Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 C 3 URSLIT KORFUKNATTLEIKUR KORFUKNATTLEIKUR Breiðablik - UMFT 90:75 Smárinn, úrvalsdeildin í körfuknattleik - 14. umferð, fimmtud. 16. nóvember 1995. Gangur leiksins: 2:0, 10:6, 22:10, 29:18, 34:27, 38:33, 38:35, 44:39, 52:46, 63:48, 70:57, 74:65, 84:67, 90:75. Stig Breiðabliks: Michael Thoele 35, Agn- ar Ólsen 12, Daði Sigurþórsson 11, Atli Sigurþórsson 9, Birgir Mikaels. 9, Halldór Kristmanns 8, Erlingur Snær Erlingsson 6. Fráköst: 10 í sókn - 26 í vöm. Stig Tindastóls: Torrey John 41, Ómar Sigmarsson 12, Hinrik Gunnarsson 10, Lárus Dagur Pálsson 6, Pétur Guðmunds- son 4, Arnar Kárason 2. Fráköst: 10 í sókn - 20 i vöm. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Einar Skarphéðinsson, ágætir. yillur: Breiðablik 23 - Tindastóll 22. Áhorfendur: 150. ÍR-Haukar 84:82 íþróttahús Seljaskóla: Gangur Ieiksins: 4:0, 9:2, 13:4, 20:10, 28:20, 31:26, 37:26, 41:28, 45:31,48:39, 57:47, 64:54, 64:63, 73:64, 73:74, 75:78, 80:80, 82:80, 82:82, 84:82. Stig IR: Herbert Arnarson 36, John Rho- des 14, Eiríkur Önundarson 11, Eggert Garðarsson 10, Jón Öm Guðmundsson 8, Guðni Einarsson 3, Máms Amarson 2. Fráköst: 13 í sókn — 22 í vöm. Stig Hauka: Jason Williford 17, Jón Arnar Ingvarsson 17, Sigfús Gizurarson 17, Björg- vin Jónsson 9, ívar Ásgrímsson 8, Bergur Eðvarðsson 6, Pétur Ingvarsson 6, Baldvin Johnsen 2. Fráköst: 22 í sókn — 27 í vöm. Dómarar: Kristján Möller og Björgvin Rún- arsson. Gerðu mörg mistök, rétt eins og leikmenn. yillur: ÍR 24 - Haukar 20. Áhorfendur:127 greiddu aðgangseyri og fengu mikið fyrir peninginn eins og þeir tæplega 100 sem ekki þurftu að greiða aðgangseyri. Þór-KR 74:83 íþróttahöllin á Akureyri: Gangur leiksins: 0:7, 7:13, 16:16, 31:35, 40:49 , 44:65, 56:70, 64:74, 68:78, 74:83. Stig Þórs: Kristinn Friðriksson 21, Fred Williams 19, Böðvar Kristjánsson 13, Kon- ráð Óskarsson 10, Hafsteinn Lúðvíksson 4, Kristján Guðlaugsson 3, Birgir Birgisson 2 og Einar Valbergsson 2. Fráköst: 2 í sókn — 19 í vöm. Stig KR: Ingvar Ormarsson 24, Jonathan Bow 21, Óskar Kristjánsson 13, Hermann Hauksson 12, Ósvaldur Knúdsen 8, Láms Ásgeirsson 5. Fráköst: 5 í sókn — 13 i vörn. Dómarar: Þorgeir Jón Júlíusson og Einar Einarsson. yillur: Þór 19 - KR 17 Áhorfendur: Ekki gefið upp. ÍA-UMFG 109:112 íþróttahúsið á Akranesi: Gangur leiksins: 0:2, 6:11, 14:24, 24:26, 38:42, 49:49, 60:60, 66:70, 78:76, 86:81, 94:95; 106:106, 109:112. Stig IA: Haraldur Leifsson 31, Milton Bell 23, Bjami Magnússon 23, Dagur Þórisson 11, Brynjar Sigurðsson 7, Elvar Þórólfsson 6, Jón Þór Þórisson 6. Fráköst: 6 í sókn - 12 í vöm. Stig UMFG: Herman Mayers 40, Hjörtur Harðarson 18, Unndór Sigurðsson 15, Mar- el Guðlaugsson 14, Guðmundur Bragason 12, Helgi Jónas Guðfinnsson 11, Páll Vil- bergsson 2. Fráköst: 11 i sókn - 17 í vörn. Dómarar: Georg Andersen og Eggert Aðal- steinsson, stóðu sig vel lengst af en misstu tökin í blálokin. yillur: ÍA 15 - UMFG 18. Áhorfendur: 230. UMFN - Keflavík 93:76 Iþróttahúsið í Njarðvík: Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 13:9, 