Morgunblaðið - 13.10.1995, Page 3
2 C FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 C 3
URSLIT
Haukar-UMFT 80:69
íþróttahúsið við Strandgötu, úrvalsdeildin í
körfuknattleik, 5. umferð, fimmtudaginn
12. október 1995.
Gangur leiksins: 0:2, 4:2, 10:4, 17:10,
17:16, 30:23, 35:24, 35:30, 40:34, 40:37,
45:43, 52:43, 54:50, 69:53, 76:58, 79:62,
79:66, 80:69.
Stig Hauka: Jón Amar Ingvarsson 22,
Pétur Ingvarsson 20, Jason Williford 17,
ívar Ásgrimsson 10, Sigfús Gizurarson 10,
Þór Haraldsson 1.
Fráköst: 10 í sókn - 27 í vörn.
Stig Tindastóls: Torrey John 25, Lárus
Dagur Pálsson 19, Hinrik Gunnarsson 10,
Pétur Guðmundsson 9, Arnar Kárason 6.
Fráköst: 5 í sókn - 19 i vöm.
Dómarar: Bergur Steingrímsson og Rögn-
valdur Hreiðarsson. Ekki þeirra besti dagur.
yillur: Haukar 18 - Tindastóll 22.
Áhorfendur: 330.
Keflav. - Breiðabl. 116:91
íþróttahúsið í Keflavík:
Gangur leiksins: 0:4, 2:4, 5:13, 32:22,
42:32, 52, 42, 61:47, 71:56, 90:62, 100:66,
110:81, 116:91.
Stig Keflvíkinga: Lenear Bums 31, Guðjón
Skúlason 24, Falur Harðarson 16, Davíð
Grissom 13, Sigurður Ingimundarson 9,
Guðjón Gylfason 8, Elentínus Margeirsson
7, Albert Oskarsson 6, Gunnar Einarsson 2.
Fráköst: 12 i sókn - 25 í vöm.
Stig Breiðabliks: Michael Thoele 32, Birg-
ir Mikaelsson 20, Halldór Kristmannsson
15, Atli Sigurþórsson 13, Einar Hannesson
5, Hjörtur Amarsson 4, Daði Sigurþórsson
2.
Fráköst: 11 í sókn - 16 í vöm.
Dómarar: Einar Einarsson og Eggert Aðal-
steinsson sem dæmdu vel.
Villur: Keflavík 18 - Breiðablik 13.
Áhorfendur: Um 250.
ÍR - Njarðvík 79:101
íþróttahúsið Seljaskóla:
Gangur leiksins: 0:2, 5:8, 7:14, 11:22,
15:28, 24:28, 28:42, 35:44, 37:48,41:60,
50:72, 64:90, 70:96 79:101.
Stig IRHohn Rhodes 25, Herbert Arnarson
17, Máms-Arnarson 8, Jón Örn Guðmunds-
son 8, Eggert Garðarsson 6, Broddi Sigurðs-
son 6, Guðni Einarsson 4, Eirikur Önundar-
son 4, Gísli J. Hallsson 1.
Fráköst: 20 i sókn - 24 i vöm.
Stig UMFN: Rondey Robinson 20, Jóhann-
es Kristbjömsson 20, Teitur Örlygsson 19,
Rúnar Ámason 17, Páll Kristinsson 12,
Friðrik Ragnarsson 6, Sverrir Sverrisson
5, Jón Júlíus Ámason 2.
Fráköst: 14 í sókn - 28 í vörn
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Georg
Andersen. Dæmdu vel, en brottrekstur
Kristins Einarssonar UMFN orkaði tvímæl-
is.
Villur: ÍR 19 - UMFN 19
Áhorfendur: 140 greiddu aðgangseyri.
UMFG-Valur 114:48
íþróttahúsið í Grindavík:
Gangur leiksins: 2:0, 2:5, 8:11, 25:15,
50:19, 65:23, 79:31, 92:31, 94:39, 104:39,
114:48.
