Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 B 3 mér fyrir úðanum þótt þess þurfi ekki. Mamma stendur yfir mér með hönd á mjöðm, í köflóttu ull- arbuxunum, ferðbúin með gamla bakpokann. Mamma af hveiju hjálparðu mér ekki frekar en að vera á hælunum á mér? Ég get þetta ekki. Mig langar ekki að vera til svona lítil og ljót, ég kann ekki að lifa, ég vildi að ég hefði ekki fæðst, og svo lætur þú mig ekki í friði. Hvernig ferðu að því að vera svona vond? Tala þú varlega Harpa litla. Sjálf ertu vond. Þú sýnir mér enga samúð og greyið ég sem dó fyrir aldur fram. Það eru tiu ár síðan, mamma, heill áratugur. Auðvitað var þetta áfall fyrir þig, ég viðurkenni það, en er ekki mál til komið að þú takir þig saman í andlitinu og reynir að komast yfir það. Áfall fyrir mig að deyja, þú ert fyndin væna. Tímamót ó kei. Þú ættir að taka að þér að skrifa minningargreinar fyrir fólk. Mamma hlær þurrlega og fær hóstakast. Gleymdirðu rettunum? Því pú- arðu ekki framan í mig eins og þú ert vön á þessu flandri þínu um ísland? Þetta er örugglega ólöglegt. Ertu með passa? Mamma horfir á mig hissa og hættir í miðjum hósta. Veistu það mamma, að eftir Steinunn segir að bókin fjalli ekki beinlínis um unglinga- vandamálið. „Ég er hins vegar mjög hissa á því að það skuli ekki hafa verið fjallað meira um afdrif unglinga í hinum svoköll- uðu siðuðu þjóðfélögum í sam- tímaskáldskap okkar, það geta verið stærstu harmleikir okkar tíma. Áður en ég byrjaði að skrifa bókina fyrir fimm árum vissi ég að sjálfsmorð ungra manna hér á landi væru mjög algeng og jafnvel algengari en annarsstaðar en þá var ofbeldið sem viðgengst í samfélagi ungl- inganna ekki orðið jafnmikið og nú, eða ekki jafnsýnilegt. Og ég vil bara benda á að það er ein- hver ástæða fyrir þessu, svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.“ Allar aðalpersónur bókarinn- örfáa klukkutíma kemst allt upp. Ég er á leiðinni að spyija Dýrfinnu undan hveijum ég er. Og þá kemst upp um þig og þitt lauslæti. Þér ferst. Þú ert nú þegar búin að sofa hjá fleiri mönnum en ég mun nokkurn tímann komast yfir að gera. Hvað varstu til dæmis að gera í nótt? Eg er frí og fijáls. Ég þarf ekki að standa neinum reikningsskil minna gerða. Að heyra í henni. Við skulum sættast mamma þó það sé of seint. Ég held að við hefðum orðið vinkonur á endanum ef tíminn hefði leyft. Það væri kannski orðið sæmilegt á milli okkar ef þú hefðir ekki dáið svona eins og asni. En þú sérð hvernig þetta er, þú flækist fyrir mér og við erum enn að rífast. Mamma fiskar snjáða grænköfl- ótta brúsann úr bakpokanum og hellir kaffi í plastmál. Ég fæ mér slurk og þetta er sama vonda Bragakaffið, en ég vil ekki móðga hana með því að setja út á það, og nota plastmálið til þess að hlýja mér á höndum. Lubbi er allt í einu kominn upp að síðunni á mér og geltir lágt. Er þetta ekki hann Lubbi, segir mamma. Fjúff, segir hann. Ein í ömmulundi með aflóga hundi og aldauðri móður. Er hægt að vera meiri einstæðingur en það? ar eru konur en Steinunn segist ekki vilja flokka hana sem kvennabók. „Ég vil auðvitað ekki íþyngja bókinni með neinni greiningu og þá allra síst með einliverju sem gæti flokkast undir sjúkdómsgreiningu. Það varð bara ekki umflúið að hafa aðalpersónur bókarinnar kven- kyns því þetta er saga um móð- ur og dóttur. Og ég get heldur ekki útskýrt það hvers vegna mæðgurnar ferðast með vin- konu sinni austur en ekki ein- hverjum kalli. Það hefði verið hugsanlegt en það varð ekki þannig. Ég vil þó ekki meina að þetta sé alveg karlmannslaus bók. Og ég má líka til með að nefna að þeir karlar sem hafa lesið bókina yfir hafa ekki síður haft gaman af henni en konurn- ar sem það hafa gert.