Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGURINN 29. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐAMÁL Norðmenn fá nýja peninga NÝR norskur tíkall leit dagsins ljós fyrr í þessum mánuði. Hann er þynnri en sá gamli og léttari en með sama þvermál. Tíkallinn nýi tilheyrir fjöl- skyldu nýrra norskra mynta sem fyrst var kynnt fyrir norsku s þjóðinni í fyrra i þegar tuttugu- |kallinn kom á ’ markað. Árið 1997 fá Norð- menn nýjan fímmtíueyring, nýj- an krónupening árið 1999 og loks nýjan fimmkall árið 2001. í heild kostar það um 70 milljónir norskar krónur eða 700 milljónir ís- lenskra, að skipta um myntsafnið, en sparnaðurinn við meðhöndlun létt- ari og umfangsminni mynta verður væntanlega meiri til lengri tíma. Norsk yfirvöld stefna að því að á ná inn um 800 J tonnum afj gamla tíkallin- f um á einu ári.| Til að stuðla að því hefur verið ákveðið að eftir 15. september á næsta ári geti verslanir ekki lengur tekið við gömlu mynt- inni, en hægt verður að skipta henni út í bönkum eitthvað eftir það. Haraldur Noregskonungur prýðir framhlið nýja tíkallsins í Noregi, en á bakhliðinni er mynd sem á að tákna hluta stafkirkjuþaks. ■ ísland tyilrtieitia víkingalaadiö? ÞAÐ VAR glaumur og gam- an í íslensku víkingatjald- búðunum á bæjarhátíðinni við Rendsburg við Kiel- skurð. Ekki aðeins af því að bjórinn rann liðlega niður í gesti, því fy'óð- verjar eru ekki óvanir því, og heldur ekki af því að smáflöskur með „svarta dauða“ stóðu víða á borðum, heldur fyrst og fremst af því að söngur víkingasveitarinnar náði að þýsku hjartarótunum og maturinn með, í búðunum sem Jóhannes Viðar Bjamason í Fjörukránni og Ottó Clausen veitingamaður í Svíþjóð stóðu fyrir. Eins og Stella Kristins- dóttir á skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt bendir á er tilvalið að kynna fólki hvað það get- ur átt í vændum í íslandsferð, bæði hvað mat og menn- ingu varðar. Af ummælum gest- anna mátti marka að þeim fannst eft- ir einhverju að slægjast þama. Kynning á ferðakaupstefnum er markviss kynn- ing meðal þeirra, sem fást við að selja ferðir eða starfa á annan hátt í ferðageiranum. í Rendsburg er landið kynnt venjulegu fólki gegnum tónlist, hressilegt við- mót, góðan mat og íslenska gripi, að ógleymdu brennivíninu. Miðað við hve áhugi á íslandi hefur alla tíð verið mikill í Þýskalandi er ekki ólík- legt að kynningin sé ekki aðeins afþreying fyrir hátíðargesti, heldur vekji í raun forvitni um land og þjóð. íslandsðhugi og víklngaáhugl Auk hins almenna íslandsáhuga gerir víkingaliðið út á alveg sérstaka tegund íslandsáhuga, sem hefur farið vaxandi undanfarin ár. Víða um Stórborgarbúar leita rótanna og fomrar samstöðu ættarsam- félagsins. Sigrún Davíðsdóttir segir frá hvemig þessi áhugi rennur saman við ný- stárlegt landkynningar- átak með víkingasniði. LAMBASKROKKAR glóðaðir ofan í lystuga Þjóðverja. Norður-Evrópu hafa myndast heil samfélög fólks sem lifír í einhvers konar ættbálkasamfélagi, Kkt og á miðöldum. Þannig eru til hópar kelta, húna, pétta, riddara . . . og víkinga. Ifyrir víkinga er ísland fyrirheitna landið og það er þessi hópur, sem laðast mjög að víkingabúðunum ís- lensku. Þetta er ekki stór hópur, en hjá honum eru íslandsferðir ofarlega á blaði, auk þess sem erlendu „víking- amir“ sækja í félagsskap þeirra ís- lensku og punta upp á samkomuna. Víkingaáhuginn og þjóðflokka- áhuginn almennt höfðar ekki endi- lega