Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR10. OKTÓBER1995 B 7 Þýska meistaramótið 264 - Anders Forsbrand 64 64 67 69 266 - Bernhard Langer 67 66 67 66 268 - Russell Claydon 66 61 74 67 269 -Per-Ulrik Johansson 64 66 71 68, Jesper Parnevik 68 64 70 67 271 - Paul Eales 65 69 70 67, Joakim Hággman 67 67 68 69 272 - Heinz P. Thul 70 70 66 66, Jose Coceres 68 73 65 66, Sven Struver 69 71 65 67, Richard Boxall 71 66 67 68, Ignacio Garrido 70 66 67 69 273 - Tom Lehman 67 67 70 69, Jarmo Sandelin 67 67 70 69 274 - Robert Allenby 71 67 71 65, Robert Karlsson 69 70 69 66, Jay Townsend 68 74 66 66, Peter Teravainen 69 69 69 67, Silvio Grappasonni 68 71 67 68, Steven Richardson 69 68 68 69, Sandy Lyle 67 72 66 69, Greg Tumer 67 68 69 70, Jim Payne 68 66 69 71. ÍSHOKKÍ IMHL deiidin Leikið á laugardag: New Jersey - Florida...............4:0 Boston - NY Islanders..............4:4 Hartford - NY Rangers.........,....2:0 Montreal - Philadelphia............1:7 Pittsburgh - Toronto...............8:3 Tampa Bay - Calgary................3:3 Washington - StLouis...............4:1 Winnipeg - Dallas..................7:5 Ottawa - Buffalo...................1:3 Los Angeles - Colorado.............4:2 San Jose - Chicago.................3:4 Sunnudagur: Edmonton - Detroit.................1:8 Florida - Calgary..................4:3 AMERÍSKI FÓTBOLTINN IMFL deildin Leikið á sunnudag: Buffalo - Ny Jets...................29:10 Chicago - Carlolina.................31:27 Dallas - Green Bay..................34:24 Jacksonville - Pittsburgh...........20:16 Minnesota - Houston.................23:17 ■Eftir framlengingu. Philadelphia - Washington...........37:34 ■Eftir framlengingu. Tampa Bay - Cincinnati..............19:16 SKOTFIMI Mót í Digranesi Fyrsta skotmót innanhúss lofar góðu, því að meiri þátttaka var en undanfarin ár — á skotmóti í Digranesi. Stöðluð skambyssa: stig: Skotið af 25 m færi. CárlJ. Eiríksson, UMFA................537 Kjartan Friðriksson, SR...............510 Sigurgeir Amþórsson, IFL..............507 Sigurbjöm Ásgeirsson, IFL.............506 Kristina Sigurðardóttir, IFL..........482 Ingibjörg Asgeirsdóttir, IFL..........480 Gunnar Þór Hallbergsson, SR...........480 Hlynur Hendriksson, SR................480 Loftbyssa: Skotið af 10 m færi. Jónas Hafsteinsson, SFK...............552 Gylfi Ægisson, SFK....................549 Björn E. Sigurðsson, SFK..............537 Kjartan Friðriksson, SR...............527 Gunnar Þór Hallbergsson, SR...........494 Riffilskotfimi: Skotið af 50 m færi. Carl J. Eiríksson, UMFA...............587 Gylfi Ægisson, SFK....................580 Jónas Bjargmundsson, SFK..............572 Sigurgeir Guðmundsson, SR...........563 Kjartan Friðriksson, SR.............562 Hlynur Hendriksson, SR..............558 Einar Steinarsson, SFK..............546 Steinar Einarsson, SFK..............540 Sigrún Jóhannsdóttir, SR............497 Ágúst Snæbjömsson, SR...............485 Anna Bjömsdóttir, SR................472 LYFTINGAR Flosi í níunda sætiíHM Flosi Jónsson varð í níunda sæti á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem fram fór í Danmörku