Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 B 3 AÐSENPAR GREINAR Alþjóða hand- knattleikur 0 og dómgæsla AÐ undanfömu hefur mikið verið rætt og ritað um dómgæslu og heiðarleika í al- þjóðlegum handknatt- leik. Umræðan hófst með grein Sigmundar Ó. Steinarssonar eftir tap Stjörnunnar íEvr- ópukeppni í Grikk- landi. Ræddi hann þar um heimadómgæslu sem og fleira varðandi Evrópusambandið, EHF, í handknattleik. M.a. kom fram í greininni að það væri út í hött að hafa ekki drátt í Evrópukeppni svæðisskiptan og sýndi það skiln- ingsleysi forystu Evrópusambands- ins sem sæti í fílabeinstumi í Vínar- borg. EHF var stofnað 17. nóvember 1991 í Berlín. Á stofnfundi var meðal annars samþykkt að allur dráttur í Evrópukeppi skyldi vera opinn. Rætt var um að draga í fyrstu umferðum svæðisskipt, en eftir nokkra umræðu var því hafn- að af aðildarlöndum m.a. vegna þess að menn vom ekki á eitt sátt- ir hvernig ætti þá að skipta í svæði og voru mjög óánægðir með hvern- ig IHF hafði dregið svæðisskipt. Það er því út í hött að áfellast stjórnendur EHF sem sitji úti i Vínarborg í meintum „fílabeinst- urni“ fyrir að ferðakostnaður í Evrópukeppni geti orðið hár. Ef félög vilja koma fram breytingum er nú tækifærið því þing EHF verð- ur haldið í Aþenu í Grikklandi í mars og hvet ég þau félög sem óska eftir því að fyrri háttur varð- andi drátt í riðla verði tekinn upp að hafa samband við skrifstofu HSÍ og koma sjónarmiðum sínum á framfæri svo forma megi tillögu um þetta efni og leggja hana fyrir þingið. Það atriði sem ég hef mest orðið fyrir vonbrigðum með eftir stofnun EHF, en helstu hvatamenn að stofnun þess var HSÍ undir forystu Jóns H. Magnússonar, fyrrverandi formanns, er hve illa hefur gengið að markaðssetja handknattleik fyr- ir sjónvarp í Evrópu. íþróttaefni í sjónvarpi í Evrópu hefur margfald- ast á undanförnum árum en því miður hefur handknattleikur að mestu farið varhluta af þeirri aukn- ingu. Þar tel ég að EHF hafi langt í frá staðið sig sem skyldi og þar eru möguleikar til að afla tekna til að greiða niður kostnað félaganna við þátttöku. Það er ljóst að dómgæsla í hand- knattleik er mjög erfið. í hand- knattleik er mikið af gráum svæð- um þar sem dómari þarf að meta á broti úr sekúndu hvort á að flauta eða ekki. Þetta býður að sjálfsögðu upp á að meira er um mistök hjá dómurum í handknattleik en öðrum boltaíþróttum, en að öllu jöfnu jafn- ar þetta sig út í heilum leik. Þetta veldur því einnig að áhorfendur í handknattleik geta haft áhrif á dómara, því það er erfitt fyrir þá að dæma á brot hjá heimaliðinu, sem þeir eru ekki 100% vissir um, ef 2-3 þús. öskrandi áhorfendur eru á bakinu á þeim. Með þessu er ég ekki að reyna að bera blak af þeim dómurum, sem dæmdu leik okkar gegn Rússum í Kaplakrika á dögunum, heldur aðeins að reyna að koma með skýringu á dómgæslu þeirra. Það er ljóst að þeir réðu engan veginn við þennan leik, enda var mikið í húfi fyrir bæði liðin, og þeir ekki vanir að dæma leik sem þennan. Þeir hafa þó dæmt í alþjóðleg- úm handknattleik til margra ára, og ættu því að vera sjóaðir í dómgæslunni, en greinilega ekki nóg til að ráða við leik með leikmönnum