Stig UMFG: Guðmundur Bragason 32,
Hjörtur Harðarson 20, Marel Guðlaugsson
18, Helgi Jónas Guðfinnsson 13, Herman
Meyers 9, Unndór Sigurðsson 9, Páll Axel
Vilbergsson 7, Ingi Karl Ingólfsson 6.
Fráköst: 13 í sókn - 32 í vörn.
Stig Vals: Ragnar Þór Jónsson 12, Bjarki
Guðmundsson 9, Bergur Emilsson 7, Guð-
mundur Guðjónsson 6, Bjarki Gústafsson
6, ívar Webster 4, Andrés Úlfur Dúason
2, Hlynur Þór Bjömsson 2.
Fráköst: 4 í sókn - 20 i vöm.
Ðómarar: Leifur Garðarsson og Þorgeir
Jón Júlíusson dæmdu vel.
yillur: UMFG 11 - Valur 18.
Áhorfendur: 120.
ÍA - Þór 72:58
íþróttahúsið á Akranesi:
Gangur leiksins: 3:0, 11:4, 15:14, 21:21,
33:27. 41:32, 49:36, 60:40, 64:48, 72:58.
Stig ÍA: Milton Bell 20, Haraldur Leifsson
10, Brynjar Sigurðsson 10, Jón Þór Þórðar-
son 9, Bjarni Magnússon 8, Brynjar Karl
Sigurðsson 6, Elvar Þórólfsson 5, Dagur
Þórisson 2, Guðmundur Siguijónsson 2.
Fráköst: 12 i sókn - 26 í vörn.
Stig Þórs: Fred Williams 17, Kristinn Frið-
riksson 14, Kristján Guðlaiigsson 10, Birgir
Öm Birgisson 7, Konráð Óskarsson 4, Ein-
ar Valbergsson 3, Björn Sveinsson 2, Haf-
steinn Lúðvíksson 1.
Fráköst: 12 i sókn - 18 í vöm.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Kristján
Möller.
Villur: ÍA 17 - Þór 14.
Áhorfendur: 240.
KR-Skallagrímur 93:92
íþróttahúsið Seltjamamesi:
Gangur leiksins: 3:3, 7:8, 20:8, 37:22,
44:28, 44:39, 59:55, 69:62, 77:71, 77:77,
81:79, 81:81, 82:88, 84:89, 93:91, 93:92.
Stig KR: Hermann Hauksson 33, Ósvaldur
Knúdsen 17, Ingvar Ormarrson 17, Jonat-
han Bow 12, Óskar Kristjánsson 8, Arnar
Sigurðsson 4, Lárus Árnason 2.
Fráköst: 16 í sókn - 23 í vöm.
Stig Skallagrims: Alexander Ermolinski
25, Tómas Holton 24, Bragi Magnússon
14, Grétar Guðlaugsson 9, Sigmar Egilsson
7, Gunnar Þorsteinsson 7, Hlynur Leifsson
6.
Fráköst: 11 í sókn - 19 í vörn
Dómarar: Helgi Bragason og Björgvin
Rúnarsson réðu varla við erfiðan leik.
Villur: KR 31 - Skallagrímur 23.
Áhorfendur: Um 180.
A-RIÐILL
Fj. leikja U T Stig Stig
TINDASTÓLL 5 4 1 418: 391 8
HAUKAR 5 3 2 402: 349 6
KEFLAVIK 5 3 2 469: 435 6
UMFN 5 3 2 441: 409 6
ÍR 5 2 3 382: 426 4
BREIÐABLIK 5 0 5 373: 475 0
B-RIÐILL
Fj. leikja U T Stig Stig
UMFG 5 4 1 486: 380 8
KR 5 4 1 479: 436 8
SKALLAGR. 5 3 2 413: 396 6
ÞÓR 5 2 3 441: 400 4
ÍA 5 2 3 407: 430 4
VALUR 5 0 5 305: 489 0
UMFA-Haukar 23:24
íþróttahúsið að Varmá: íslandsmótið í 1.
deild karla - 3. umferð.
Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 6:5, 7:9, 9:12,
11:15, 13:16, 13:17, 15:19, 16:21, 20:21,
20:24, 23:24.
Mörk UMFA: Bjarki Sigurðsson 5/2, Páll
Þórólfsson, 5, Gunnar Andrésson 4, Ingi-
mundur Helgason 3, Róbert Sighvatsson
3, Þorkell Guðbrandson 2, Viktor B. Vikt-
orsson 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 9/1
(þaraf 1 til mótherja), Sebastían Alexand-
ersson 1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 8/4, Aron
Kristjánsson 5, Björgvin Þór Þorgeirsson
3, Þorkell Magnússon 3, Gunnar Gunnars-
son 2, Petr Baumruck 2, Sveinberg Gísla-
son 1.
Varin skot: Bjami Frostason 16/1 (þaraf
6 til mótheija).
Utan vallar: 8 minútur.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald
Erlingsson, ágætir.
Áhorfendur: í kringum 200.
1. DEILD KARLA
Fj. leikja u J T Mörk Stig
KA 3 3 0 0 97: 81 6
STJARNAN 3 3 0 0 75: 63 6
HAUKAR 3 2 1 0 64: 62 5
FH 3 2 0 1 87: 73 4
ÍR 3 2 0 1 58: 60 4
VALUR 3 1 1 1 63: 63 3
VÍKINGUR 3 1 0 2 69: 69 2
ÍBV 3 1 0 2 69: 70 2
GRÓTTA 3 1 0 2 64: 65 2
SELFOSS 3 1 0 2 67: 69 2
UMFA 3 0 0 3 67: 81 0
KR 3 0 0 3 64: 88 0
Vináttuleikir
Buenos Aires, Argentínu:
Argentína - Kolombía....
25.000.
Rio de Janeiro, Brasilíu:
Brasilía - Uruguay......
Ronaldo (17. og 36.).
..0:0
..2:0
- kjarni málsins!
IÞROTTIR
KORFUKIMATTLEIKUR
HANDKNATTLEIKUR
Mosfellingar í
miklum vanda
„LEIKUR okkar verður að
breytast til batnaðar á næst-
unni. Frammistaða okkar hing-
að til hefur valdið mér miklum
vonbrigðum og framundan er
barátta fyrir lífi okkar í deild-
inni,“ sagði Einar Þorvarðar-
son, þjálfari UMFA, eftir að iið
hans hafði tapað þriðja leik sfn-
um í röð á íslandsmótinu, í
þetta sinn 23:24, gegn Haukum
á heimavelli sfnum.
hraði var
Ivar
Benediktsson
skrifar
Fyrstu fimmtán mínútur leiksins
voru í járnum og talverður
leik beggja liða, oft
meiri en þau réðu
við. En upp úr miðj-
um hálfleik hristu
Haukar af sér slenið
og náðu tveggja
marka forystu sem þeir bættu síðan
við fram að hléi. Þeir áttu ekki í
teljandi erfiðleikum með að verjast
hægum og bitlitlum sóknarleik
Mosfellinga og áhugalítill varnar-
leikur heimamanna varð enn frek-
ara vatn á myllu gestanna úr Hafn-
arfirði. Þeir sigldu því lygnan sjó
inn í leikhléið með þriggja marka
forskot, 16:13.
Einar Þorvarðarson, þjálfari
UMFA, breytti yfir í sex núll vörn
í upphafi síðari hálfleiks og fyrst
til að byrja með reyndist hún ekk-
ert betur en fimm einn vörnin í
fyrri hálfleik. Haukar léku af yfir-
vegun og juku smátt og smátt for-
skot sitt og þegar tíu mínútur voru
liðnar af leikhlutanum höfðu þeir
náð fimm marka forskoti, 21:16.
Upp úr því fór varnarleikur UMFA
að batna til mikilla muna og Berg-
sveinn Bergsveinsson markvörður
hrökk í gang eftir ákaflega dapran
dag. Það sem eftir var leiks skor-
uðu Haukar aðeins þrjú mörk. „Við
vorum miklir klaufar á þessum
kafla að hleypa þeim inn í leikinn
og varð okkur nærri því dýrkeypt,“
sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari
Hauka.
