Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 1
KORFUKNATTLEIKUR
KÖRFUKNATTLEIKUR: ÞÓR SIGRAÐISKALLAGRÍM í BORGARNESI / C2
Gunnar vill fá
þrjá (slendinga
til Hácken
GUNNAR Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður
í knattspyrnu, kom tíl Búdapest í gær til að fylgj-
ast með íslensku landsliðunum gegn Ungverjum
i þeim tilgangi að reyna að fá þijá íslenska leik-
menn til Uðs við sænska 1. deildar liðið Hácken.
Gunnar, sem Iék með sænska liðinu, var á
dögunum ráðinn aðstoðarþjálfári liðsins en óskað
hefur verið eftir að Thorbjöm Nielsen, fyrrum
landsliðsmaður Svía og leikmaður Eindhoven og
Kaiserslautern, verði aðalþjálfari. Gunnar sagði
við Morgunblaðið í gær að miklar líkur væm á
að hann yrði aðalþjálfari þess þar sem Thor-
björa Nielsen ætti erfítt með að taka við liðinu
vegna anna.
Hácken er með ungt lið, en Gunnar sagði að
það hefði fengið 19 unga stráka í hópinn í fyrra
og verið væri að byggja upp með framtíðina í
huga. Hann sagðist lítið þekkja til íslensku strák-
anna en samt viidi hann fá ísienskan varnar-
mann, miðvallarleikmann og sóknarmann í Uð
Hácken. Hann reyndi að fá Hlyn Stefánsson en
þá hafði Hlynur ákveðið að fara aftur til Eyja.
Þá er Hlynur Birgisson inni í myndinni enGunn-
ar sagði að framhaldið réðist af þvi hvað Örebro
vUdi fá fyrir hann.
Ungmennalið Ungverjalands og íslands leika
í Búdapest í dag og Evrópuleikur A-landsIiða
þjóðanna verður á morgun. Gunnar sagðist ætla
að horfa á landsleikina og tala við einhvcrja leik-
menn í kjölfarið.
ísland mætir fýrst
Lúxemborg í
Evrópukeppninni
ÍSLENSKA kvennalandsliðið er í riðli ineð ír-
landi, DanmÖrku og Lúxemborg í Evrópukeppn-
inni í tennis, 2. deild, sem hefst í Tennishöllinni
í Kópavogi í dag klukkan 15. Lið íslands er skip-
að þeim Hrafnhildi Hannesdóttur, Stefaniu Stef-
ánsdóttur og Hlín Evu Dereksdóttur. Þjálfari
liðsins er Raj Bonifacius en liðsstjóri er Iris
Staub.
Hver landsleikur samanstendur af tveimur
einUðaleikjum og einum tvíliðaleik. Keppnin
hefst eins og áður segir í dag og inætast þá ís-
land og Lúxemborg og Danmörk og írland. Kl.
11 á morgun spila Island og Danmörk og Lúxem-
borg og Irland en á sama tíma á sunnudag verð-
ur viðureign Islands og írlands og Lúxemborgar
og Danmerkur. Aðgangur er ókeypis.
Sænska 1. deildar félagið
Djurgárden var gert að greiða
350.000 sænskar krónur (um 3,5
millj. kr.) í sekt og meinað að leika
fyrstu tvo heimaleikina næsta tíma-
bil á heimaveili auk þess sem fyrstu
tveir leikirnir heima verða að fara
fram fyrir luktum dyrum.
Knattspymusamband Svíþjóðar
tók þessa ákvörðun í kjölfar óláta á
Klocktomet leikvanginum í Stokk-
hólmi 29. október sl., en þá létu
stuðningsmenn Djurgárden öllum ill-
um látum á leik liðsins gegn Halm-
stad, hentu m.a. hlutum inn á völlinn
og áreittu dómarann, sem flautaði
leikinn af eftir 65 mínútur. Halmstad
var dæmdur 3:0 sigur og fékk
UEFA-sæti fyrir vikið á kostnað
Djurgárden.
