Morgunblaðið - 15.10.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 15.10.1995, Síða 4
4 C SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/jt VERKIÐ skoðað. Jóhannes Ellertsson eigandi Vestfjarðaleiðar (til hægri) og Svanur Ólafsson bifreiðasmiður hjá honum skoða nýju Axial-línuna hjá Berkhof. 1 I' j Ífrífe ÍÉföWítt HÉR eru þeir Lathouwers og Jóhannes við grindarbíl frá DAF sem Berkhof smíðaði yfir fyrir Eþíópíu en Jóhannes segir að bílar fyrir Afríkumarkað og ísland þurfi að uppfylla að mörgu leyti sömu kröfur. BERKHOF yfirbyggingaverk- smiðjan í Hollandi frumsýnir síð- ar í þessum mánuði nýja línu í yfirbyggingum hópferðabíla á bflasýningu í Kortrijk í Belgíu. Auk útlitsins er í þessari yfir- byggingu að finna ýmsar nýj- ungar í aðbúnaði fyrir farþega og bflstjóra. Berkhof hóf starf- semi fyrir aldarfjórðungi í Val- kenswaard sunnarlega í Hollandi og hefur síðan keypt aðrar bfla- smiðjur og rekur samsteypan nú 6 verksmiðjur í Hollandi og Belg- íu. Fyrir einu ári fengu Berkhof verksmiðjurnar viðurkenningu fyrir nýjung í langferðabflum sem er svokallað „leikhúsgólf" eða hallandi gólf þannig að far- þegar aftarlega í bflnum njóta betur útsýnis fram á við en far- þegar geta gert í bíl með sléttu gólfi. Blaðamaður Morgunblaðs- ins hitti nýverið Jack Lathouwers framkvæmdastjóra Berkhof og spurði hann fyrst hveijar væru helstu nýjungamar í Axial-lín- unni nýju: -Framendinn er alveg nýr, með bogadreginni línu og eins konar upphækkun fremst til að ná betri hæð þegar gengið er inn í bflinn og þá er líka hægt að koma betur fyrir sjónvarpsskjá sem flestir velja í hópferðabíla sína, segir Lathouwers. -Þá eru speglarnir nýir og stórir og stað- settir efst á framendanum með möguleika á innfelldum gleið- hornsspegli og þeir eru hitaðir og með rafstillingu, grillið er nýtt og Berkhof nafnið fellt inní það og breytt lögun á fremstu hliðarrúðunum. Þá má nefna að nú er hlerinn við hjólaskálamar að framan og aftan opnanlegur sem auðveldar aðgang vegna hjólbarðaskiptinga og til að setja á keðjur. Margt nýtt að innan Af öryggisatriðum má nefna betra útsýni bílstjóra, möguleika á bflbeltum í öll sæti, betra mið- stöðvarkerfi, nýtt og betur hann- að hábaks-bflstjórasæti og má segja að með þessum^bætta að- búnaði bílstjórans sé öryggis enn betur gætt en áður. Af nýjungum innan stokks má nefna nýtt mælaborð og betri aðstaða og umgengni við framendann, m.a. vegna hærri lofthæðar, nýtt loft- ræstikerfi og er loftkælibúnaður- inn nú felldur inn í stokkana en var áður nokkuð fyrirferðarmeiri og gefur þetta meira rými í hill- um, miðstöðvarkerfíð er nú lagt öðruvísi en áður og nú er betra að komast að til að þrífa bílgólf- ið, nýir litir eru á hliðarklæðning- um og sætum, sætisarmar em nýir og hægt að fella þá betur niður sem auðveldar allan um- gang eftir þílnum og útvarpið Nýlína í hópferðabílum frá Berkhof er fáanlegt með tímarofa sem setur forhitara í gang og frá útvarpinu má einnig fjarstýra -sjónvarpinu eða myndbandinu og þannig má segja að ýmis atriði, stór og smá, hafí verið lagfærð sem gera bílinn í heild öruggari og þægilegri í umgengni í alla staði. Þá nefndi Lathouwers að einn bílanna á sýningunni í Belgíu verður búinn sérstöku öryggis- kerfi sem nú er mikið til umræðu að setja í bíla í Þýskalandi. Er það skynjari sem dregur úr hraða bílsins ef hann nálgast um of næsta bíl fyrir framan, t.d. á hraðbraut og hægir á bflnum í áföngum þegar 100 metrar, 50 eða 25 eru eftir í bílinn fyr- ir framan. Ekki taldi hann þetta kerfí endilega til bóta, það gæti til dæmis valdið erfíðleikum við fra- múrakstur í mikilli umferð á hraðbraut- um og taldi hann ekki líklegt að þetta yrði útbreitt. Tíu vikur í smíðum Hönnun á Axial hefur tekið rúmlega hálft ár og hafa tæknimenn Berkhof verið að þróa og hanna ýmsar nýjar útfærslur eftir að meginlínan var lögð. Hver bíll er um tíu vikur í framleiðslu og eru Berkhof yfir- byggingamar smíð- aðar á bíla frá hvaða framleiðanda sem er. Lathouwers stað- hæfír að bíllinn verði ekki að marki dýrari en eldri línurnar frá fyrirtækinu eða um 4%. Þær verða áfram fáanlegar og eru nefndar Exce- lence 500, 1000, 2000 og 3000 í ýmsum stærðum og gerðum og