Leikmenn UMFA skoruðu fjögur
FELAGSLIF
Iþróttaskóli í Kaplakrika
íþróttaskóli barnanna í Kaplakrika hefur
göngu sína á ný á morgun, laugardag.
Tímarnir eru tvískiptir, fyrir 3-4 ára kl.
0930 og fyrir 5-6 ára kl. 10.30. Skráning
í Kaplakrika eða fyrir fyrsta tíma.
Tuðrudeildin
Tuðrudeildin, fyrirtækja- og smáhópamót í
knattspymu, verður á vegum Leiknis og
ÍFA í nóvember. Upplýsingar og skráning
hjá Leikni, (557-8045/557-8050) og ÍFA
(581-3377).
Sundþjálfaranámskeið
Fræðslunefnd Sundsambandsins gengst
fyrir námskeiði fyrir sundþjálfara og aðra
áhugamenn um helgina í ráðstefnusal ÍSÍ.
Aðalþemað verður þjálfun aldursflokka-
sundfólks á aldrinum eins árs til sautján
ára og er Dr. Öijan Madsen aðalfyrirlesari
en auk hans flytur Mika Kekkáláinen fyrir-
lestur um skipulag sundmála í Finnlandi
og uppbyggingu afreksfólks. Námskeiðið
hefst í kvöld kl. 19 og á laugardaginn verð-
ur pallborðsumræða um stöðu íslensks ald-
ursflokkasunds þar sem verða fyrir svörum
auk áðurnefndra manna þeir Martin Ra-
demacher, Klaus Júrgen Ohk og Hafþór
B. Guðmundsson. Námskeiðið er öilum opið
en tilkynna þarf þátttöku i síma 588-8210
milli klukkan 9 og 14 í dag. Þátttökugjald
er 4.000 krónur.
Einliðaleiksmót TBR
Einliðaleiksmót TBR í badminton verður
haldið í húsum TBR um helgina. Keppt er
í einliðaleik í einum flokki. Þeir sem tapa
fyrsta leik fara í aukaflokk, þar sem keppt
er í riðlum. Þátttökutilkynningar skulu ber-
ast til TBR í siðasta lagi kl. 12.00 í dag.
Ikvöld
Körfuknattleikur
1. deild kvenna:
Akranesi: ÍA - Tindastóll..20.00
1. deild karla:
Sandgerði: Reynir - ÍS.....20.00
mörk gegn engu og skyndilega var
munurinn orðinn eitt mark og leik-
urinn orðin spennandi. Bergsveinn
varði frá Baumruck og Mosfellingar
fengu tækifæri til að jafna en í stað
fengu þeir dæmt á sig sóknarbrot.
Haukar gáfu ekki frekari grið að
sinni. Þeir gerðu þrjú mörk í röð
og þrátt fyrir að Mosfellingar
reyndu ýmislegt á lokakaflanum
dugði það ekki til.
„Ég er mjög ánægður með ieik
okkar hingað til. Við höfum fengið
þijú stig úr tveimur erfiðum útb
leikjum og ætlum okkur að vera
áfram með í baráttunni," sagði
Gunnar Gunnarsson, þjálfari
Hauka, glaðbeittur.
Mosfellingar eiga hins vegar í
miklum vanda og eru í neðsta sæti
ásamt KR að loknum þremur um-
ferðum og ljóst að veruleg breyting
verður að vera á öllum þáttum í
leik liðsins til þess að þeir bæti stöðu
KNATTSPYRNA
Roy Hodgson
vill þjálfa
Sviss og Inter
ROY Hodgson staðfesti í gær að
hann hefði mikinn áhuga á að taka
girnilegu tilboði frá Internazionale
um að þjálfa ítalska liðið en gat
þess jafnframt að hann vildi líka
halda áfram sem landsliðsþjálfari
Sviss. Samningur hans við Sviss-
lendinga rennur út eftir úrslita-
keppni Evrópumótsins í Englandi í
júní næstkomandi en fyrir þremur
vikum óskaði hann eftir að losna nú
vegna tilboðs Inter. Knattspyrnu-
samband Sviss sagðist tilbúið að
ræða málið eftir leik Sviss og Ung-
verjalands sem Sviss vann 3:0 í
fyrrakvöld og hittir Hodgson tals-
menn sambandsins í dag.
