Morgunblaðið - 10.11.1995, Síða 4
SKÍÐI
Stóru nöfnin ekki með
á opnunarmótunum
Alberto Tomba hótar að hætta verði reglunum ekki breytt
ALBERTO Tomba er óánægur með nýju reglur FÍS og hótar
að keppa ekkl á helmsblkarmótunum í vetur.
SKÍÐAMENN hefja keppnis-
tímabilið i heimsbikarnum í
alpagreinum íTignes í Frakk-
landi um helgina. ítalinn Al-
berto Tomba, heimsbikarhafi
» frá í fyrra, verður ekki með og
Verni Schneider, heimsbikar-
hafi kvenna frá Sviss, er hætt
keppni. Tomba er óánægður
með nýju reglurnar sem FIS
samþykkti á keppnisfyrirkomu-
laginu ívetur og hótar jafnvel
að hætta.
Tomba verður ekki með í Tignes
vegna þess að hann er
óánægður með fyrirkomulag
keppninnar. Alþjóða skíðasamband-
i . ið, FIS, samþykkti á fundi sínum
} fyrir skömmu að gera breytingar á
rásröð keppenda í síðari umferð. í
vetur verður rásröð þrjátíu fyrstu
eftir fyrri umferð snúið við í síðari
umferð, þ.e.a.s. að sá sem nær besta
tímanum í fyrri umferð fer niður
númer þrjátíu í síðari umferð.
Þetta er gert til að mæta kröfum
áhorfenda. Reglumar eru þó ekki
algildar því eftirlitsmenn FIS á
keppnisstað geta einni klukku-
stundu fyrir start tekið upp gamla
skipulagið þar sem rásröð fyrstu
15 keppenda eftir fyrri umferð er
snúið við í síðari umferð ef aðstæð-
ur eru ekki taldar nægilega góðar.
Tomba telur þessar nýju reglur
, fáránlegar og finnst sér vera mis-
munað, þegar á að senda hann nið-
ur eftir að 29 skíðamenn em búnir
að höggva djúp för í ísilagðar braut-
imar. Hin hliðin á málinu er að fleiri
keppendur geta blandað sér í bar-
áttuna um heimsbikarinn. Rainer
Salzgeber, landsliðsmaður Aust-
urríkis, segir nýja fyrirkomulagið
gott. „Það er ekkert meira niður-
drepandi og að fara sautjándi niður
í seinni umferð, vitandi að við mark-
ið beinast allra augu að sigurvegar-
anum sem stendur á meðal áhorf-
enda og fagnar," sagði Salzgeber.
Alþjóða skíðasambandið lætur
ekki beygja sig í þessu máli þó svo
að Tomba og fleiri kappar hóti að
vera ekki með. Tomba er hins veg-
ar farinn til Bandaríkjanna með ít-
alska landsliðinu til að undirbúa sig
fyrir mótin í Vail um miðjan mánuð-
inn. „Ég legg ekki höfuðáherslu á
heimsbikarinn í vetur því stóra
markmiðið er að vinna heimsmeist-
aratitil á HM í Sierra Nevada á
Spáni í febrúar," sagði Tomba.
Marc Girardelli frá Lúxemborg,
sem hefur unnið heimsbikarinn oft-
ast allra - eða fimm sinum, verður
með í vetur. Hann verður að teljast
til alls líklegur þó svo að honum
hafi ekki tekist að vinna eitt ein-
asta heimsbikarmót í fyrravetur.
Hann átti í hnémeiðslum í fyrra en
hefur æft mjög vel í sumar á Nýja-
Sjálandi þar sem hann hefur verið
með þýska landsliðinu í æfíngabúð-
um. Svo má líka nefna Norðmann-
inn Kjetil Andre Aamodt og Gunth-
er Mader frá Austurríki, sem báðir
eru jafnvígir á allar alpagreinamar
fjórar; svig, stórsvig, risasvig og
brun.
Vreni Schneider, sem vann
heimsbikarinn í þriðja sinn í fyrra,
er orðin þrítug og segir að það sé
kominn tími til að snúa sér að öðm
og verður því ekki með. Það ætti
að auka möguleika Katju Seizinger
frá Þýskalandi, sem missti naum-
lega af sigri í heimsbikamum bæði
1993 og 1995. Pemilla Wiberg frá
Svíþjóð er einnig talin geta blandað
sér í bráttuna ásamt austurrísku
stúlkunni Anitu Wachter, Heidi
Zeller-Baehler frá Sviss og Picabo
Street frá Bandaríkjunum.
FOLX
■ FRED WilHams, leikmaður
körfuknattleiksdeildar Þórs á Ak-
ureyri hefur verið dæmdur í eins
leiks bann af aganefnd KKI vegna
atburðar sem átti sér stað í leik
Tindastóls og Þórs 31. október.
Bannið tekur gildi á hádegi í dag
og missir hann því af næsta leik
sem er gegn Val á sunnudagskvöld.
■ ÞORSTEINN Halldórsson,
sem lék með FH í 1. deildinni sl.
tvö ár og þar áður með KR, hefur
skipt yfír í Þrótt Reykjavík. Einar
Örn Birgisson úr Víkingi, hafa
einnig gengið til liðs við Þrótt.
