Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1995
■ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER
BLAÐ
KORFUKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haukar stödvuðu Tindastól
TINDASTÓLL tapaðl sínum fyrsta leik í úrvalsdelldinnl í gærkvöldi er llðið heimsótti Hauka í Hafnarfjörðlnn.
Hér sækir Torrey John að Jónl Arnarl Ingvarssynl og bróðir hans, Pétur er ekki langt undan.
■ Úrvalsdeildin / C3
Fram og Víkingur deila um
greiðslu fyrir Helga Sigurðsson
KSÍ segir að Vík-
ingur eigi rétt
á 25% gjaldsins
FRAM og Víkingur túlka félagaskipti Helga Sig-
urðssonar úr Fram í Stuttgart á mismunandi
hátt og er deilt um greiðslu sem samið var um
að þýska félagið greiddi. Framarar telja að þeir
eigi rétt á öllu gjaldinu þar sem Helgi hafi leik-
ið með þeim 1993 og 1994, farið síðan á leigu-
samning til Stuttgart en gert samning við félag-
ið í júlí sem leið. Víkingar segja að þeir eigi rétt
á 25% gjaldsins þar sem Helgi hafi skrifað und-
ir félagaskipti úr Fram í Stuttgart 7. október
1994 en leikið með Víkingi 1992.
Þar sem félögin komust ekki að samkomulagi
leituðu þau til KSÍ fyrir skömmu og tók samn-
inga- og félagaskiptanefnd undir rök Vfkings.
Stjórn KSÍ staðfesti síðan það álit og var haft
til hliðsjónar að Helgi var ekki skráður í Fram
1995 en hafði formleg félagaskipti úr Fram í
Stuttgart fyrir ári. Því eigi að miða við árin
1992 til 1994.
Að sögn SnorraJFinnlaugssonar, fram-
kvæmdastjóra KSÍ, er ekkert til um leigusamn-
ing í regliun KSÍ heldur gert ráð fyrir að féiaga-
skipti og sala fári saman. Snorri sagði að sam-
kvæmt reglunum væru síðustu þrjú keppnisár
höfðtil hliðsjónar varðandi skiptingu gjalds fyr-
ir leikmaim. Félag viðkomandi leikmanns fyrsta
árið fengi 25% gjaldsins, sama hlutfall rynni til
félags leikmannsins annað árið en félag sem
viðkomandi leikmaður hefði leikið með síðasta
árið fengi 50%. Félagaskipti Helga hefðu ekki
verið með neinum skilyrðum og því hefði nefnd-
in miðað við fyrrnefnda dagsetningu.
Framarar eru ekki sáttir við þessa niðurstöðu
og hafa óskað eftir fundi með samninga- og
félagaskiptanefnd KSÍ.
Daley Thompson
í knattspyrnuna
DALEY Thompson, fyrrum ólympíu- og heims-
meistari í tugþraut, hefur gert samning við enska
knattspyrnufélagið Stamford, sem er utan deilda,
um að leika með liðinu. „Ég elska að sigra,“ sagði
Thompson, sem er 37 ára og vill helst leika í
framlínunni. „Mér er sama hver skorar, svo fram-
arlega sem ég er í sigurliðinu."
Thompson var í fótbolta sem strákur en hætti
17 ára til að geta einbeitt sér að fijálsíþróttun-
um. „Ef hann væri ekki góður knattspyrnumaður
vildum við ekki fá hann,“ sagði Steve Evans, yfir-
þjálfari Stamford.
KNATTSPYRNA
Landsleikurinn vakti mikla athygli íTyrklandi
^ Fegurðardrottning
íslands í sviðsljósinu
HRAFNHILDUR Haf-
steinsdóttir, fegurðar-
drottning íslands, hefur
verið mjög í sviðsljósinu í
Tyrklandi undanfarna
daga vegna landsleiks ís-
lendinga og Tyrkja í
knattspyrnu, en Hrafn-
hildur dvelst nú í Tyrk-
landi þar sem keppni um
titilinn Ungfrú Evrópa fer
fram 23. október næst-
komandi.
Hrafnhildur, sem er unnusta
Arnars Gunnlaugssonar landsliðs-
manns, var t.d. í viðtali á íþrótta-
rás tyrkneska sjónvarpsins, og í
einu dagblaðanna prýddi mynd af
henni baksíðuna í gærmorgun.
Hrafnhildur sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að Tyrkir
hefðu haft gífurlegan áhuga á
landsleiknum og þeir hafi
verið vel með á nótunum
um nöfn íslensku leik-
mannanna ogjafnframt
vitað að hún er kærasta
Arnars.
„1 viðtalinu á íþróttarás
sjónvarpsins var mikið
fjallað um íslenska liðið
og ég látin spá fyrir um
úrslitin. Ég hafði því mið-
ur rangt fyrir mér, en ég
spáði því að við myndum
vinna leikinn 2:1. Ég horfði síðan
á útsendingu frá leiknum á stórum
sjónvarpsslqá í anddyri hótelsins
sem ég bý á, og var þar fjöldi
manns að fylgjast með leiknum.
Fólkið lifði sig mjög inn í leikinn,
hrópaði og stökk á fætur, enda
eru Tyrkirnir ákaflega blóðheit-
ir,“ sagði Hrafnhildur.
Hrafnhildur
SKIÐI
Ástahætt
ÁSTAS. Halldórsdóttirfrá
ísafirði, sem hefur verið
besta skíðakona landsins
undanfarin ár, hefur ákveð-
ið að leggja skíðin á hilluna.
Hún er margfaldur íslands-
meistari og á siðasta styrk-
leikalista Alþjóða Skíða-
sambandsins er hún í 70.
sæti í svigi þar sem um
5.000 keppendur eru skráð-
ir.
Asta, sem hefur verið í há-
skóla í Östersund í Svíþjóð
síðustu þijú ár jafnframt því að
æfa skíðaíþróttina, hefur unnið
alls 20 íslandsmeistaratitla síð-
an 1987 og er mesta afrekskona
íslands í skíðaíþróttinni frá upp-
hafi. Það er mikill sjónarsviptir
Morgunblaðið/Valur Jónatansson
ÁSTA S. Halldórsdóttir.
að henni fyrir skíðaíþróttina á
íslandi því miklar vonir voru
bundnar við hana í vetur.
Ásta er nú flutt til Jönköping
í Svíþjóð þar sem hún hóf ný-
lega háskólanám í stoðtækja-
smíði. Skíðasambandið segir í
fréttatilkynningu, sem það sendi
frá sér í gær, að sökum anna
hennar í háskólanámi í Svíþjóð
gefi hún ekki kost á sér í skíða-
landsliðið.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er ástæðan fyrir
brotthvarfi hennar úr landslið-
inu allt önnur því hún hefur
ekki verið ánægð með störf
Skíðasambandsins undanfarin
ár. Ásta neitaði að tjá sig um
málið þegar eftir því var leitað
í gærkvöldi.
HAIMDKIMATTLEIKUR: AFTURELDING HEFUR EKKIENN FENGIÐ STIG / C2