Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 5
4 C LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Skoðanakönnun The Sunday Times um listgreinar og listamenn Hveijir eru bestir? BRESKA blaðið The Sunday Ti- mes gerði fyrir skömmu tilraun til þess að komast að því hvaða listgreinar og hvaða listamenn nytu mestra vinsælda og þættu merkust. Birti blaðið spurninga- lista sem tæplega 1.100 lesendur svörðu og birtust niðurstöðurnar nú fyrir skömmu. Þær eru í stuttu máli þær að þátttakendur reyndust hafa einkar sígildan smekk og mest dálæti á tónlist. En lítum nánar á niðurstöð- urnar. Það eina sem komst í efsta sæti á lista yf ir eftirlæti og merk- ast var tónlistin, sem hafði nokkra yfirburði yfir aðrar list- greinar. Á listunum gætir sam- ræmis í því hverju lesendurnir höfðu dálæti á og hvað þeim þótti merkast, þó að röð ein- stakra verka og höfunda væri ekki sú sama á báðum. Þau verk sem merkust þóttu, eiga það sammerkt að vera löng eða tímafrek í vinnslu. Stríð og friður Tolstojs er gott dæmi, einnig Hamlet eftir Shakespeare, sem er á meðal lengstu verka hans. Michelangelo varði niu árum í að mála hvelfingu og alt- arigafl Sistinsku kapellunnar í Róm og níunda sinfónia Beetho- vens er langt og mikið verk, flutt af kór og hljómsveit og fyrsti hluti hennar er lengri en flestar sinfóníur í heild sinni. Listunnendurnir róa á kunn- ugleg mið og ekki er að sjá að nútíminn hafi haldið innreið sína að neinu marki. Ekkert tónskáld tuttugustu aldar kemst á lista, rithöfundarnir eru nær allir frá 19. öld, og Shakespeare, sem ber höfuð og herðar yfir önnur leik- skáld var uppi á 16. öld. Sömu sögu er að segja um listaverkin, málarar endurreisnartímans og 19. aldar impressjónistar eiga upp á pallborðið en þó fá Pieasso og Dali að fljóta með. Eftirlætis listgrein Röð Listgrein Atkvæði Hlutfall 1. Tónlist 268 24,4% 2. Málaralist 168 15,3% 3. Bókmenntir 129 11,7% 4. Leikiist — 108 9,8% 5. Kvikmyndir 107 9,7% 6. Óperutóniist miF61 5,6% 7. Höggmyndalist 52 4,7% 8. Sígild tónlist 34 3,1% 9-10. Ballett 30 2,7% 9-10. Ljóðlist 30 2,7% Tíu efstu á lisla fengu 90,8% alkvæOa. Ellefu svöruOu ekki. Alls voru 35 listgreinar nefndar Mikilvægasta listgrein Röð Listgrein Atkvæði Hlutfall 1. Tónlist 285 26,0% 2. Bókmenntir 210 19,1% 3. Málaralist 133 12,1% 4. Kvikmyndir 87 7,9% 5. Leikiist 84 7,7% 6. Byggingalist 65 5,9% 7. Allar eru jatn merkar 38 3,5% 8. Sjónvarp n 34 3,1% 9. Höggmyndalist 31 2,8% 10. Óperur 20 1,8% Alls fengu tíu efslu á lislanum 92,9% alkvæOa. 35 svöruOu ekki. 32 listgreinar voru nefndar. Eftirlætis skáldsaga Röð Höfundur: Skáldsaga Hlutf. atkv. 1. Jane Austin: Hroki og hleypidómar 3,9% 2. JRR Tolkien: Hringadröttinssaga .3,0% 3. Emily Bronte: Fýkuryfir hæðir 2,8% 4. Charlotie Bronte: Jane Eyre 2,4% 5. Jane Austen: Emma 1,5% 6-7. George Etiot: Middlemarch 1,3% 6-7. T. Hardy: Tess af d'Urberville-ættinni 1,3% 8. Charies Dickens: Great Expectations 1,2% 9-10. Joseph Heller: Catch 22 1,1% 9-10. Margarel IVIitcheH: Á hverfanda hveli 1,1% Tíu vinsælustu skáldsögurnar fengu um 20% atkvæOa. 