Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 1
¦m HHH HH B^^HB^HHBI h^ B L A Ð A L L R A I^^J^^I^A^^^^^^^^^^^^^H JltagraiMafrife 1995 FÖSTUDAGUR 13. OKTOBER BLAÐ C KORFUKNATTLEIKUR Haukar stödvuðu Tíndastól Morgunblaðið/Árni Sæberg TINDASTÓLL tapaðl sínum fyrsta leik í úrvalsdelldlnnl í gœrkvöldl er lidið helmsóttl Hauka í Hafnarfjörðlnn. Hér sæklr Torrey John að Jóni Arnarl Ingvarssyni og bróðir hans, Pétur er ekkl langt undan. Urvalsdeildin / C3 Fram og Víkingur deila um greiðslu fyrir Helga Sigurðsson KSÍ segir að Vík- ingur eigi rétt á 25% gjaldsins FRAM og Víkingur túlka félagaskipti Helga Sig- urðssonar úr Fram í Stuttgart á mismunandi hátt og er deilt um greiðslu s eni samið var um að þýska félagið greiddi. Framarar telja að þeir eigi rétt á öllu gjaldinu þar sem Helgi hafi leik- ið með þeim 1993 og 1994, farið síðan á leigu- samning til Stuttgart en gert samning við félag- ið í júlí sem leið. Víkingar segja að þeir eigi rétt á 25% gjaldsins þar sem Helgi hafi skrifað und- ir f élagaskipti úr Fram f Stuttgart 7. október 1994 en leikið með Víkingi 1992. Þar sem félögin komust ekki að samkomulagi leituðu þau til KSÍ fyrir skömmu og tók samn- inga- og félagaskiptanefnd undir rök Víkings. Stjórn KSÍ staðfesti síðan það álit og var haft til hliðsjónar að Helgi var ekki skráður í Fram 1995 en hafði formleg félagaskipti úr Fram í Stuttgart fyrir ári. Því eigi að miða við árin 1992 til 1994. Að sögn Snorra Finnlaugssonar, fram- k væmdastjóra KSI, er ekkert til um leigusamn- ing í reglum KSÍ heldur gert ráð fyrir að félaga- skipti og sala fári saman. Snorri sagði að sam- kvæmt reglunum væru síðustu þrjú keppnisár höfð til hliðsjónar varðandi skiptingu gjalds fyr- ir leikmann. Félag viðkomandi leikmanns fyrsta árið fengi 25% gjaldsins, sama hlutfall rynni tO félags leikmannsins annað árið en félag sem viðkomandi leikmaður hefði leikið með síðasta árið fengi 50%. Félagaskipti Helga hefðu ekki verið með neinum skilyrðum og því hefði nefnd- in miðað við fyrrnefnda dagsetningu. Framarar eru ekki sáttír við þessa niðurs töðu og hafa óskað eftir fundi með samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ. Daley Thompson í knattspyrnuna DALEY Thompson, fyrrum ólympfu- og heims- meistari í tugþraut, hefur gert samning við enska knattspy rnufélagið Stamford, sem er utan deilda, um að leika með liðinu. „Ég elska að sigra," sagði Thompson, sem er 37 ára og vill helst leika í f ramlfnunni. „Mér er sama hver skorar, svo fram- arlega sem ég er í sigurliðinu." Thompson var f fótbolta sem strákur en hætti 17 ára til að geta einbeitt sér að frjálsíþróttun- um. „Ef hann væri ekki góður knattspyrnumaður vildum við ekki fá hann," sagði Steve Evans, yfir- þjálfari Stamford. KNATTSPYRNA Landsleikurinn vakti mikla athygli íTyrklandi ¦ Fegurðardrottning íslands í sviðsljósinu HRAFNHILDUR Haf- steinsdóttir, fegurðar- drottning íslands, hefur verið mjög í sviosljósinu í Tyrklandi undanfarna daga vegna landsleiks ís- lendinga og Tyrkja í knattspyrnu, en Hrafn- híldur dvelst nú í Tyrk- landi þar sem keppni um titilinn Ungfrú Evrópa fer fram 23. október næst- komandi. Hrafnhildur, sem er unnusta Arnars Gunnlaugssonar landsliðs- manns, var t.d. í viðtali á íþrótta- rás tyrkneska sjónvarpsins, og í einu dagblaðanna prýddi mynd af henni baksíðuna í gærmorgun. Hrafnhildur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Tyrkir hefðu haft gífurlegan áhuga á Hrafnhildur landsleiknum og þeir hafi yerið vel með á nótunum um niifn íslensku leík- mannanna og jafnframt vitað að hún er kærasta Arnars. „I viðtalinu á íþróttarás sjónvarpsins var mikið fjallað um íslenska liðið og ég látin spá fyrir um úrslitin. Ég hafði þvi mið- ur rangt fyrir mér, en ég spáði því að við myndum vinna leikinn 2:1. Ég horfði síðan á útsendingu frá leiknum á stórum sjónvarpsskjá í anddyrí hótelsíns sem ég bý á, og var þar fjðldi manns að fylgjast með leiknum. Fólkið lifði sig mjög inn í leikinn, hrópaði og stökk á fætur, enda eru Tyrkirnir ákaflega blóðheit- ir," sagði Hrafnhildur. SKIÐI Astahætt ÁSTA S. Halldórsdóttirfrá ísafirði, sem hefur verið besta skíðakona landsins undanfarin ár, hefur ákveð- ið að leggja skíðin á hilluna. Hún er margfaldur íslands- meistari og á síðasta styrk- leikalista Alþjóða Skíða- sambandsins er hún í 70. sæti í svigi þar sem um 5.000 keppendur eru skráð- ir. Asta, sem hefur verið í há- skóla í Östersund í Svíþjóð síðustu þrjú ár jafnframt því að æfa skíðaíþróttina, hefur unnið alls 20 íslandsmeistaratitla síð- an 1987 og er mesta afrekskona íslands í skíðaíþróttinni frá upp- hafi. Það er mikill sjónarsviptir Morgunblaðið/Valur Jönatansson ÁSTA S. Halldorsdottir. að henni fyrir skíðaíþróttina á íslandi því miklar vonir voru bundnar við hana í vetur. Ásta er nú flutt til Jönköping í Svíþjóð þar sem hún hóf ný- lega háskólanám í stoðtækja- smíði. Skíðasambandið segir í fréttatilkynningu, sem það sendi frá sér í gær, að sökum anna hennar í háskólanámi í Svíþjóð gefi hún ekki kost á sér í skíða- landsliðið. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er ástæðan fyrir brotthvarfi hennar úr landslið- inu allt önnur því hún hefur ekki verið ánægð með störf Skíðasambandsins undanfarin ár. Ásta neitaði að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærkvöldi. HANDKIMATTLEIKUR: AFTURELDING HEFUR EKKIENN FENGIÐ STIG / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.