í hæsta gæðaflokki. Atriði eins og að reka út af í 2 mín. fyrir peysu- tog, þegar 2 mínútur eru liðnar af leik, er rétt samkvæmt regl- um, en mjög hæpið með tilliti til leik- stjómunar á öllum leiknum í heild, óg sýnir ekki vankunnáttu á reglum eða heimadómgæslu, heldur reynsluleysi og vankunnáttu á að hafa stjórn á jafn mikilvægum leik. Eftir að hafa farið nákvæmlega yfir leikinn á myndbandi verð ég að játa að aðeins hallaði á Rússa í dómgæslunni, en þó ekki þannig að það væri einhver rauður þráður í gegnum allan leikinn, því margir dómar voru einnig rangir gegn Það er ljóst að dóm- gæsla í handknattleik er mjöff erfíð, segir Gunnar K. Gunnars- son. I handknattleik er mikið af gráum svæð- um þar sem dómari þarf að meta á broti úr sekúndu hvort á að flauta eða ekki. okkur t.d. þegar hægri hornamaður Rússa skorar eftir að vera stiginn niður í teiginn. Það voru einmitt slík atriði, sem sannfærðu mig um, að það sem ég hef að framan sagt sé rétt, en ekki að það hafí verið einhver meðvituð ætlan dómaranna að dæma með íslendingum. Það er Ijóst að með óbreyttum reglum í handknattleik munum við áfram búa við það, að áhorfendur geta haft áhrif á dómara, og ef við ætl- um okkur að koma í veg fyrir það, verðum við að breyta leikreglunum og fækka gráu svæðunum. Það er einnig ljóst að það voru „strákarn- ir okkar“ sem sigruðu Rússa með fyrst og fremst góðum varnarleik, baráttumiklum og „taktískt“ vel útfærðum og það var alls ekkert súrt við frammistöðu þeirra á leik- vellinum. Til hamingju. Ummæli landsliðsþjálfarans í útvarpi eftir leikinn í Rússlandi voru í hæsta máta óviðeigandi. Ég fullyrði, að ekki er frekar samið um úrsíit milli liða í handknattleik en í öðrum íþróttagreinum. Að lokum ætla ég að vona að umijöllun og umræða um hand- knattleik verði jákvæðari í framtið- inn, en hún hefur verið á síðustu vikum, því það er ljóst að hand- knattleikur er eina hópíþróttin þar sem við eigum raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð og íþrótta- menn í fremstu röð eru einhver besta landkynning sem ísland get- ur fengið. Áfram ísland. Höfundur er varaforseti dómstóls Evrópusambandsins, EHF. Gunnar K. Gunnarsson KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA „Það væri gaman að fagna sigri“ - segirÁsgeir Elíasson landsliðsþjálfari sem stjórnar síðasta landsleik sínum að sinni í Búdapest URSLIT ÁSGEIR Elíasson stjórnar landsliðinu ísínum síðasta lands- leik að sinni gegn Ungverjum á Vasas-vellinum í Búdapest í dag. Það er mikill hugur í leikmönnum landsliðsins, sem hafa leikið undir stjórn Ásgeirs frá 1991, að kveðja hann á sem skemmtilegastan hátt — með sigri í lokaleiknum í Evrópu- keppni landsliða. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Búdapest Asgeir segir að leikurinn gegn Ungveijum leggist ágætlega í sig. „Ég veit að þetta verður erf- itt hjá okkur, þar sem Ungveijar hafa leikið vel hér í Búdapest í Evrópu- keppninni og við kannski ekki með alla leikmenn í toppi. Ef við leikum skynsamlega eigum við ágæta möguleika.