Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 1
B L A Ð ALLRA L A N D S M A N N A jtoðtsmúMbib 199S KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER BLAÐ B Rúnar byrjar á miðjunni RÚNAR Kristínsson, sem hefur leikið sem vængmaður í undanförnum landsleikjum, byrj- ar á miðjunni gegn Ungverjum í dag. Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, tilkynntí byrjunar- lið íslands á æfingu i gærkvöldi. Birkir Krist- insson, Fram, leikur í markinu, en fyrir fram- an hann verða þeir Guðni Bergsson, Bolton, Ólafur Adolfsson, í A og Kristján Jónsson, Fram. Útí á vængjunum verða Þorvaldur Örl- ygsson, Stoke, hægra megin og Sigursteinn Gíslason, í A, vinstra megin. Á miðjunni verða Arnar Grétarsson, Breiðabliki, Eyjðlfur Sverr- isson, Herthu Berlín og Rúnar Kristínsson, Örgryte. í fremstu víglínu verða Arnar Gunn- laugsson, Sochaux og Arnór Guðjohnsen, Örebro. Guðmundiir skrifaði und- ir þriggja ára samning Igær var endanlega gengið frá samningi við Guðmund Torfason um þjálfun 1. deildar liðs Grindavík- ¦BMMBH ur knattspyrnu. Frímann Samningurinn er til Ólafsson þriggja ára en skrifarfrá ákvæði um endur- Gnndavik gkoðun á báða Mga eru í samningnum. Guðmundur er knattspyrnuunn- endum að góðu kunnur en hann lék með Fram á áttunda áratugnum við góðan orðstír þegar veldi Fram reis sem hæst. Guðmundur hefur leikið víða erlendis en kom heim á síðasta ári þegar hann gekk til liðs við "Vlki. Svavar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar UMFG, sagði að þessu tilefni að menn hefðu farið sér hægt eftir að ljóst var að ráða þyrfti nýjan þjálfara til deildarinnar og deildin hefði verið kröfuhörð í þeim efnum. Það hefði hins vegar ekki verið nein spurning þegar nafn Guð- mundar kom til tals og eftir að hafa heyrt viðhorf hans til knattspyrnu og hugmyndir um uppbyggingu liðs- ins hefði verið gengið til samninga. Þórhallur Dan og Pétur íviðræðum við Grindavík ÞÓRHALLUR Dan Jóhannsson, framherji úr Fylki og Pétur Marteinsson, varnarmaður úr Fram, eru í víðræðum við Grind- víkinga um að gerast leikmenn með liðinu næsta sumar sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Aðspurður vildi Þórhallur Dan hvorki játa því né neita. „Ég neita því ekki að nokkur lið úr 1. deild hafa haft samband við mig. Eins er ég með tilboð frá norska 2. deildarliðinu Stryn. Eg fór tfl Noregs í október til að skoða aðstæður og líkaði vel. Ég ætla að skoða þessi mál vel á næstu dögum, en ég hef ekki ákveðið mig," sagði Þórhallur Dan, sem var markahæstur í 2. * deild sl. sumar ásamt félaga sín- um Kristni Tómassyni. Morgunblaðið/Frimann Ólafsson QUÐMUNDUR Torfason skrlfaðl hér undlr samning um þjálf- un melstaraf lokksliðs Grindavíkur. Svavar Sigurðsson, for- maður deildarinnar, skrlfar undir fyrir hönd UMFG. Þar væri á ferðinni maður með mikla reynslu og að auki með menntun frá viðurkenndum skóla í Bretlandi. Hvernig líst Guðmundi á verkefn- ið? „Þegar haft var samband við mig TENNIS hafði ég vilja og hug til að ganga til viðræðna við félagið og hér er ég kominn. Ég hlakka mjög til að tak- ast á við þetta verkefni sem er stórt og mikið en um leið spennandi. Hér er hugur í mönnum og hér eru leik- menn sem hafa sýnt það á undan- förnum tveimur árum að þeir geta spilað knattspyrnu sem skilar ár- angri og ég sé enga ástæðu til að þeirri þróun verði snúið við." Hvað varðar leikmenn vildi