29 manns svöruOu ekki. Alls voru 500 skáldsögur tiinefndar. Mesta skáldverkið Röð Höfundur: Skáldsaga Hlutf. atkv. 1. Leo Tolstoj: Stríð og friður 21,9% 3. George Eliot: Middlemarch 17. Jane Austin: Hroki og hleypidómar 2,6% 8. M. Proust: A la rech. du temps perdu 2,3% 9-10. Fj. Dostojevskíj: Glæpur og refsing 2,0% 9-10. JRR Tolkien: HringadróHinssaga 2,0% Tiu efstu bækurnará listanum hlutu 49,7% atkvæOa. 55 svöruOu ekki. Alls voru 217 verk nefnd. Eftirlætis leikrit Röð Höfundur: Leikverk_____________Hlutf. atkv. 1. Oscar Wilde: Hreinn, umfram allt 9,0% 2. Shakespeare: Hamlet 7,5% 3. Shakespeare: Makbeð 4,7% 4. Shakespeare: Draumur á Jðnsmessun. 3,4% 5. Shakespeare: Lér konungur 2,5% 6. Shakespeare: Þrettándanótt 2,2% 7. JB Priestley: Óvæntur gestur 2,1% 8. Shakespeare: Rómeó og Júlía 2,0% 9. Shakespeare: Hinrik V. 1,6% 10.Shakespeare:Ofviðrið 1,5% Tíu efstu verkin hlutu 38,3% atkvæOa. 52 svöruOu ekki. Alls voru 296 verk tilnefnd. Merkasta leikverkið Röð Höfundur: Leikverk Hlutf. atkv. 1. Shakespeare: Hamlet 40,0% 2. Shakespeare: Lér konungur 12,9% 3. Shakespeare: Makbeð 9,4% 4. Shakespeare: Rómeó og Júlía 4,0% 5. Shakespeare: Óþelló 2,0% 6. Shakespeare: Ofviðrið 1,8% 7. Shakespeare: Hinrik V. 1,6% 8. Oscar Wilde: Hreinn, umfram allt 1,2% 9. Samuel Beckett: Beðið eftir Godot 1,0% 10. Agatha Christie: Músagildran 0,9% Tíu efstu verkin hlutu 78,7% alkvæOa. 54 svöruOu ekki. Alls voru 121 verk nefnd. Eftirlætis mátverk Röð Málari: Málverk__________________Hlutf. atkv. 1. Monet: Vatnaliljur 2,4% 2. Turner. The Fighting Terneraire 2,3% 3. Van Gogh: Sólblóm 1,8% 4. Constable: The Hay Wain 1,7% 5. Munch: Ópið 1,6% 6-7. Botticelli: Fæðing Venusar 1,5% 6-7. Myndir eftir vini og vandamenn 1,5% 8-9. Daii: Christ of St. John of the Cross 1,3% 8-9. Monet: Valmúi 1,3% 10. Van Gogh: Sverðliljur__________________ 1,2% . Tíu efstu verkin fengu 17,1% atkvæOa. 42 svöruOu ekki. Alls voru 565 verk tilnefnd. wm Röð Málari: Málverk Merkasta málverkið Hlutf. atkv. 1. Michelangelo: Sistínska kapellan 19,8% 2. Leonardo da Vinci: Mona Lisa 16,8% 3. L. da Vinci: Síðasta kvöldmáltíðin 5,6% Picasso: Guernica ..jggp'. 4,1% 5. Rembrandt: Næturvörðurinn 3,6% |6. Van Gogh: Sólblóm 2,4% 7. Botticelli: Fæðing Venusar 1,6% 8. L. da Vinci: Meyjan á klettunum 1,5% 9-10. Velazquez: Las Meninas 1,2% 9-10.Turner: The Fighting Terneraire 1,2% Alls hlutu tíu efstu verkin 61,6% atkvæða. 68 svöruOu ekki. 246 verk voru tilnefnd. Eftirlætis sígilt tónverk Röð Höfundur: Tónverk Hlutf. atkv. MpKjr. 1. Vivaldi: Árstíðirnar fjórar 2,8% wtm z. Beetnoven: 9. sinfoman 2,6% 3-4. Rachmanínov: Píanókonsert no. 2 1,9% UÉjLm^ Álj 3-4. fcigar. seiiOKonsert 1,9% 5. Tjsaíkovskíj: 1812 / ' 6-8. Etgar: Enigma tilbrigðin 1,7% 1,5% 6-8. Mahler: 5. sinfónían 6-8. Beethoven: Sveitasinfónían 1,5% 1,5% 9. Pachelbel: Canon 10-12. Schubert: Silungakvíntettinn 10-12. Fauré: Sálumessa 1,5% 1,4% 1,4% 10-12. Holst: Pláneturnar iiH 1,4% Tólf efstu verkin á listanum fengu alls 21,7%. 