verður 1000 línan trúlega látin víkja fýrir Axial þegar fram líða stundir. Þegar hafa verið seldir 20 bílar og fer helmingur þeirra til Frakklands. Aðalmarkaður Berkhof er í Evr- ópu: -Við höfum til þessa litið á Benelux-löndin sem heimamark- að okkar en nú orðið má segja að Evrópa öll sé heimamarkaður- inn og við sækjum m.a. inn í austurhlutann. Um það bil 60% framleiðslunnar í Valkenswaard er til útflutnings og fyrr á þessu ári var ráðinn sérstakur starfs- maður til að sinna Þýskalands- GRINDIN í yfirbyggingum frá Berkhof er sterk og segir Jóhannes Ellertsson það eina af ástæðum þess að hann kaus að eiga viðskipti við Berkhof. markaði sem vinnur nú að því að koma upp neti umboðsmanna. Við höfum einnig selt til Asíu, Suður-Ameríku og Afríku og nú stendur einmitt fyrir dyrum að framleiða í eina stærstu pöntun sem fyrirtækið hefur fengið sem eru 100 bílar fyrir Eþíópíu og hugsanlega 150 til viðbótar. Þeir eru byggðir á grind frá DAF, sterklegir og sérstakir vagnar sem henta erfiðum aðstæðum og vegum í Eþíópíu og er þessi fram- leiðsla hluti af þróunaraðstoð hollensku ríkisstjómarinnar til Eþíópíu. Svelgjanleikl hjá Berkhof Þetta leiðir hugann að íslenskum þörfum en hérlendis er það Jóhannes Ellertsson, eigandi Vestfjarða- leiðar, sem hefur umboð fyrir Berkhof og segist hann hafa staldrað helst við þessa verksmiðju þegar hann var að leita að nýjum bílum í flota sinn fyrir nokkrum árum: -Mér leist einna best á smíðina frá Berkhof af þeim all- mörgu framleiðend- um sem ég kynnti mér. Yfirbygging- arnar eru úr sterk- byggðum grindum og þeir hafa ekki leyft sér að draga neitt úr styrkleika í því skyni að gera bíl- ana léttari. Við vitum að yfirbyggingar frá Berkhof eru þyngri en annarra en þær eru líka sterkari og það þarf á íslandi. Þar fyrir utan er Berkhof hæfilega lít- ið fyrirtæki sem þýð- ir að það getur að- lagað sig og nánast sérsmíðað hvern ein- asta bíl, hjá þeim er ekki stund- uð fjöldaframleiðsla nema þegar verkefni eins og fyrir Eþíópíu dettur inn hjá þeim en oftast eru þeir að framleiða 2, 4, kannski 5 eða 10 eins bíla fyrir sama viðskiptavininn. Jóhannes segir að tæknimenn Berkhof hafi ekki í fyrstunni verið alltaf með á nótunum og ekki gert sér grein fyrir þeim aðstæðum sem við er að eiga á íslandi þegar velja þarf hóp- ferðabíl til notkunar hér: -Er- lendis eru flestir hópferðabílar með vélina afturí, fremur síðir og oft með langa fram- og aftur- enda utan við hjólin og því ekki vel fallnir til aksturs á erfiðum leiðum hér. Við þurfum hins vegar fremur svokallaða grind- arbíla, þ.e. bíla þar sem vélin er frammí, gefur möguleika á að setja framdrif, hefur meira rými fyrir farangurshólf og síð- an þurfa bílarnir að vera miklu betur rykþéttir en á malbikuðum vegum í Evrópu. Það var ekki fyrr en þeir höfðu komið hingað í heimsókn og við fórum með þá yfir hálendið og á Vestfirði að þeir skildu hvað við vorum að tala um þegar við höfðum uppi einhveijar sérstakar óskir eða útfærslur á hlutunum. Hver verksmlðja sjálfstæð En hver er ástæða þess að Berkhof fór út í landvinninga og hefur síðustu árin keypt upp aðr- ar yfirbyggingaverksmiðjur: -Stofnandinn, Berkhof, var þeirrar skoðunar að framleiðslu- einingin í Berkhof með 350 bfla á ári væri of lítil til að geta keppt á Evrópumarkaði og taldi fyrir- tækið að minnsta kosti þurfa að ná þúsund bíla framleiðslu til að vera samkeppnisfært, segir Jack Lathouwers. -Að því marki voru tvær leiðir, að auka framleiðsl- una smám saman sem tæki trú- lega allmörg ár og hins vegar að kaupa upp önnur fyrirtæki á þessu sviði. Þessu takmarki hafði hann náð þegar hann féll frá í fyrra langt um aldur fram. í dag eru fjórar verksmiðjur í Hollandi og tvær í Belgíu og samtals eru smíðaðir um 900 hópferðabílar og 600 smárútur á ári og alls starfa hjá fyrirtækjunum um 1.200 manns. Aðsetur yfirstjórn- ar er hjá Berkhof í Valkenswa- ard og þar eru samræmd innkaup óg annað sem hægt er að hafa sameiginlegt en að öðru leyti starfar hver verksmiðja sjálf- stætt. Tvær þeirra starfa undir Berkhof nafninu en hinar eru Kusters og Postma í Hollandi og í Belgíu eru Denolf & Depla og Jonckheere. ■ Jðhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.