd um Jón. Svo urðum við sammála um að enn betra væri að gera kvikmynd um hann; við """"" myndum komast mun nær sannleikanum um hann. Og Hjálmar er tónlistarstjóri myndarinnar auk þess sem hann útsetur og jafnvel semur tónlist fyrir hana. En við vor- um búnir að vinna okkur í hring og ákváðum að okkur vantaði einhvem til að halda utan um geggjunina í okkur. Sveinbjörn er mun vanari en við og kann meira og þess vegna ákváðum við að leita til hans. Satt best að segja hefðum við aldrei getað klárað þetta án hans.“ Aðhald fyrir leikstjóra- bijálæðinginn Ég hafði sem sagt tvo samstarfs- menn sem eru gerólíkir en báðir ómissandi. Ég hef bæði prófað að vinna einn og í félagi við aðra. Ég held að ég kjósi seinni kostinn í fram- tíðinni. Þetta er aðferð sem hentar í gerð kvikmyndahandrits. Svo veit ég ekki hvar ég væri án framleiðandans, Jónu Finnsdóttur.“ Nú? „Það virðast ekki margir gera sér grein fyrir því hvert hlutverk fram- leiðanda er. En það er sá sem býr dæmið til og tengir alla þræði sam- an. Hann er aðhald fyrir leikstjóra- bijálæðinginn. Og ég verð að segja að ég er ánægður með minn framleið- anda.“ Nú? „Aðalatriðið er að hún er kona.“ Og? „Það kann að hljóma ankannalega, en konur eru öðruvísi en karlar. Jóna kemur með kvenlegt innsæi og næmni sem ég met mjög mikils — því það er efnið sem ég er að vinna með. Hún er mjög hreinskilin, hrein og bein og afar góður gagnrýnandi. Þegar upp er staðið er hún sú mann- eskja sem ég tek mest mark á. Síð- asta árið, frá því tökum lauk, höfum við verið tvö saman með verkið. Við höfum reynt mjög á þolrifin hvort í öðru en mér sýnist við ætla að kom- ast mjög heil í gegnum þetta. Ég þarf ekki að klæða mig í neinn bún- ing til að tala við hana. Það era því miður alltof fáir kven- kyns framleiðendur til. Þetta er ægi- legur karlaheimur og konur eiga mjög erfitt uppdráttar í honum. Þær eru strax afgreiddar með því að þær séu frekjur og allt það, jafnvel þótt þær séu bara að vinna sína vinnu á nákvæmlega sama hátt og karlarnir. En það er mjög mikilvægt að konur komi inn í þetta starf. Þær hafa meiri næmni og aðra nálgun en karl- menn. Þær þurfa, ólíkt körlunum, alltaf að vera í sambandi við sitt eig- ið líf. Þær þurfa alltaf að vera með á nótunum á svo mörgum vígstöðv- um. Krakkarnir hringja mörgum sinnum á dag í einhveijum erinda- gjörðum, biðja um pening í strætó eða sund eða eitthvað. Þetta þurfa karlkyns framleiðendur aldrei að gera.“ Er þetta ekki bara traflun og til trafala fyrir ykkur hin? „Nei, þetta sýnir bara hvað konur ráða við að halda vel utan um margt í einu.“ Og þá er maður orðinn upp með sér yfir því að vera kona og glaður yfir því að til skuli vera karlmenn sem átta sig á því að kannski er gott að þiggja það sem við höfum að gefa — og geta samt búið til stór- brotna kvikmynd. Þegarég fer í bíó, vil ég sjá sögu. Ég vil upplifa eitt- hvað alla leið Jóna Finnsdóttir um ákveðna styrki brostnar. Við þurftum að fara að hugsa upp á nýtt. Við bara urðum að finna leið. Gátum ekki bara staðið með ein- hveija mynd og sagt: „Jæja, þar fór það. Geymum þetta bara uppi í kvik- myndasafni og skoðum þetta við og við í ellinni." Ég trúði á það sem við vorum með í höndunum. Vissi að við værum með fallega mynd og var ákveðin í að við myndum finna leiðina - og við fund- um hana. Við vorum allt í einu föst með myndina í þýsku þrotabúi. Ég þurfti að fara að tala við þrotabússtjóra sem talaði ekki einu sinni ensku og var alveg hjartanlega sama um eina ís- lenska kvikmynd í öllum þessum þýska óreiðupakka. Þetta gerðist í lok september í fyrra. Ég var með Tómas Þorvaldsson lögfræðing með mér í samningum - og þetta varð sex mánaða röfl á milli landa við þrotabússtjóra og kröfu- hafa. Það gekk ekkert með þennan þrotabússtjóra og endaði með því að við fórum á fund stærsta kröfuhafans í Miinchen og gengum frá málinu á einum eftirmiðdegi. Það var búið að taka myndina og hún komin í hljóð- vinnslu. Þá var Islenska kvikmynda- samsteypan komin inn í dæmið og við börðum þetta saman Ijárhags- lega." . Sex mánuðir eru ansi langur tími. Voruð þið ekki að verða bijáluð? „Jú, það er óhætt að segja það. Við vorum í dag- legu sambandi við fólk úti en það gerðist ekkert. Við vorum næstum farin að tráa því að þetta ætti ekki að verða kvikmynd. Það væri eitthvað okkur æðra sem ætlaði að sjá til þess.