Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 C 3 Leikur að líkamshlutum HÚN ER afskaplega venju- leg kona. Klæðnaðurinn hefðbundinn og andlits- fallið á engan hátt óvenjulegt án þess þó að vera karakt- erlaust. En hversdagsleikinn er lík- lega einn helsti efniviður bandarísku listakonunnar Cindy Sherman. Hún vinnur með ljósmyndir, síðustu tutt- ugu árin aðallega með ljósmyndir af sjálfri sér. Andlit hennar endurspegl- ar viðkvæmni og þreytu, fegurð og reiði, gleði og kímni. Sherman er bæði leikari og leik- stjóri. Hún hefur jafnan unnið ein, lengst af á vinnustofu sinni í New York. í svart/hvítu myndröðinni „Untitled Film Stills" (Kvikmynda- kyrrmyndir án titils) sem hún gerði á árunum 1977-1980 og vöktu fyrst verulega athygli á henni, eru margar myndanna teknar utanhúss, en megnið af myndum hennar eru þó teknar í stúdíóinu, þar sem gervibirt- an ræður ríkjum. í nýrri verkum hennar hefur hún færst nær fyrir- myndinni og í „Disaster/Fairy Tale“ (Hörmungar/Ævintýri) (1985-1986) og „Sex Pictures" (Kynlífsmynd- ir)(1992) hafa brúður og aðrir leik- munir leyst'hana af hólmi. Sjálfsmyndir Hæfileiki Shermans til að bregða sér í allra kvikinda líki vekur óöryggi en jafnframt-forvitni um hana sjálfa. „Ég er sjálf hluti af myndum mín- um,“ segir hún. „Þess vegna verður fólk forvitið um mig. Listamenn sem halda persónu sinni fyrir utan verkin vekja ekki þennan áhuga. Þetta hef- ur ekkert með listaverkin sjálf að gera. Það liggur ekki djúp merking að baki því að ég vinn með sjálfa mig, heldur gengur vinnan best þannig. Það getur verið skemmtilegt að lesa hvað aðrir hafa um „sjálfið" að segja en það er þó ekki ástæða þess hvernig ég hef kosið að vinna verk mín.“ Sherman segist hlédræg. Hún forðist þéttsetna veitingastaði, tali ekki mikið í síma o.s.frv. „Það liggur í eðli rnínu," segir hún aðspurð um hvort myndir hennar endursp'egli ekki einmanaleikann. „Ef til vill er það einmanaleg vinnuaðferð mín sem þrengir sér inn í verkin.“ Sherman fellur lítt þegar misvitrir sérfræðingar reyna að ráða í verk hennar og skilgreina þau en flestar stórstjömur póst-módernismans hafa reynt við það. „Ég les fæst af því sem skrifað er um verkin mín,“ seg- ir hún. „Það getur verið innihald þeirra sé alvarlegra en áður, svo sem í „Untitled Film Stills". Mörgum finnst án efa að sú myndröð sé þunglyndis- leg. Þó eru margar myndirnar skemmtilegar, þær hafa afþreying-' Ljosmynd/^ontus Kyander og niðurstaðan var reglulega áhuga- verð. Á meðan ég var að þessu var ég alls ekki að hugsa um hvaða boð- skapur gæti falist í því að sýna þær á þennan hátt. Þetta var bara leikur að líkamshlutum." Myndir Shermans minna um margt á ljósmyndir Hans Bellmers af sundurlimuðum brúðum. í mynd- um Bellmers býr þó hvöt gluggagæg- isins, sem ekki er að sjá í verkum Sherman. „Aðferð Bellmers felst í því að þú horfir á dúkkumar með hans augum. Vonandi á það ekki við um mínar myndir." Cindy Sherman vill ekki láta kalla sig femínista. Orðið er ofnotað og hefur of margar neikvæðar vísanir, segir hún. „Konur þurfa ekki að kalla sig kvenréttindakonur, það er miklu fremur ástæða til að gefa þeim konum nafn sem eru andvígar femínisma. Þá er rétt að taka fram að ég hef ekki ákveðnar pólitískar skoðanir. Ég á ekki gott með að rökræða. Ég viðurkenni að það gætir ákveðins femínisma í verkum mínu og hug- myndafræði mín er á margan hátt feminísk - en það á við um allar konur.“ Kyrralíf Cindy Sherman lærði málun og ekki þarf lengi að leita í verkum hennar til að sjá áhrif málaralistar- innar í byggingu myndarinnar. Margar myndanna í „Disaster"- myndröðinni eru nokkurs konar til- brigði við kyrralífsmyndir barrok- tímans. En í stað ofhlaðinna matar- mynda sýna myndir Sherman matar- leifar, brotið leirtau og rotnun. Allt er forgengilegt. „Það er rétt. Ég vann hins vegar ekki. út frá gömlum málverkum, nema í „History Portraits“,“ segir Sherman. Aðrir miðlar hafa áhrif á mig. Ég vil ekki gera listaverk sem fá fólk til að finnast það þurfa að hafa að baki próf úr listaskóla til að skilja þau. En ég vil heldur ekki að menn séu alveg vissir um hvað ég eigi við. Verkin eru margræð, hver ög einn verður að fá svigrúm til að túlka þau.