Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Túnfískurinn fullnýttur • TÚNFISKUR er meðal eftirsóttustu fisktegunda en hætt er við, að fólk verði að búa sig undir að hafa hann sjaldnar á borðum en vreið hefur. Ef spár ganga eftir mun mannkyninu fjölga um helming á næstu 50 árum en getur í besta falli aukist um 20%. Eru flestar túnfisktegundir full- nýttar nú þegar. Á árinu 1993 veiddust 3,2 miiyónir tonna af túnfiski um heim allan en talið er, að aflinn verði kominn í 4,1 milljón tonna um aidamótin. Mun aukningin aðaliega verða í tveimur tegundum en flest- ar eru þær komnar að nýt- ingarmörkum. Það stendur einnig í vegi fyrir aukinni veiði, að smiðakostnaður stóru túnfiskskipanna, sem eru alit að 1.500 tonn, er mjög mikill. FURUNO Sala / þjónusta Skiparadíó hf Fiskislóð 94 Sími 552 0230 ÖRUGG HEILDARLAUSN í RAFSUÐU 0G LOGSUÐU. BETRI RAFSUÐU- 06 LOGSUÐUVÖRUR j KENPPI HAGÆÐA RAFSUÐUVÉLAR Castalin BETRI VIÐGERÐAR- 0G SLITSUÐUEFIMI TÆKNILEG ÞJÓNUSTA 0 Isftagkni Vnffs Nethyl 2 Ártúnsholti Sími: 587-9100 Grænt nr: 800-6891 YANMAR TURBO INTERCOOLER Ný 230 ha yfirburðavél frá YANMAR! ✓ 4 strokka - Turbo Intercooler. t/ Létt og mjög fyrirferðarlítil. ✓ Þýðgeng og sparneytin. */ Ýmsir drifmöguleikar, t.d. hældrif. ý Sýningarvél til staðar. Ráðgjöf - sala - þjónusta FRÉTTIR Veruleg aukning sölu hjá IFPL í Grimsby í september MIKIL aukning varð á sölu 23% aukning á sölu SLSSLSESS afurða úr verksmiðiu sh í Gnmsby í septem- " bermánuði siðastliðnum. Sala á afurðum, framleiddum í verksmiðju fyrirtækisins jókst þá um 23% miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hefur heildarsala IFPL aukizt um 4,1% í verðmætum, en dregizt lítillega saman í magni. Meðal- verð afurðanna hefur því hækkað nokkuð milli ára. Annars drógu miklir hitar í júlí og ágúst úr allri fisksölu á Bretlandseyjum. Heildarsala IFPL fyrstu níu mánuði ársins nam 43,3 milljónum punda, tæpum 4,8 milljörðum króna, sem var aukning upp á 4,1% frá sama tíma í fyrra. Sala í magni nam nú 15.800 tonnum á móti 16.100 í fyrra. Mlkið framboð affiski Agnar Friðriksson, forstjóri IFPL, segir að sala afurða fram- leiddra í verksmiðju fyrirtækisins, sé svipuð og í fyrra, þó heldur minni. Það sé því endursala afurða að heiman, sem standi undir auknu verðmæti seldra afurða, einkum rækjan, en verð á henni hafi hækk- að mikið frá því í apríl á síðasta ári. Miklir hitar í sumar hafi dreg- ið úr sölunni, einkum afurðum úr verksmiðjunni, en vaxandi framboð af fiski, meðal annars frá Noregi, valdi nokkrum erfiðleikum. Verð á sjóf rystum flski hefur haldlst „Staðreyndin er sú að mikið framboð af fiski, einkum almenn- um vörum til endurvinnslu eins og blokkum, veldur verulegum þrýst- ingi á verðið og óvíst að það haldi. Það er á hinn bóginn jákvætt, að tekizt hefur að halda verði á sjó- frystum fiski og í einstaka tilfellum er um lítilsháttar hækkanir að ræða. í fyrra kom mikið af sjófryst- um fiski úr Smugunni fremur óvænt inn á markaðinn, en nú voru menn betur undir þetta búnir og því hefur tekizt að halda verð- inu,“ segir Agnar Friðriksson. Afkoman jákvæð Agnar segir að afkoma fyrir- tækisins sé jákvæð og stefni í svip- aða útkomu og á síðasta ári. Of snemmt sé þó að spá um það, en tölur eftir fyrstu níu mánuðina liggi ekki endanlega fyrir. MITCHELL GEFIN BOK • ÞORSTEINN Pálsson, sjáv- arútvegsráðherra, afhenti Austin Mitehell, þingmanni Verkamannaflokksins, tvö ein- tök af bókinni „British Trawl- ers in Iceland 1919-1976“„ sem er doktorsritgerð eftir Jón Þ. Þórsson sagnfræðing. Mitchell, sem er þingmaður frá Grimsby, flutti erindi á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs siðast- liðinn laugardag. Hann notaði dvölina hér á landi m.a. til að kynna sér ísienskan sjávarút- veg og átti fynd með Þorsteini Pálssyni á föstudagsmorgun. . Á fundinum gaf Þorsteinn honum tvö eintök af bókinni, eitt handa honum sjálfum og Morgunblaðið/Jón Svavarsson annað handa bókasafni í Grimsby. í tilefni af því sagði Mitchell að hann gerði sitt be§ta til að brosa, þótt efni bókarinnar væri hin mesta harmsaga fyrir Breta. Austin Mitchell blaðar hér í bókinni en með honum eru eiginkona hans Linda McDougall og Þor- steinn Pálsson. Engey RE 1 breytt úr ísfiskskipi í frystitogara ENGEY frá Granda hf. hefur verið í viðgerðum og endurnýjun i Póllandi og er væntanleg til lands- ins