Hodgson er þjóðhetja í Sviss eftir
sigurinn gegn Ungverjum. Hann
gengur undir nafninu „King Roy“ í
svissneskum fjölmiðlum sem segja
hann eitt stærsta nafnið í sviss-
neskri íþróttasögu. „Takk fyrir Roy“
kom á markatöfluna á Hardturm-
leikvanginum eftir leikinn gegn
Ungveijum. Hodgson, sem er 48 ára
og frá Suður-London, hefur þjálfað
í 20 ár, í Svíþjóð, Englandi og Sviss.
Hann gerðist þjálfari hjá Svisslend-
ingum 1992 og kom liðinu í úrslita-
keppni HM í Bandaríkjunum 1994
og var það í fyrsta sinn sem Sviss
komst í HM síðan 1966. Nú hefur
hann svo gott sem komið liðinu í
úrslitakeppni EM í fyrsta sinn. Sagt
er að Inter hafi boðið honum 900
þúsund dollara eða um 57 milljónir
í árslaun. „Ég get ekki hafnað til-
boði frá félagi eins og Inter,“ sagði
Hodgson í gær og bætti við að slíkt
tilboð bærist ekki á hveijum degi.
Hann sagði að það væri líka gott
að hætta með Sviss á toppnum en
vildi samt halda báðum liðunum ef
kostur væri. „Ef sá möguleiki er
fyrir hendi verð ég skýjum ofar,“
sagði hann en áréttaði að málið
skýrðist í dag.
Fyrsta tap Tindastóls
morgunDiáoio/Arni sæDerg
ÓMAR Sigmarsson sækir hér að körfu Haukamanna en tll varnar er Haukamaðurinn Pétur Ingvarsson.
Haukar sigruðu og var þetta fyrsta tap Tindastóls í úrvalsdeildlnni í haust.
Haukar stöðvuðu
sigurgöngu Tindastóls
ÞAR kom að því að Tindastóll frá
Sauðárkróki tapaði leik í úrvals-
deildinni íkörfuknattleik, en liðið
hafði sigrað í fyrstu fjórum leikj-
um sínum. í gær heimsóttu þeir
Hauka í Hafnarfirði og riðu ekki
feitum hesti frá þeirri viðureign,
Hafnfirðingar sigruðu 80:69.
V
brá
ráð
Skú/i Unnar
Sveinsson
skrifar
irn Tindastóls var ekki uppá
marga fiska í upphafi leiks og
Páll Kolbeinsson þjálfari á það
að taka tíma snemma leiks til
að leggja á ráðin og
það hafði góð áhrif.
Vörnin var þétt og og
smátt og smátt komust
gestirnir meira inn í
leikinn en urðu engu að síður að sætta
sig við að komast aðeins einu sinni
yfir, 0:2, í upphafi leiksins.
Fyrri hálfleikur var þokkalega leik-
inn hjá báðum liðum, Haukarnir voru
alltaf skrefinu á undan og siguvilji
þeirra var meiri. Einnig var áberandi
hversu illa margir leikmanna Tinda-
stóls hittu. Haukarnir voru hins vegar
mun frískari og allar aðgerðir þeirra
virkuðu, þó svo þeir næðu ekki að
hrista gestina af sér. Sóknir þeirra
rúlluðu betur og í vörninni stigu menn
út, en gestirnir gerðu allt of lítið af
því að þessu sinni.
