Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR17. NÓVEMBER19 B 5 DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF Snoðhausar af ýmsu tagi og á öllum aldri FRÁ því ég var lítil hefur mér þótt boða vorkomu þegar litlir strákar með snoðklippta kolla fara á kreik. Ég man mömmu á vorin snoða bræður mína fyrir sumarið og í eitt skipti eða tvö stóð ég á milli þeirra í þvottahúsinu með hand- klæði um hálsinn og beið eftir að mamma gerði mig að vorboða líka. Svona hef ég tengt snoðklipp- ingu við litla stráka, eða stelpur, og vorið. En ég hef orðið að endur- skoða málið. Nú sjást nefnilega karlmenn á öllum aldri og af öllum tegundum og gerðum spóka sig með snoðklippta hausa. Og árs- tíminn skiptir engu máli. Það er nóg að líta í kringum sig í marg- menni, í kvikmyndahúsum eða á skemmtistöðum. Þeir eru alls stað- ar og þeir eru margir. Erlendis segja menn æðið hafa byijað hjá körfuboltamönnunum snjöllu í NBA deildinni bandarísku og hjá sundköppum sem með hár- leysinu vilja auka hraðann. Svo fóru að birtast myndir af frægum sjarmerum með snoðhausa. Síðan tók almenningur við sér og nú hef- ur þessi tíska farið eins og eldur í sinu um allan heim. Á margar góðar húfur Hér á landi eru nokkrir þekktir snoðhausar sem hafa skapað fyrir- myndir eins og frægu útlending- amir. Þeir eru til dæmis ófáir strák- amir sem hafa beðið um klippingu „eins og Patti", en Patrekur Jó- hannesson, er einn af strákunum okkar í handboltalandsliðinu. Hann hefur verið snoðklipptur undanfar- in ár. „Hárið fór fyrst fyrir heims- meistarakeppnina í Svíþjóð árið 1993 þegar ég og Sigurður Bjarna- son, félagi minn í landsliðinu, létum snoðklippa okkur,“ segir Patrekur. „Þetta var gert upp á stemminguna og menn höfðu gaman af þessu. Ég kunni ágætlega við þetta og hef haldið því síðan að vera með mjög snöggt hár. Það spilar líka inn í að ef ég er með mikið hár verða krullurnar miklar. Ég kann því betur við hárið stutt. Ég er hins vegar ekki eins róttækur og ég var. Fyrir bikarúrslitaleikinn í fyrra fór hárið til dæmis allt af, en nú leyfi ég því að vaxa aðeins.“ Patrekur er sammála blaða- manni um að snoðklipptir karlmenn séu mun algengari sjón nú en fyrir nokkmm ámm þegar hann lét til skarar skríða gegn hárinu. „Það er engin spuming að við Siggi hleyptum þessari tísku af stað,“ segir hann og símasambandið til Akureyrar dugar til þess að koma glottinu á honum til skila. í lokin leikur blaðamanni forvitni á að vita hvort það sé ekki freist- andi að láta krullumar hlífa höfðinu fyrir vetrarkuldanum. „Nei, nei, ég á margar góðar húfur,“ segir Pat- rekur. „Ég keypti til dæmis eina mjög góða í Rússlandi á dögunum þannig að ég hef það fínt í kuldan- um.“ BJARKI Gunnlaugsson fer með sköfu á kollinn þrisvar í viku til að halda honum spegilgljá- andi. Júlíus PATREKUR Jóhannesson, var útnefndur leikmaður síðasta íslands- móts í handknattleik af Morgunblaðinu. Hér sést hann snoðklippt- ur við verðlaunaafhendinguna. Morgunblaðið/SOS JAFNT áhorfendur sem þeir sem stóðu uppi á sviði og beittu skærunum voru snoðklipptir á sýningu sem nýlega fór fram á Hótel íslandi. Skafa á kolllnn þrisvar f vlku Ánnar landsþekktur íþróttasnoð- haus er Bjarki Gunnlaugsson, landsliðsmaður í fótbolta. Bjarki hefur reyndar gengið lengra en flestir í rakstrinum, það er hrein- lega hægt að spegla sig í kollinum á honum. Enda segist hann fara með sköfu á kollinn þrisvar í viku. Hér sakar ekki að geta þess að Bjarki er tvíburi og hafa margir hann grunaðan um að vilja með F yrir guð föðurlandið og kók AUMINGJA Mark litli Pendergrast átti mömmu, sem var svo meðvituð um hollustu og heilsu, að hann fékk aldrei að drekka kók. Þó