Morgunblaðið - 21.09.1995, Side 1

Morgunblaðið - 21.09.1995, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fltargtttiÞIafeife 1995 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER BLAD Dynamo Kiev í briaaia ára HANDKNATTLEIKUR Búiðað panta 2,7 milljónir miða ÞEGAR er búið að panta 2,7 milljónir aðgöngumiða á Ólympíuleikana sem fara fram í Atlanta í Bandaríkjunum 19. júlí til 4. ágúst á næsta ári. „Þessar tölur eru nýtt ólympíumet," sagði Scott Anderson, talsmaður skipu- lagsnefndar leikanna, og gat þess að Bandaríkjamenn hefðu pantað 326.000 miða á 540 viðburði í 26 íþróttagreinum. 197 þjóðir eru innan ólympíuhreyfingarinnar og eru þær ábyrgar fyrir kynningu og sölu hver á sínu svæði en gert er ráð fyrir að enn eigi eftir að ráðstafa um fjórum milljónum aðgöngumiða. Anderson sagði að mest hefði verið pantað á opnunarhátíð leik- anna en síðan á úrslitakeppni karla og kvenna í fimleikum, dýf- ingar karla og kvenna og úrslita- leiki karla í körfuknattleik og homabolta. Fimm ár eru síðan ákveðið var að leikarnir yrðu í Atlanta 1996. Aðstæður voru þá að mörgu leyti góðar en áætlun sýndi enn glæsi- legri mannvirki. Framkvæmdir hafa gengið vel en Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, skoðaði að- stæður um helgina og sagði að enn væri margt ógert. Auðir áhorfendabekkir STJARNAN og Valur léku fyrlr luktum dyrum í 1. deildinnl í íþróttahúsinu í Ásgarðl í gœr- kvöldi. Stjörnumenn hengdu upp stjörnupeysur meöfram hllðarlínunn! tll að sýna llt. Stjarnan sigraði Val 22:21 í Jöfnum og spennandl leik þar sem úrslitln réðust ó lokasekúndum lelks- ins. Önnur úrsllt ( 1. deildlnn í gærkvöldl voru þau að KA slgraði Aftureldlngu 33:24 é Akur- eyrl, Grótta fékk fyrstu stlg sín f delldinnl með því að slgra Selfoss 22:21, FH burstaði KR, 34:20, og Haukar unnu Víklng, 21:20. KNATTSPYRNA am u w mj* Asgeir i vio- ræður við Fram Asgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari, sem lætur af störfum eftir Evrópuleik íslands gegn Ung- verjalandi 11. nóvember, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann hafi tekið þá ákvörðun að ræða fyrst við Fram, þegar hann var spurður hvað hann tæki sér næst fyrir hendur. Það er draumur Framara að fá Ásgeir aftur til að lyfta liðinu upp úr þeim öldudal, sem það féll í eftir að Ásgeir hætti sem þjálfari Framliðsins, er hann gerðist lands- liðsþjálfari 1991. Undir stjórn Ásgeirs varð Fram íslandsmeistari 1986, 1988 og 1990, bikarmeistari 1985, 1987 og 1989. Nokkur félög hafa áhuga á að fá Ásgeir til sín. „Við viljum að sjálfsögðu fá Ásgeir aftur til okkar og höfum rætt við hann og eigum eftir að ræða við Ásgeir nánar á næstu dögum,“ sagði Ólafur Helgi Árna- son, formaður knattspyrnudeildar Fram. Evrópubann DYNAMO Kiev frá Úkraínu var í gærkvöldi dæmt í þriggja ára keppnisbann frá þátttöku í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Ástæðan fyrir því er að f orráðamenn félagsins gerðu tilraun til að múta dómaranum Antonio Lopez Nieto frá Spáni fyrir leik liðsins gegn Panathinaikos frá Grikklandi í meistaradeild Evrópu í Kiev í sl. viku. Dynamo Kiev vann, 1:0. Þá hlutu Vasyl Babychuk, varaforseti félagsins og fram- kvæmdastjórinn Igor Sourkis, lifstiðarbann frá allri knattspyrnu sem viðkemur Knattspyrnu- sambandi Evrópu, UEFA. „Boy George" olli slagsmálum LÖGREGLA varð að skerast í leikinn og aðskilja landsliðs- konur í handknattleik þegar slagsmál brutust út eftir leik Egyptalands og Uganda á Afr- ikuleikunum í gær. Landslið Zimbabwe horfði á leikinn og studdi Uganda en hæddi einn leikmann Egyptalands eftir að flautað hafði verið til leiks- loka. Efast hefur verið um kynferði umræddrar stúlku og þegar stúlkumar frá Zimbabwe kölluðu hana „Boy George“ svaraði samheiji hennar með þvi að slá eina af stúlkunum. Lögreglan kom I veg fyrir frekari átðk. Bikarmeistar- ar Gladbach úr leik ÞÝSKU bikarmeistararnir í knattspyrnu, Borussia Mönch- engladbach, fengu skeU í 2. umferð bikarkeppninnar í gærkvöldi, þegar þeir töpuðu, 0:2, fyrir Bayer Leverkusen. MiðvallarspÚarinn Holger Fach skoraði fyrst gegn sinum gömlu félögum á 19. min. og síðan guUtryggði Ulf Kirsten sigurinn á siðustu min. leiksins. Eyjólfur Sverrisson og fé- lagar hjá Herthu Berlín töpuðu fyrir áhugamannaliðinu Stend- al, 2:3. 219áhorf- endur koma með Raith Rovers RAITH Rovers kemur með öflugt stuðningsmannaUð þeg- ar liðið mætir Akranesi í UEFA-keppninni á þriðjudag- inn. AUs koma 219 stuðnings- menn liðsins hingað til lands — til að veita sínum mönnum stuðning á Akranesi kl. 16 á þriðjudaginn. Tvær erlendar útvarps- stöðvar verða með beina lýs- ingu frá leiknum á Akranesi. BBC ætlar að Iýsa beint ásamt einni stöð í Skotiandi. Auk þess er búist við nokkrum blaðamönnum til að fylgjast með leiknum. Fyrri leUt lið- anna iauk með 3:1 sigri Raith Rovers og þvi verða Skaga- menn að vinna a.m.k. 2:0 ætU þeir sér áfram í aðra umferð. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson HANDKNATTLEIKUR: NÝLIÐAR GRÓTTU SIGRUDU SELFYSSINGA / D3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.