til mjög ungs fólks, heldur fólks sem komið _er á fertugs- og fimm- tugsaldur. Áhuginn er vísast sprott- inn af ýmsum ástæðum, svosem for- tíðarþrá og áhuga á að upplifa sög- una á sjálfum sér. í þessum áhuga sameinast foreldrar og börn og gam- almenni og finna í honum leið til samvem. Þetta er alþjóðleg hreyf- ing, sem fór að ryðja sér til rúms fyrir um áratug og vex sífellt fiskur um hrygg. íslendingar sáu sjálfir hvemig víkingarnir bera sig, þegar þeir sóttu Islendinga heim á víkinga- hátíðinni í sumar. Svona þjóðflokka- stefnur tíðkast um alla Evrópu frá vori og fram á haust og margir eyða sumarleyfínu í að flakka á milli þeirra. íslenska víkingastússið kann að koma ís- lendingum sjálfum spánskt fyrir sjónir, en fellur í góðan jarðveg hjá vaxandi hópi fólks, sem hef- ur áhuga á að lifa innan einhvers kon- ar þjóðflokka. Hresslleg framkoma Fjöldi gesta á bæjarhátíðinni í Rendsburg kom í víkingabúðimar á gönguferð um bæinn. Einn viðmæl- andi minn vissi ekkert um ísland, en kom þarna með kunningjakonu, sem var haldin víkingaáhuga og var í kyrtli. Hann var hrifinn af því sem hann sá og vildi gjarnan fá meira að heyra. Hugguleg og velklædd kona um fímmtugt með áberandi stælleg gler- augu sat þama lengi við borð, ásamt myndarlegum manni sínum. Hún sagðist aldrei hafa komið til íslands, en hefði alltaf haft dálæti á íslandi alveg frá því hún hefði verið í skóla í Bæjaralandi á æskuárunum og í -‘■rm ■■■T - £ S*L. B ISLAND .1 ÍÉÉ Morgunblaðið/Sigrún Daviðsdóttir FJÖGUR sem komu við sögu í Rendsburg. Frá vinstri er Jóhann- es Viðar Bjarnason, veitingamaður, Stella Krisljánsdóttir, starfsmaður Ferðamálaráðs, Ottó Clausen, veitingamaður og Stefán Eyjólfsson, frá söluskrifstofu Flugleiða í Frankfurt. ÍSLANDSKYNNING á erlendri grund. Til vinstri er Stella Krist- jánsdóttir, frá Ferðamálaráði, að fræða gesti um ísland. í NEWCASTLE er á topp tíu lista yfir borgir með besta skemmtana- lífið, hjá bandarísku útgáfufyrir- tæki sem sér yfír 8.000 þarlendum ferðaskrifstofum fyrir upplýsing- um um vænlega ferðamannastaði. Útgáfufyrirtækið, Weissmann Travel Reports, gefur meðal ann- ars mánaðarlega út lista yfir þá tíu staði sem best er að heim- sækja hafí menn ákveðna þætti í huga. Á nýjasta topp tíu lista Weissmann Travel Report yfir þá staði sem best er að heimsækja þegar menn vilja skemmta sér, birtist Newcastle óvænt í félags- skap öllu fyrirsjáanlegri borga svo sem Ríó, Las Vegas, Amsterdam og Vínar. Þessi niðurstaða hefur komið mörgum Bandaríkjamann- inum á óvart, og reyndar líka mörgum Bretum sem hafa til Næturlíf þessa að minnsta kosti, ekki tengt Newcastle við villt skemmtanalíf. Umfjöllunin um skemmtanalífið ekkl orðum aukln Blaðamaður dagblaðsins The Observer er einn þeirra sem varð undrandi á að finna Newcastle á listanum. Hann ákvað að kanna málið og reyna skemmtanalíf borgarinnar. Blaðamaðurinn komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllunin um næturlíf Newc- astle væri síst orðum aukin hjá Weissmann Travel Reports. Þegar degi tæki að halla Iifnaði borgin við og skipti engu hvaða dagur vikunnar væri, allir barir, krár, dans- og skemmtistaðir væru full- ir af fólki sem komið væri til þess að skemmta sér, hvað sem það kostaði. NEWCASTLE nýtur sívaxandi vinsælda sem ferðamannaborg. Vinsældirnar eru ekki síst fjörugu næturlífi að þakka. Newcastle

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.