var hann fæddur og uppalinn í Atlanta í Georgíu, þar sem kók var fundið upp löngu fyrir hans tíð. Þegar Pendergrast óx úr grasi náði hann fram hefndum og skrifaði mikinn doðrant um fyrirbærið. Þessa ástæðu gefur hinn Harvardmennt- aði höfundur að minnsta kosti upp á fyrstu blaðsíðu bókarinnar For God, Country and Coca-Cola, eða Fyrír Guð, föðuríandið og kók. Bókin, sem er tæpar sexhundruð blaðsíður, kom út í Bretlandi árið 1993 og þykir varpa ljósi á sögu drykkjarins frá upphafi. Þótt Pend- ergrast sé svolítið á léttu nótunum í umíjöllun sinni, fer ekki á milli mála að ómæld- heimildavinna ligg- ur að baki. Sumt fellur áreiðanlega ekki í kramið hjá forsvarsmönnum risasamsteypunnar Coca-Cola, sem vilja ímyndina óflekkaða, en undir- titill bókarinnar; óritskoðuð saga vinsælasta gosdrykkjar heims, bendir til að þeir hafí ekkert haft um málið að segja. Hulunni er svipt af pólitískum baktjaldasamningum, hagstæðu samkomulagi við banda- rísk stjórnvöld og Alþjóðabankann, svartamarkaðsbraski, harðneskju- legri meðferð á keppinautum og farandverkamönnum. Heimsmenningin og kók Pendergrast er sannfærður um að á rúmri öld hafí Coca-Cola breytt heimsmenningunni og ekki verði aftur snúið. Að undan- skildu orðinu O.K. (ókei; ajlt í lagi) segir hann að ekkert annað orð en Coca- Cola sé nær því að vera al- þjóðlegt. John Pemberton hefur trúlega ekki grunað að drykkurinn sem hann þró- aði og kynnti árið 1886 ætti eftir að valda slíkum umskipt um. Fortíðin er talsmönnum Coca-Cola hug- leikin. Árið 1990 var jafnvirði tæpum milljarði íslenskra króna varið í Coca- Cola safnið í Atlanta. Þar gefst gestum, sem daglega eru um þrjú þúsund talsins, kostur á að kynna sér hátæknilega útfærða út- gáfu fyrirtækisins af sögunni. Rauðklæddir og snyrtilegir leið- sögumenn fullvissa gesti um að kókaín hafi aldrei, verið í þessum dásamlega drykk. Þeim er líka sögð ljúf saga af fátækum en vinalegum jurtalækni, John Pemberton að nafni, sem all- sendis óvænt uppgötvaði undursamlega formúlu. Pendergrast segir að túlk- un fyrirtækisins minni helst á helgisögu og vitnar í Wilbur Kurtz, fyrsta skjalavörð Coca-Cola, sem sagði söguna þannig: „John hallaði sér fram til að fínna ilminn úr pott- inum. Síðan tók hann langa trésleif og skóf smávegis af þykkum, freyð- andi vökvanum, sem hann lét kólna Kristján SVIPURINN á þessum snoðklippta snáða er ekki árennilegur. Það er þó eitthvað annað en klippingin sem veldur því enda íslenskir snoð- hausar upp til hópa rólegheitafólk. snoðkollinum auðkenna sig betur, en Arnar bróðir hans er með hár- prúðari mönnum. Bjarki segir að þó það sé í sjálfu sér ágætis hug- mynd hafi aðrar ástæður frekar legið að baki. „Ég byijaði á þessu síðastliðið vor, segir hann, „og kann mjög vel við mig svona. „Ég var ekki að eltast við neina tísku heldur gera nokkuð sem mig hafði lengi langað að prófa.“ Bjarki er þessa dagana að koma sér upp húfusafni sem er nauðsyn- legt fyrir mann með þessa „klipp- ingu.“ Hann segir reyndar að kuld- inn vegna hárleysis á kollinum hafi vanist, en ástandið eigi væntanlega eftir að versna þegar líða taki á veturinn. En konurnar? Það eru ekki svo mörg ár síðan að vinkona mín ein, sem þá fór ekki troðnar slóðir í tískunni, lét raka á sér höfuðið. Hún varð snoð- haus. Þetta var hins vegar gert í bríaríi og hárið kom fljótlega aft- ur. Fleiri konur gæti ég nefnt. Líka útlenskar. Snoðaður kollurinn var til dæmis til skamms tíma „vöru- merki“ írsku söngkonunnar Sinead O’Connor. En þrátt fyrir að vegir Draumar geta verið fjörugir en það er óvíst hvort þeir skipti máli Sigmundur 0. Steinarsson LÍKT og flestir snoðhausa- rekur Bjarki upp húfu þeg- ar kólnar