“ Góður varnarleikur Ásgeir sagði að mikið byggðist á góðri vöm. „Varnarleikurinn verður að vera góður hjá okkur og síðan verðum við að vera fljótir fram þegar við vinnum knöttinn og nýta vel þau tækifæri sem við fáum. Þá verðum við að leggja áherslu á að halda knettinum vel. Ég geri mér grein fyrir því að Ungveijar koma til með að að pressa okkur mjög stíft fyrstu tutt- ugu mínútur leiksins og síðan aftur í seinni hálfleik og gefa okkur lít- inn tíma til að vera með knöttinn. Þá er það spurningin hvernig okk- ur tekst upp með að koma knettin- um fram völlinn og halda honum. Maður veit aldrei fyrirfram hvernig það gengur,“ sagði Ásgeir. Þegar Ásgeir var spurður um hvort leikurinn væri eitthvað frá- brugðinn, þar sem sem hann væri að stjórna liðinu í síðasta skipti að sinni, sagði hann að leikurinn væri ekki öðruvísi en aðrir. „Það væri að sjálfsögðu gaman að fagna sigri hér og enda þannig, leikurinn er landsleikur og leikmenn verða að hafa metnað til að sigra,“ sagði Ásgeir. „Vonandi náum við að kveðja Ásgeir með sigri“ Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðs- ins, segir að það sé hugur í leikmönn- um. „Vonandi getum við kvatt Ás- geir með sigri og stefnan verður sett á það hjá okkur. Við unnum Ungveij- ana síðast þegar við lékum hér í Búdapest undir stjóm Ásgeirs — 2:1 1992 — og ég vona að við getum endurtekið leikinn. Ég skoraði síðast gegn Ungveijum heima í 2:1 sigur- leik í sumar og það væri ekki slæmt að endurtaka það. Ungveijar koma örugglega grimmir til leiks og ætla sér sigur. Þeir hafa tapað þremur leikjum í röð gegn okkur og hugsa okkur öragglega þegjandi þörfina. Við náðum okkur ágætlega á strik gegn Ungveijum á Laugardalsvellin- um, þegar við urðum marki undir, en náðum að snúa leiknum okkur í hag. Við eigum ekki að þurfa að óttast Ungveija, heldur verðum við að einbeita okkur að því að hafa okkar leik í lagi og gefa all- an þann kraft sem við eigum í leikinn. Þá eigum við góðan mögu- leika á að ná góðum úrslitum. Leikmenn eru vel stemmdir fyrir leikinn, sem er síðasti leikur tíma- bilsins fyrir marga og leikmenn eru staðráðnir í að standa sig,“ sagói Guðni Bergsson. UNGVERJALAND ÍSLAND í# Vináttulandsleikur 1988 í Búdapest: Ungverjaland - íslaiíd HM keppnin 1992 íBúdapest: Ungverjaland - ísland 1:2 ^ ~ Þontaldur Örlygsson*- Hörður Magnússon HM keppnin S 1992 ÍVac: U 21 Ungverjal. - ísland 3:2 /V Bjarki Gunnlaugsson ' \ Arnar Gunnlaugsson m.....* Leikir íslenskra félags- iiða í Ungverjalandi 1965 Evrópukeppni meistaraliða: erencvaros - Keflavík 9:1 Jón Jóhannsson 196 Evrópukeppni meistaraliða: áT^Valur 6:0 Vasas-Valur 5:1 Hermann Gunnarsson 983 Evrópukeppni meistaraliða: Györ - Víkingur 2:1 Jóhann Þorvarðarson 1988 UEFA - keppnin: Ujpest Dozsa - ÍA 2:1 Karl Þórðarson 1993 UEFA - keppnin: MTK - KR 0:0 W Eg truði þessu ekki „ÉG trúði ekki mínum eigin aug- um, þegar dómarinn kom með rauða spjaldið upp úr bijóstvas- anum. Eg var að taka á móti knettinum — var með bakið í leik- manninn og sneri mér við til að taka við knettinum, en um leið beygði Ungveijinn höfuðið niður, þannig að ég sparkaði í andlit hans. Það var Ungveijinn sem snýndi háskaleik, þegar hann beygði sig,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, sem fékk að sjá rauða