Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR Morgunblaðið/ívar BYRJENDAHÓPURINN í Tae Kwon Do hjá Fjölni, efri röð f.w.: Tinna Halldórsdóttir, Loftur Þórar- insson, Heiðar Þór Jónsson, Ágúst Sveinbjörn Jónsson, Eggert G. Þorsteinsson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Aðalstelnn Janus Sveinjónsson, Örvar Karlsson og Einar Karl Axelsson. Fremri röð f.v.: Hafrún Slgurðardóttir, Guðrún Karlsdóttir, Guðbergur Svansson, Anna Þorhallsdóttir, Victor Pálsson, Davíð Lúðvíksson og fremst er Brynjar Örn Sveinjónsson. Skylmingar Það mættu vera fleiri á æfingum Skylmingar hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi á síð- ustu árum og nýlega var keppt á íslandsmóti fullorðinna. í hléi sýndu fjórir ungir skylminga- drengir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur listir sínar í keppni með höggsverði. Þar varð Amar Sigurþórsson hlutskarpastur, sigr- aði alla andstæðinga sína, Hróar Húgósson sigraði í tveimur viður- eignum, Andri Kristinsson hafði betur i einni en Óskar Vasgdal Guðjónsson varð að lúta í lægra haldi fyrir fyrrgreindum þremenn- ingum. „Okkur þykja skylmingar mjög skemmtilegar og æfum enga aðra íþrótt,“ sögðu þeir í samtali við Morgunblaðið. Reyndar sagðist Óskar vera að læra á fiðlu og Andri kvaðst vera í pínanónámi. „Andri var að æfa skylmingar og spurði mig hvort ég vildi ekki byija að æfa líka og ég ákvað því að prófa og þykir gaman,“ sagði Arn- ar. Þeir sögðust æfa tvisvar til þrisvar í viku og hafa gert það í tvö ár undir leiðsögn Búlgarans Nikolay Mateev og líkaði þeim vel við hann. „Það eru sjö ti! átta á okkar aldri sem æfa að staðaldri, en það mættu alveg vera fleiri,“ sögðu þeir snáðar að lokum. Vaxandi áhugi á Tae Kwan Do KÓRESKA sjálfsvarnaríþróttin Tae Kwan Do hefur átt vaxandi fylgi að fagna á meðal yngri kynslóðarinnar á síðustu misserum og hafa framfarir verið miklar. Skemmst er að minnast þess að í vor eignuðust íslendingar sinn fyrsta Norðurlandameistara í þessari íþrótt þegar Björn Þ. Þorleifsson kom, sá og sigraði á Norðurlanda- mótinu. Hjá Fjölni í Grafarvogi er starfandi sérstök deild þar sem rúmlega þrjátíu einstaklingar æfa Tae Kwan Do reglulega. Tae Kwon Do sjálfsvamaríþrótt ættuð frá Kóreu og byggir á tvö þúsund ára hefð, en er ekki hugs- uð eingöngu til að jvgr veijast heldur einnig Benediktsson til þess að bæta skrifar manninn, skerpa at- hygli og einbeitingu og hlýta aga, en mikill agi er á æfing- um og í keppni. íþróttin byggist upp á mýkt, snerpu og sprengikrafti og mikilli samhæfingu fóta og handa, og ekki síst mikilli fótavinnu, sem er talsvert meiri en t.d. í karate, íþrótt sem segja má að sprottið hafi af líkum meiði. Þá eru allar skipanir á æfingum og í keppni á kórönsku og því er sem allir byijendur fá lista afhentan á fyrstu æfíngu þar sem orðin sem notuð eru eru skýrð á ís- lensku. „Reglulegar æfingar hjá Fjölni hófust fyrir rúmu ári og nú eru rúm- lega þijátíu sem æfa reglulega, þar af er um helmingur byijendur. Iðk- endur eru af báðum kynjum og svip- aður fjöldi drengja og stúlkna sem æfir hjá okkur,“ sagði Siguijón Magnússon, þjálfari hjá byijenda- hópnum. Aðalþjálfari Fjölnis er Norðurlandameistarinn Björn Þor- leifsson. „Margir þeirra sem byija eiga erfitt að aðlagast aganum og hugsunarhættinum sem er í kringum Tae Kwon Do, en hjá flestum kemur það þó fljótt. Byijendur fara í upp- hafi í gegnum einfalda hluti og síðan íjölgum við æfíngunum eftir því sem