26:9, 35:20, 45:26, 50:36, 56:40, 64:55, 67:60, 72:65, 80:70, 80:76, 93:76. Stig Njarðvíkur: Rondey Robinson 23, Teitur Orlygsson 20, Friðrik Ragnarsson 13, Jóhannes Kristbjörnsson 12, Kristinn Einarsson 10, Sverrir Þór Sverrisson 8, Páll Kristinsson 5, Gunnar Örlygsson 2. Fráköst: 14 í sókn - 25 í vöm. Stig Keflavíkur: Falur Harðarson 18, Guð- jón Skúlason 14, Davíð Grissom 12, Albert Óskarsson 12, Lenear Burns 11, Sigurður Ingimundarson 9. Fráköst: 13 í sókn - 19 í vörn. Dómarar: Leifur Garðarsson og Jón Bend- er sem í heild komust vel frá leiknum þó alltaf orki eitthvað tvímælis. Villur: UMFN 23 - Keflavík 17. Áhorfendur: Um 500. Skallagrímur - Valur 95:83 Iþróttahúsið í Borgamesi: Gangur leiksins: 0:1, 4:1, 13:3, 18:10, 28:18, 34:25, 38:34, 43:38 48:38, 62:44, 69:51, 76:56, 82:64, 91:72, 95:83. Stig Skallagríms: Alexander Ermolinskíj 28, Grétar Guðlaugsson 16, Ari Gunnarsson 15, Tómas Holton 13, Bragi Magnússon 9, Sveinbjöm Sigurðsson 6, Gunnar Þor- steinsson 4, Guðjón Karl Þórisson 2, Hlynur Lind 2. Fráköst: 4 í sók - 19 í vörn. Stig Vals Ronald Bayless 40, Ivar Webster 13, Pétur M Sigurðsson 12, Bjarki Guð- mundsson 6, Hjalti J Pálsson 5, Guðni Hafsteinsson 3, Bjarki Gústafsson 2, Sveinn Zoega 2. Fráköst: 14 í sókn - 16 í vöm. Dómarar: Helgi Braga og Kristinn Alberts- son voru góðir. Villur: Skallagrímur 17 - Valur 21. Ahorfendur 346 A-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig HAUKAR 14 11 3 1220: 1024 22 UMFN 14 11 3 1263: 1096 22 KEFLAVÍK 14 10 4 1299: 1151 20 ÍR 14 8 6 1173: 1146 16 TINDASTÓLL 14 8 6 1072: 1084 16 BREIÐABLIK 14 3 11 1115: 1321 6 B-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig UMFG 14 10 4 1345: 1140 20 KR 14 8 6 1210: 1198 16 SKALLAGR. 14 6 8 1075: 1134 12 PÓR 14 5 9 1147: 1130 10 ÍA 14 3 11 1168: 1297 6 VALUR 14 1 13 971: 1337 2 NBA-deildin Leikir miðvikudagsins: Toronto - Houston.................93:96 ■Robert Horry tryggði Rockets sigur með þriggja stiga körfu og var þetta eina karfa hans í leiknum. Boston - Utah.................. 90:102 ■Karl Malone gerði 34 stig fyrir Jazz. Boston komst í 81:78 en þá gerði Malona 11 stig í röð fyrir gestina. Detroit - Seattle.................94:87 ■Þriðji sigur Detroit í röð og Otis Thorpe gerði 27 stig. Miami - Indiana..................97:103 ■Reggie Miller gerði 24 stig fyrir Pacers. New Jersey - Charlotte............90:79 ■Kevin Edwards gerði 21 stig fyrir Nets og þar af 14 í þriðja ieikhluta þegar heima- menn gerðu 20 stig í röð. Washington - Philadelphia........127:95 ■Auðveldur sigur hjá Bullets og sex leik- menn gerðu meira en 10 stig, Robert Pack var með 26 og tiu fráköst. Minnesotsa - San Antonio.........96:105 ■David Robinson gerði 30 stig og tók 11 fráköst. Chicago - Cleveland...............13:94 ■Chicago er eina taplausa liðið í deildinni. Pippen gerði 27 stig og Jordan 20. LA Lakers - Dallas............. 