29 svöruOu ekki. Alls voru 355 verk tilnefnd. Merkasta sígilda tónverkið Röð Höfundur: Tónverk Hlutf. atkv. 1. Beethoven: 9. sinfónían 15,0% 2. Beethoven: 5. sintónían 11,3% 3. Handeí: Messías 7,2% 4. Tsjaíkovskíj: 1812 3,8% 5. Mozart: Sálumessa 3,4% 6-7. J.S. Bach: Mattheusarpassían 2,7% 6-7. J.S. Bach: Messa í b-moll 2,7% 8. Wagner: Niftungahringurinn 2,6% 9-1Ó. Beethoven: Sveitasinfónían 1,8% 9-10. Vivaldi: Árstíðirnar fjórar 1,8% Tíu efstu verkin fengu alls um 55,7% atkvæOa. 63 svöruOu ekki. Alls voru 184 verk tilnefnd. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Uppistand í Kjallaranum LISTAKLÚBBURINN í Þjóðleik- húskjallaranum tekur til starfa aftur eftir sumarhlé næstkomandi mánudag. Klúbburinn mun standa fyrir uppákomu á hverju mánudags- kvöldi í vetur en það er Valgeir Guð- jónsson sem ríður á vaðið með Uppi- standi eins og dagskráin er nefnd í tilkynningu. Uppistandandi grín I dagskrárkynningu segir að Val- geir muni fara með gamanmál, spjalla við gesti og syngja og leika nokkur lög á gítar. Spurður að nánari útlegg- ingu á dagskránni segist hann hins vegar ekki geta svarað þar sem hann viti ekki sjálfur hvernig hún muni þróast. „Það er eðli þessa listforms að takast á við hið óvænta og það sem er efst á baugi á hveijum tíma, hveijum degi. Maður veit því ekki hvernig dagskráin mun verða; ég hef ekki sett saman handrit að kvöldinu. Ég held reyndar að það þurfi að vera nokkur íjölbreytni í þessari grein eins og öðrum, í sumum tilfellum myndi fólk þannig vita að hveiju það gengi en í mínu tiifelli er það á hinn bóginn.“ Síðustu misseri hefur það færst nokkuð í vöxt hér á landi að menn segi brandara standandi á sviði en Valgeir bendir á að við höfum jengi átt okkar fulltrúa í þessu fagi. „Ómar Ragnarsson er uppistandandi grínari af þessu tagi nema hvað hann hoppar og stekkur og hermir eftir bílum sem skapar honum ákveðna sérstöðu. Það er mjög vinsælt meðal þjóða að menn fjalli um umhverfið og samtfmann ^tandandi, þessir menn hafa jafnvel leyfi til að vera andstyggilegir og fyndnir á kostnað annarra, segja brandara um fólk sei.i á bágt. Og menn komast upp með það vegna þess eins að þeir eru uppistandandi." Aðspurður segist Valgeir ekki vilja sveijast undir það alfarið að vera stand-up comedian á ameríska vísu. „Ég reyki til dæmis ekki og er ekki með áfengi á sviðinu; ég er bara með vatn sem þykir sennilega hálfgert frat í þessum bransa. Mitt handfang og handrið á þessu kvöldi verður gítar en ég mun syngja þar sem orðsins andagift þrýtur eða til uppfyllingar og nánari skýringar. Það verður mín sérstaða. Ég mun spila bæði ný og gömul lög þótt ís- lenska þjóðin sé ekkert fráSrugðin öðrum þjóðum að því leyti að hún vill nánast einungis heyra það sem hún þekkir." Valgeir segir að það séu engin fyr- irfram ákveðin tímamörk á dagskrá sinni á mánudagskvöldið sem hefst kl. 21. „Ég var einu sinni þrjá klukku- tíma á sviði í Menntaskólanum í Kópavogi en fólk þarf nú sennilega ekki að óttast það á mánudag, það var líka í öðru kjördæmi. Ég held það sé miðað við klukkutíma en vissulega gæti teygst úr honum.