Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR Keflvíkingum spáðsigrií úivalsdeildinni ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknattleik hefst í kvöld með heilli um- ferð, sex leikjum, í úrvalsdeildinni. Mótið verður formlega sett í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi en þar mæta nýliðar deildarinnar, Breiðablik, liði íslandsmeistaranna frá Njarðvík. Þetta er fjölmennasta mót sem haldið hefur verið, nú senda 60félög lið ímótiðog liðum hefurfjölgað um 30frá þvíá síð- ustu leiktíð. Úrvalsdeildin er leikin ítveimur riðlum. Eftir að deildarkeppninni lýkur er riðlunum slegið saman og átta efstu lið komast íúrslitakeppnina. Efsta liðið leikur við lið 18. sæti, lið í öðru sæti við liðið í 7. sæti og svo framvegis. lilokkrar breytingar hafa orðið á Skúli Unnar Sveinsson skrifar flestum liðum í deildinni og sum eru með algjorlega nýjan mann- skap. Keflvíkingar hafa endurheimt bakverðina Fal Harðarson frá KR og Guðjón Skúlason frá Grindavík og mæta sterkir til leiks enda er þeim spáð íslandsmeistara- titlinum. Guðjón Skúlason sagði á blaðamannafundi að sér sýndist spá- in nokkuð raunhæf. „Það er alltaf gott að koma vel út úr skoðanakönn- unum og fínt að vera á toppnum í byrjun, hin liðin hræðast okkur þá kanski. Við erum með sterkan og breiðan hóp sem getur enst út vetur- inn," sagði Guðjón. Lenear Burns mun leika með Keflvíkingum. íslandsmeisturunum úr Njarðvík er spáð öðru sæti, en þar á bæ hafa orðið talsverðar breytingar. Þrír af leikreyndustu mönnum liðsins verða ekki með, Valur Ingimundarson er farinn til Danmerkur og þeir Ástþór Ingason og ísak Tómasson hafa ákveðið að hætta að leika í úrvals- deildinni. Hrannar Hólm hefur tekið við þjálfun meistaranna, en hann var áður hjá Þór. Gunnar Örlygsson er byrjaður að leika á ný og Sverrir Þór Sverrisson er genginn til liðs við Njarðvík auk nokkurra ungra leik- manna. „Við erum með stóran og mikinn hóp sem æfir og veturinn leggst vel í okkur. Ég held að mótið verði jafnara en áður og keppnin í A-riðlinum verður mjög jöfn. Það hefur verið stígandi í leik okkar í haust og við erum á réttri leið," sagði Hrannar. Rodney Robinson mun leika með UMFN eins og undanfarin ár. Haukum er spáð þriðja sætinu, en nú eru nokkur ár síðan Hafnarfjarð- arliðið var uppá sitt besta. Þar á bæ á að snúa þróuninni við og stefnan er sett á úrslitakeppnina og síðan er ætlunin að fara lengra. Haukar hafa fengið „gamla" Hauka heirn eins og Pálmar Sigurðsson og ívar Ásgríms- son og Sigurður Jónsson er einnig kominn á ný í raðir Hauka. Þá mun Bandaríkjamaðurinn Jason Williford leika með Haukum í vetur, en hann er sagður mjög öflugur leikmaður. Grindvíkingar hafa orðið fyrir nokkurri blóðtöku og Ijóst að liðið verður ekki eins sterkt og það hefur verið undanfarin tvö ár. Fjórir af tíu manna hópnum eru farnir. „Já, það hafa orðið talsverðar breytingar hjá okkur," sagði Guðmundur Bragason. „Þetta hefur verið fremur stirt hjá okkur í haust en við vonum að þetta fari að smella. Deildin verður held ég mjög jöfn og við ætlum okkur hærra en spáin segir til um," sagði Guðmundur. ÍR-ingar komu verulega á óvart í fyrra og þeir eru með svipaðan leik- mannahóp núna