Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 1
 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 B LÆQSTA-VERÐ ABYRGÐ A BILALEIGUBÍLUM FLORIDA 7.590 BRETLAND 13.020 KANARÍ 11.690 TÚNIS 29.900 MAROKKÓ 24.700 MALAGA 9.980 BAHAMAS 21.060 innifulií i mMwi ttBikóhyaging, l»kkon siáihábyrgoar, ttvggíng g. stuldi og olhr jloSfunHnir íkoftar. 011 veroeru i Isíertskom kronom og eru vikuvera.Florida: ótakmarkaður akstor og kaskó. 588 35 35 OplO món-föi 9-1 Fl lou 10-14 Morgunblaðið/Magnús Greiðslukort getur eyðilagst ef það kemur nálægt segli NOKKUÐ algengt er að greiðslukort skemmist eftir að hafa komist í návígi við segul,. sem til dæmis er í þjófavörnum í verslunum og kven- töskum, sem lokað er með segulsmellu. Aftan á greiðslukortum er dökk segulrönd og eru þar skráðar ýmsar stafrænar upplýs- ingar, t.d. kortanúmer og nafn korthafa auk þess sem kortafyrirtæki getur látið skrá þar fyrirmæli, m.a. um að leitað sé eftir heimild í hvert skipti sem kortið er notað. Þessar upplýs- ingar sjást ekki, en þegar korti er rennt í gegn- um kortalesara skynjar tölvubúnaður þær. Hjá VISA og Eurocard á íslandi fengust þær upplýsingar að nokkuð algengt væri að segul- randir skemmdust á kortum og korthafar þyrftu því að endurnýja þau. „Upplýsingar af segulröndinni hafa tilhneig- ingu til að þurrkast út ef kortið kemst í snert- ingu við segul, sem meðal annars er í búnaði á afgreiðsluborðum verslana til að fjarlægja öryggismerki úr fatnaði. Þegar korti með ónýtri segulrönd er rennt gegnum posa eða kortales- ara í hraðbanka skynjar búnaðurinn að eitthvað er athugavert og synjar beiðni um að kortið sé notað," segir Sigurður Jónsson, markaðsfulltrúi Eurocard á íslandi. ¦ Emerald, rúbín og safír á rauðum, gulum og hvítum gullhringjum á einum fingri hring ÞRENNS konar gullhringir á einum fingri með þrenns konar steinum eru vinsælir núna í skartgripatísk- unni. Þrír áberandi steinar; Emerald, safír og rúbín á mislitu gulli. Elskhugar kaupa oft einn einu og gefa ástinni sinni. Hringurinn getur verið nokkuð dýr eða um það bil frá 18 til 45 þúsund stykkið. Emerald steinninn á gula gullhringnum er dýrastur, svo rúbín á rauðagulli og loks safír- inn blái á hvítagullinu. „Salan á svona hringjum hef- ur verið í mikilli uppsveiflu und- anfarið," segir Kristín Bjarna- dóttir í versluninni Leonard. „Þeir eru vinsælastir ásamt dem- öntum." Ýmsar útfærslur eru til, mjóir hringir með litlum steinum, breið- ir með stórum og svo þrír sam- fastir hringir með þremur stein- um. Þessi tíska hófst þegar Carti- er fyrirtækið í Frakklandi setti hring með þremur ekta stein- um á markað. Síðan breidd- ist hún út um lönd með því að fólk spurði eftir þeim, en Cartier hringur getur kostað um 150 þúsuna krónur. Sigurður Steinþórsson hjá Gulli og silfri seg- ir að þessi franska lína hafi þróast í þrjá hringi með þremur steinum og sé orðin mjög vinsæl hér á landi, en líka í bland við demanta. Jón Sigurjónsson hjá skartgripaverslun Jóns og Óskars staðfestir þessar vinsældir og segir að þessir áber- andi steinar hafi undanfarið '\ verið að ryðja sér