“ Framundan í Listaklúbbnum Dagskrá Listaklúbbsins í október og nóvember verður fjölbreytt. Hinn 9. október verða lesnir kaflar úr ís- lenskum bókmenntum þar sem jazz kemur við sögu og hann svo leikinn af Tómasi R. Einarssyni og félögum. Umsjón hefur Vernharður Linnet. Dagskrá um þýska leikskáldið Tank- red Dorst verður 16. október en hann er höfundur leikritsins Sannur karl- maður sem frumsýnt verður í Þjóð- leikhúsinu í haust. Hinn 23. október mun Marta Halldórsdóttir syngja við píanóundirleik Arnar Magnússonar gamlar aríur og þjóðlög frá ýmsum löndum. Gamanmál og örverk eftir Karl Ágúst Úlfsson verða flutt 30. október og daginn eftir mun söng- skólinn í Reykjavík minnast aldaraf- mælis Davíðs Stefánssonar með því að flytja lög við Ijóð Davíðs. í nóvember hefst dagskráin hinn sjötta með kynningu á óperunni Mad- am Butterfly sem íslenska óperan frumflytur í nóvember. í tilefni af merkisafmæli og frumsýningar á nýj- asta verki Arthurs Miller, Glerbrot- um, í Þjóðleikhúsinu verður leiklesinn einþáttungurinn Ég man ekki neitt og sagt frá höfundinum 13. nóvem- ber. Hinn tuttugasta verður dagskrá helguð Ellu Fitzgerald, meðal annars mun Ólafía Hrönn Jónsdóttir flytja nokkur lög hennar. Skáldkonur fyrri alda heitir svo dagskrá sem Helga Kress hefur umsjón með hinn 27. nóvember en hún fær til liðs við sig skáldkonur okkar tíma sem lesa munu úr verkum stallsystra sinna frá fyrri öldum. Allir dagskrárliðirnir hefjast kl. 21. Valgeir Guðjónsson mun fara með gamanmál í Listaklúbbi Þjóðleik- húskjallarans næstkomandi mánudagskvöld. LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 C 5 Kraftbirting veruleikans Morgunblaðið/Einar Falur HANNES Sigfússon: „Heimurinn hefur breyst síðan kalda stríðinu lauk.“ Kyrjálaeiði, ný ljóðabók eftir Hannes Sigfússon, er meðal haustbóka. J6- hann Hjálmarsson fékk að kynnast viðhorfum skáldsins til tungumáls- ins og umhverfisins sem ljóðin eru sprottin úr. TUNGUMÁLIÐ er lykill skálds- ins að veröldinni, yrkir Hannes Sigfússon í ljóðinu Kyijálaeiði sem er sámnefnt nýju bókinni. Kyijála- eiði er hérað á mörkum Finnlands og Rússlands, gamalt þrætuepli, en skírskotunin er þó hvorki póli- tísk né söguleg, heldur notfærir Hannes sér þetta „seiðfagra nafn“ eins og hann orðar það til að skil- greina hvernig ljóðræn hugmynda- tengsl geta sprottið af orðum eða eins og segir í ljóðinu sjálfu: „. . . ég tek orðið Kyijálaeiði sem dæmi/ og greini þar lognkyrra ála/ og eiðstafatunguna á milli þeirra." Hannes ítrekar að tungumálið sé lykill skáldsins og segir bókina léttúðuga og ekki eigi að taka hana of alvarlega. Hann sé að leika sér að orðum og lesandinn eigi ekki að finna vísanir þótt hann viður- kenni að bókmenntafræðingar vilji helst hafa vísanir. Mér skiist að þetta mæli hann í hálfkæringi og ekki sé nauðsynlegt að hafa það eftir. Orðunum fylgir glettnislegt bros. Styttri Ijóð en áður —Flest ljóðanna eru stutt, styttri en venjulega hjá þér? „Þau eru í styttra lagi. Segja má að bókin sé framhald Jarðmuna að því leyti.