um helgina. Flosi, sem keppti í 90 kg flokki lyfti 230 kg í hnébeygju, 155 kg í bekkpressu, og er það jafnframt Islandsmet öld- unga, og í réttstöðulyftu lyfti hann 250 kg og því alls 635 kg. KNATTSPYRNA aðnáí stigin Morgunblaðið/Bjarn MARGRÉT Ólafsdóttir reynir að ná valdi á knettinum en Van tol sæklr að henni og Guðlaug Jónsdóttlr er tilbúln að koma til hjálpar. Allt of lítill sigur gegn Hollandi ÍSLENSKA kvennalandsliðið sigraði það hollenska 2:0 í Evrópukeppninni á Laugar- dalsvelli á laugardaginn. Sig- urinn var aldrei í hættu og léku íslensku stúlkurnar full var- færnislega og hefðu með eðli- legum leik átt að sigra með miklu meiri mun. Þetta var þriðji leikur liðsins í keppninni og markatalan fyrir leikinn 4:7. Því hefði verið kjörið að laga hana mun meira en gert var á laugardaginn. Tii þess höfðu stúlkurnar alla burði en létu Hollendinga draga sig niður og voru allt of varkárar. Islensku stúlkurnar réðu því sem þær vildu ráða í fyrri hálfleikn- um en engu að síður gekk þeim ekki nógu vel að skapa sér færi. Á móti kom að Sig- fríður markvörður átti mjög náðugan dag og þurfti vart að gera annað en ná nokkrum sinnum í boltann til að taka markspyrnu. Það olli þó vonbrigðum að stelpurnar skyldu ekki skora, til þess fengu þær færin og Jónína Víglundsdótt- ir fékk trúlega besta færi sem hún hefur fengið um dagana strax á 16. mínútu. Ásthildur Helgadóttir átti snilldarsendingu milli tveggja varnarmanna inn í miðjan vítateig- inn. Jónína var alein og gat gert allt nema það sem hún gerði. Hún rak tána í boltann og markvörður- inn átti ekki í erfiðleikum með að ná honum. Jónína var óheppinn því völlurinn var blautur og hún hefði ekki þurft annað en stoppa Skúli Unnar Sveinsson skrifar 1Bd%Guðrún Sæmunds- ■ %#dóttir átti góða send- ingu upp í vinstra homið á Jón- ínu Víglundsdóttir á 51. mínútu. Jónína gaf fyrir markið á Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem átti gott skot frá vítapunktinum. Mark- vörðurinn varði en hélt ekki boltanum og Ásthildur Helga- dóttir náði knettinum og skor- aðí af öryggi. 2:0 jFimm mínútum fyrir ■ %#ueikslok átti Hjördfs Símonardóttir sendingu upp hægri kantinn á Jónínu Víg- lundsdóttur. Hún lék á einn mítheija við endamörkin og renndi sfðan út á Ásthildi Heiga- dóttur senrí skaut í vamarmann. Hún náði boltanum aftur og vippaði honum fyrir markið aþr sem Margrét Ólafsdóttir, stýrði knettinum með höfðinu í bláhoraið. boltann og gefa sér síðan þann tíma sem hún vildi áður en hún skaut. Þetta var eina dauðafæri ís- lensku stúlknanna í fyrri hálfleik og ef til vill ekki nema von því hollensku stúlkurnar léku með fjórar í vörn, þrjár á miðjunni og þijár frammi og framheijarnir voru ekkert að ómaka sig við að koma of mikið aftur. íslenska liðið var hins vegar með fimm leikmenn á miðjunni, réði því öllu þar og hefði þurft að nýta sér það betur, en J)að vantaði ákveðni. Ásthildur Helgadóttir gerði fyrra mark íslands fljótlega eftir hlé, á besta tíma að því að maður hélt. Og nú bjóst maður við að allt yrði sett í botn og rúllað yfir slaka mótheija. En nei, ekki aldeil- is. Áfram var leikið af mikilli