Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ i Breyttur Fiesta með léttmálmsvél FORD sýndi nýjan Fiesta á bíla- sýningunni í Frankfurt sem auk þess að vera breyttur í útliti er með nýrri 1,250 rúmsentimetra léttmálsvél. Þá verða í boði end- urbættar vélar úr Fiesta-línunni og ný gerð gírskiptingar og kúpl- ingar. Að utan er bíllinn kominn með sporöskjulaga grill sem ein- kennir alla Ford bíla, afturglugg- inn er stærri og afturlugtirnar breyttar. Nýr Fiesta kemur á markað í Evrópu í byrjun næsta árs. Fiesta er boðin í fjórum út- færslum, þ.e. Focus, Flair, Fun og Ghia og verða þær nú allar fáanlegar þriggja eða fimm dyra. Auk þess er væntanlegur Iítill sendibíll, Fiesta Courier. Flair er grunngerð bílsins og sú útfærsla sem miðuð er við þarfir þeirra sem eru kaupa bíl í fyrsta sinn. Engu að síður er hann með lituðum, upphituðum rúðum, frjókornasíu í loftræst- ingu, vökvastýri og niðurfellan- legu aftursætisbaki. Fun er sportútfærslan, með stífari fjöðr- un, sambyggðri vindskeið á þaki, sportsætum, snúningshraðamæli og sérstökum frágangi að innan. Ghia er hins vegar dýrasta- út- færslan enda er staðalbúnaður m.a. vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar, hnakkapúðar í aft- ursætum og glæsilegur frágang- ur að innan. Umhverfisvænni vélar Vélarnar sem í boði eru upp- fylla allar reglur Evrópusam- bandsins um varnir gegn útblást- ursmengun sem taka gildi á næsta ári. 1,250 rúmsentimetra léttmálmsvélin er nýr kostur en hún skilar 75 hestöflum. Þessi vél er ný útfærsla í Zetec-SE vélarlínunni og 1,4 lítra Zetec-SE vél kemur á markað á næsta ári en vélarnar eru allar með 16 ventla tækni. Ford segir helsta kost nýju vélarinnar þann að hún þarfnast mun minna viðhalds en sambæri- legar vélar. Ventlalokur þarf aðeins að athuga á 150 þúsund km fresti, kerti á 45 þúsund km fresti og vélarolíu og olíusíu á 15 þúsund km fresti. Vélin er úr áli, magnesíum og soggreinar eru úr plasti. Miðað við fyrri vélar Fiesta gefur nýjá Zetec-SE vélin frá sér 90% minna af kolvatnsefnum og niturmónoxíð og 80% minna af kolsýringi. Þetta þýðir í raun að Ford betrumbætir staðla ESB fyrir 1996 um 50%. Ford segir að Zetec-SE vélarnar geti hugs- anlega einnig uppfyllt reglugerð- ir ESB sem rætt er um að taki gildi árið 2000. .... *S illl | ¦ lb»lP !n *• A '-----' ji'- .rjf! ^ M|W» j¦¦¦; í--—"~ ,-M - ^^^ PB 'f~~~~~~~: .ú--~\':i- : '"'•'' 1 WE--;. ' ': ' í aj i „ -_____________ » ¦¦' iM j LMé i i ÉM|. JIS^E ; ^/ i ÍWm I 'V:''' ¦¦Bfe íf -1 fkuxá'Jt j jp im 1 ¦kNim ¦ÖÍjPfc^.: . ESTER Gísladóttir fékk afhent fyrsta mótorhjólið af Gizmo-gerð nýlega. Gizmo skellinöðrur INGVAR Helgason hf. fékk ný- lega fyrstu sendinguna af Gizmo skellinöðrum frá Indlandi. Salan hefur gengið vel að sögn starfs- manna Ingvars Helgasonar og nýlega var fyrsta hjólið afhent Ester Gísladóttur. Jafnt fullorðn- ir sem unglingar hafa keypt hjól- in en verðið er 84.000 kr. Hjólin eru einföldí notkun og þau eru sjálfskipt. Á annan tug hjóla hef- ur verið sendur út á land. ¦ NÝR Ford Fiesta með Zetec-SE léttmálms vél kemur á markað í byrjun næsta árs. í Renault Magnum til Bouthéon SÝNING var haldin á vörubílum, rútum og sendibílum ásamt marg- víslegum búnaði tengdum slíkum ökutækjum í París um miðjan sept- ember. I tengsium við sýninguna bauð Renault VI blaðamönnum í heimsókn til gírkassa- og strætis- vagnaverksmiðju sinnar skammt frá Lyon. Segir hér af ferðinni þangað. Blaðamenn voru sóttir á hótel sitt árla morguns og ferðast var til Bouthéon, smábæjar utan Lyon, í fulllestuðum Renault Magnum með 40 tonna farmi. Þar upplýsti Heiðar Sveinsson sölumaður hjá Bifreiðum og land- búnaðarvélum, umboðs- aðila Reriault, blaða- menn um helstu atriði varðandi þennan nútí- malega