Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 4
 % * j v v 'Xis « iw! ! •immssfmmmÆmmmmÆmmMmmm. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís VETRAROLYMPIULEIKARNIR 1998 „Draumakeppni“ í íshokkí í fyrsta sinn Blóma- leikur Kol- brúnar KOLBRÚN Jóhannsdóttir stóð sig vel í markinu hjá Fram þegar hún lék sinn 600. leik fyrir liðið gegn Fylki í Arbæn- um í gærkvöldi í 1. deild kvenna. Kolbrún fékk blóm- vendi fyrir leikinn frá Fram og Fylki og síðan héldu Fram- arar henni samsæti í Fram- heimilinu að leik loknum. Fram vann Fylki 13:23. KNATTSPYRNA Chelsea, Forestog Everton úr leik NOTTINGHAM Forest er úr leik í deildarbikarkeppninni, þar sem liðið mátti sætta sig við jafntefli, 2:2, á heimavelli gegn 2. deildarliðinu Bradford og tapa samtals 4:5. Það var lan Ormondroyd sem jafnaði fyrir Bradford aðeins mínútu fyrir leikslok. Forest hafði tvisvar komist yfir, með mörk- um frá Stuart Pearce og íta- lanum Andrea Silenzi — hans fyrsta marki fyrir liðið. Lárus Orri Sigurðsson og félag- ar hans hjá Stoke gerðu góða ferð til London, þar sem þeir lögðu Chelsea að velli, 0:1, á Stamford Bridge. Kanadamaðurinn Paul Peschisolido skoraði markið fímmtán mín. fyrir leikslok og var það eina markið í tveimur viður- eignum liðanna. Scott Taylor, sem lék með áhugamannaliði fyrir nokkrum mánuðum, skoraði tvö mörk fyrir Millwall og lagði tvö önnur upp, þegar 1. deildarliðið skeliti úrvals- deildarliði Everton, 4:2, í fram- lengdum leik á Goodison Park í Liverpool. Newcastle vann Bristol City, 3:1, með mörkum frá Warren Barton, Philippe Albert og Les Ferdinand. Teddy Sheringham skoraði tvö mörk fyrir Tottenham, sem vann 3. deildarliðið Chester. Alan Shearer skoraði einnig tvö mörk, þegar Blackburn vann Swindon, 2:0. Mark Bright skoraði þrennu og þeir Marc Degryse og David Hirst hvor sitt markið fyrir Sheffield Wed., sem vann Crewe 5:2. Robbie Fowler skoraði eina mark Liverpool, sem lagði Sunder- land 1:0. ■ Úrslit / D2 Atvinnumenn í norður-amerísku íshokkídeildinni NHL verða með landsliðum sínum á Vetrar- ólympíuleikunum í Nagano í Japan 1998 en til þessa hafa þeir ekki verið með vegna þess að leikið hefur verið í NHL-deifdinni á sama tíma og Ólympíuleikarnir hafa staðið yfir. Nú hefur verið samið um að gera 16 daga hlé í deildinni svo leikmennirnior geti verið með á leikunum en dómarar í Nagano verða einnig valdir úr deildinni. Flestir af bestu íshokkíleik- mönnum heims leika í NHL og því hafa landsliðin ekki geta stillt upp sterkasta iiði á Ólympíuleikum. Kanada, Rússland, Bandaríkin, Svíþjóð, Finnland og Tékkland hafa þegar tryggt sér sæti í Nag- ano og hefja keppni 13. febrúar 1998 en tvö lið til viðbótar verða í úrslitakeppninni og keppa átta lið um lausu sætin í sérstakri for- keppni sem hefst 7. febrúar þegar Ólympíuleikarnir byija. Keppni í NHL-deildinni liggur niðri 8. til 25. febrúar 1998. Gary Bettman, fulltrúi NHL, sagði að þessi samningur væri mikill sigur. „Þetta er stór stund fyrir íshokkí. Við komum til með að sjá bestu leikmenn heims á Ólympíuleikunum og segja má að þetta verði „draumakeppni“. Juan Antonio Samaranch, for- seti Alþjóða ólympíunefndarinnar, sagði í yfirlýsingu í kjölfar samn- ingsins að Ölympíuleikarnir sner- ust um að skara fram úr og væru fyrir bestu íþróttamennina. „Þátt- taka þeirra [leikmanna í NHL] eykur gildi Vetrarólympíuleik- anna.