var- kárni. Síðari hálfleikur var hreint og beint leiðinlegur. Varkárnin varð til þess að þær hollensku komust nokkrum sinnum í sókn og hefðu með smá heppni getað jafnað, en til þess kom ekki. Und- ir lok leiksins gerði Margrét Ólafs- dóttir síðara markið og öraggur sigur í höfn — en allt of lítill. Stelpumar léku stundum ágæt- lega en það vantaði alltaf herslu- muninn að klára annars ágætar sóknir. Sigfríður átti rólegan dag í markinu. Miðverðirnir vora sterk- ir og öruggir og lentu nær aldrei í vandræðum, en bakverðirnir voru ekki eins öruggir í byrjun en það lagaðist. Miklu fjölmennari á miðj- unni voru íslensku stelpurnar sterkari þar en Margrét Ólafsdótt- ir var þó ekki nógu mikið í boltan- um í fyrri hálfleik. Frammi var Jónína ansi einmana þrátt fyrir að íslenska liðið réði gangi leiks- ins. Vanda, Guðrún, Erla og Ást- hidlur vora bestar í annars nokkuð jöfnu liði. — „ÉG er ánægður með stigin og leikurinn spilaðist vel fyrir okk- ur. Við lögðum upp með að spila af öryggi og fara varlega og reyna síðan að sækja með hröð- um sóknum," sagði Kristinn Björnsson þjálfari kvennalandsl- iðsins eftir sigurinn. „Mér fannst þetta ganga fullrólega fyrir sig í fyrri hálfleiknum en hraðinn var meiri í þeim síðari.“ En lékuðþið ekki full-varfærn- isleg-a? „Við renndum blint í sjóinn með þetta lið og tókum því ekki áhættu. Við brenndum okkur á því gegn Rússum að vera undir strax í byijun og vildum því fara varlega þar sem við höfðum ekki efni á neinni glæframennsku. Við urðum að ná í þrjú stig. Ég viðurkenni þó að við hefð- um getað sett fútt í leikinn því hollenska liðið var greinilega hrætt við okkur, en ég tók ekki áhættuna og Iagði áherslu á það við stelpurnar að fara varlega,“ sagði Kristinn. Aðalatriðið að vinna „Við bjuggumst við þeim miklu sterkari því í fyrra léku þær vel og við rétt mörðum sigur gegn þeim. Við fórum því varlega gegn þeim núna,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir fyrirliði ís- lenska landsliðsins eftir sigurinn. „Aðalatriðið var auðvitað að vinna þvi það var mikilvægt eftir vægast sagt herfilega byrjun gegn Rússunum og óþarfa jafn- tefli gegn Frökkum. Þar brennd- um við okkur á að vera of ákafar og því var farið varlega að þessu sinni,“ sagði Vanda sem átti óvenjurólegan dag í vörninni og hafði orð á því að það væri ekki á hveijum degi sem tími gæfist til að spila í rólegheitunum út úr henni. KNATTSPYRNA / SPANN Atletico Madríd heldur sínu striki ATLETICO Madrid heldur tveggja stiga forskoti sínu á Barcelona á Spáni, eftir 0:3 sigur gegn Celta í Vigo. Real Madrid vann langþráðan sigur, 2:1, gegn Compostela og eru meistararnir í þrettánda sæti. Leikmenn Real Madrid, sem höfðu ekki unnið leik frá því i fyrstu umferðinni. Barcelona stöðvaði Real Betis, 1:5 — fyrsta tap Betis í sjö leikjum. „Útlendingarnir“ Giga Popescu og Robert Prosinecki og Meho Kodro gátu ekki leikið með Barcelona vegna meiðsla og varð Johan Cruyff að tefla fram ungum leikmönnum, sem stóðu sig mjög yel. Eftir aðeins sex mín. skoraði hinn átján ára miðvallarspilari Roger Garcia fyrsta mark leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.