Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 8
< f Holland og Irland leika aukaleik um 16. sætiO í úrslitakeppninni á Anfield Road í Liverpool 13. desembern.k. Úrslitakeppnin fer fram í Englandi og hefst í byrjun júní á næsta ári. IÞRMR KNATTSPYRNA Jiirgen Klinsmann, fyrirliði Þjóðverja, gerðitvö mörkgegn Búlgaríu: Það er aftur gaman að leika með landsliðinu | ikil spenna var í lofti víða í Evrópu 1 gærkvöldi en þegar yfir lauk lá fyrir hvaða 14 lið verða með gestgjöfum Englands í úrslita- keppni Evrópumóts landsliða í júní á næsta ári. Eins skýrðist hvaða tvö lið leik'a aukaleik um 16. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Hássler á heimavelli Thomas Hássler er frá Vestur- Berlín og hann var frábær í Berlín þegar Þýskaland vann Búlgaríu 3:1. Hássler var allt í öllu í sóknarleik Þjóðveija, maðurinn á bak við flest- ar sóknir og sá sem kom liði sínu á bragðið með frábæru jöfnunar- marki — auðvitað beint úr auka- spymu. „Ég sagði fyrir leikinn að áhorfendur yrðu 12. maður okkar og það kom á daginn," sagði hann. Berti VogJ;s, þjálfari Þýskalands, tók Hássler af velli skömmu fyrir leikslok svo áhorfendur gætu hyllt hetjuna sérstakiega og þeir gerðu það svo sannarlega. „Fyrri hálfleik- ur var of erfiður en leikur okkar eftir hlé stendur upp úr og skiptir öllu máli þegar upp er staðið.“ Jurgen Klinsmann gerði tvö mörk og alls níu í undankeppninni. „Það sem gerðist er ótrúlegt," sagði fyr- irliðinn. „Eftir að hafa farið niður úr öllu valdi í Bandaríkjunum hefur liðið tekið sig saman í andlitinu og hver einasti maður berst og leikur fyrir samhetjana. Það er aftur gam- an að leika með landsliðinu." GleðiíPrag Gífurlegur fögnuður braust út á vellinum í Prag að leik loknum enda Tékkland á leið í stórmót í fyrsta sinn en 1976 varð Tékkóslóvakía Evrópumeistari. „Við tókum af skarið í seinni hálfleik enda ætluðum við ekki að BLAK TÉKKAR urðu efstlr í 5. riðli og fögnuðu gífurlega eftir 3:0 sigurinn gegn Lúxemborg. Reuter missa af lestinni á síðustu stundu,“ sagði miðjumaðurinn Patrik Berger, sem gerði þriðja markið. Dusan Uhrin, þjálfari Tékka, hélt mönnum við efnið síðustu daga fyrir leik og minnti þá stöðugt á úrslitin í fyrri viðureign liðanna en þá vann Lúx- emborg óvænt 1:0. „Þessi leikur skipti okkur miklu máli og ég ætl- aði ekki að tapa aftur fyrir Lúxem- borg,“ sagði hann eftir leikinn. Portúgal sótti frá byijun gegn írlandi, uppskar 3:0 sigur og sæti í úrslitum en írland leikur aukaleik um síðasta sætið þar sem Norður- írland vann Austurríki 5:3. írar vörðust vel og áttu heima- menn í erfíðleikum með að bijóta 10 manna vörn á bak aftur en það tókst loks eftir klukkutíma leik þeg- ar Rui Costa lyfti boltanum snyrti- lega yfir Alan Kelly, markvörð. Eft- irleikurinn var auðveldur og Jack Charlton, þjálfari íra, játaði sig sigr- aðan af sterkara liði. Hann sagði að meiðsl hefðu sett strik í reikning- inn en það væri ekki skýring á tap- inu. „Við áttum skilið að tapa. Þeir eru með mjög gott lið og verða öllum erfiðir í úrslitakeppninni í Eng- landi.“ Hins vegar sagði Charlton að draumurinn væri ekki úti. „Ég verð að þakka Bryan Hamilton fyr- ir það,“ sagði þjálfannn en Hamilton er þjálfari Norður-íra. „Ég ætla að færa honum viskíflösku — og kaupi hana í fríhöfninni því þar er hún ódýrust.