Ólæti í Grikklandi
Gríska félagið PAOK á von á allt
að 10 leikja heimaleikjabanni og lið-
ið missir a.m.k. þijú stig í grísku
deildinni vegna óláta áhorfenda í vik-
unni. Þá ruddust um 300 manns inn
á völlinn meðan leikur liðsins stóð
yfir og slösuðust 30 manns í ólátun-
um, þar á meðal dómarinn. Leikurinn
var flautaður af þegar tvær mínútur
voru eftir af leiktímanum en þá var
staðan 3:1 fyrir mótheijana- og
standa úrslitin. Forseti féiagsins
sagði af sér vegna málsins.
Sigurbjöm Bárðarson
kaupir Loga frá Skarði
BLAÐ
Bönnog
sektirí
kjölfar
óláta
Morgunblaðið/Ásdis
Valdimar
Kristinsson
skrifar
Iannað skipti á þessu ári skipt-
ir stóðhesturinn Logi frá
Skarði um eiganda. Sigurbjöm
Bárðarson hefur
nú keypt hestinn
af Kristni Guðna-
syni bónda í
Skarði sem keypti
hestinn í haust. Kaupverð var
ekki gefið upp en talið er að verð-
mæti hesta á borð við Loga sé í
kringum sex milljónir króna.
Segir Sigurbjörn að Kristinn
hafi lofað sér forkaupsrétti á hest-
inum ef hann seldi hann aftur sem
hann hafi svo staðið við. Sagði
hann Ijóst að Logi færi ekki úr
iWh»rgtntMii&i&
landi að svo komnu máli. „Það
verður spennandi að sjá hvemig
afkvæmi hans koma út á næstu
tveimur árum og þá ræðst hvort
hann verður seldur úr landi, fyrr
ekki,“ sagði Sigurbjörn.
Aðspurður kvað hann ekki
ákveðið með hvaða hætti notkun
hans yrði háttað næsta sumar,
þ.e. hvort hann yrði leigður út eða
hvort hann notaði hann einvörð-
ungu á sínar hryssur. Þá sagði
hann ekki ákveðið hvort hann
mætti með hann' til keppni í sum-
ar en Logi hefur staðið efstur í
B-flokki gæðinga hjá Fáki tvö ár
í röð sem er fágætt afrek auk
þess að vera í fremstu
röð á landsmóti á sama
vettvangi. Sagði Sigur-
björn að það yrði bara
að koma í ljós hvort hann
mætti með hann til leiks
en ef af því yrði væri
stefnan að sjálfsögðu
tekin á íjórðungsmótið á
Gaddstaðaflötum.
Logi var einnig í frétt-
um fyrr á árinu þegar í
ljós kom að hann væri
undan Hrafni frá
Holtsmúla en ekki Ljóra
eins og talið hafði verið.
Kristinn sagði að hann
Slgurbjörn
Bárðarson
væri alltaf að kaupa og
selja hesta og væri Logi
bara einn af mörgum
þar á meðal. „Sigurbjöm
hafði lengi sýnt hestin-
um áhuga auk ýmissa
annarra sem höfðu lýst
áhuga á að kaupa hlut
í honum.
Þau áform sem ég
hafði í huga gengu ekki
upp sem skyldi og taldi
ég því málum best kom-
ið á þann veg að Sigur-
björn fengi hestinn,“
sagði Kristinn.
HAUKARsigruðu Keflvíkingaí 12.
umferð úrvalsdeildarinnar í körfu-
knattleik í gærkvöldi en liðin voru
efst og jöfn fyrir leikinn, höfðu
bæði sigrað í sjö leikjum í röð.
Úrslit annarra leikja urðu eins og
búast mátti við nema hvað Þórsar-
ar frá Akureyri gerðu sér lítið
fyrir og sigruðu Skallagrím í Borg-
amesi. Valsmenn em enn á botnin-
um, hafa ekki unnið leik enn sem
komið er. Hér er besti maður Kefl-
víkinga, Lenear Buras, í baráttu
við þá Jason Williford og Berg
Eðvarðsson.
1995 ■ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER
Haukar unnu
og eru á
toppnum
HESTAR
KNATTSPYRNA