og ef þeim tekst að hafa jafn gaman af íþróttinni í vetur og í fyrra ættu þeir að ná langt. „Síðasta ár var eins og ævintýri og vonandi verður þetta jafn skemmti- legt," sagði John Rhodes leikmaður og þjálfari liðsins. KR-liðið er mikið breytt og KR- ingar segjast ekki ósáttir við spána. „Við munum reyna að klekkja eitt- hvað á þeim liðum sem eru fyrir ofan okkur og hinum líka. Við látum verk- in tala," sagði Lárus Árnason sem hefur shúið í Vesturbæinn á ný. Jon- athan Bow verður með KR í vetur. Um lið Þórs frá Akureyri er Jítið vitað, en ef marka má spána Verður það um miðja deild. Jón Guðmunds- son, liðsstjóri Keflvíkinga til margra ára, er þjálfari liðsins og með honum úr Keflavík kom ungur og efnilegur strákur, Kristján Guðlaugsson. Þórs- ' arar stóðu sig vel á æfingamóti Vals í haust og ef þeir leika eins og þeir gerðu þar gætu þeir hæglega orðið ofar en spáin segir. Borgnesingar komu svo sannar- lega flestum á óvart í fyrra með góðri frammistöðu. Nú er Henning Henningsson farinn til náms í Dan- mörku og Bragi Magnússon kominn í staðinn frá Val. „Þetta er svipaður hópur, en hann er lítill, við erum bara tólf sem æfum þannig að við megum ekki við miklum forföllum," sagði Tómas Holton sem þjálfar liðið eins og í fyrra. Hann sagði að liðið byggði ekki á stórum nöfnum, heldur liðsheild sem væri tilbúin að leggja sig fram. „Það er enginn í Borgar- nesi sem telur að árangur okkar í fyrra hafi verið heppni," sagði Tómas. Hreinn Þorkelsson yerður þjálfari Skagamanna í vetur. ÍA hefur feng- ið nokkurn liðsstyrk frá því í fyrra Væntanlegur meistari? JÓN Kr. Qíslason og lærlsvelnar hans í Keflavík verða ís- landsmelstarar ef marka má spá forráðamanna liðanna. og segir þjálfarinn stefnuha vera að hækka sig að minnsta kosti um eitt sæti miðað við spána. Milton Bell, sem lék með KR í fyrra, verður með Skagamönnum í vetur. Tindastóli er spáð tíunda sætinu og þar á bæ sætta menn sig örugg- lega ekki við slíkt. Páll Kolbeinsson þjálfar og John Torrey leikur með liðinu, sem er svipað og í fyrra. Bar- áttujaxlinn úr Grindavík, Pétur Guð- mundsson, er þó genginn til liðs við Tindastól. Breiðablik er með nýtt lið. „Sum- arið fór í að búa til liðið því þeir sem "komu liðinu upp eru allir farnir. Þetta er sem sagt nýtt lið," segir Birgir Guðbjörnsson þjálfari. „Þetta er þó allt á réttri leið og ég er með þokka- lega sterkan hóp og það þarf bara að berja þá saman og tryggja Breiða- bliki sæti í úrvalsdeildinni," sagði Birgir. Af 14 manna hópi hafa sex aldrei leikið í úrvalsdeildinni og í raun má segja að Birgir Mikaelsson sé, sá éini sem sé með verulega reynslu. Valsmönnum er spáð falli. „Ég legg til að fjölgað verði í deildinni," sagði Torfi Magnússon þjálfari Vals þegar spáin var ljós. Hann var hinn léttasti og sagði meðal annars: „Það eru miklar breytingar, nýr þjálfari og margir leikmenn farnir." Hvort hann sá samhengi þarna á milli skal ósagt látið. Hann er með ungt lið í höndunum og stefna Vals er að byggja upp hjá sér og „skríða eitt- hvað ofar en spáin segir," eins og þjálfarinn orðaði það. TENNIS / DAVISBIKARINN Rússar og Bandaríkjamenn leika til úrslita um Davis-bikarinn í tennis. Rússar unnu Þjóðverja 3:2 