“ Þróttur skellti Stúdentum Leikmenn Þróttar R. og ÍS virk- uðu hálfþunglamalegir þegar flautað var til leiks í íþróttahúsi Hagaskólans í gærkvöldi en þeir rauðklæddu höfðu betur og unnu 3:1. Þróttarar unnu fyrstu hrinuna, 15:13, en mistökin komu á færi- bandi hjá báðum liðum og á kafla gekk hvorki né rak og alls fóru þrettán uppgjafir í súginn hjá liðun- um. Þróttarar voru góðir í gólfinu í annarri hrinunni og sneru henni sér í hag eftir að Stúdentar höfðu haft yfir, 8:4, en Þróttarar náðu að skora tíu stig í röð án þess að Stúdentum tækist að svara fyrir sig. Eftir slíka útreið vöknuðu Stúd- entar loksins til lifsins og náðu sínu eina stigi með því að vinna þriðju hrinuna, 15:6, en sá lífsneisti dugði skammt í framhaldinu því Þróttarar kláruðu þá fjórðu 15:11. Þróttarar voru í heild betri aðilinn í leiknum og sérstaklega gekk leik- mönnum liðsins vel að vinna upp kraftlitla skelli Stúdenta. Ólafur Heimir Guðmundsson og Magnús Aðalsteinsson léku einna best fyrir Þrótt en lið Stúdenta virkaði ekki sannfærandi og hugmyndafræðin að baki sóknarleiknum gekk ekki upp. í úrslit fýrir fyrstu spymu ÁÐUR en leikur Þýskalands og Búlgaríu hófst í Berlín í gærkvöldi bárust þær fregnir að Albanía og Wales hefðu gert 1:1 jafntefli og Moldóva unnið Georgíu 3:2 í sama riðli. Þar með var ljóst að Búlgaría og Þýskaland voru komin í úrsbtakeppnina í Englandi hvernig sem innbyrðis leikur þjóðanna færi seinna um kvöldið þar sem fyrir lá að a.m.k. tvö lið í öðru sæti í ððrum riðlum voru með lak- ari árangur en tvö efstu lið 7. riðils. Azerbaijan tryggði sæti Skotlands og Króatíu PÓLLAND náði aðeins markalausu jafntefli gegn Azerbaijan í 1. riðli og úrslit- in gerðu það að verkum að Skotland og Króatía voru viss um sæti í úrslitakeppninni áður en leikir Uðanna í 4. riðli hófust í gærkvöldi. Þetta var fyrsta stig Azerbaijan í keppninni. Norðmenn sátu eftir Tékkland átti ekki í erfiðleik- um með Lúxemborg og vann 3:0 en þar sem Noregur tapaði með sömu markatölu fyrir Hol- landi varð Tékkland í fyrsta sæti 5. riðils. Norðmenn voru með forystu í riðlinum frá byij- un en síðasta hindrun varð þeim að falli og þeir fara aðeins sem áhorfendur á úrslitakeppnina í Englandi. PUIMKTAR •SLÓVAKÍA náði ekki að setja met - vinna sinn fjórða leik í röð - en liðið tapaði 2:0 fyrir Rúmeníu. Slóvakar hafa ekki unnið Rúmena síðan 1942. •EGGERT Magnússon, formaður KSI, var eftirlitsmaður leiksins, sem fór fram í Kosiee. •WALES gerði sitt 100. jafntefli, þegar liðið gerði 0:0 jafntefli við Albaníu t Tírana. •FRAKKAR hafa leikið sáutján leiki í röð án þess að tapa og eru tveimur ieikjum frá metinu, 19 leik- ir, sem þeir léku í röð án þess að tapa 1989-1991. •SPÁNVERJAR hafa leikið fiór- ’tán landsleiki í röð án þess að tapa, sem er met - gamla metið var tólf leikir í röð 1991-1992. •TYRKIR hafa leikið fimmtán leiki í röð án þess að tapa. Þeir léku 299. landsleik sinn í Svíþjóð og fyrra mark þeirra var 350. lands- liðsmarkið. •NORÐMENN léku sinn 550. landsleik í Rotterdam, þar sem þeir mættu Hollendingum og töpuðu 3:0. •SAN MARÍNÓ hefur ekki unnið leik í Evrópukeppninni - gert eitt jafntefli, en tapað 29. Þeir hafa skorað fimm mörk en fengið á sig 119! •NIU af þeim þjóðum sem hafa tryggt sér rétt til að leika í EM í Englandi, léku þar í HM 1966 - England, Frakkland, Þýskaland, Spánn, Sviss, Portúgal, Búlgaría, Ítalía og Rússland, þá undir merkj- um Sovétríkjanna. VIKINGALOTTO: 4 19 23 35 38 43 / 1 6 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.