Sami munur hélst framan af síðari
hálfleik og lítið var skorað, staðan
45:43 eftir sex mínútna leik. Þá kom
kaflinn sem Hafnfirðingar voru að bíða
eftir. Allt gekk upp hjá þeim á sama
tíma og ekkert gekk upp hjá gestunum
og á skömmum tíma gerðu Haukar
út um leikinn, náðu mest 18 stiga for-
ystu, sem var of mikil fyrir hið ósigr-
aða lið Tindastóls. Stákarnir gáfust
þó ekki upp og börðust til lokaflauts-
ins, en allt kom fyrir ekki. Tindastóll
hafði tapað sínum fyrsta leik í vetur.
„Ég átti nú von á að það yrði erfitt
hér,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari
Tindastóls, sem sagðist hafa spáð
Haukum öðru sæti í mótinu, á eftir
Keflvíkingum. „Við lékum ágætlega í
fyrri hálfleik og fyrstu mínúturunar í
þeim síðari en svo kom kafli þar sem
við hittum ekkert. Þetta var einn slak-
asti leikur okkar í vetur, en ég get
ekki annað en verið stoltur af strákun-
um að gefast ekki upp þrátt fyrir von-
Iitla stöðu. Við reyndum alveg fram á
síðustu sekúndu," sagði Páll sem tók
leikhlé þegar staðan var 80:69 og fimm
Framlengt í baráttu-
leik á Nesinu
STEMMNINGIN í íþróttahús-
inu á Seltjarnarnesi var raf-
mögnuð í gærkvöldi þegar KR-
ingar tóku á móti Skallagrími
frá Borgarnesi í stórskemmti-
legum og spennandi baráttu-
leik. Jafnt var eftir venjulegan
leiktfma og þurfti að fram-
lengja en þar tókst vesturbæ-
ingum að knýja fram 93:92 sig-
ur með nfu stigum Ingvars
Ormarssonar.
H
leimamenn byijuðu betur og
náðu fljótlega forskoti með
miklum látum og frábærri vörn en
náðu samt aldrei að
hrista af sér Borg-
nesingana. í síðari
hálfleik varð barátt-
an enn meiri enda
Stefán
Stefánsson
skrífar
hlóðust villurnar upp. Gestirnir
náðu að saxa forskotið niður í fjög-
ur stig með mikilli baráttu og jöfn-
uðu fyrst þegar þijár mínútur voru
eftir og aftur úr vítaskotum þegar
30 sekúndur voru eftir en KR-ingar
náðu ekki að nýta sér þær svo að
framlengja þurfti leikinn. Þá misstu
Borgnesingar Ermolinski útaf með
5 villur en náðu samt 6 stiga for-
skoti með liprum leik. Þá tók Ingv-
ar til sinna ráða, byijaði með tveim-
ur þriggja stiga körfum og 4 stigum
að auki svo að KR var komið yfir
93:91. Grétar Guðlaugsson fékk svo
vítaskot en hitti bara úr öðru skot-
inu og á villtum lokasekúndum náðu
vesturbæingarnir að haida fengnum
hlut.
KR-ingar voru næstum búnir að
kasta frá sér sigrinum en sýndu
mikinn styrk með því að snúa leikn-
sekúndur eftir af leiknum. Haukar léku
vel, stálu boltanum trekk í trekk af
gestunum og varð það meðal annars
Tindastóli að falli. Haukar hafa heil-
steypt lið og eiga eftir að ná langt í
vetur. Bræðurnir Jón Arnar og Pétur
voru sterkir svo og Williford sem þó
lét lítið að sér kveða í síðari hálfleik
en þá lék Torrey John reyndar ágæta
vörn gegn honum. Williford gerði þó
17 stigogtókjafnmörgfráköst. Tinda-
stóll hlýtur að hafa leikið betur í fyrri
leikjum mótsins, það voru aðeins Tor-
rey John og Lárus Dagur sem léku
af eðlilegri getu.
Oruggt
hjá Skaga
mönnum
Skagamenn sigruðu Þór frá
Akureyri örugglega 72:58 í leik
sem ekki verður minnst fyrir árang-
ursríkan sóknarleik.
Gunnlaugur Leikmenn liðanna
Jónsson áttu í mestu vand-
skrifar frá ræðum að senda
Akranesi knöttinn á samheija
og skref var jafn algengur dómur
og leikbrot.
