Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 BLAÐ c Mesta þorskseiðagengd í Djúpinu síðastliðin 15 ár Rækjuveiðum frestað um óákveðinn tíma ÓVENJU mikið er nú um þorsk og ýsuseiði í ísafjarðardjúpi og hefur upphafi rækjuvertíðar í Djúpinu því verið frestað um óá- kveðinn tíma. I nýafstöðnum leið- angri Hafrannsóknastofnunar á rækjuslóðina í Djúpinu og Jökulfjörðum kom í ljós að meira var um þorskeiði en nokkru sinni síðustu 15 ár. Töluvert var einnig um ýsuseiði. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að staða rækjunnar er góð, talsvert fannst af henni og er hún stærri en í fyrra. Hjalti Karlsson, forstöðumaður úti- bús Hafrannsóknastofnunar á ísafirði, segir að um árlegan Ieiðangur hafi verið að ræða. Óvenju mikið hafi fund- izt af þorskseiðum frá gotinu í vor, en lítíð hafi verið um eins árs þorsk, enda varð þess árgangs lítið vart við rann- sóknir í fyrra. „Það er lítið hægt að segja um það, hvort þessi mikla seiða- gengd skilar sér í einhverjum mæli inn í veiðistofn þorsksins, þegar þar að kemur. Mjög margt á eftir að drífa á daga þessa árgangs og afföll af fyrsta árgangi eru mikil," segir Hjalti. EFNI Skipasmídar 3 BeitirNKöflugt nótaskip og togari í senn Afiabrögð 4 Aflayfirlit og stadsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Góðir tímar fram- undan í sjávarút- veginum í Perú Utgerð 7 Gunnvörhf. á ísaf irði f agnar 40 ára afmæli Rœkjan stærrl en í fyrra Hjalti segir að almennt séð hafi 1 ástand rækjunnar í Djúpinu verið gott og rækjan stærri en í fyrra, en hins vegar hafi staðan í Jökulfjörðum verið lakari eins og rannsóknir í fyrra hefðu reyndar gefið til kynna. „Vegna þessarar miklu seiðagengdar hefur hins vegar verið ákveðið, að rækjuvert- íðin hefjist ekki um sinn og verður ákvörðun um upphaf veiða tekin síðar að lokinni könnun á seiðagengd. Heild- ar rækjukvóti í Djúpinu hefur heldur ekki verið ákveðinn. Gangur mála í miklum seiðaárum, hefur verið sá, að þegar líður á vetur sækja seiðin út á dýpra vatn og upp úr áramótum eru rækjumiðin venjulega orðin sæmilega hrein, einkum innst í Djúpinu," segir Hjalti. Seiðaskllja kemur ekki að notum Ekki er unnt að nota seiðaskilju við rækjuveiðar, þegar seiðin eru svona smá, aðeins 6 til 11 sentimetrar, því þá eru rækjan og seiðin álíka stór og ekki hægt að skilja seiðin frá við veið- arnar. Verði löng bið á því að rækju- veiðar geti hafizt, mun það bitna með nokkrum þunga á þeim sem byggja afkomu sína á rækjuveiðum í Djúpinu. Verksmiðjurnar við Djúpið eru betur settar, því mikil veiði er á ferskri út- hafsrækju og gott framboð á frystri iðnaðarrækju. SLÆR EKKISLÖKU VIÐ • HÓLMFRÍÐUR Krisl jánsdótt- ir slær ekki slökti við beil inguna, þótt hún hafi náð 60 ára aldri. Hún segir að ekkert sé skemmti- legra i líf inu en að beita, en hún beitir fyrir eiginmann sinn, Guð- mund Kristjánsson. Hann gerir Morgunblaðið/Alíons út krókaleyfisbátinn Úlfar Krist- jánsson SH. Friða segir að það sé ekkert verra að vera á undan „ kalliiuim " með balann, en hann sé ekki eins ánægður með það og hún. Fréttir Mikið