“ Valdimar Jóhannsson Gylfi Gröndal Bókaútgefandi og stjórnmálamaður ÉG skrifaði mig í tugthúsið, endur- minningar Valdimars Jóhannssonar bókaútgefanda eftir Gylfa Gröndal eru komnar út. Valdimar Jóhannsson hefur lifað viðburðaríka ævi. Á hemámsárunum lenti hann ungur ritstjóri eigin blaðs í ónáð hjá Bretum vegna skrifa sinna, var dæmdur fyrir landráð og sat í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. I kýnningu segir: „Valdimar ólst upp við fátækt og einangrun íslenska bændasamfélagsins. Þrátt fyrir berklaveiki tókst honum að bijótast til mennta, hann var kennari og blaðamaður um skeið, en haslaði sér síðan völl sem bókaútgefandi. Andúð hans á her og vopnuðu valdi endur- speglast í stofnun og störfum Þjóð- varnarflokks íslands, en hann var fyrsti formaður hans.“ Höfundur bókarinnar, Gylfi Gröndal, er reyndur ævisagnaritari. Hann hefur m.a. ritað ævisögur allra fyrrverandi forseta íslands og síðasta viðtalsbók hans um Eirík skipherra hlaut mikið lof gagnrýnenda og varð metsölubók. Útgefandi er Forlagið. Ég skrifaði mig í tugthúsið er 270 bls. Bók- arkápu hannaði Grafít hf. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og kostar 3.880 kr. Sögur af undarlegu fólki ÚT ERU komnir Hól- manespistlar eftir Stef- án Sigurkarlsson. Þorp- ið Hólmanes, skraut- legt og dularfullt mannlífið þar, er við- fangsefni bókarinnar. Brugðið er upp mynd- um úr hundrað og fimmtíu ára sögu þorps sem gæti verið hvaða íslenskt þorp sem er. „Faktorshúsið, þar sem heldra fólkið býr eða hittist, er mið- punktur þorpsins og íbúum þess ótæmandi efni hvers kyns heila- brota. í því glæsta húsi er nefnilega allt fínt og Stefán Sigurkarlsson fágað að sjá en það geymir h'ka sögur sem margar hveijar þola illa dagsbirtu", segir í fréttatilkynningu. í þessari fyrstu sagnabók sinni segir höfundurinn sögur af undarlegu fólki og at- burðum en um leið er hann að rekja mannlífs-, menningar- og bygging- arsögu þorps. Útgefandi er Mál og menning. Bókin Hólma- nespistlar er 138 bls., unnin í G. Ben. - Edda prentstofa hf. Kápuna gerði Sigurborg Stefáns- dóttir. Verð 2.980 kr. Vertu þú sjálfur BOKMENNTIR Skáldsaga K/K KEFLAVÍKURDAG- AR/KEFLAVÍKURNÆTUR eftir Lárus Má Björnsson. Mál og menning, 1995 - 223 bls. UNGLINGSÁRIN eru ár vænt- inga og drauma en einnig ár óvissu og öryggisleysis. Um slíkt efni fjallar nýútkomin unglingasaga, K/K Keflavíkurdagar/Keflavíkurnætur eftir Lárus Má Björnsson. Höfund- urinn er áður kunnur fyrir ljóð sín og ljóðaþýðingar og þessi nýja skáld- saga er myndarleg fjöður í hatt hans. Það hefur verið talin nokkuð væn- leg formúla í ritun unglingabóka að spinna spennandi söguþráð í kring- um afbrot, ást og kynlíf, hin helgu vé unglingsáranna, og vissulega eru þessi umfjöllunarefni fyrir hendi í sögu Lárusar. En hvorki þau né söguþráðurinn eru efst í huga