“ —Það er að minnsta kosti eitt langt ljóð í bókinni, endurminningar frá Ósló? „Já, þar segir frá erfiðum vetri í Ósló 1953-54 þegar ég stritaði við að bera appelsínukassa frá bíl til búðar fyrir jól og þótti hlutskipti mitt líkjast hungurárum Hamsuns í sömu borg, þótt ég nefni hann raunar ekki á nafn heldur ýja að honum með orðinu Ylajali — „mál- seiður sprottinn af sulti“ — og með orðaleiknum : „skipti um ham sem hún“. Kalda stríðið —Þú hefur verið sagður skáld til- þrifamikils máls og stíls? „Einfaldleikinn er jafnvel meiri hjá mér nú en í Jarðmunum. Ég er yfirleitt horfinn frá myndríkum stíl sem ég beitti mikið hér áður fyrr, enda hefur heimurinn breyst síðan kalda stríðinu lauk, en til að lýsa ógnum þess þótti mér nauðsynlegt að nota sterkt myndmál. Síðar lýsti ég eftir skorinorðum ljóðum en tókst aldrei að tileinka mér þann ljóðstíl sjálfur." Lífshætta og skáldabær —Nú sækja á minningar og hugs- anir um aldurinn? „Já, lífshættan við að verða gam- all. Ungur hafði maður ekki vit til að óttast eins og eðlilegt er.“ —Akranes er líka í þessari bók eins og í Jarðmunum? „Þar er talað um reykháf sem „rennir stoð undir blámann“ — þótt það sé einungis stök mynd í ljóði mætti ætla að hún gefi eitthvað jákvætt til kynna. Jú, Akranes er ágætur bær þegar gott er veður. Þar eru ýmsar frábærar gönguleiðir fyrir innisetumenn eins og skáld enda hafa tvö skáld sest þar að auk mín, þeir Gyrðir Elíasson og Krist- ján Kristjánsson. Spánarferð í tíunda sinn —En hvað um Spánaráráttu þína, þú ert að fara til Spánar í tíunda sinn? „Já, þar er gott að vera að vetrar- lagi — einkum fýrir kulvísa öld- unga.“ —Þú gerir meira á Spáni en að spila bridds, þýðir og yrkir? „Já, en ég er ekki vel að mér í spænsku, þyrfti að bæta úr því. Ég les þó dagblöðin mér að gagni.“ Draumurinn um skáldsöguna —Þú ert ekki hættur að yrkja eins og stendur í síðasta ljóði nýju bókarinnar? „Nei, þetta átti bara við þá bók.“ —Hvað ertu að fást við núna? „Reyna að semja skáldsögu" —Þú hefur alltaf ætlað þér að semja skáldsögu. Við þekkjum þá sögu. En þú skrifaðir líka Strandið sem er eftirminnileg bók og Ljósin blakta sem er betri en margir halda og var ekki nógu vel tekið. Er það draumur ljóðskálda að verða skáld- sagnahöfundar? „Ætli það sé ekki einkum löngun- in í hærri ritlaun sem kyndir undir þeim draumi.“ Auðvelt að yrkja —Verður ekki erfiðara að yrkja með aldrinum eða er það kannski auðveldara? „Það var auðvelt að yrkja nýju bókina, ég var ekki lengur en tvo til þijá mánuði að því. Eins og þú veist hef ég alltaf verið lotuskáld, á milli bóka hefur mér verið bannað að yrkja, ekki getað ort þótt ég vildi.“ Myndmálið —Við töluðum um myndmál áðan og hvernig skáld hafa dregið úr því, jafnvel gerst afhuga mynd- hvörfum. í ljóðinu Skilgreiningu í Kyijálaeiði notar þú heldur betur myndmál, yrkir um orð sem eru „áþekk loðnum fiðríldum/ sem hvarfla milli hugboða"? „Ég kemst ekki hjá myndunurn stundum.“ —Þótti þér ekki hér áður fyrr að ljóð krefðust öflugs myndmáls? „Mér fannst ljóð þurfa að birta einhveijar myndir jafnframt því að segja eitthvað.“ —Ljóð hafa þá sinn boðskap að þínu mati þótt hann sé ekki alltaf augljós? —Ekki endilega pólitískan eða siðferðilegan heldur búa þau fyrst og fremst yfir einhverri kraftbirt- ingu veruleikans. Umhverfið og það sem innra fyrir býr hlýtur alltaf að verða okkur efniviður skáldskapar.