spjaldið eftir 40 mín. leik. Gunnlaugur Jónsson var rekinn af leikvelli á 78. mín. fyrir brot Eiður Smári Guðjohnsen á Ungveija. Dómararnir þóttu mjög harðir og þá sérstaklega þar sem þeir félagar höfðu ekki brotið af sér áður. Landsliðsþjálfarinn og eftirmaður hans ÁSGEIR Elíasson til hægri stjórnar landsliðinu í síðasta sinn í dag en eftir leikinn tekur Logi Ólafsson við stjórninnl. Gunnar sá ekki það sem hann leitaði að GUNNAR Gíslason, fyrrum landsliðsmaður og þjálfari hjá Hác- ken, sagðist ekki hafa séð þá leikmenn sem hann leitar að í leik ungmennaliðs Sslands og Ungveijalands. „Það voru tveir leik- menn sem léku mjög vel, en því miður eru þeir samningsbundn- ir öðrum liðum í Evrópu,“ sagði Gunnar og átti hann við Eið Smára Guðjohnsen, sem leikur með Eindhoven, og Helga Sigurðs- son, sem er leikmaður hjá Stuttgart. Dómarinn f hlutverki skemmdawargsins" »1 Ungverjaland - Ísland3:1 I'erencvaros-leikvöllurinn í Búdapest, For- keppni Ólympíuleikanna, fóstudagur 10. nóv- ember 1995. Mörk Ungveijalands: Tomas Sáudor 2 (43., 89.), Károly Szanuó (65. - vítasp.) Mark íslands: Tryggvi Guðmundsson (13.). Gul spjöld: Guðmundur Benediktsson, Tryggvi Buðmundsson, ásamt fjórum Ungveijum. Rautt spjald: Eiður Smári Guðjonsen (40.) og Gunnlaugur Jónsson (78.), ásamt einum Ung- veija (65.). Dómari: Amand Ancion frá Belgíu, sem var afspymulélegur og taugaveiklaður. Á ekki að hafa réttindi til að dæma alþjóðlegan leik. Áhorfendur: 17.540. Lið íslands: Atii Knútsson, Brynjar Gunnars- son, Auðun Helgason, Pétur Marteinsson, Gunnlaugur Jónsson, Hermann Hreiðarsson, Sigurvin Ólafsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tryggvi Guðmundsson, Guðmundur Benedikts- son (Steingrímur Jóhannesson 73 mín.), Helgi Sigurðsson (Sigurbjöm Hreiðarsson 46. mín.). BELGÍSKUR taugaveiklaður dómari að nafni Amand Ancion skaust heldur betur fram í sviðsljósið fyrir framan 17.540 áhorfendur á Ferencvaros-leikvellinum í Búdapest f gær og taldi réttast að hann ætti að vera í aðalhlutverkinu. Ancion rak tvo íslenska leik- menn, Eið Smára Guðjohnsen og Gunnlaug Jónsson, af leikvelli og einnig ungverskan leikmann, sem fékk að sjá sitt annað gula spjald þegar hann var of fljótur á sér og hljóp inn í vítateig, þeg- ar Ungverjar fengu vítaspyrnu og Karoly Szanyó skoraði. Eftir að Ungverjinn var farinn af leikvelli, varð Szanuó að endurtaka spyrn- una. Bæði Ungverjar og íslendingar hristu höfuðið þegar farið var að ræða um þátt dómarans. „Það er sorglegt að sjá dómara skemma knattspyrnuleik,11 sagði gamli knattspyrnukappinn Pusk- as eftir leikinn, sem Ungverjar unnu, 3:1. Aðeins 22 lið standa ÍA framar í Evrópumótum Aeins 22 lið eru með betri árangur en ÍA í Evrópumótunum í haust en Skagamenn era í 71. sæti þegar árangur í deild, bikar og Evrópu er reiknaður saman. íslandsmeistararnir fá ekkert stig fyrir bikarkeppnina, 23.591 stig fyrir deildina og 45.000 stig fyrir Evrópukeppnina, eða sam- tals 68.591 stig. Þetta kemur fram í þýska íþróttablaðinu Kickerí fyrradag, þar sem birtur er listi yfir 100 bestu knattspyrnulið Evrópu eins og staðan er nú að ákveðnum forsendum gefnum. Aðeins tvö félög