höf- undarins. Raunar væri með nokkrum rökum unnt að gagnrýna það hversu litla rækt hann leggur við söguflétt- una og spennu í frásögninni þar sem hér er um unglingasögu að ræða. Þess ber þó að gæta að það sem á skortir spennu og hraða í frásögn bætir höfundur upp með góðri lýs- ingu á Ólafi Bjarka, aðalpersónunni, og innra lífi hans en K/K er fyrst og fremst þroskasaga þessa pilts. Hann er jafnframt sögumaður sögunnar en það val á sjónarhorni gerir höfundi kleift að veita okkur innsýn í huga hans með sjálfs- skoðun og innra eintali. Ólafur Bjarki er fimmtán ára piltur í Keflavík og í tíunda bekk grunnskólans. Hann býr hjá föður sín- um og stjúpmóður og er sambandið við þau en einkum þó stjúpmóðurina nokkuð stirt. Hann hefur átt við einelti og námsvanda að stríða og er í sérdeild. Sjálfsmynd hans er í molum. í sér- deildinni kynnist hann Ara Frey, sér- kennara, sem er jafnframt listamað- ur og skapandi i hugsun. Þeir verða vinir og kynnin við Ara víkka út sjón- deildarhring Ólafs og hjálpa honum til að komast til nokkurs þroska. Verulegur hluti bókarinnar snýst um samskipti þeirra vinanna en jafn- framt er dregin upp skýr mynd af félögum Ólafs í sérdeildinni, fjöl- skyldu hans og kunningjum. Lárusi Má tekst býsna vel að tengja ýmis umræðu- efni við þroskaferil Ói- afs án þess þó að préd- ika eða velta sér upp úr þeim: Leitin að sjálf- símynd og fyrirmynd- um, áfengis- og vímu- efnaneysla, sundruð íjölskyldumynd, einelti, ofbeldi, sifjaspell en einnig fyrsta kynlífs- reynslan,. ástin og vin- áttan. Állt eru þetta efni sem Lárus Már fjallar um opnum huga og þótt hann kryfji málefnin ekki beinlínis til mergjar leitast hann við að varpa ljósi á ranghugmyndir og fordóma sem tengjast þeim. Hann hefur bersýni- lega reynslu af starfi með unglingum og talar þeirra mál. Boðskapur hans er einfaldur og uppbyggilegur í þá veru að menn eigi að treysta sjálfum sér, þekkja sjálfa sig og vera þeir sjálfir. Þvi sýnist mér að bókin sé kjörið tilefni til umhugsunar og um- ræðu um þessi mál, jafnt á heimilum sem í skólum, enda er sagan auðlæsi- leg og skemmtileg. Stíll bókarinnar er lipur og vel við hæfi. Lárus notar víða málfar ungl- inga með slangurorðum þeirra og orðaleppum ýmiss konar. Þar að Lárus Már Björnsson auki dregur hann inn í bókina hug- tök og viðfangsefni æskulýðsmenn- ingarinnar, kvikmyndir, körfubolta, rokk, rapp og hardcore svo að eitt- hvað sé nefnt. Eigi að síður er mál- notkun hans nákvæm og yfirveguð. Honum tekst að setja gildi æskulýðs- menningarinnar í víðara samhengi menningararfsins og heimsmenning- arinnar og komast þannig hjá allri lágkúru. Stundum verður textinn Ijóðrænn og glæsilegur: „Nú er sum- arið að koma. Og ég finn furðu áþreifanlega að allt er undir mér sjálfum komið; framhaldið, þetta óra- langa líf sem er ennþá bara grunur um líf... Ég veit að enginn annar stígur í fætur mína þegar ég geng. Enginn annar myndar orð mín þegar ég tala. Enginn annar stýrir penna minum þegar ég skrifa. Og þegar mig dreymir eru það mínir draumar ... einskis annars ... Nema ég sé sjálfur þessi annar sem fylgir mér hvert fótmál." (s. 222). K/K er vönduð unglingasaga þar sem tekið er á ýmsum málefnum ungs fólks. Hún er skrifuð af þekk- ingu á lífí unglinga sem eiga á ein- hvern