til rúms. Það er í tísku," segir hann „að blanda saman til dæmis rauðum, grænum og blá- um steinum. Það er orðið meira frjálsræði í lituð- um steinum en var áður. Litir eru vin- sælir." Af samtölum við skartgripasmiði kemur fram að æ færri konur velji lita- steina með tilliti til háralitar. Grænir stein- ar fari dökkhærðum konum alveg jafnvel og rauðhærðum. Einnig að áhyggjur vegna litaósam- ræmis fatnaðar og skartgripa hafi minnkað. Frjálsræðið er með öðrum orðum meira en áður var: Gulur, rauður, grænn og blár, allt á einum fingri. ¦ :'"¦>, '*v'";-.¦'• -'¦:'" *í *-"¦' ^'.¦'iM^-'¦¦'¦'-'''*¦' .•'¦'-'':~ ~: S<.fe • - ; ni.i n't i líi STUTTAR haustferðir til erlendra stórborga halda greinilega vin- sældum undanfarinna ára. Morg- unblaðið ræddi við nokkra aðila sem bjóða borgarferðir í haust og kom fram að fólk byijar að panta þær töluvert áður en auglýs- ingabæklingar um ferðirnar koma út. Rúmlega 14.000 sœti bókuð Hjá Flugleiðum, Samyinnuferð- um-Landsýn og Úrval-Útsýn hafa nú verið bókuð rúmlega 14 þúsund sæti og dreifast bókanirnar nokk- uð jafnt á haustmánuðina fram að jólum. Heimsborgarferðir Flugleiða hófust um miðjan september, en félagið býður stuttar borgarferðir til Kaupmannahafnar, Oslóar, Stokkhólms, Lundúna, Glasgow, Lúxemborgar, Hamborgar, Amst- Nser fulluðkað í borgar- feröirnar fram til jóla erdam, New York og Baltimore. Nú hafa verið bókuð um 7.000 sæti og telja forráðamenn Flug- leiða að heildarfjöldi fram að jólum verði vel yfir tíu þúsundin. Vinsælustu borgirnar eru Amst- erdam, Lundúnir og Glasgow að sögn Ornu Ormarsdóttur, hjá Flugleiðum. Tveggja nátta ferð til Amsterdam kostar frá 23.900 krónum og fj'ögurra nátta frá 29.800. Til Lundúna kostar tveggja nátta ferð frá 29.940 krónum og fjögurra nátta frá 38.340. Tveggja nátta ferð til Glasgow kostar frá 22.640 og fjögurra nátta frá 27.440. Flug- vallarskat^tur er hér talinn með. Leiguflug Úrvals-Útsýnar til Edinborgar hefst 8. október næst- komandi og stendur til 8. desem- ber. Um er að ræða ferðir allt frá einni nótt upp í sjö nætur og er sætaframboð alls 2.300 sæti. Að sögn Kristínar Karlsdóttur, hjá Úrval-Útsýn, hafa um 95% sæt- anna þegar verið bókuð. „Það er eitthvað laust í lok október og síð- an eru þrjár ferðir í nóvember með lausum sætum," segir hún. Verð einnar nætur ferðar er frá 20.800 krónum, verð fyrir þriggja nátta ferð er frá 26.040 krónum og fyrir sjö nátta ferð borgar fólk frá 32.840. Flugvallarskattur er meðtalinn. 5.000 hafa bókað til Dyf llnnar Líkt og síðastliðin haust eru Samvinnuferðir-Landsýn nú með leiguflug til Dyflinnar. Fyrsta ferðin var nú í vikunni, á miðviku- dag, og sú síðasta verður 3. des- ember. Ferðirnar eru allt frá þremur nóttum upp í sjö nætur. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, hjá S-L, er framboð sæta í haust- ferðirnar til Dyflinnar í kringum 6.000 og af þeim hafa 5.000 ver- ið bókuð. Með flugvallarskatti er verð fyrir þriggja nátta ferðir frá 23.310 krónum, en sjö nátta ferð- ir kosta frá 33.950 krónum með flugvallarskatti. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.