Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA iwrpplpí|iíli «995 Sigurður þjálfar Breiðablik SIGURÐUR HaUdórsson, fyrram leikmaður Akraness og landsl iðsins, sem hefur þjálfað Skallagrím í Borgar- nesi raeð góðum árangri uiul- anfari n ár, verður næsti þjálf- ari 1. deildarliðs Breiðabliks í Kópavogi. Hann tekur við liðinu af Bjarna Jóhannssyni, sem hafnaði þr iggja ára þjálfarasamningi við félagið á dögunum. Sigurður handsalaði eins árs samning við stjórn Breiða- bliks í fyrra kvöld, daginn áður en hann hélt til útlanda með knattspymuliði lögieglu- manna. „Nú getum við snúið Arnar Grétarsson, Anthony Karl Gregory og Kjartan Ant- ousson eru allir samnings- bundnir. Við hðfum að vísu misst Ásgeir Halldórsson í Fram og liklega Kristófer Sigurgeirsson yfir í KR. Við erum með ef nilega unga stráka — annan fiokk sem varð íslandsmeistari i ár. Það er því nsegur efhiviður til hjá félagiuu," sagði Hákon Gunn- arsson, ritari knattspyrnu- deildar Breiðabliks. Liverpool mætir Newcastle LIVERPOOL dróst gegn Newcastlc í fjórðu umferð ensku deildarbikarkeppninn- ar í knattspyrnu og fer viður- eign liðanna fram á Anfield. Guðni Bergsson og samherjar i Bolton verða að mæta Leic- ester í aukaleik og sigurveg- arinn sækir Norwich eða Bradford heim. Aston Villa tekur á móti QPR, Arsenal mætir Sheffield Wednesday á Highbury, Wolves fær Charl- ton eða Coventry i heimsókn, Southampton hcimsækir Reading eða Bury, Leeds og Blackburn spila á Elland Road og sigurvegariim úr aukaleik Crystal Palace og Miildlesbrough á heimaleik gegn Birmingham eða Tran- mere. Leikirnir fara fram í síð- ustu viku nóvcmber. FOSTUDAGUR27. OKTOBER KNATTSPYRNA BLAÐ c Öllum leikjum f restað í gær vegna hörm- unganna á Flateyri FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ beindi þeim ein- dregnu tilmælum til allra sambandsaðila sinna, þ.e. héraðssambanda, sérsambanda og íþrótta- og ungmennafélaga, að aflýsa öllu fyrirhuguðu keppnishaldi í gær og í dag vegna hinna hörmulegu atburða á Flateyri. KKÍ frestaði fyrirhuguðum leikjum í úrvalsdeild karla í gærkvöldi til nk. þriðjudags og HSÍ frestaði leikjum í 1. deild karla og kvenna um óákveð- inn tíma. Hins vegar treysti HSÍ sér ekkitil að fresta leikjum í kvöld vegna þess hve ís- landsmótið í handknattleik er þétt spilað. Þess í stað fer HSI þess á leit við aðildarfélög að handknattleiksmenn votti Flateyringum sam- úð sína með þvi að leika með sorgarbönd dag- ana 27. tii 29. október og hefji hvern leik á einnar mínútu þögn. Reuter Tapie bíður og vonar MÁLFLUTNINGI lauk í gær í frönskum áfiýjunardómstóli í máli Bernards Tapie, fyrrum aðaleiganda og forseta knattspyrnuliðsins Olympique Marseille. Hann var einnig áður ráðherra í ríkisstjórn Francois Mitterands forseta og full- trúi á Evrópuþinginu. Tilkynnt var að niðurstaða í máli hans yrði birt 28. nóvember. Þá kem- ur í ljós hvort hann lendir í fangelsi en Tapie var ákærður fyrir að hag- ræða úrslitum leikja Marseille liðsins með mútugreiðslum vorið 1993 — skömmu • fyrir úrslitaleik Evrópu- keppninnar, er liðið varð Evrópu- meistari með sigri á AC Milan. Ríkissaksóknari hefur farið fram á að Tapie, sem er 52 ára, hljóti fjögurra mánaða fangelsisdóm og aðra 14 mánuði skilorðsbundna. Auk þess fer saksóknari fram á að honum verði meinuð störf á vegum hins opinbera í þrjú ár. Á myndinni er Tapie fyrir utan dómhúsið í gær ásamt tveimur lögreglumönnum. JUDO / OLYMPIUSAMHJALPIN Júlíus Hafstein formaður Ólympíunefndar íslands Gæti orðið erfitt að koma júdómanni á styrk Júlíus Hafstein, formaður Ólymp- íunefndar íslands, segir það slæmt mál fyrir júdóíþróttina á ís- landi ef það reynist rétt að Halldór Hafsteinsson hafi horfíð úr æfinga- búðunum í Barcelona' án þess að kveðja kóng eða prest eins og Morgunblaðið greindi frá í gær. Halldór hafði verið í Barcelona á styrk frá Ólympíusamhjálpinni frá því í júlí í sumar. „Ég trúi því ekki að hann hafi farið án-þess að kveðja. Ég mun ræða við Halldór þegar hann kem- ur heim en ef satt reynist, sem ég á erfitt með að trúa að óreyndu, þá er það mesta skömmin fyrir hann sjálfan en ekki aðra. Það gæti orðið erfiðara að koma ís- lenskum júdómönnum inn á þessa styrki í framtíðinni og ég held að forysta Júdósambandsins geri sér grein fyrir því," sagði Júlíus. Júlíus sagði að þetta brotthvarf Halldórs kæmi ekki til með að eyði- leggja möguleika annarra íslenskra íþróttamanna á að komast á styrk. „Það að Halldór skuli vera tekinn af styrk er auðvitað sárt og við því er ekkert að gera. Ólympíusam- hjálpin metur stöðuna þannig að hann sé ekki nægilega sterkur til að vera styrkhæfur. Það hefur komið fyrir fleiri íþróttamenn og ekki bara íslenska að detta út af styrk. Þetta kemur ekki til með að skaða samstarf Ólympíunefndar íslands við Ólympíusamhjálpina. Það er ljóst að íslenskir íþrótta- menn verða að standa sig og vinna vel, annars fá þeir ekki svona styrki." Þrír íslenskir íþróttamenn hafa misst styrkinn frá Ólympíusam- hjálpinni á þessu ári. Fyrst Vern- harð Þorleifsson júdómaður sem hætti af sjálfdáðum í febrúar og fór heim frá^ Barcelona. Síðan Magnús Már Olafsson sundmaður sem stóð ekki undir þeim vænting- um sem til hans voru gerðar og hann sendur heim frá æfingabúð- um í Barcelona í lok júní og nú Halldór Hafsteinsson júdómaður. Styrkir Ólympíusamhjálparinnar eru mjög eftirsóknaverðir. íþrótta- mennirnir fá um 2.000 dollara (130 þúsund krónur) á mánuði í beinan peningastyrk, sem á að mæta kostnaði þeirra við æfingadvölina, s.s. fæði, uppihald og þjálfunar- kostnað. Auk þess fá þeir greiddar ferðir á mót. Nú eru fjórir frjálsíþróttamenn á styrk Ólympíusamhjálparinnar; Véstéinn Hafsteinsson, Sigurður Einarsson, Martha Ernstsdóttir og Pétur Guðmundsson. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: NÝR UNDRAHLAUPARIKOMINN FRAM í KÍNA / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.