á listanum, Leverkus- en (10.076 stig) og Rosenborg (6.166), fá stig fyrir bikarkeppni. ítölsk félög eru í þremur efstu sæt- unum. AC Milan er á toppnum með 135.754 stig fyrir deild og 60.000 fyr- ir Evrópukeppni eða 195.754 stig sam- tals. Juventus kemur næst með 186.797 stig (111.797 fyrir deild og 75.000 fyrir Evrópukeppni). Parma er í þriðja sæti með 185.754 stig (135.754/50.000). Önnur félög fyrir ofan ÍA í Evrópukeppni eru PSG í Frakklandi með 50.000 stig, Barcel- ona, Spáni (60.000), Ajax, Hollandi (62.500), Gladbach, Þýskalandi (65.000), Spartak Moskva, Rússlandi (75.000), Iæns, Frakklandi (50.000), Benfíca, Portúgal (50.000), Eindho- ven, Hollandi (50.000), Betis, Spáni (60.000), Real Zaragossa, Spáni (65.000), Deportivo La Coruna, Spáni (55.000), Dynamo Moskva, Rússlandi (50.000), Lyon, Frakklandi (60.000), Feyenoord, Hollandi (55.000), Olymp- iakos, Grikklandi (50.000), Bordeaux Dynamo Kiev, Úkraínu Legia Varsjá, Póllandi og Bröndby, Danmörku (46.667), (75.000), (54.167), (45.557). Fyrir neðan ÍA á samanlögðum lista eru m.a. Steaua Búkarest, Valencia, Montpellier, Everton, Celtic, Bari, Sporting Gijon, Sevilla, Glasgow Ran- gers, Rosenborg, Galatasaray, Stuttg- art, Karlsruhe og Omonia á Kýpur sem er í 100. sæti með 26.663 stig fyrir deild og 30.000 fyrir Evrópukeppni, eða samtals 56.663 stig. Hörður Helgason, þjálfari ung- mennaliðsins, sagði að dóm- arinn hefði hreinlega rústað leiknum og hann hefði verið í hlutverki ■■■■■■ skemmdarvargsins. Sigmundur Ó. ..Ég hef verið þjálf- Steinarsson ari í 21 landsleik og skrifar frá auk þess stjómað liði Búdapest j fjórtán Evrópu- leikjum. Ég hef aldrei kynnst ann- arri eins dómgæslu og sást hér og maður veit varla hvort maður á að hlæja eða gráta. Hér var skemmdar- verk framið,“ sagði Hörður, sem var ánægður með leik strákanna í fyrstu, eða þar til Eiður Smári Guðjohnsen var rekinn af leikvelli af óskiljanlegum ástæðum á 40. mín., er staðan var 0:1 fyrir ísland. Það var mjög góð barátta hjá strák- unum, en þeir misstu tempóið þegar Eiður Smári fór af leikvelli og síðan voru þeir aftur að komast inn í leik- inn þegar Ungverjar vora yfir, 2:1, og þeir búnir að missa leikmann af velli. Þá var Gunnlaugur rekinn af leikvelli, við reyndum hvað við gát- um til að jafna, við það að sækja riðlaðist varnarleikurinn hjá okkur, Ungverjar fengu nokkur góð tæki- færi, náðu að nýta eitt þeirra og skora þriðja mark sitt,“ sagði Hörð- ur. Mikill áhugi Geysilegur áhugi var fyrir leikn- um, sem hafði mikla þýðingu fyrir Ungverja í keppninni að komast með lið sitt á Ólympíuleikana í Atl- anta 1996. 17.540 áhorfendur voru á leikvellinum og hafa ekki svo margir áhorfendur verið á leik ung- mennaliðs íslands. Stemmningin var mikil, en Ungveijar fengu óvænt kjaftshögg á 13. mín., þegar Tryggvi Guðmundsson opnaði leik- inn með skoti úr vítateig. Brynjar Gunnarsson tók þá aukaspyrnu úti á hægri kantinum og sendi háa sendingu fyrir mark Ungveija. Markvörðurinn Szabolcs Sáfár stökk upp til að handsama knöttinn, en missti hann klaufalega frá sér, þannig að Tryggvi átti ekki í erfið- leikum með að senda knöttinn í mannlaust markið. Eftir