Heimamenn mættu ákveðnir til
leiks og höfðu yfirhöndina allan
leikinn. Þórsarar náðu aðeins að
halda í þá gulklæddu í byijun en
staðan í leikhléi var 41:32. Níu leik-
menn ÍA gerðu stigin í fyrri hálfleik.
í síðari hálfleik breyttu gestirnir
í svæðisvörn og gekk hún vel til
að byrja með en sóknarleikur þeirra
var afleitur. Að gera 8 stig fyrstu
tíu mínútur hálfleiksins getur ekki
talist eðlilegt hjá Þór. Þetta nýttu
Skagamenn sér og unnu auðveldan
sigur og þurftu í raun ekki mikið
fyrir honum að hafa.
Milton Bell var atkvæðamestur
heimamanna, en hann á þó talsvert
inni því skotnýting hans var ekki
góð. Þórsliðið var and- og áhuga-
laust og enginn leikmaður sem
skaraði framúr. Kristinn Priðriks-
son var ekki svipur hjá sjón frá því
sem var í fyrra, lét mestu orkuna
fara í að tuða í dómurunum.
Meistarataktar Njarðvíkinga
IR tapaði fyrsta leik sínum á heima-
velli gegn Njarðvíkingum, en liðið
hafði ekki tapað í deildarkeppninni síðan
í janúar 1993, gegn
Hörður Létti. Njarðvíkingar töp-
Magnússon uðu aðeins einum leik í
skrifar íyvra. í deildarkeppninni,
einmitt gegn IR.
íslandsmeistararnir stóðu heldur bet-
ur undir nafni og kafsigldu ÍR-inga
79:101. Þeir náðu forskoti strax í byij-
un, keyrðu upp hraðann og heimamenn
sátu hreinlega eftir.
Varnarleikur meistaranna var frábær
með Teit Örlygsson fremstan í flokki
en hann pakkaði Herberti Arnarsyni
saman. „Við lékum lengst af ágætlega,
virkuðum ,í betra formi og ég er mjög
ánægður með breiddina hjá okkur,.“
sagði Hrannar Hólm, þjálfari UMFN.
Leikur ÍR virkaði ráðleysislegur enda
kannski ekki skrýtið eins og gestirnir
spiluðu í þessum leik. John Rhodes var
sá eini sem spilaði vel. Það er erfitt að
taka einn út hjá Njarðvík, Teitur, Rond-
ey, Jóhannes, Páll og Rúnar léku vel
og að ósekju hefði Friðrik Ragnarsson
mátt fá að spreyta sig meira, en það
er kannski helsti höfuðverkur þjálfarans
að deila mínútunum á mannskapinn.
Sannfærandi hjá
Keflvíkingum
Keflvíkingar
unnu sann-
kfærandi sigur á Blikum
Kópavogi í Keflavík i
kvöldi, 116:91. Heimamenn
umtalsverða
Bjöm
Blöndal
skrífar frá
Keflavík
ur
gær-
höfðu
yfir-
burði í leiknum að
undanskildum
fyrstu mínútunum
og eftir það var að-
eins spurning um
hversu mikill munurinn yrði. I hálf-
leik var staðan 61:47.
Leikurinn var ekki í háum gæða-
flokki og líkast því sem leikmenn
vildu hespa honum af sem fyrst.
Lítil áhersla var lögð á varnarleik-
inn sem sést best á því að Keflvík-
ingar náðu 100 stiga múrnum rétt
uppúr miðjum síðari hálfleik. „Þetta
fór í sjálfu sér ekkert öðruvísi en
um við í framlengingunni. Baráttan
var gríðarleg og vömin yfirleitt
mjög sterk þó að það hafi kostað
33 villur, en uppskeran var samt
góð. Hermann Hauksson var best-
ur, hélt Alexander Ermolinski frá
körfunni, nýtti meira en helming
af skotum sínu og tók flest frá-
köst, 8 í sókn og 3 í vörn. Góðir
sprettir Ósvaldar Knúdsen í upp-
hafi leiks og Ingvars á lokamínút-
unum skiptu sköpum.
