Morgunblaðið - 01.11.1995, Page 1

Morgunblaðið - 01.11.1995, Page 1
1 I Fimlegar fimleikastjörnur KÆRI Moggi! Ég heiti Lovísa Dröfn Hans- dóttir og ég er 7 ára. Mér finnst voðalega gaman að lesa barnablaðið og skoða myndirn- ar og þess vegna sendi ég þessa mynd. Ég vona að ykkur líki hún vel. Ég á heima á Kirkjuvegi 15, 220 Hafnar- fjörður. Ég vona að þið viljið birta hana í blaðinu. Ég bið að heilsa. Bless. Kæra Lovísa Dröfn, Mynda- sögunum er heiður sýndur að fá að birta bréfið þitt og mynd- ina. Hvort tveggja er til prýði. Það gleður okkur að þér finnst gaman að Myndasögunum - þá er til einhvers unnið. Penna- ■ ■ vinir Áríðandi tilkynning strax! Rúnar er beðinn um að senda heimilisfangið hjá sér til: Inga Skálfelli 1 781 Hðfn Kæru Myndasögur! Ég er 9 ára stelpa og langar að eignast pennavini á aldrinum 9-12 ára, stráka og stelpur. Ég er sjálf 9 ára. Áhugamál: Fót- bolti, hestar, tónlist, pennavinir, tölvur og margt fleira. Mynd með fyrsta bréfi. Þór<lís Lind Leiva Torfufelli 29 111 Reykjavik í síðasta bamablaði, 25. október, birtist meðal annars í Pennavinum ósk um pennavini frá Katrínu Driscoll. Heim- ilisfangið misritaðist og biðjumst við velvirðing- ar á því um leið og við birtum það rétt: Kæra Morgunblað. Ég er 8 ára íslensk stelpa og bý í Dan- mörku. Mig langar að eignast pennavini á Is- landi á aldrinum 7-9 ára. Áhugamál mín em lestur, sund og fleira. Katrín Driscoll Tjernen 315 DK-2990 Nivá DANMARK Ó, ánamaðkar! VILLI veiðimaður er tilbúinn í slaginn. Hann ætlar að fara að veiða á maðk (ánamaðk) í einhveiju þeirra fjölmörgu vatna sem veiði er leyfð í hérna á íslandi. Það er þó eitt sem þarf að gera áður en Villi legg- ur í ’ann eins og sagt er. Þið megið vera hjálpleg og greiða úr ormaflækjunni og telja orm- ana svo hann Venni viti nú hvað hann hefur marga maðka til beitu þegar til kastanna kemur. Þegar þið eruð búin að greiða úr flækjunni og telja maðkana er allt búið! Engin staðfesting fæst að þessu sinni á ykkar ötula starfi við orma- talninguna. Átta blödrur og hneig- ing ELSKU, elsku hjartans albestu Myndasögur Moggans! Viljið þið vera svo góðar að birta þessa mynd. Bless, bless. Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir, 8 ára, Björk, 660 Reykjahlíð. Okkur er sönn ánægja að birta mynd- ina þína, Sigurlaug El- ín. Hafðu hjartans þakkir fyrir - við hneigjum okkur eins og blöðrusalinn og þú seg- ir takk eins og stelpan á myndinni þinni - ekki satt!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.