markið sóttu Ungveijar meira, en án þess að skapa sér góð marktækifæri. Aftur á móti fékk Guðmundur Bene- diktsson gott tækifæri til að bæta marki við, en honum brást bogalist- in. Það var svo á 40. mín. sem dóm- arinn, sem hafði sýnt tveimur leik- mönnum íslands, Guðmundi Bene- diktssyni og Tryggva Guðmunds- syni, gula spjaldið, setti mark á leik- inn og hreinlega skemmdi hann þegar hann rak Eið Smára Guðjo- hnsen af leikvelli, eftir að hann hafði spyrnt í höfuðið á Ungverja, sem beygði sig niður til að skalla knöttinn um leið og Eiður Smári sneri sér við til að spyrna knettin- um. Þegar tvær mín. voru eftir af fyrri hálfleik sofnuðu islensku varn- armennimir á verðinum, sem Tamás Sáudor nýtti sér og skoraði af stuttu færi. Ein breyting var gerð á íslenska liðinu í leikhléi, Helgi Sigurðsson, sem var með þrautir í maga, fór af leikvelli og í hans stað kom Sig- urbjörn Hreiðarsson. Ungveijar héldu áfram að sækja og þeir fengu vítaspyrnu á 65. mín., þegar Auðun Helgason felldi Tibor Dombi innan vítateigs. Karoly Szanyó skoraði úr vítaspyrnunni, sem varð að end- urtaka þegar einn ungversku leik- mannanna hljóp of snemma inn í vítateig og var hann rekinn af lei- kvelli, þar sem hann fékk sitt annað gula spjald, en belgíski dómarinn sýndi fjórum leikmönnum Ungveija- lands gula spjaldið í upphafi seinni háifleiksins. Strangur dómur Dómarinn var síðan aftur á ferð- inni á 78 mín. er hann rak Gunn- laug Jónsson af leikvelli fyrir brot á Ungveija. Þetta var strangur dóm- ur þar sem Gunnlaugur hafði ekki gerst brotlegur áður. íslendingar voru aftur orðnir einum færri og þrátt fyrir það reyndu þeir að jafna, en um leið opnaðist vörnin og Ung- veijar fengu þijú guilin tækifæri til að skora. Atli Knútsson sá við þeim og varði þrisvar meistaralega, en hann gat síðan ekki komið í veg fyrir að Sáudor skoraði sitt annað mark með skalla og þriðja mark Ungverja, sem fögnuðu sigri, 3:1. Fögnuður Fögnuður Ungveija var geysileg- ur eftir leikinn og lengi eftir að honum lauk voru áhorfendur í sæt- um sínum til að fagna sínum mönn- um, sem hlupu fagnaðarhring um völlinn, þess á milli sem þeir tóku nokkur lauflétt fögn að hætti Eyja manna, t.d. skriðu þeir allir í ein- faldri röð um völlinn við mikinn fögnuð áhorfenda. Ungveijar urðu sigurvegarar i riðlinum og eiga góða möguleika á_ að tryggja sér rétt til að leika á Ólympíuleikunum í At- landa næsta sumar. Blak 1. deild karla ÍS-KA.............................3:0 (15-4, 15-8, 15-13). HK - Þróttur N....................3:0 (15-12, 15-10, 15-3). Handknattleikur 2. deild karla ÍH - Ármann.....................26:13 1. deild kvenna ÍBA - Víkingur..................12:34 Körfuknattleikur 1. deild karla Snæfell - Reynir...............134:75 1. deild kvenna Njarðvík - Keflavík.........'