í undanúrslitum í Moskvu og Banda- ríkjamenn sigruðu núverandi heims- meistara, Svía, 4:1 í hinum undanúr- slitaleiknum sem fram fór í Las Vegas á sunnudag. Það var gríðarleg spenna í leik Rússa og Þjóðverja. Staðan var jöfn 2:2 þegar Andrei Chesnokov mætti Michael Stich í úrslitaleik og sigraði Rússinn 6-4, 1-6, 1-6, 6-3 og 14-12 í sannkölluðum maraþonleik sem stóð yfír í fjórar klukkustundir og 18 mín- útur. Þetta var í annað sinn á tveim- " ur árum sem Rússar slógu Þjóðverja út í undanúrslitum keppninnar. Bandarikjamenn sigruðu heims- meistara Svia nokkuð létt, 4:1. Það Óvæntur sigur Rússa Bandaríkjamenn lögðu heimsmeistara Svía og mæta Rússum var Todd Martin sem tryggði sigur- inn í fjórða leik er hann lék gegn Thomasi Enqvist 7-5, 7-5 og 7-6 og sigurinn þá í höfn 3:1. Pete Sampras lék síðan við Mats Wilander í loka- leiknum sem skipti engu máli og Sampras hafði betur 2-6, 7-6 og 6-3. Þetta er í 58. skipti sem Bandaríkin leika til úrslita um heimsmeistaratit- il landsliða. Valsmenn með f lesta úrvals"- dómara >i VALSMENN virðast dugleg- astir að fá menn HI að dæma fyrir félagið ef marka má hvaðan þeir fjórtán dómarar sem dæma í úrvalsdeildhmi koma. Fjórir koma frá Val; Bergur Steingrímsson, Björg- vin Rúnarsson, Eggert Aðal- steinsson og Jón Bender. Tveir dómarar eru frá Keflaví k; - Kristinn Óskarsson og Þorgeir J. Júlíusson, tveir frá Breiða- bliki; Krístinn Albertsson og Georg Andersen, tveir frá Haukum; Einar Einarsson og Leifur Garðarsson. Aðalsteinn Hjartarson dæmir fyrir Leikni, Einar Þ. Skarphéðins- son fyrir Skallagrím, Helgi Bragason fyrir IS og Kristján Möller fyrir Njarðvfk. Afram samstarf milli DHL ogKKÍ BJARNI Hákonarson, frá DHL hraðflutningum, og Kqlbeinn Pálsson, formaður KKI, undir- rituðu samning um samstarf í vetur á blaðamannafundi á inánuda ginn. DHL og KKÍ gerðu þriggja ára samning í fyrra og-var ákveðið að end- urnýj a hann en báðir aðilar gátu sagt honum upp. „Það var ekki erfið ákvörðun að halda áfram að vinna með körfunni," sagði Bjarni við þetta tæki- færi. Nýtt lið í 1. deild kvenna NÝTT lið verður með í 1. deild kvenna sem hefst laugardag- inn 7. október, en það eru Skagastúlkur. Þær hafa ekki áður verið með í fyrstu deild- inni og nú eru tíu lið þar og leikinn verður tvöföld umferð og fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Fjögur lið, Njarðvík, KR, Grindaví k og Breiðablik, hafa þegar fengið erlenda stúlku tíl liðs við sig og er búist við deildinni jafnri og spennandi. Spá liðanna FORRÁÐAMENN liðanna í úrvalsdeildinni spáðu fyrir um stöðu liðanna í deildinni og fer hún hér á eftir. Fyrir framan er tilgreint í hvorum riðlinum liðið er: A. Keflavík................328 stig A. Njarðvík...............296 stig A. Haukar.................283 stig B. Grindavík.............264 stig A.ÍR.........................254 stig B.KR........................214 stig B. Þór........................171 stig B. Skallagrímur........153 stig B. Akranes................118 stig A. Tindastóll.............112 stig A. Breiðablik...............54 stig B. Valur......................46 stig VIKINGALOTTO: 11 16 18 22 26 30 + 14 35 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.