Þó að Borgnesingar væru undir
nær allan Ieikinn gáfust þeir aldrei
úpp og fá prik fyrir seigluna. Alex-
ander Ermolinski þurfti að taka á
honum stóra sínum á Nesinu í gær
en tókst vel upp þrátt fyrir mikla
og harða mótspyrnu mótheija
sinna. Hann og Tómas Holton báru
uppi leik Borgnesinga en Grétar
Guðlaugsson vár líka góður.
Grindvfldngar
rúlluðu yfir Val
Valsmenn gerðu aðeins 19 stig ífyrri hálfleik
Frímann
Ólafsson
skrífar frá
Gríndavik
Það er óhætt að segja að Grind-
víkingar hafi hreinlega rúllað
yfir Valsmenn í leik liðanna í úr-
valsdeildinni í gærkvöldi. Valur var
yfir 11:8 þegar 3
mínútur voru liðnar
af leiknum en þá
tóku Grindvíkingar
góðan kipp og fengu
aðeins á sig 8 stig það sem eftir
var af hálfleiknum. Undirritaður
man varla eftir leik í úrvalsdeild-
inni þar sem annað liðið hafði að-
eins gert 19 stig í hálfleik eins og
Valur gerði í gær.
Seinni hálfleikur var aðeins
formsatriði slíkir voru yfirburðir
heimamanna. Liðið fær þó verðuga
mótheija í næstu umferðum þar
sem leikið verður milli riðla og
ætti að verða góð prófraun á styrk
liðsins. „Við settum okkur mark í
þessum leik að reyna ekki að fá á
okkur mörg stig. Valur er með
ungt lið og þó við séum með svipað
lið er leikreynsla okkar meiri. Það
er oft erfitt að halda einbeitingu í
svona leik og ég er ánægður með
að það náðist í þessum leik,“ sagði
Friðrik Rúnarsson, þjálfari Grind-
víkinga, í leikslok.
„Þetta var hálfdapurt hjá okkur
og ekki ánægjulegur leikur. Við
vorum góðir í 3-4 mínútur en þá
hættu menn að spila og nánast
horfðu á leikinn. Það var engin
samvinna f sókninni og lítil hreyf-
ing eins og sést á því að skora 6
stig á 15 mínútum,“ sagði Torfi
Magnússon, þjálfari Valsmanna,
eftir leikinn.
ég átti von á, Keflvíkingar eru með
léttleikandi lið sem erfitt er heim
að sækja og eins höfðum við lítið
í þá að gera undir körfunni," sagði
Birgir Guðbjörnsson, þjálfari Blika,
eftir leikinn. Breiðabliksliðið hefur
nú tapað öllum sínum leikjum í
deildinni og ljóst er að þar verða
einhvetjar breytingar að eiga sér
stað ef snúa á við taflinu.
Lenear Burns, Davíð Grissom,
Falur Harðarson og Guðjón Skúla-
son voru bestu menn Keflvíkinga
og athygli vakti að Jón Kr. Gíslason
þjálfari og leikmaður sá ekki
ástæðu til að taka þátt í leiknum
en gaf yngri og óreyndari leikmönn-
um tækifæri. Hjá Blikum bar mest
á þeim Michael Thoele, Birgi Mika-
elssyni og Halldóri Kristmannssyni.
ÍÞROTTASKÓLI
BARNANNA
HEFST LAUGARDAGINN 14. OKTÓBER
SKRÁNING í KR-HEIMILINU
FÖSTUDAGINN 13. OKT. MILLI KL. 17 OG 19
EINNIG Á LAUGARD. MILLI KL 10 OG 12
ÞRIGGJA OG FJÖGURA ÁRA VERÐA Á LAUGARD. KL 10 - 11
FIMM OG SEXÁRA VERÐA Á LAUGARD. KL. 11 -12
VERÐ KR. 4000 FRAM AÐ JÓLUM 10 SKIPTI.
E