Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 D 7 BÖRN OG UNGLINGAR Framtíðin er björt hjá Fram „ÞAÐ er aldrei hægt að slá neinu föstu á þessum aldri, hverjir verða góðir og hverj- ir eÚd. Það er langur vegur frá því að vera með efnilegan hóp í yngri flokkunum og að sami hópur verði góður þegar upp í meistaraflokk er komið,“ sagði Kristinn R. Jónsson, þjálfari 3. flokks Fram á síðasta sumri, „en ef þeir skila sér alla leið þá er óhætt að segja að framtíð- in geti verið björt lyá Fram. Þessi hópur, sem gekk svo vel í siunar sem raun ber vitni, er búinn að vera saman og hefur gengið vel svo þeir þekkja fátt annað en sigur. Margir drengjanna eru efni- legir knattspyrnumenn en við höfum svo sem átt áður efnileg lið hjá Fram á undan- förnum árum og þau því miður ekki skilað sér alla leið. Nú fara þessir drengir að komast inn á þann aldur þar sem brottfallið er yfir- leitt mest. Áframhaldsskóla- aldrinum hætta margir eða snúa sér að öðru og áherslur manna breytast. Framhaldið er undir hverjum og einum komið og það er ljóst að það kostar mikla vinnu hjá þeim eins og öðrum að verða betri.“ En það verður ekki af þeim tekið að þeir báru af í sumar, eins voru Keflvíking- ar með sterkt lið svo og Vals- arar. Þá var KA liðið einnig sterkt,“ sagði hinn marg- reyndi Kristinn R. Jónsson, en hann lék á sínum tima með meistaraf lokki Fram og vann alla þá titla sem hægt er að vinna i knattspyrnunni hérlendis með liðinu á sið- asta áratug. Hann talar því af reynslu. Fjórfaldir meistarar 3. FLOKKUR karla hjá Fram ásamt aðstoðarfólki, efrl röð f.w.: Brynjólfur Hjartarson liðsstjóri, Helga Jónsdóttir liðsstjórl, Eggert Stefánsson, Davíð Örn Torfason, Hallgrímur Jóhann Jónsson, Baldur Karlsson, Davíð H. Stefánsson, Baldur Knútsson, Sigurður Óli Sigurðsson, Davíð Gunnars- son, Stefán Hreiðarsson liðsstjóri, Kristinn R. Jónsson. Fremri röð f.v.: Finnur Bjarnason, Daði Guðmundsson, Vlðar Guðjónsson, Helgi Davíð Ingason, Freyr Karlsson fyrirllði, Símon G. Símonar- son, Haukur Snær Hauksson, Erlendur Sigurðsson, Bjarni Þór Pétursson. Töpuðu bara einum leik í alK sumar ÞEIR skoruðu flest mörk Fram í sumar, Freyr Karls- son, t.v. en hann gerði 36 og Haukur Snær Hauks- son sem gerði 46. Báðir voru þeir í hinu sigursæla 3. flokks liðl Fram. ÞRIÐJI flokkur Fram í knatt- spyrnu náði þeim einstaka árangri í sumar að sigra í öllum fjórum mótunum sem hann tók þátt. Strákarnir urðu Reykjavík- ur-, íslánds- og bikarmeistarar og í haust lögðu þeir alia and- stæðinga sfna á Haustmótinu af öryggi. Afrakstur sumarsins er glæsilegur skoðaður í tölum, þrjátíu og þrir sigurieikir, þrjú jafntefii og eitt tap og markatal- an 176:50. essu til viðbótar var flokkurinn með þijá. markahæstu leikmenn Fram þegar allir flokkar eru teknir með í reikninginn. Haukur Hauksson skoraði 46 mörk, fyrirliðinn Freyr Karisson 36 og Davíð Hreiðar Stef- ánsson 30. En hverju þakkar fyrirlið- inn, Freyr Karlsson, þennan góða árangur. „Við höfum allir lagt mikið á okkur við æflngar jvgr og auk þess lékum Benediktsson við marga æfinga- skrifar leiki og lögðum okk- ur fram. Þá er það einnig góðu uppbyggingarstarfi hjá félaginu á síðustu árum að þakka og því að við höfum verið með góða þjálfara síðan við byrjuðum að æfa. Lárus Grétarsson þjálfaði minn ár- gang bæði árin í fimmta flokki og eitt ár í fjórða. Þá tók Kristinn Atla- son við og skilaði góðum árangri og loks var Kristinn R. Jónsson með okkur í sumar og hann er eins og hinir frábær þjálfari.“ • Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi árgangur, ’79, í Fram skilar titlum í hús fyrir félagið því þegar hann var á eldra ári í 5. og 4. flokki þá lék hann sama leikinn, þ.e.a.s. vann allt. „Það má segja að við séum orðnir vanir þessu á seinna ári í flokki að vinna allt.“ Þeir unnu A-riðil íslandsmótsins án þess að tapa leik, sigruðu í ellefu leikjum og gerðu fjögur jafntefli og komust þannig í úrslitakeppnina um íslandsmeistaratitilinn. Þar byijaði Fram á að leggja Val með fjórum mörkum gegn tveimur, þá ÍBV 2:1 og Breiðablik 6:0. Þar með voru þeir komnir í úrelitaleikinn og þar mættu þeir Keflvíkingum og lögðu þá 3:1. „Við vorum með 3:0 í hálfleik og slökuðum aðeins á og þeir svöruðu með einu marki í þeim síðari.“ Alls voru átta drengir af eldra ári í byijunarliðinu í sumar og þeir fæ- rast allir upp í 2. flokk að ári. Er fyrirliðinn ekkert hræddur við að úr hópnum flísist eitthvað nú þegar í baráttuna í 2. flokki verður komið? „Það hafa alltaf einhveijir dottið úr þessum hóp ár frá ári, en þeir bestu hafa alltaf haldið áfram og ég reikna með því að þeir haldi sínu striki. Það er mikill hugur í okkur, en það er ljóst að við, þessir yngri, höfum á brattan að sækja á komandi sumri. Nú er aðalmálið að meistaraflokksl- iðið vinni sig upp í fyrstu deild að nýju næsta sumar undir stjórn Ás- geirs Elíassonar, en það er mjög gott að við erum búnir að fá harin aftur til liðs við okkur. Þegar Fram verður aftur komið á þann stað sem félagið á að vera komum við þessir yngri af krafti inn í dæmið,“ sagði Freyr Karlsson, fyrirliði hins sigur- sæla 3. flokks Fram í knattspyrnu. Stjarnan og KA voru sigursæl ífyrstu umferð 6. flokks STJARNAN, sem er hér til vinstri, sigraði keppni A-liða í 6. flokki kvenna í handknattleik, en fyrsta umferðin fór fram í Ásgarði fyrir nokkru. FH sigraði hins vegar í keppni B- og C-liða. Hér eru þær Stjörnustúlkur sem sigruðu, efri röð f.v.: Anna Margrét Guðjónsdóttir, þjálfari, Lára Björg Einarsdóttir, Erla Tinna Stefánsdóttir, Svava Halldórsdóttir, Dóra Gígja Þórliallsdóttir, Auður Magn- úsdóttir, aðstoðarþjálfari. Fremri röð f.v.: Sigrún Helga Pétursdóttir, Drífa Lind Harðardóttir, Lilja Sigurgeirsdóttir, Halldóra Þorsteinsdóttir og Helga María Hafþórsdóttir. í keppni B-liða drengja kom lið KA, sá og sigraði í fyrstu umferð 6. flokks í Hafnarfirði um daginn. Á myndinni hér til hægri er sigurlið KA. Efri röð f.v.: Páil Ingvarsson, Bjarni Pálmason, Friðrik Smárason, Sveinn Hjörleifs- son og Jóhann Bjarnason, þjálfari. Neðri röð f.v.: Gunnar Björnsson, Bjarni Steindórsson, Stefán Bergs, Egill Arnarson, Hallgrímur Sigurðsson. ÞJALFARAMENNTUN KSI B-STIG Fræðslunefnd KSÍ heldur B-stigs þjálfaranámskeið helgina 17.-19. nóvember nk. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Námskeiðsþættir eru: Knattspyrnutækni, leikfræði, kennslufræði, líffæra- og líf- eðlisfræði, þjálffræði, sálarfræði, leikreglur og markvarsla. Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 581-4444. GÓÐ ÞJÁLFUN - BETRI KNATTSPYRNA FRÆÐSLUNEFND KSÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.