“ Dr. Rene Fasel, forseti Alþjóða íshokkísambandsins, tók í sama streng. „Íshokkíkeppnin á Ólympíuleikunum verður hápunkt- ur unnenda íþróttarinnar og allra áhorfenda á ðlympíuleikunum því í fyrsta sinn verða allir þeir bestu samankomnir á sama stað til að keppa um gullverðlaunin.“ Bettman benti á að þátttaka leikmanna úr bandarísku körfu- boltadeildinni NBA á Ólympíuleik- unum í Barcelona 1992 hefði fyrst og fremst komið Bandaríkjunum til góða vegna „draumaliðs" þéirra en bestu leikmenn bestu íshokkí- þjóða lékju í NHL-deildinni og því væri það akkur allra liða að geta haft þá með á Ólympíuleikunum. „Íshokkí verður á háum stalli, þeim hæsta sem um getur í grein- inni.“ Kanadamaðurinn Wayne Gretzky, sem talinn er besti ís- hokkíleikmaður sögunnar, sagði að það væru forréttindi að fá að keppa á Ólympíuleikum og hann myndi ekki hugsa sig um tvisvar ef hann yrði valinn. „Ef ég verð nógu heppinn til að vera enn að spila og eiga skilið að vera valinn til að leika með ólympíuliði Kanada verð ég fyrstur til að segja já,“ sagði Gretzky sem er 34 ára. „Ég hef fjórum sinnum orðið meistari í Stanley-keppninni og verið í sigurliði í Opna Kanada- mótinu en ég þrái að leika á Ólympíuleikum því það eru forrétt- indi.“ Auðun Helgason til Leifturs AUÐUN Helgason, varnar- maðurinn sterki úr FH, hef- ur ákveðið að leika með Leiftri frá Ólafsfirði í 1. deildinni næsta keppnistíma- bil. Auðun er 21 ár og var einn besti leikmaður FH- inga sl. sumar. Hann lék 12 leiki með U-18 ára landslið- inu og hefur átt fast sæti í U-21 árs liðinu. Óskar Ingimundarson, sem þjálfaði liðið í sumar, segir að allt bendi ti! þess að hann verði áfram þjá Leiftri. „Ég á aðeins eftir að ganga frá þessu endanlega og reikna með að gera það á næstu dögum,“ sagði Ósk- ar. Hann sagði að allir leik- menn liðsins frá liðnu sumri yrðu áfram. Þá hefur Hlynur Eiríks- son, miðvallarleikmaður FH, gengið til liðs við Þrótt frá Neskaupstað. Hann mun einnig sjá um þjálfun yngri fiokka félagsins. Ásgeir sá jafntefli í Helsinki ÁSGEIR Eliasson, landsUðs- þjálfari í knattspyrnu, var á meðal 3.150 áhorfenda á Ólympíuleikvanginum í Helsinki í gærkvöldi, þar sem Finnar og Tyrkir gerðu jafntefli, 0:0. Islendingar mæta Tyrkjum á Laugar- dalsvellinum á miðvikudag- inn kemur í Evrópukeppni landsliða. FoxtilTott- enham frá Newcastle RUEL Fox gekk tU liðs við Tottenham í gær en Spurs, sem er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, greiddi Newcastle 4,2 milþ’. punda (um 430 mUý. kr.) fyrir leik- manninn. „Ruel er einmitt leikmaðurinn sem við þurf- um,“ sagði Gerry Francis, yfirþjálfari Tottenham. „Hann er hæfileikaríkur og getur leikið á vinstri eða hægri kanti eða á miðjunni.“ Jafntefli við Hvíta- Rússland ÍSLAND og Hvita-Rússland gerðu markalaust jafntefli í Evrópukeppni U-18 ára landsliða í knattspymu í Belfast í gær en í fyrradag unnu Norður-írar Hvít- Rússa 2:0. íslendingar mæta heimamönnum á morgun en sigurvegari riðilsins fer áfram í 16 liða úrslit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.