Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 1
 mgmifrlafrifr Sænskur nútímajass við íslenskt ljóð/2 Hverjir eru bestir?/4 Kraftbirting veruleikans/5 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 Nýtt verk eftir Diirrenmatt fiindið Zurich. Reuter. ÁÐUR óbirt skáld- saga eftir sviss- neska rithöfundinn og leikskáldið Fri- edrich Diirrenmatt fannst nýlega í eig- um höfundarins, sem lést fyrir fimm árum. Sagði útgef- andi hans að skáld- sagan væri ekki fullgerð en hún yrði engu að síður gefin út í októbér. Nefn- ist hún „Der Pensi- onierte" (EUilífeyr- isþeginn). Öiirrenmatt Bókin verður gefin út á þýsku í Zurich. Fjallar hún um lögreglumann á eftirlaunum sem heldur til Sviss til að taka upp að nýju nokkur óleyst glæpamál. Er hún samin á árabilinu 1969-1979. Diirrenmatt vann til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, ekki síst leikritin. Það fyrsta var „Der Ric- hter und sein Hen- ker" (Dómarinn og böðull hans) sem sló í gegn árið 1950. Af öðrum verk- um Diirrenmatts má nefna „Sú gamla kemur í heimsókn", „Eðl- isfræðingarnir" og „Óhappið". Hryllingsstólár og borð ÓVENJULEGA sýningu á húsgagna- hönnun getur nú að líta í Verona á ítalíu. Þar verða sýnd húsgögn hönnuða sem allir sækja innblásturinn í hryllings- sögur Edgars Allans Poe. „Hversvegna er hrafninn eins og skrifborð?" var spurt í sögunni um Lísu í Uhdralandi eftir Lew- is Carroll og víst er að söguhe^jur Car- rolls f engju eitthvað við sitt hæfi á sýning- unni, sem kallast „Delerium Design" (Óráðshönnun). Hugmyndina að sýningunni áttu ítalski listfræðingurinn Enzo Biffi Gentili, sem hefur einbeitt sér að þeim landamæratil- fellum þar sem list, handverk og hönn- \ um mætast, og líbansk-ítalski hús- gagnahönnuðurinn William Sawaya. Stendur sýningin til 9. október. Endalaus sinfónía náttúru Kýpur Caput-hópurinn flytur tónlist Leifs Þórarins- sonar í Tjarnarbíói á morgun. Þóroddur Bjarnason ræddi við tónskáldið af þessu tilefni BLAÐAMAÐUR kom að Leifi þar sem hann var í óða önn að vinna að leikhústónlist við gríska harmleikinn Trójudætur eftir Evripídes á vinnustofu sinni. Stefnt er að frumsýningu hans um miðjan október þannig að Leifur hefur í nógu að snúast um þessar mundir. „Það er heilmikil tónlist i Tróju- dætrum enda er það samkvæmt hefðinni því harmleikirnir grísku voru alltaf blandaðir tónlist, leik og dansi. Reyndar byggðu menn óperuformið á rannsóknum sínum á harmleikjunum ," sagði Leifur. Með Stockhausen í Svíþjóð Fyrirhuguð er útgáfa á tónlist Leifs, í flutningi Caput-Uópsins, í Bandaríkjunum og tilvalið þótti að leika verkin á tónleikum áður en upptökur hæfust. Hann sagði útgáfuna hafa staðið til í nokkur ár og upphaflega hefði Ríkisút- varpið ætlað að standa að þeim en það hefði runnið út í sandinn. Átta verk verða flutt á tónleikun- um, það elsta frá 1960 og þau nýjustu frá þessu ári. Tónsmíðar Leifs vöktu fyrst verulega athygli á alþjóðlegri há- tíð í Svíþjóð árið 1956. „Það var flutt eftir mig fiðlusónata á þess- ari hátíð og fékk hún góða dóma. Ég var yngsti þátttakandinn á hátíðinni, 8 árum yngri en tón- skáldið þekkta Karlheinz Stock- hausen sem var þarna líka og ég kynntist honum dálítið." Leifur sagði að frumrit sónötunnar væri nú glatað en hann vissi af afriti í Svíþjóð sem þarlendur fíðluleikari ætti. Sjálfur á hann ekki eintak. „Eg held ekki upp á neitt sem ég gerði fyrir 1960," segir Leifur að bragði. Sígilt er að inna listamenn eftir því hvert þeir sæki innblástur. Reyndar er það meira annarra að dæma hvernig andi er ríkjandi í verkum tónskálda, að sögn Leifs, en margir hafa þótt merkja ljóð- rænan, persónulegan og jafnvel trúarlegan tón í verkum hans. „Ég held að það sé hægt að fínna trúar- legan tón í öllum listaverkum," sagði Leifur, „það þarf í raun að vera trúaður á einhvern hátt þegar LEIFUR Þórarinsson tónskáld. fengist er við listir þó undir hælinn sé lagt á hvað er trúað. Sjálfur er ég kaþólskur þótt ég sé í raun lítið sammála þeirri stofnun. Eg er veikur fyrir liefðinni og sögunni sem býr í kaþólskri trú. Leifur segir verk sín í gegnum tíðina vera farin að nálgast annað hundraðið að tölu.og er þá tónlist fyrir leikrit þar með talin. „Ég tel þá hvert leikrit sem eitt verk en ég hef t.d. samið um 200 söngva fyrir leikhús." Með Jóni Leífs í Bandaríkjunum Hann hefur samið tónlist fyrir flestar stærðir hljóðfærahópa og einnig kammeróperu sem bíður flutnings. í febrúar næstkomandi verður verk hans og Jóns Leifs á ferðalagi með Sinfóníuhljómsveit íslands í hljómleikaferð hennar til Bandaríkjanna. „Ég varð hálfs- vekktur yfir því að hætt var við að leika verkið hér heima á síð- ustu tónleikunum áður en haldið verður út eins og til stóð.' Það er mér meira virði að tónlist mín hljómi hér á landi en erlendis," sagði Leifur. Árið 1993-94 dvaldi Leifur á eyríkinu Kýpur í Miðjarðarhafinu þar sem hann drakk í sig þarlenda menningu og sögu. „Við konan mín vorum í góðu sambandi við listafólk á staðnum og sýnist mönnum ég hafa orðið fyrir ein- hverjum áhrifum af Kýpverjum. Ég skal ekki dæma um það en ég heillaðist mjög af þjóðlagatónlist þeirra og ekki hvað síst ótrúlega fallegri og endalausri sinfóníu náttúrunnar þar. Froskakvak, skordýra- og fuglahljóð og sífellt sérkennilegt suðið í cyprus-trján- um og grenitrjánum, sem þarna vaxa, mynda það tónverk. Leifur er mjög ánægður með samstarfið með Caput-hópnum og á von á fínum tónleikum á morg- un. „Þetta er rjóminn af ungum íslenkum tónlistarmönnum í dag," sagði Leifur að endingu. Tónleikarnir í Tjarnarbíói hefj- ast kl.20.30 annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.