Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Minni sala og f ærri SAMTÖK stéttarfélaga japan- skra bifreiðaverkamanna hef- ur sent frá sér spá um horfur í bíla- og varahlutaiðnaði fyrir árið 2000. í spánni er gengið út frá því að gengi jensins verði stöðugt, eða 85 jen á móti hveijum bandaríkjadoll- ar. Því er spáð að heildarbíia- sala Japana árið 2000 verði 9 milljónir bíla, sem er 1,5 millj- ónum bílum minni sala en árið 1994. Samtökin spá því að starfsfólki í bílaiðnaði fækki um 160 þúsund, verði 850 þúsund. Því er spáð að bílasala í Japan árið 2000 verði 6,5 milljónir bíla í samanburði við 6,23 milljónir bíla á síðasta ári. Aukningin í bílasölu verði mest í innfluttum bílum. Hátt gengi jensins muni draga úr bílaútflutningi Iandsmanna sem verði 3 milljónir bíla árið 2000 en útflutningurinn á síð- asta ári var 4,46 milljónir bíla. Fréttabréf Aðalskoóunar AÐALLEGA, fréttabréf Aðal- skoðunar hf., kom út í fyrsta sinn í síðasta mánuði en í ritinu er eru birtar ýmsar hagnýtar upplýsingar sem tengjast auknu umferðaröryggi. Skoðun ökutækja, bifreiðar og búnaður þeirra verður þungamiðjan í efni fréttabréfsins. í fyrsta tölublaði var stutt kynning á Aðalskoðun hf. og þau sam- keppnisskilyrði sem fyrirtækið býr við. Einnig var fjallað um böm í bílum á ferðalögum og þá aðgát sem sýna þarf þegar skólinn byijar og börnin verða meira á ferðinni í umferðinni. Aðallega er dreift ókeypis. Dregur úr orkusparnaði vestra MIKIL eftirspum Bandaríkja- manna eftir bílum í flokki sem kallaður er pallbílaflokkur hef- ur dregið úr þeim mikla ár- angri sem þjóðin hafði náð í orkuspamaði. Bandarísk stjórnvöld hafa sett mun rýmri reglur um orkunotkun bíla í pallbílaflokki (þar með taldir eru jeppar, íjölnotabílar og pallbílar) en aðrar gerðir bíla. Þessi flokkur bíla kemst að meðaltali 20 mílur á hveiju galloni af bensíni, sem jafn- gildir um 11,4 lítrum á hveija 100 km. en fólksbílar komast að jafnaði 28 mílur. Pjórir af hveijum tíu seldum bílum í Bandaríkjunum eru í pallbíla- flokki. Söluaukningin hefur leitt til meiri loftmengunar í borgum Bandaríkjanna og landsmenn eru háðari olíu en áður. Ríkisstjóm Bill Clintons er nú í fyrsta sinn að undirbúa reglugerðarsetningu um orku- notkun bíla í þessum flokki. Stærri Daewoo DAEWOO Motors í Suður- Kóreu hyggst heQa innreið sína á Bandaríkjamarkað síðla árs 1997 með margar gerðir bíla. Þar á meðal verður þessi stall- bakur í efri millistærðarflokki. Bíllinn er aðeins minni en Toy- ota Camry og er með V6 vél á stærðarbilinu 2,5 til 3 lítrar. ■ Daewoo býður vel í Bretlandi EIGENDUR Daewoo bíla í Bretlandi geta ekki kvartað undan þjónustu umboðsaðilanna, sem reyndar eru allir hluti af Daewoo fyrirtækinu. í hvert sinn sem bíllinn þarf inn á verkstæði til reglubundins eftirlits sækja þjónustuaðilamir bílinn heim og skilja eftir annan eigandanum til ráðstöfunar og honum að kostnaðar- lausu. Daewoo segir að þetta sé framkvæmanlegt vegna þess að bíl- amir eru allir seldir í gegnum sölu- net fyrirtækisins og engir milliliðir koma þar við sögu. Auk þessa er eigandinn í beinu sambandi við bifvélavirkjann sem þjónustar bílinn, nýjum bílum fylgir frítt þjónustueftirlit í þijú ár eða 100 þúsund km, og nær það jafnframt yfir vinnu og varahluti. Nýir Daewoo bílar eru með þriggja ára ábyrgð og sex ára ryðvamarábyrgð og sé eigandinn ekki alls kostar ánægður með bílinn getur hann skilað honum innan 30 daga og fengið kaupverðið endurgreitt að fullu. Bifreiðaskattur í eitt ár er innifalinn í kaupverðinu. Bíllinn er með fullum bensíntanki þegar hann er keyptur, málmlitur er innifalinn í verði sem og ABS-hemla- læsivöm, líknarbelgur í stýri, hliðará- rekstrarvöm, vökvastýri, vélarlæsing, (þjófavöm), og bílsími. - Hvað kostar svo Daewoo í Bret- landi? Nexia, sem er í sama stærð- arflokki og