flutningabíl. Það eru sjaldnast þeir sem nota flutningabíl- ana, þ.e. bílstjórarnir, sem velja sér vinnutæk- in heldur eru það oftast eigendur flutningafyrir- tækja. Engu að síður hefur orðið mikil þróun í gerð slíkra ökutækja, einkum hvað varðar það sem lýtur að aðbúnaði ökumanns. Eigendurnir sjá mikilvægi þess að vel fari um ökumenn í langkeyrslum með dýr- mæta farma. Ökumannshús Magnums bíls Renault er loftfj'aðrandi, þ.e.a.s. undir fjórum hornum hússins eru loftpúðar sem gera það að verkum að húsið „flýtur" ofan á grindinni. Fyrir vikið er aksturinn þýður eins og í fólksbíl. Rúður eru mjög stórar í Magnum og útsýni úr bílnum yfir umferðina eins og best verður á kosið. Gólfið er slétt því húsið situr ofan á vélinni og enginn kassi er á milli bílstjórasætis og farþegasætis ÖKUMANNSHÚSIÐ er hátt og því gott útsýni yfir umferðina. Myndin er tekin skammt frá Bouthéon. RENAULT Agora er bylting í smíði strætisvagna því engar tröppur eru í vagninum sem auðvelda mjög allan um- gang, ekki síst fyrir þá sem mest nota strætisvagna, börn og gamalmenni. sem auðveldar mjög allan umgang um bílinn. í fermetrafjölda talið er ökumannshúsið á Magnum fjórir fermetrar. Rafstýrt og fjarstýrt Bíllinn sem ferðast var í til Bout- héon var búinn öllum hugsanlegum þægindum og má þar nefna loft- ræstikerfi þar sem ökumaður stjórnar hvaða hitastig er inni í húsinu, rafstýrðar rúður og úti- speglar, fj'arstýrðar samlæsingar, rafstýrð gluggatjöld á fram- og hliðarrúðum, öflug hljómflutnings- tæki, fatahengi í hliðumj fjölstillan- leg sæti og tvær kojur. Ur kojunum er hægt að stjórna miðstöðinni, ljós- um og hljómflutningstækjunum. I Magnum er hraðastillir sem gerir það að verkum að bíllinn fer ekki hraðar en 90 km á klst. Eftir áramót verður skylda að vera með slíkan búnað hér á landi í stórum flutningabílum. Tveir hraðamælar eru í bílnum, annar í mælaborðinu beint fyrir framan ökumann en hinn er í ökuritanum sem skráir akstur, hraða og snúning vélar. Með þvi að setja ökumannshúsið ofan á vélina er í raun búið að skipta bílnum í tvennt. Annar hlutinn, húsið, tilheyrir ökumanninum en hinn hlutinn, vélin, tilheyrir eigand- anum. Vélin er 12 lítra, 416 hest- afla Renault-vél. Hámarkstog er 1.980 Nm við 1.200 snúninga á mínútu. Tölvuskiptlng í mælaborðinu er lítill stafrænn skjár sem veitir ökumanninum upp- lýsingar um hvenær ráðlegt er að skipta um gír en bíllinn er með tölvuskiptingu, þ.e. fjögurra gíra hálfskiptan kassa með háu og lágu drifí og skriðgír í lægri kassanum. Alls hefur ökumaður um 18 gíra að velja. Hægt er að velja um tvenns konar stillingar á skiptingunni, þ.e. sparnaðarstillingu og kraftstillingu með því að þrýsta á lítinn hnapp á gírstönginni. í sparnaðarstillingu gefur tölvan upplýsingar sem auð- ' Morgunblaðið/GuGu RENAULT Magnum sem ekið var í til Bouthéon. veldar bílstjóranum að halda vélinni á hagstæðasta snúning með olíu- eyðslu og tog í huga á 1.200 til 1.600 snúningum. Kraftstillingin miðast við að fá sem flest hestöfl út og þar af leiðandi hærri snún- ing, (um 2.000 snúninga á mín- útu), og hentar vel þegar ekið er undan brekku og þörf er á mikilli notkun mótorbremsu sem virkar betur á háum snúningi. Svona búinn var Renault Magn- um sýndur á vörubílasýningunni í París um miðjan september, en einnig Magnum með 530 hestafla vél. Þar var einnig hugmyndabíllinn Virage sem er með grind úr áli og hægt að færa öxlana til. Einnig sýndi Renault byltingarkenndan strætisvagn, Agora, sem er með þeirri nýjung að engar tröppur eru í vagninum. Annar vagn, Karosa B-931, sem smíðaður er í samvinnu við samnefnt fyrirtæki Renault V.I. í Ungverjalandi og er talinn henta vel fyrir aðstæður í Austur-Evrópu. ¦ Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.