hátt í erfiðleikum í lífinu. Hún hefur töluvert uppeldisgildi og þó að höfundur leggi ekki aðaláherslu á spennandi söguþráð er sagan skemmtileg aflestrar auk þess sem hún er vel skrifuð. Skafti Þ: Halldórsson Nýjar bækur • FLEIRIgamlar vísur handa nýjum börnum er komin út. Guð- rún Hahnesdóttir bókasafnsfræð- ingur hefur valið í bókina gamlar vísur, þulur og kviðlinga sem hún hefur fundið í ýmsum prentuðum og óprentuðum-heimildum og fórum fólks sem geymdi efnið í minni sér. Guðrún hefur einnig myndskreytt vísurnar og er hver vísa felld inn í litprentaða teikningu. Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum er sjálfstætt framhald af bókinni Gamlar vísur handa nýjum börnum, sem kom út í fyrra. Bók- inni voru veitt verðlaun fyrir útlit og hönnun, bæði af Barnabókaráð- inu og af Samtökum iðnaðarins. Útgefandi erForlagið. Fleiri gamlar vísurhanda nýjum börnum er36 bls., prentuð íPrentsmiðjunni Odda hf. ogkostar 1.390 kr. • ÚT ER komin bókin Ferð til fortíðar eftir Ólaf Ásgeir Stein- þórsson sem búsettur er í Borgar- nesi en ólst upp í Bjameyjum og Flatey um miðja öldina. Ferð til fort- íðar er persónu- leg frásögn Flateyings á miðjum aldri, uppriijun og sögubrot mest- an part frá fimmta áratug þessarar aldar. Þótt Flatey sé aðalsögusviðið koma aðrar eyj- ar á Breiðafirði einnig rikulega við sögu. Og það er líka sagt frá fólki úr sveitunum við Breiðafjörð; Barðaströnd og Reykhólasveit. í kynningu segir: „Við Breiða- fjörð hefur löngum verið lifað merkilegu mannlífi. Þar voru skrítnir karlar og kerlingar sögu- efni í lifenda lífi, þar urðu krakkarn- ir kynngimagnaðir af eggjaáti og náttúrudýrkun. Þar skartar landið sínu fegursta og um aldir hefur mannlíf þrifist á sjávarfangi og út- sjónarsemi eyjafólks. Og Breiðfirð- ingar hafa löngum reynt að rækta blómlegt menningarlíf. í fjörunni gjálfrar sagan með öldum við stein.“ Útgefandi er Þjóðsaga. MikiII fjöldi mynda prýðir bókina sem er 208 bls., prentuð íOdda. • ÚT er komin bókin Dómarí Vátryggingamálum 1920-1994 eftir Arnljót Björnsson hæstarétt- ardómara. Bókin er þriðja útgáfa höfundar af dómaskrám á þessu sviðien önnur útgáfa kom út árið 1983. í þessari útgáfu hefur nýjum dómum verið bætt við en dómum sem ekki hafa lengur raunhæft gildi vegna réttarþró- unar sleppt. Bókin skijptist í tvo þætti. I fyrri þættinum eru reifaðir dómar þar sem reynt hefur á ákvæði laganna. I síðari þætti bók- arinnar eru dómarnir síðan flokkað- ir eftir einstökum greinum vátrygg- inga. I bókarlok eru ítarlegar skrár yfir lög, dóma og atriðisorð. Útgefandi er Bókaútgáfa Orat- ors. Bókin er 180 bls. Verð bókar- innar ér 3.300 krónur. • OBLADÍ Oblada heitir saga fyrir börn sem nýlega kom út. Þar segir frá Önnu Lenu sem er ellefu ára, systkinum hennar og fjölskyldu. Oft er fjör í litla húsinu þeirra og systkinin æfa handbolta og fótbolta af kappi. Anna Lena er líka áhuga- söm um lærdóminn og vinkonur á þessum aldri sjá alltaf spaugilegar hliðar á tilverunni. Höfundurinn er Bergljót Hreinsdóttir, ung fóstra, og er þetta fyrsta bók hennar. Útgefandi erMál og menning. Anna Valsdóttir myndskreytti bók- ina sem erl60 bls. ogkostar 1.490 kr. Arnyótur Björnsson Ólafur Ásgeir Steinþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.