Guðmundur ekki tjá sig en þau mál væru í skoð- un. Félagið er í sambandi við Þór- hall Dan Jóhannsson fyrrum félaga Guðmundar hjá Fylki og Pétur Mar- teinsson í Fram, en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Guð- mundur er ráðinn sem aðalþjálfari meistaraflokks en kvaðst hafa hug á því að nota leikmenn úr 2. og 3. flokki ef þeir eiga erindi í meistara- flokk. „Skoðun mín er sú að framtíð fé- lagsins sé ungdómurinn og grunnur- inn að góðu gengi félaga er góður stofn." Guðmundur sagði að lokum að nú værilcomið að ungu strákunum í liðinu að sanna sig því nú sé liðið búið að sanna tilverurétt sinn í 1. deildinni og þess bíði að ná stöðug- leika þar. Því verði að nota næsta sumar til þess en undirstrikaði að verkefnið verði ekki auðvelt. KSÍ þarf að borga sektir KNATTSPYRNUSAMBAND ísiands á yfir höfði sér sektir, « þar sem tveir leikmenn voru reknir af leikvelli í Ieiknum gegn Ungverjalandi í gær. Belgiski dómariun Amand Ancion sá um það, en hann hefur áður komið við sögu þeg- ar KSÍ hefur þurft að greiða sektir til Knattspy rnusam- bands Evrópu, UEFA. Ancion rak Björgvin Magnússon af lei- kvelli i leik meo unglingalið- inu, skipað leikmönnum undir 18 ára aldri, i Evrópuleik gegu Frokkum í fyrra. Þá þurfti KSÍ að greiða þúsund svissneska franka i sekt. Ancion hefur þvi rekið þrjá íslenska leikmenn af leikvelli f tveimur leikjum sem hann hefur dæmt hjá ís- laudi. Sektin sem KSÍ þarf að greiða er eflaust meiri nú, þar sem tveir leikmenn voru reknir af leikvelli, Eiður Smári Guðjo- hnsen og Gunnlaugur Jónsson. Unnuloturen töpuðu leikjunum Morgunblaðið/Ásdts STEFANÍA Stef ánsdóttir vann nokkrar lotur (Evrópukeppnlnnl í gærkvöldi en tapaðl 6:1 og 6:3 gegn Fablenne Thlll. Islensku tennisstúlkurnar náðu að vinna lotur gegn þeim dönsku í 2. deild Evrópu- keppni kvennalandsliða í Tennishöllinni í gærkvöldi, en urðu engu að síður að játa sig sigraðar í öllum leikjum gegn Lúxemborgur- um. Stefanía Stefánsdóttir tapaði 6:1 og 6:3 gegn Fabienne Thill og Hrafnhildur Hannes- dóttir 6:1 og 6:0 fyrir Onnu Kramer en Anna vann á síðustu smáþjóðaleikum og er númer 228 á heimslistanum í tennis. I tyfliðaleik náðu íslensku stöllurnar að stríða Önnu og Rosabelle Moyen en töpuðu 6:2 og 6:2. Lúxemborg er talið besta liðið í riðlinum og í hinum leiknum unnu Danir íra 3:0. „Þetta var erfitt en við höfðum engu að tapa, því þær eru mun betri, svo að við gerð- um bara okkar besta og fengum góðan stuðn- ing frá áhorfendum," sagði Stefanía. „Okkur gekk best í tvíliðaleik og höfðum forskot en vantaði reynslu til að klára loturnar." íslendingar mæta Dönum í dag og hefst leikurinn klukkan 11. Um möguleika í næstu leikjum sögðu Stefanía og Hrafnhildur að þar yrðu þær að gera betur, Danir væru líka sterkir en mestu möguleikarnir væru gegn írum og ef þær næðu sínum besta leik væri ágætur möguleiki, sérstaklega í tvíliðaleikn- um. Mótið er fyrsta alþjóðlega tennismót á ís- landi og lauk mótstjórinn, Barbro G. Raabe, miklu lofsorði á Tennishöllina, sagði að lítið væri um slíkar hallir á Norðurlöndunum. Hún bætti við að íslensku stúlkurnar væru mjög efnilegar en skorti reynslu. „Ég veit um vandamál ykkar við að afla reynslu því ég er frá Noregi, en svona er þetta og ekkert við því að gera," sagði Barbro. HANDBOLTI: VALUR OG KA LEIKA í EVRÓPUKEPPNINNI í DAG / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.