í veðri. tískunnar séu órannsakanlegir á ég erfitt með að sjá fyrir mér að konur gerist snoðhausar í stór- um stíl. Maður skyldi þó aldrei vanmeta duttlunga tískunnar. ■ Hanna Katrín Fríðríksen SIGMUND Freud, frumkvöðull sálgreiningar, hafði mjög ákveðn- ar skoðanir á draumum. Hann leit svo á að draumar væru verndarar svefnsins, þeir hjálpuðu okkur að sofa með því að bægja frá þungum hugsunum. Draumar voru honum hugleiknir og draum- ráðningar sömuleiðis. Margir fræðimenn hafa tileinkað sér kenningar Freuds um tilgang draumfara og telja að með því að lesa úr táknum sem fram koma í draumum, sé fundinn lyk- ill að lausn á flóknum persónuleg- um vandamálum. Óþæglleg reynsla í draumum Fjallað er um drauma í bókinni Svefn og svefnleysi eftir Reidun Ursin og er þar meðal annars greint frá. rannsóknum á áhrifum drauma. í einni þeirra jös stjórn- andi rannsóknarinnar óbótum og skömmum yfir þátttak- endur og kannaði síðan draumfarir þeirra. Ætl- unin var að athuga hvort þeir sem innlimuðu hina óþægilegu reynslu í drauma sína væru betur í stakk búnir að taka við svívirðingum daginn eftir. Svo reyndist vera, en hinir, sem áttu draumfarir um eitthvað allt annað, voru í vondu skapi og vildu hætta tilrauninni. Önnur rannsókn af svipuðum Þurfum við á draumum að haida ? toga gaf gjörólíka niðurstöðu. Þar fólst óþægileg upplifun í því að láta þátttakendur horfa á blóðuga kvikmynd um vinnuslys. Þeim leið verr sem dreymdi atburðinn og í þessu tilviki virtist því betra að bægja neikvæðri reynslu frá. Leitað svara vlð áleitnum spurningum Spurningu um það hvort við þurfum á draumum að halda er enn ósvarað, í það minnsta deila menn enn um gildi drauma. Gerð- ur hefur verið ijöldinn allur af rannsóknum til að leita svara við áleitnum spurningum um drauma og frægar urðu til dæmis rann- sóknir í lok sjötta áratugarins, þar sem REM-svefn var rofinn og þátt- takendur því firrtir möguleikum á að dreyma. Þessi meðferð olli sál- rænum truflunum þannig að fólk varð úrillt og erfítt viðureignar. í ljós kom að fólk hefur tilhneig- ingu til að bæta sér upp REM- svefn þegar tækifæri gefst, hafi það verið svipt honum og því var sú ályktun dregin að þörf væri á REM-svefni og draum- um. Þrátt fyrir endur- teknar rannsóknir á þessu sviði, segir höfundur bókar- innar Svefn og svefnleysi að ekki hafí enn verið hægt að sýna fram á, með vel skipulögðum rannsókn- um, að langvarandi skortur á REM-svefni hafi skaðleg áhrif. ■ BT FYRIRRENNARI Coca-Cola, Bordeaux vínið Vin Maríni, var auglýst sem góður drykkur fyr- ir börn og fullorðna. BÍTLARNIR sátu fyrir á Coca-Cola auglýsingu. Þeir ætl- uðu að semja auglýsingalag, en þóttu of dýrkeyptir. \ou must feel A SMILE to act one' Jean Cravrfoi-4 KVIKMYNDASTJARNAN Jo- an Crawford brosti sínu blíð- asta fyrir Coca-Cola árið 1933. Á fimmta áratugnum fölnaði brosið þegar hún giftist for- stjóra Pepsi. ARIÐ 1915 - Mae West var kókflaskan kölluð. Henni var fljótlega skipt út fyrir aðra grannvaxnari. AUGLÝSING frá 1894, sem höfðar til barna, en þá var kókaín enn í drykknum. LÆKNIRINN og lyfjafræðingurinn John Pemberton. um stund í sleifínni. Hann bar hana að vörum sér og bragðaði á.