“ Fenguð þið ekki bara smjörþefinn af lífi Jóns sjálfs? „Satt að segja datt okkur oft í hug að hann ætlaði að láta okkur finna hvemig þetta var, til að við skildum hvað við værum að fást við. Enda var það svo að maður gekk út úr myrkr- inu á skrifstofunni við Laugaveg, út í dagsbirtuna og skildi ekkert af- hverju allir voru svona glaðir og áhyggjulausir." Engar málamiðlanir „Við fórum af stað með lítið fjár- magn og háleit markmið en vorum ekki til í neinar málamiðlanir. Við ætluðum að vanda okkur í alla staði. Og við höfum þurft að minna hvort annað á það öðru hveiju. Aldrei nein- ar lélegar málamiðlanir eða tilslakan- ir til að fara auðveldar leiðir. Hilmar hefur þann kost til að bera að hann virðir sín fjárhagslegu takmörk. Þessi takmörk gera það að verkum að leikstjórinn þarf að gera sér grein fyrir því hveiju hann vill ná fram. Fjárskortur kallar oft á mjög skap- andi vinnu. Þú verður að fínna leiðir til að segja það sem þú ætlar þér, þrátt fyrir hann. Þetta er bara eins og í lífinu sjálfu. En þetta hefur ekki ver- ið einn harmleikur frá upp- hafi til enda. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er ofsalega gaman að sjá niðurstöðuna þegar allt er komið saman." hefur fundist íslenskar kvik- Mér myndir óttalega upp og ofan upp á síðkastið. Hvað þarf kvikmynd að hafa, að þínu mati, til að hún geti gengið upp? „Gott handrit! Fyrst og fremst. Það geta margir skrifað níutíu blaðsíður fullar af sniðugum atriðum, en fáir sem geta tengt þau þannig saman að þau myndi eina heild og úr verði samfelld saga. Þegar ég fer í bíó, vil ég sjá sögu. Ég vil upplifa eitthvað alla leið, frá upphafi til enda. Það gerist alltof sjaldan, bæði í erlendum og íslenskum myndum, að manni finnist maður hafa farið í ferð sem er einhvers virði.“ Og víst er að þar hefur framleiðandinn verið trár sjálf- um sér, því Tár úr steini er saga með upphaf, framvindu og endi. Heim og út aftur ► 1935 var Jón ráðinn sem tónlist- arstjóri Ríkisútvarpsins. Hann fluttist heim, en Annie og dæturn- ar urðu eftir í Þýskalandi. Hann __ sneri aftur til Þýskalands 1937. Á þessum árum samdi hann sum sinna helstu verka, þá helsta áður- nefnda Sögusinfóníu, sem fékk heldur óblíðar viðtökur við frum- flutninginn 1950, en hún kemur út vegum sænsku útgáfunnar BIS um þessar mundir. Meðal þess sem menn settu út á var notkun Jóns á óhefðbundnum hljóðfær- um, en hann notaði steina og skildi þar sem hann lýsti Stikla- staðaorrustu og trjádrumba í Gretti og Glámi „til að markera viðureigina sterkar oggera tón- inn harðari“, eins og segir í spjalli hans og Matthíasar, en þess má geta að forsvarsmaður BlS-útgáf- unnar, Robert von Bahr, segir útgáfu Sögusinfóníunnar eitt það merkilegasta sem hann hafi kom- ið nálægt. í febrúar 1944 fékk Jón ferða- leyfi fyrir sig og fjölskyldu sína til Svíþjóðar, en þau Annie slitu samvistir og 1945 sigldi Jón til Islands, en Annie og dæturnar tvær, Snót og Líf, urðu eftir í Svíþjóð. • ••••• Barist fyrir rétti tónskálda ► Heim kominn tók Jón til starfa af sama þrótti og einkenndi hann alla tíð og átján dögum eftir heim- komuna hafði hann frumkvæði að stofnun Tónskáldafélags Is- lands, sem ætlað var að standa vörð um hagsmuni tónskálda. 1948 voru svo stofnuð Samtök tónskálda og eigenda flutnings- réttar, STEF. Jón var lengstaf formaður sljórnar STEFs og framkvæmdastjóri frá stofnun til dauðadags, einarður í afstöðu sinni til höfundarréttarins: „Það er skoðun mín að höfundurinn sé heilagur maður, “ segir Jón í spjalli hans og Matthíasar, „Hann vinnur starf sitt oftast án vonar um ágóða, ogþegar ágóðinn kem- ur, á hann að njóta hans. “ ll.júlí 1947 fórst Líf dóttir Jóns, bráðefnileg og vel gefin stúlka, þegar hún synti of íangt í sænska skerjagarðinum. Þetta áfall hafði mjög sterk áhrif á Jón og tólf árum síðar ber andlát hennar á góma í samtali hans og Matthiasar og treginn leynir sér ekki. Jón var tíður gestur í Svíþjóð á árunum eftir stríð og kynntist í einni slikri ferð sænskri konu, Altheu Mariu Duzzinu Heintz. Þau giftust í febrúar 1950, en hjónaband þeirra entist ekki lengi og fengu lögskilnað 1956. Haustið 1955 kynntist Jón Þor- björgu Jóhannsdóttur Möller. Felldu þau hugi saman og giftust sumarið 1956. Þau eignuðust einn son, Leif. Jón samdi mörg mikilfengleg verk eftir að heim var komið, meðal annars Heklu, Geysi og óratóríurnar, Eddu II og Eddu III. Eftir hann liggur mikið safn tónverka, en eins og hann sagði sjálfur í spjallinu við Matthías Johannessen: „En hérna geturðu séð skrá yfir tónverkin mín. Þetta er ekki svo Htið. Samt erþetta aðeins þriðjungurinn af því sem ég hefði getað afkastað ef ég hefði t.d. orðiðþjóðgarðsvörður. En þjóðfélagið hefur ekki haft vit á að beizla þá orku sem ímér býr.“ Jón Leifs lést 30. júlí 1968.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.