á líður. Aðalatriðið er þeir fái smátt og smátt tilfínninguna fyrir íþrótt- inni. Þá leggjum við einnig mikið upp úr teygjuæfingum, mýkt og réttri öndun." En oft á tíðum eru sjálfsvarnar- íþróttir tengdar ofbeldi og slagsmál- um í huga fólks, en í Tae Kwon Do eiðnum sem iðkendur verða að sveija er skýrt tekið fram að ekki megi nota það sem kennt er nema í nauð- imar rekur. „Við leggjum mikið upp úr því að Tae Kwon Do sé ekki not- að nema í æfingum og í keppni og reynum að ala það upp i bömunum og unglingunum að forðast átök í lengstu lög og tala sig út úr vandan- um eða hlaupa í burtu lendi þau í erfiðri aðstöðu. Ég segi fyrir mig að ég hef æft í tvö og hálft ár og eftir því sem ég læri meira þeim mun síð- ur flögrar það að mér að nota það sem ég kann, nema í æfíngum og í keppni. Eins og við ítrekum, veruleik- inn er allt annað en það sem maður sér í bíómyndum og í sjónvarpi," sagði Siguijón Magnússon. Morgunblaðið/Ivar UNGU skylmlngamennirnlr sem sýndu listir sínar í Perlunni fyrlr skömmu f.v.: Óskar Vassdal Guðjónsson, Andri H. Krist- jánsson, Arnar Slgurðsson og Hróar Húgósson. Unglingabikar HSÍ til Framara Handknattleiksdeild Fram fékk nýlega afhentan Unglingabikar HSÍ, en hann er veittur árlega til þess félags sem þykir standa best að ungl- ingamálum í handknattleikn- um. Fimm manna nefnd á vegum HSÍ kemur saman á hveiju hausti og fer yfir gang mála hjá félögunum. Að sögn Guðmundar B. Ólafssonar for- manns handknattleiksdeildar Fram er þetta í annað sinn sem félagið fær bikarinn, en það var árið 1988 sem Fram hlaut hann fyrst. í fyrra varð FH fyrir valinu en þá hlaut Fram sérstaka viðurkenningu fyrir uppbyggingarstarf sitt. Framarar tóku á móti bik- arnum fyrir hönd félagsins á dögunum. Á myndinni eru: aftari röð f.v.: Jóna Elín Jóns- dóttir, Díana Jóhannsdóttir, Anna Kristín Guðmundsdóttir, Hrefna Ýr Guðjónsdóttir, Sandra Björk Bjömsdóttir, Bima Bjömsdóttir, María Kristín Kristjánsdóttir, Sara Katrín Pálsdóttir. Miðröð f.v.: Björn G. Másson, Sigríður Rut Indriðadóttir, Þórey Hannes- dóttir, Jón M. Hannesson, Bjarki Þór Runólfsson, Guð- mundur Kristjánsson. Fremst em Kristín Gústafsdóttir og Skarphéðinn Njálsson. msamvj'urzém«s»! r;t Wm*. &S Morgunblaðið/ívar ÚRSLIT Handknattleikur FYRSTA umferð í keppni 6. flokks karla í handknattelik var haldin í íþróttahúsunum í Hafnfarfírði í byijun nóvember. Sautján lið tóku þátt í keppni A-liða og sami fljöldi var á meðal B-liða, en í C voru 12 lið. Úrslit í leikjum um sæti voru sem hér segir: A - lið: 1. - 2. sæti: FH - Fjölnir.....13:7 3. - 4. sæti: Fram - Grtótta....7:6 5. - 6. sæti: Haukar- KR.......12:9 7. - 8. sæti: Víkingur - HK.....9:8 B - lið: 1. - 2. sæti: KA - Fram.........7.3 3. - 4. sæti: FH - Víkingur....10:9 5. - 6. sæti: Haukar - Fjölnir..8:7 7.-8. sæti: ÍR-Þór..............8:5 C - lið: 1. sæti - KR 2. sæti: KAl 3. sæti: Víkingur 4. sæti: Grótta 5. sæti: Fjölnir 6. sæti: FH 2. Körfuknattleikur Keppni fór fram í minnibolta í körfu- knattleik í íþróttahúsinu við Austur- berg í Breiðholti á síðasta sunnudag og urðu úrslit sem hér segir: Haukar B - Valur B..........85:18 Njarðvík B - Fyulkir B......36:42 Valur B - Njarðvík B........40:30 Fylkir B - Haukar B.........39:36 Haukar B - Njarðvik B.......97:37 Valur b - Fylkir B..........24:50 Stjarnan - Leiknir..........51:28 UMFA - Stjaman.............19:100 Leiknir - UMFA...............59:8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.