“ Bandaríska listakonan Cindy Sherman leitar ekki langt yfír skammt að fyrirmyndum verka sinna, því hún er sjálf fyrirsætan á þeim flestum. Sænski blaðamaðurinn Pontus Kyander hitti listakonuna að máli í Malmö í Svíþjóð en þar heldur hún nú stóra yfírlitssýningu. argildi á sama hátt og margar hryll- ingsmyndir. Maður fínnur til öryggis af því að maður veit að hryllingurinn er ekki til í raunveruleikanum." Heilluð af hryllingnum Sherman hefur mikið dálæti á hryllingsmyndum. Hún hyggst nú leggja ljósmyndunina til hliðar og gera eigin kvikmynd. Hún á að fjalla um illa gefna skrifstofustúlku sem drepur vinnufélaga sinn af misgán- ingi. Hún finnur til vellíðunar og valds síns og drepur æ fleiri menn sem hún geymir í kjallaranum heima hjá sér. Sagan er einföld og áherslan á hið sjónræna. „Ég veit ekki hvort þetta skelfír fólk eða verður bara furðulegt,“ seg- ir Sherman og skellihlær. „Ég er bara búin að semja drög að handriti og ég hef ekki enn ákveðið hversu nákvæmlega ég ætla að sýna innyfli og blóð... Ég er hrifin af reglulega skelfilegum, blóðugum og viðbjóðs- legum kvikmyndum en einnig þeim þar sem ekkert ofbeldi er og maður verður sjálfur að túlka það.“ Ekki á móti klámi Mörg verka Shermans fjalla um kynlíf og ofbeldi og í myndröðinni „Sex Pictures" getur að líta sundur- skrúfaðar brúður og aðra líkams- hluta úr gerviefnum í grófum og óþægilegum stellingum. Sjálf segir Sherman að verk hennar séu ekki gagnrýni á klám - stór hluti þess sem hún myndar eru ekki „hjálpar- tæki_ kynlífsins" heldur kennsluefni. „Ég er ekki á móti klámi," segir listakonan. „Ég vil koma af stað umræðu. Myndirnar eru miklu frem- ur afleiðing þess að alast upp í bældu umhverfí - ekki síst minni eigin fjöl- skyldu. Ég vil grafa undan því með myndunum. Hið martraðarkennda í myndunum er dæmi um hvernig svo bælt samfélag lítur á kynlífið: Eins og skelfilegt skrímsli sem maður vill ekki vekja til lífsins. Raunar réði þörfm til að bijóta niður, ómeðvitað. Ég ætlaði mér ekki að rífa brúðumar í sundur, ég byrj- aði á því að stilla þeim heilum upp. En til að koma þeim í ákveðnar stell- ingar varð ég að taka þær í sundur CINDY Sherman: Nafnlaus (1989) CINDY Sherman: Nafnlaus (1994) Skúlptúrsýning Ingu Ragnarsdóttur í Gerðubergi Hlutir í óvæntu samhengi INGA Ragnarsdóttir opnar sýningu á skúlptúrum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi i dag laugardag, sem ber yfírskriftina „Hörgur". Að þessu sinni hefur verkunum verið komið fyrir í anddyri hússins í stað gangsins á jarðhæðinni eins og áður hefur tíðkast. Inga fæddist í Reykjavík árið 1955 og nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1973-1977. Að því loknu stundaði hún nám í keramikdeildinni vkl Akademie der Bildende Kiinste í Múnchen á árunum 1979-1981. Eftir tveggja ára dvöl á íslandi sneri hún aftur til borgarinnar þar sem hún lagði stund á skúlptúr við sama skóla undir leiðsögn hins góðkunna listamanns Eduardos Paolozzis og lauk þaðan prófi 1987. Síðan þá hefur hún mestmegnis starfað í Þýskalandi, en hún dvelur alltaf dtjúgan hluta ársins hér heima og hefur oft tekið að sér kennslu við Mynd- lista- og handíðaskólann jafnframt því að sinna ýmsum verkefnum. Inga vinnur í anda hinnar klássísku skúlpt- úrhefðar þar sem efniskennd og skýr mynd- bygging er í fyrirrúmi, eins og Hannes Sig- urðsson listfræðingur bendir á í sýningar- skrá: „Handverkið skiptir hana einnig máli, en í skúlptúrum sínum notast hún við hin margvíslegustu efni, svo sem gifs og hraun og allskonar tegundir málma sem hún mót- ar, steypir, límir, þrykkir, skeytir, klippir, logsýður, valsar, slípar, sandblæs og spraut- ar. Állt eftir því sem við á hveiju sinni. Efni- viðurinn og sú aðferð sem hún beitir flokk- ast undir svokallað „assemblage", sem er þrívítt afkvæmi samklippunnar, og á ættir að rekja til Kurts Schwitters og formbylting- ar kúbistanna snemma á þessari öld. Síðan þá hafa jafn ólíkir listamenn og Edward Kien- holz, Louise Nevelson, John Chamberlain, Lee Bontecau, Arman, César og Eduardo Paolozzi, fyrrum kennari Ingu, fengist við að sjóða saman skúlptúra úr brotajárni og öðru öskuhaugafóðri og þannig veitt því á ný inn í vitunarlífið. „Assemblage" er þess vegna tækni fremur en stíll, tækni sem býð- ur upp á mikla fjölbreytni og persónulegan tjáningarmáta. Líkt og forverar hennar notar Inga gjarnan algenga hluti sem hún tínir úr umhverfi sinu og setur í óvænt samhengi, eins og til að mynda bárujárn, bílaparta, geymalok og fleira í svipuðum dúr. í höndum hennar öðlast efniviðurinn sjálfstætt form er hefur að geyma óljósa minningu um upp- haflegt hlutverk.“ Sýning Ingu í Gerðubergi er sjötta einka- sýning hennar, en hún hefur auk þess tekið VERK eftir Ingu Ragnarsdóttur. þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis og hlotið margvíslegar viðurkenning- ar. Verk eftir hana má m.a. finna í Lista- safni íslands, Ríkislistasafninu í Bayern, Múnchen og Skelleftá í Svíþjóð. Þá má geta þess að bráðlega verður settur upp útiskúlpt- úr eftir hana í Dússeldorf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.