“ XTALGERÐUR Hauksdóttir mynd- " listarmaður opnar sýningu á verkum sínum í Hafnarborg í dag kl. 14. Á sýningunni eru verk unnin á pappír. Hún annaðhvort málar, teikn- ar, eða þrykkir á pappírinn eða allt i senn. Éinnig verður verk af öðrum toga til sýnis en það er mynd/tónverk sem hún hefur unnið í samvinnu við bróður sinn Þorstein Hauksson tón- skáld. Verk Valgerðar eru af ýmsum stærðum og litirnir eru jarðarinnar. „Það er allavega tilraunastarfsemi í gangi hjá mér og ég er vissulega ekki við eina fjölina felld í formi og efnurn," sagði Valgerður þegar Morg- unblaðið heimsótti hana á heimili hennar og vinnustofu í vikunni. Ferðast mikið Sýningin í Hafnarborg leggur und- ir sig alla sali staðarins og er í tölu- vert mikið ráðist en þó tímabært, því fimm ár eru liðin frá síðustu einkasýn- ingu Valgerðar hér á landi. Aðspurð sagði hún að dýrt væri að halda svona sýningu og ekki veiti af fimm árum í að safna peningum fyrir henni. „Það er aldrei hægt að reikna með ein- hverri sölu en það er mikil hamingja ef maður sleppur á jöfnu. Goðsögnin um fátæka listamanninn stenst í raun í flestum tilfellum því hann eyðir öll- um sínum fjármunum í sína list. Það er hálfgert bijálæði að standa í þessu,“ sagði Valgerður. Náttúra, táknræna og heimspeki Hlustað á hljóð- lausar myndir Valgerður Hauksdóttir Morgunblaðið/Ásdís hafa haft og áhrif á myndgerð Val- gerðar sem ferðast mikið innanlands og utan og sækir áhrif í myndir sínar beint og óbeint frá þeim stöðum sem hún heimsækir. „Nýafstaðnar ferðir eru alltaf þær sem hafa mest áhrif hveiju sinni. Ég fór til dæmis til Ind- lands í mars síðastliðnum sem snerti mig mikið og ég tók ýmis munstur og fínlegheit með mér heim sem ég hef bætt við mína myndgerð." Valgerður hefur verið í ýmsum stjórnunarstörfum í gegnum árin en hefur nú minnkað við sig í vinnu. Hún hefur m.a. verið deildarstjóri í grafíkdeild MHÍ og aðstoðarskóla- stjóri þar í eitt ár. Hún segir að sköp- unarkrafturinn og kennslukraftarnir dragi orku úr sama brunni og því sé hún nú að leitast við að fá jafnvægi á þessa þætti til að geta sinnt listinni enn frekar af heilum hug. Myndlist/Tónlist Áður en Valgerður sneri sér að myndlist lærði hún tónlist og er menntaður píanókennári. Hún lærði bæði tónlist og myndlist í Bandaríkj- unum á sínum tíma og er með BA próf á báðum sviðum. Hún segir að oft hljómi tónlistin í eyrum hennar þegar hún vinnur myndir sínar og tengslin séu hrynræn og hljómfræðin birtist einhvernveginn einnig í mynd- unum. Hún segir að þessar greinar fari vel saman og annað þvælist ekki fyrir hinu. Fyrrnefnt mynd/tónverk sem verð- ur á sýningunni er unnið þannig að Þorsteinn tekur ákveðin form í mynd- um Valgerðar, sem verður stillt á nótnastatív, og setur þau inn í tölvu og reiknar út hlutföll og annað og umbreytir í hljóð. Síðan kemur hans sköpun í beinu framhaldi. „Þarna fær fólk tækifæri á að hlusta á hljóð- .lausar myndir. Við systkinin höfum lengi verið að tala um að vinna sam- an og nú er það loksins orðið að veru- leika,“ sagði Valgerður að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.