í lok næstu viku. Henni hefur verið breytt úr ísfiskskipi í frystitogara og kostaði breytingin um 250 milljónir króna. Áætlað er að hún fari á veiðar um miðjan nóvember. Byrjar á veiðum upp úr miðjum nóvember „Skipinu hefur verið breytt úr ísfiskskipi í frystitogara," segir Sig- urbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri Granda hf. „Það var áður eingöngu í siglingum á Þýskaland, en við hættum þeim og núna fer það á heilfrystingu, þ.e. úthafskarfa- og grálúðuveiðar." Viðamiklar breytingar Breytingarnar á Engey eru svo viðamiklar að erfítt er byija upp- talninguna á einhveijum einum stað. Skipt var um spil í skipinu og togdekk endurnýjað alveg. Loft- hæð var hækkuð og allt endurnýjað á millidekkinu. Búnaður var settur í skipið til frystingar eða hausarar, frystitæki, fískkör o.s.frv. Lestinni var breytt í frystilest með tilheyr- andi frystivélabúnaði. Dyttað var að íbúðum og loks var sett ný skrúfa og stýri. „Þetta voru helstu breytingarn- ar,“ segir Sigurbjöm. „Þær eru mjög svipaðar og breytingar sem gerðar vom á Akureyrinni og Víði, en það eru systurskip Engeyjarinn- ar. Breytingamar kostuðu um 250 milljónir króna og tóku sex mán- uði, tveim mánuðum lengur en áætlað var vegna seinagangs hjá. Pólverjunum." Þær voru gerðar í Nauta-skípasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi. Á velAar utan landhelgl Meginástæðan fyrir þessum breytingum er að sögn Sigurbjarnar að Grandi hf. stefni á að hætta þeim siglingum sem Engey og Aku- rey hafí verið í og fara í sjófryst- ingu. „í þessum kvótaskerðingum ætlum við okkur að ná í tekjur annarsstaðar," segir hann. Ætlunin sé að 'sækja veiðar utan landhelg- innar og halda þannig uppi óskertri vinnslu í frystihúsi Granda hf. „Það má því segja að sá afli sem þessi skip hafi verið að selja erlend- is sem ísfískskip muni að hluta til fara í sjófrystingu og að hluta til i landvinnslu, á móti þeim skerðing- um sem hafa verið á kvóta,“ segir hann. „Síðan mun skipið bæta við tekjur fyrirtækisins með því að fara út fyrir landhelgina og ná í afla þar.“ Sigurbjörn segir ennfremur að tilgangurinn sé að endurnýja skipaflota Granda hf. Bætast vlð 10 störf Sigurbjörn segir að Engey fari á veiðar upp úr miðjum nóvember. Áhöfnin á Akureyjunni fari yfír á Engey, Akurey verði seld og fari í úreldingu fyrir Engey. Auk áhafn- arinnar bætast nokkrir skiptimenn við á Engey þegar frá líður eða eftir 2-3 mánuði og áætlar Sigur- björn að það verði um 10 manns. Ræða nýja veiðistjórn í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið. • LANDSSTJÓRNIN í Fær- eyjum og hagsmunasamtök í sjávarútvegi náðu um það samkomulagi fyrir nokkrum dögum að skipa nefnd, sem á að koma með tillögur um nýja skipan á veiðistjórn í stað núgildandi kvótakerfís, Útgerðarmenn höfðu áður hótað að binda allan flotann við bryggju yrði engin breyt- ingá. Sérstök nefnd skipuð • Á fundi með fulltrúum landsstjórnarinnar og út- gerðarmanna sl. föstudag var samþykkt að skipa nefnd með þremur mönnum frá hvorum og hafa þeir síð- amefndu þegar tilnefnt sína. Ivan Johannesen, sem fer með sjávarútvegsmál í lands- stjórninni, og Árni Ðam, tals- maður útgerðarmanna, segja, að í tillögunura verði byggt á hugmyndum útgerð- armanna, tU dæmis, að í stað kvótakerfisins verðí teknar upp svæðalokanir og hanndagar og miðunum skipt upp milli veiðarfæra. Óhætt að veiða melra • í þessu máli skiptir miklu að hvaða niðurstöðu Alþjóða- hafrannsóknaráðið kemst á fundi sinum í London á fimmtudagen þá verður lagt fram nýtt mat á þorskstofn- inum við Færeyjar. í matinu, sem er unnið af kanadíska fiskifræðingnum Jean Mc- Guire, segir, að óhætt sé að veiða miklu meira en fær- eyskir fiskifræðingar og Al- þjóðahafrannsóknaráðið hafa talið óhætt. Samkomulag í sjónmáli • HREYFING í samkomu- lagsátt virðist nú komin í fiskveiðideilu ESB og Mar- okkó eftir margra mánaða þrátefli. Svo virðist sem samningur til fjögurra ára sé í burðarliðnum. Enn er ekki endanlega yóst hver kvóti Evrópusambandsins innan lögsögu Marokkó verð- wr, en sambandið hefur sætt sig við verulegan niðurskurð á kvóta frá því sem gilti áður. Jafnframt verður hluta af afla skipa ESB landað í höfn- um I Marokkó og loks verða fébætur vegna ofveiði fyrri ára til Marokkó auknar veru- lega frá því, sem áður var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.