Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKERA þurfti úr brettum og gatið fært 10 cm aftar, hjólhafið í raun lengt sem því nemur. Endurhannaður og gjörbreyttur Dodge Ram frá Bílabúð Benna GLÆNÝR Dodge Ram 1500 hef- ur verið tekinn og nánast end- urnýjaður hjá Bílabúð Benna og er bíllinn nú til sýnis í Laugar- dalshöllinni. „Þessi bíll hefur mikla möguleika, ég varð strax mjög hrifinn af honum og mér kom á óvart hve hann var spar- neytinn. Hann kostar 2,5 millj. kr. óbreyttur og ég ákvað fljót- lega að hér væri kominn bíll til að taka rækilega í gegn og gera ýmislegt sem ekki hefur verið gert áður,“ segir Benedikt Eyj- ólfsson, eigandi bílsins. „Þetta er fyrsti bíll sem við setjum á 38 tommu hjólbarða, fyrsti bíllinn með reimdrifínni forþjöppu sem gefur svo kraft- mikla vél, fyrsti bíllinn sem við notum 231 millikassa fyrir lægsta gírinn, þ.e. hluta hans, en bætum síðan við hann B&W 1356 millikasssa og sá fyrsti sem við setjum í misstífa gorma,“ segir Benedikt ennfremur, en hann hefur séð um allar breyting- arnar og er heilinn á bak við' þær. Samstarfsmenn hans í Bíla- búðinni hafa þó lagt á ráðin og gefið ábendingar. Fjarstýrt leltarljós og farsími Bíllinn er hækkaður á grind, afturhásingu með biaðfjöðrum hent út og misstífír gormar úr Patrol settir í staðinn, komið fyr- ir nýrri tölvu frá Chrysler, far- síma frá Mobira, GPS staðsetn- ingartæki með plotter, ljósköst- urum og leitarljósi sem hægt er að fjarstýra í allt að 100 m rad- íus frá bílnum, bensínmiðstöð afturí, startkaplar með sérstöku tengi þannig að ekki þarf að opna vélarhlíf og þannig mætti áfram telja. Eftirfarandi er upptalning á helsta búnaði bílsins og skal strax tekið fram að ýmsu er sleppt í þeirri upptalningu og hreinlega vísað á bílinn á sýningunni: Vél 360 Magnum, 5,9 lítra með reim- drifínni forþjöppu, rúlluknastás, pústkerfi og tölvu frá Mopar Performance, flækju frá Dough Thorley, K&N loftsía, MSD fjöl- neista kveikjubox og er vélin með þessum breytingum og öðru orðin 413 hestöfl í stað 230 eins og hún er upphaflega. Drif og læs- ingar eru Dana 44 að framan og ARB loftlæsing og Dana 60 með 35 rillu öxli, hjólbarðar eru Mudder 38 tommu og 16 tommu léttmálmsfelgur og gormarnir eru OME undan Patrol. Ekkl búlnn að leggja saman Benedikt segir að bíllinn verði síðan sýningarbill fyrir Bílabúð- ina. Hann og samstarfsmenn hans hafa varið um tveimur síð- ustu vikum í breytingarnar og var yfirleitt unnið fram á kvöld. Ekki kvaðst hann hafa tekið sam- an hver kostnaðurinn væri, en bæði er um talsvert aðkeypt efni og tæki og síðan ómældar vinnu- stundir. Það yrði lagt saman við tækifæri. ■ jt GORMAR, stífur og diska- bremsurnar að aftan komnar á sinn stað. STILLT upp fyrir gorma og stífur. AFSTAÐA á fjórliða festingunum fyrir hásinguna. UPPHAFLEGI millikassinn og sá nýi. NEÐST til vinstri má sjá reimdrifnu forþjöppuna. NÝJA loftdælan, en slíkar dælur eru nauðsynlegar í ferðabílum. BÍLLINN verður notaður sem sýningarbíll fyrir Bilabúð Benna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.