■ HELGI Ragnarsson hefur verið
endurráðinn þjálfari 3. deildarliðs
Gróttu í knattspymu. Hann hefur
verið með liðið sl. tvö ár.
■ KRASSIMIR Balakov, leik-
maður hjá Stuttgart og landsliðs-
maður Búlgaríu, var útnefndur
besti leikmaður októbermánaðar í
Þýskalandi af fyrirliðum, þjálfur-
um og Berti Vogts, landsliðsþjálf-
ara, sem segir að kappinn sé kom-
inn í sama gæðaflokk og Diego
Maradona var í.
Jörgensen
landsliðs-
þjálfari í
kvondó
KVONDÓNEFND ÍSÍ ákvað á
síðasta fundi sínum að ráða
Danann Mikael Jörgensen
sem landsliðsþjálfara. Til-
gangur með ráðningu lands-
Uðsþjálfarans er að undirbúa
íslenska liðið fyrir Norður-
landamótið í Tækvondó sem
verður haldið hér á landi í
janúar á næsta ári. Mikael
Jörgensen er flestum kvondó-
iðkendum að góðu kunnur hér
á landi því hann hefur verið
þjálfari kvondóliðs ÍR-inga.
Hann er 32 ára og hefírr ver-
ið búsettur hér á landi í sex
ár en var áður þjálfari Norð-
manna. Hann hefur æft
kvondó í 17 ár og er með 4
dan svart belti.
Sigurjón
æfirí
Flórída
SIGURJÓN Arnarsson, kylf-
ingur úr GR, er nú við æfíng-
ar í Flórída í Bandaríkjunum
þar sem hann hyggst halda
áfram þjálfun til keppni á
mótum atvinnumanna. Á mið-
vikudag lauk hann keppni á
þriggja daga móti í Tommy
Armour mótaröðinni sem
fram fór á Cypress Creek
goIfveUinum í Orlando. Hann
lék á 221 höggi, 70,77 og 74
höggum og hafnaði í 26. sæti
af 60 þátttakendum. VöUur-
inn er par 72 og SSS 74 og
mótið vannst á 207 höggum.
Shearer á
heimleið?
ENSK blöð greindu frá því
um síðustu helgi að Kevin
Keegan vildi kaupa enska
landsliðsmiðherjann Alan Se-
arer frá meisturum Black-
burn og væri tilbúinn að
borga 10 miþjónir punda fyrir
— andvirði rúmlega eins nriljj-
arðs króna. Blackburn hefur
gengið afleitlega í vetur og
Shearer, sem er fæddur í
Newcastle, hefur áðurfyrr
lýst yfir áhuga á að leika fyr-
ir félagið. Eftir að fréttirnar
birtust sagðist hann hins veg-
ar ekkert vita um sannleiks-
gUdi þeirra. Hann væri samn-
ingsbundinn Blackburn og
vildi ekki ræða máUð frekar.
Karlsruhe
mætir
Diisseldorf
Karlsruhe, sem sló meistara
Dortmund úr úr þýsku bikar-
keppniuni, mætir Diisseldorf í
undanúrsUtum keppninnar.
Karlsruhe, sem vonast til að
vinna bikarinn í fyrsta sinn
síðan 1956, fékk heimaleik er
dregið var í gær. í hinum und-
anúrslitaleiknum mætast
Kaiserslautern og Bayer Le-
verkusen. Leikimir fara fram
12. oglB. mars.
IÞROTTIR FATLAÐRA
Hans Petersen styrkir
fatlaða íþróttamenn
Þeir peningar sem þessi samningur færir okkur eru
ómetanlegir og verða eymamerktir Ólympíumóti
fatlaðra og þroskaheftra sem fram fer í Atlanta á
næsta ári, enþangað sendum við að vanda þátttakend-
ur,“ sagði Olafur Jensson, formaður Iþróttafélags
fatlaðra, er hann hafi undirritað samning við Hans
Petersen hf. þess efnis að nú fyrir jólin renna fimm
krónur af hverju seldu jólakorti í verslunum fyrirtækis-
ins til félagsins.
Gert er ráð fyrir að hlutur íþróttafélags fatlaðra
nemi um 650.000 krónum auk þess sem félagið fær
filmur og framköllun hjá Hans Petersen að verðmæti
150.000 krónur.
„Ég vil bara þakka fyrir þann hlýhug sem okkur
er sýndur með þessum styrk. Það kostaði félagið um
tíu milljónir króna að undirbúa okkar besta fólk til
þátttökunnar og til keppninnar og þetta mun hjálpa
, þeim til að ná sem bestum árangri," sagði Ólafur
ennfremur.
Guðrún R. Eyjólfsdóttir, sölustjóri hjá Hans Peter-
sen, sagði að nokkur undangengin ár hefði fyrirtækið
látið hluta af verði hvers jólakorts renna til góðgerðarmála og nefndi hún að S fyrra hefði fyrirtækið styrkt
Samtök krabbameissjúkra bama og árið þar áður rann styrkurinn til Foreldrafélags blindra og sjónskertra
bama.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÓLAFUR Jensson formaður iþróttafélags
fatlaðra og Guðrún R. Eyjólfsdóttlr sölustjórl
Hans Petersen undirrlta hér samninginn um
að hlutl af Jólakortasölu þelrra rennl til ÍF.