...56:69 ISuzzette Sargent var stigahæst hjá Njarð- vík með 20 stig en Björg Hafsteinsdóttir gerði 20 fyrir Keflavík. NBA-deildin Leikir aðfaranótt fimmtudags: Cleveland - Chicago............88:106 - Michael Jordan 29, Scottie Pippen 18. New York - Indiana.............103:95 Derek Harper 22, Charles Smith 21. Dailas - MUwaukee..............104:94 Jamal Mashburn 27, Jason Kidd 22. Golden State - Atlanta........121:125 Steve Smith 28, Andrew Lang 20 - Grant Long 17. Íshokkí NHL-deildin Boston - Ottawa...................4:3 Florida - Edmonton................2:1 Philadelphia - Calgary............3:1 Chicago - Vancouver...............5:2 Colorado - Dallas.................1:1 Knattspyrna Hansa Rostock - Bayem Miinchen....0:0 Uerdingen - Kaiserslautem.........1:1 Hamburg - Borassia Dortmund.......2:2 Efstu lið Borussia Dortmund..13 8 Bayern Múnchen.....13 9 1 Gladbach...........12 8 1 HansaRostock.......13 4 7 Hamburg............13 3 8 VfB Stuttgart..:...12 4 5 Bayer Leverkusen...12 3 7 WerderBremen.......12 3 7 Schalke............12 3 6 Uerdingen..........13 2 8 Karlsruhe..........12 3 5 Frankfurt..........12 3 4 1 34:18 28 3 28:18 28 23:17 25 22:17 19 21:18 17 27:25 17 15:11 16 15:15 16 13:16 15 11:11 14 15:18 14 23:25 13 UMHELGINA Handknattleikur Laugardagur: Evrópukeppni bikarhafa KA-hús: KA - VSZ Kosice..........kl. 17 Evrópukeppni meistaraliða Hlíðarendi: Valur-Braga..........kl. 18 Sunnudagur: 2. deild karla: ísafiörður: BÍ-Þór............kl. 13.30 Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS-Höttur.............kl. 17 ísafjörður: KFÍ-ÞórÞorl.......kl. 13.30 Selfoss: Selfoss - Stjaman.......kl. 16 1. deild kvenna: Sauðárkr.: Tindastóll - KR.......kl. 16 Smárinn: Breiðabl. - UMFG.....kl. 16.30 Sunnudagur: Úrvalsdeild kl. 20.00: Grindavík: UMFG - Skallagrímur Keflavík: Keflavík - ÍR Sauðárkrókur: Tindastóll - UMFN Seltjarnames: KR - ÍA Strandgata: Haukar - Breiðablik Valsheimili: Valur - Þór Ak. 1. deild kvenna: Seljaskóli: ÍR-Valur.............kl. 18 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennarahásk. ÍS - ÍA.............kl. 20 Blak Laugardagur: 1. deild karla: Hagaskóli: Þróttur-ÞrótturN......kl. 14 Ásgarður: Stjaman - KA...........kl. 16 I. deild kvenna: Víkin: Víkingur-HK...............kl. 14 Tennis Evrópukeppni landsliða í tennis verður i Tennishöliinni I Kópavogi um helgina. ís- land er í riðli með Lúxemborg, írlandi og Danmörku. Keppni hefst báða dagana kl. II. 00 Júdó Islandsmótið í sveitakeppni í júdó fer fram í (þróttahúsinu Austurbergi í dag og hefst keppni kl. 13.30. Úrslitaglímur verða um kl. 16.00. Keppt er í karlaflokki og U-21s árs flokki karla. Skylmingar íslandsmótið í japönskum skylmingum, Kendo og Iaido, fer fram í þriðja sinn á morgun, sunnudag, í íþróttahúsi Lauganes- skóla kl. 15.00. Kendo og Iaido hefur verið stundað á íslandi frá 1984. íþróttir fatlaðra Reykjavíkurmót fatlaðra í boccia, borðtenn- is, fijálsíþróttum, sundi og lyftingum fer fram um helgina. í fþróttahúsi Hlíðarskóla verður keppt í fijálsíþróttum frá kl. 11.20 í dag. Sundið fer fram í Sundhöllinni á morgun og hefst kl. 15, boccia í Laugardals- höll í dag kl. 10.00, lyftingar í íþróttahúsi ÍFR við Hátún kl. 15 í dag og borðtennis og bogfimi á sama stað kl. 12 og 17. Sund Garpamót sundeildar Ármanns verður i Sundhöll Reykjavíkur í dag og hefst kl. 14. Borðtennis Borðtennismót KR verður í Hampiðjuhúsinu á morgun, sunnudag. Keppni hefst kl. 11.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.