“ Þar með segir sagan að framtíð fyrir- tækisins hafi verið gulltryggð. Að vísu með hjálp Asa Chandler, sem keypti form- úluna nánast á dánarbeði Pemberton, aug- lýsti gríðarlega og varð fljótlega mesti auðkýfíngurinn í Atlantaborg. Upp úr aldamótum hafði hróður Coca-Cola borist víða og velgengnin þótti með ólíkindum ævintýraleg. Afurd síns tíma Samkvæmt Pendergrast er opinber lýs- ing atburðarásarinnar fjarri raunveruleik- anum. Hann aftekur jafnframt að Pember- ton hafi verið ómenntaður, einfaldur jurta- læknir, sem lagað hafi drykkinn við frum- stæðar aðstæður í bakgarðinum heima hjá sér. Pendergrast segir mikilvægara að gera sér grein fyrir að kók hafi ekki ver- ið einstæður drykkur, sem orðið hafi til fyrir einskæra tilviljun. Coca-Cola hafi verið afurð síns tíma, umhverfis og menn- ingar, áþekkur öðrum kókaínbættum skottulækningalyfjum, sem í boði voru. John Pemberton var gagntekinn af að fínna upp sambland af læknislyfí, sem væri flestra meina bót, og bragðgóðum drykk. Slík uppfmning myndi gera honum kleift að fjár- magna draumarannsóknarstofu og sjá fjölskyldu sinni farborða. Minna menntaðir uppfinningamenn höfðu áður grætt formúur á lyfjum, sem ekkert læknuðu nema ef til vill ímyndunarveiki. Tíminn var naum- ur. Pemberton var fjörutíu og átta ára, en meðalaldur karla var þá fjörutíu og tveggja, auk þess sem hann var alvarlega sjúkur. Læknirinn og lyfja- fræðingurinn Pemberton fylgdist vel með nýjung- um og þótti fróður mað- ur og víðlesinn. Um 1870 las hann fyrst um áhrifa- mátt laufa kókarunnans, sem Perúbúar og Bóliv- íumenn höfðu tuggið í árþúsundir. Þrátt fyrir fæðuskort voru fjallabú- ar sagðir vel haldnir og langlífir. Auk þess var tuggan talin ráða bót á meltingar- truflunum, auka kynorku og vera örvandi á ýmsa lund. Þótt Pember- ton væri ekki einn um að binda vonir við lækningamátt kókalaufa, var áhugi hans einnig af persónu- legum ástæðum. í ýmsum blaða- greinum hafði komið fram að nýta mætti laufin til að lækna ópíum- og morfínfíkn. Pemberton var morf- ínfíkill. Kókaín og fyrirrennarlnn Umræðan um töfra- og lækn- ingamátt kókalaufanna fór eins og eldur um sinu og ýmsar tilraunir voru gerðar. Ekki ómerkari menn en sálfræðingurinn Sigmund Freud reyndu kókaín á sjálfum sér og öðrum. Árið 1863 uppgötvaði og seldi framtakssamur Korsíkumað- ur, Angelo Mariani, drykkinn, Vin Maríani. Þetta Bordeaux vín, sem innihélt „heilnæmt" seyði kókalauf- blaða, öðlaðist miklar vinsældir víða Samkvæmt bók Pend- ergrast var Coca-Cola drykkurinn ekki kóka- ínlaus fyrr en árið 1903. um heim. Rúmum tveimur áratug- um síðar kynnti Pemberton fram- leiðslu sína French Wine Coca. Af- urðin var í rauninni eftirlíking á Vin Mariani, en Pemberton átti eft- ir að breyta formúlunni í drykk sem síðar var seldur undir vörumerkinu Coca-Cola. Þótt Coca-Cola ætti eftir að fara sigurför um heimsbyggðina voru ýmis ljón í veginum. Kókaínið í drykknum hafði frá upphafi valdið vandræðum og varð æ umdeildara. Um aldamótin varð Asa Chandler að gera upp sig hvort hann ætti að fjarlægja efnið úr drykknum, eða hafa það áfram. Hann var sannfærður um að neytendur vildu fá smá „kókaínstuð“, ella myndi salan dala. Með oddi og egg varðist hann ásök- unum um að skapa kókaínfíkn hjá neytend- um og sagði magnið í slíku lágmarki að engan gæti skaðað. En Chandler var líka í vandræðum vegna þess að honUm fannst að kókaínlaust kók gæti ekki staðið undir vörumerkinu „Coca-Cola“ án þess að innihalda efnið í einhveijum mæli. Á efri árum neitaði hann þó staðfastlega að kókaín hefði nokkurn tíma verið í Coca-Cola. Samkvæmt bók Pend- ergrast var drykkurinn þó ekki kókaínlaus fyrr en árið 1903. Pendergrast kemur víða við í bókinni Fyrir guð, föðurlandið og kók. Auk þess að fjalla um við- skiptasamninga, auglýsingar og áróður, keppinauta, fjármál og fyr- irtæki lýsir hann persónum, sem koma við sögu, segir frá uppvexti þeirra, ástum og örlögum og freist- ar þess jafnvel að ljóstra upp um formúluna frægu. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um upphafið samkvæmt frásögn Pendergrasts, en af nógu er að taka. ■ vþj -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.