t.d. Toyota Corolla, Niss- an Sunny og Ford Escort, kostar frá 8.295 sterlingspundum, frá tæpum 850 þúsund ISK, og flaggskipið Ex- pero kostar frá 12.195 pundum, frá i 1.250.000 ÍSK. ■ DAEWOO býður afnot af öðrum bíl meðan á þjónustueftirliti stendur. Twingo selst vel RENAULT Twingo selst eins og heitar lummur í Evrópu og hefur eftirspurnin farið fram úr björt- ustu vonum stjórnenda Renault. Það sem hefur komið einna mest á óvart er að bíllinn virðist höfða meira til kaupenda 50 ára og eldri en 30 ára og eldri eins og í fyrstu var búist við. Önnur kynslóð Twingo er væntanleg 1998. Áður en Twingo var hleypt af stokkunum hafði Citroén undir- búið framleiðslu á einrýmisbíl af svipuðum toga. Jacques Calvet, stjórnarformaður PSA, (Citroén og Peugeot), gaf hins vegar ekki grænt ljós á framleiðsluna. Hann taldi að bíllinn myndi ekki seljast. Heldur hefur dregið úr nýskrán- ingum Renault Twingo hérlendis. Fyrstu sjö mánuði ársins voru skráðir 17 nýir Twingo en á sama tímabili í fyrra voru þeir 29. í september 1994 voru skráðir níu Twingo hérlendis en aðeins einn í síðasta mánuði. ■ Ford Transit kominn aftur til íslands FORD Transit, sendibílar og pall- bílar eru nú fáanlegir hérlendis eftir nokkurt hlé og síðar verða 12 og 15 manna bílar í boði hjá umboðinu, Brimborg í Reykjavík. Transit er fáanlegur í tveimur lengdum, með mismunandi burð- argetu og pallbílamir eru grindar- bílar með álpalli. Transit kom á markað í nýrri og breyttri mynd fyrir fáum misserum og verður honum nú aftur teflt fram hérlend- is og keppir m.a. við Volkswagen og Mercedes Benz. Transit hefur mjög hallandi framenda, allt frá þakbrún niður á grillið. Aðalluktir eru allstórar og stuðarinn einnig en að aftan eru ljós og stuðari í fínlegri kantin- um. Aðbúnaður ökumanns er með ágætum, mælaborð er byggt upp af bogadregnum og ávölum línum og rofar og tæki skýrt og skil- merkilega sett upp og allt þægi- legt viðfangs. Sérstaklega er mið- stöðvarkerfíð öflugt og nær vel til allra horna í ökumannshúsinu. Auk ökumanns eru þar ágæt sæti fyrir tvo farþega. Sendibíllinn er með skilrúmi milli húss og flutningarýmis en það er fáanlegt í tveimur stærðum, 2,45 eða 3,21 m á lengd, 1,32 eða 1,51 m á hæð en breiddin er alltaf hin sama, 1,71 m. Burðargeta styttri sendibílsins er 1.190 kg, Morgunblaðið/jt TRANSIT er vel búinn vinnubíll og fáanlegur sem sendibíll eða grindarbíll með álpalli með einföldu eða tvöföldu húsi. Hann verður einnig fáanlegur eftir áramót sem 12 eða 15 manna fólksflutningabíll. 1.475 kg í þeim Iengri og 1.667 kg með styrktri fjöðrun en bíllinn er búinn blaðfjöðrum að aftan og Macpherson gormafjöðrun að framan. Vélar eru 2,5 lítra 76 hestafla dísilvél, 85 hestafla með forþjöppu eða 100 hestafla dísilvél með for- þjöppu, einnig 2,0 1 bensínvél sem er 115 hestöfl og er bíllinn búinn fimm gíra handskipfingu. Fjög- urra gíra sjálfskipting er fáanleg með 85 hestafla dísilvélinni. Stað- albúnaður í Ford Transit er meðal annars tregðulæsing, vökvastýri, snúningshraðamælir, öryggisbelti og höfuðpúðar í framsætum og tengingar og hátalarar fyrir út- varp. Grindarbílarnir eru boðnir hérlendis með álpalli og þeir eru bæði fáanlegir með einföldu húsi eða tvöföldu. Verð á Transit sendibíl af lengri gerð með dísilvél er 2.148.000 með vsk. en styttri gerðin er á tæpar tvær milljónir króna. Grindarbíll kostar með einföldu húsi rúmar tvær milljónir með vsk. og rúmar 2,2 með tvöföldu húsi. Þá er fjöl- breyttur aukabúnaður fáanlegur svo sem sjálfskipting sem kostar 189 þúsund krónur, samlæsing á kr. 41.900, rafknúnir hliðarspegl- ar á kr. 31.400 og líknarbelgur kostar kr. 54.800. ■ jt AÐBÚNAÐUR í ökumannshúsi er HURÐIR að aftan má opna upp á gátt og festa meðan unnið er við flutningarýmið. með ágætum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.