selt í september • MIKIL aukning varð á sölu hjá Icelandic Freezing Plants Ltd. dótturfyrirtæki SH í Grimsby, í september- mánuði síðastliðnum. Sala á afurðum, framleiddum í verksmiðju fyrirtækisins jókst þá um 23% miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hefur heildarsala IFPL aukizt um 4,1% í verð- mætum, en dregizt lítillega sanian í magni. Meðalverð afurðanna hefur því hækk- að nokkuð milli ára./2 Góð^samvinna við Islendinga • NOREGUR er nú orðinn stærsti einstaki markaður Marels hf. en um þriðjung- ur af heildarsölu fyrirtæk- isins fer þangað í ár. í Nor- egi er fyrirtækið Maritech með einkaumboð fyrir Mar- el og selur ýmist búnaðinn frá Marel beint eða sem hluta sameiginlegra heildarlausna fyrir sjávar- útveginn. Aðaleigandi og forstjóri Maritech, Odd Ein- ar Folland, segir að sam- vinnan við íslendinga hafi gengið mjög vel og norskir fiskverkendur láti Smugu- deiluna ekki koma í veg fyrir að þeir kaupi vörur frá íslandi./5 Meiri þorskur við Færeyjar • ÞORSKVEIÐI við Fær- eyjar er nú að glæðast eftir niikla lægð undanfarin ár. Á níunda áratugnum komst þorskveiði við Færeyjar upp i 40.000 tonn mest á ári, en meðal þorskafli við eyjarnar þessa öld hefur verið um 25.000 tonn á ári./6 5 þýzk skip í karfann? • ÞÝZKAR útgerðir hafa tilkynnt um áhuga á að senda 5 togara inn í lögsögu okkar til veiða á karf a sam- kvæmd samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Ekkert skipanna hefur enn komið hingað til veiða, en tvö þeirra eru í eigu Mechlenburger Hochsee- fischerei, eitt í eigu DFFU og tvö í eigu útgerðar- mannsins Hartmanns./8 Markadir Miklar sveiflur í nýliðun • MIKLAR sveiflur í nýliðun eru eitt einkenna norsk- íslenzka sfldarstofnsins, sem eitt sinn var stærsti síldar- stofn veraldar. Síldin getur orðið nokkuð gömul á niæli- kvarða fiska, um 20 ára, og ræður það nokkru um það að stofninnn getur þolað þessar sveiflur, sé þess gætt að haga veiðum í samræmi við nýliðun. Sé litið um hálfa öld aftur í timann, sést að nýliðun var gífurleg í kring- um 1950, annar toppur kom 1958, en úr því fór að síga á ógæfuhliðina. Loks er stór árgangur 1983 og ber hann uppi veiðistofninn nú. 1991 og 1992 eru einnig góðir ár- gangar, en þeir næstu á hinn bóginn lélegir. 50 ; Norsk-lslenska sddin £",?.• Fjöldi 3ja ára nýliða af [2j árgöngum 1952-1992 40 30 \—*=——nto^S^-------=5i 20 10 ; V* ú- '48 '52 '56 '60 '64 '68 72 76 '80 '84 '88 '92 ,,. Veiðistofninn stækkar á ný þús. tonn 7500 5000 Stærð veiðistof ns Norsk-ísiensku síldarinnar 1955-1995 2500 «----------- 55 '60 '65 70 75 '80 '85 '90 '95 • STÆRÐ veiðistofns norsk- íslenzku síldarinnar sveiflast í nokkru samræmi við nýlið- unina, þó ofveiðin hafi valdið mestu um hrun stofnsins seint á sjöunda áratugnum. Líklega hefur stofninn farið vel yfir 10 milljóiiir loiuia, þegar hann var stærstur á stríðsárunum, þegar veiðar lágu niðri, en hann er í örum vexti á ný eftir tveggja ára- tuga lægð. Talið er að hann geti náð um 8 miUjónum tonna með skynsamlegri veiðistýringu./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.