114:97 ■Cedric Ceballos gerði 31 stig en heima- menn náðu forystu í fyrsta leikhluta með því að gera 24 stig gegn 4 stigum gestanna á stuttum kafla. Mashburn gerði 32 stig fyrir Dallas. Phoenix - Denver................127:137 ■Það þurfti að framlengja þvívegis þegar Denver vann sinn fyrsta leik í vetur, en lið- ið hafði tapað sex leikjum í röð. Ikvöld HANDKNATTLEIKUR 2. deild karla: 20 blak" 1. deild karla: KA-hús: KA - ÍS 20.30 1. deild kvenna: Víkin: Víkingur - Þróttur N KÖRFUKNATTLEIKUR 20.30 1. deild karla: Þorlákshöfn: Þór - Snæfell 20 Handknattleikur 2. deild karla: 41:20 Breiðablik,- Ármann 31:21 FELAGSLIF Árshátíð Hauka Árshátíð Knattspymufélagsins Hauka verður haldin í kvöld í Gullhömrum, veislusölunum í Húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg í Reykjavík. Húsið opnar kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20. Veislustjóri verður Elías Jónasson en heiðursgestur Garðar Halldórsson, fyrr- verandi formaður Hauka. Sniglabandið leikur. Verð aðgöngumiða er kr. 2.500 og innifalin er þríréttuð máltíð. Miða- sala er í Haukahúsinu við Flatahraun, Filmum og framköllun í Miðbæ og Alfa- felli við Strandgötu. GOLF Heimsmeistara- mótið hjá RÚV í íþróttaþætti Ríkissjónvarpsins á morg- un verður sýnt frá heimsmeistaramótinu í tvímenningi sem fram fór í Kína um síðustu helgi. Golfið hefst kl. 17 en þar má sjá marga fremstu kylfingar heims- ins, en áður en mótið fór fram í Kína höfðu Bandaríkjamennirnir Fred Coup\ les og David Love III sigrað þrjú ár í röð. „Yndisleg- ur sigur“ Ivar Tindastólsmenn sóttu ekki gull í greipar nýliða Breiðabliks er félögin áttust við í Smáranum í gærkvöldi, öðru nær, heimamenn Benediktsson tóku öll völd á vellin- skrifar um strax í upphafi og Sauðkrækingar náðu sér aldrei á strik. Blikar fögn- uðu ákaft sanngjörnum fimmtán stiga sigri í leikslok, 90:75, og ei-u því komnir með sex stig í A-riðli. „Þetta var yndislegur sigur. Við hófum leikinn af miklum krafti og náðum góðri forystu, misstum síðan dampinn um stund en náðum okkur á strik á ný þegar líða tók á síðari hálfleik. Fyrstu skrefin í úrvals- deildinni hafa verið okkur erfið og þess vegna eru þessi stig okkur sérlega kærkomin,“ sagði Birgir Mikaelsson, Bliki, brosandi út að eyrum í leikslok. Sigurviljinn og leikgleðinn var Blikamegin frá fyrstu mínútu. Þeir börðust vel í vörninni og lékum hraðan og vel skipulagðan sóknar- leik og Tindastólsmenn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið til að byija með. Eftir tíu mínútur var staðan 27:12, en norðanmenn náðu að bæta varnarleik sinn um stund og minnka forskot Blika niður í fimm stig fyrir leikhlé, en þá stóð 38:33. A upphafsmínútum síðari hálf- leiks virtist um stund sem leikmenn Tindastóls væru að komast inn í leikinn, þeir náðu að saxa forskot Blika niður í þijú stig, 47:41, og fengu sókn og möguleika til að jafna. Það tækifæri fór út um þúfur og um leið síðasti möguleiki þeirra til að jafna leikinn vegna þess að á næstu mínútum hittu Breiðabliks- menn úr hveiju þriggja stiga skot- inu á fætur öðru og stungu af. Upp úr miðjum hálfieik var staðan 63:48, Blikum í vil, og þeir gáfu ekkert eftir á lokamínútunum. „Þetta var ijórði leikurinn í röð þar sem við leikum eins og byijend- ur og það er ljóst að ef draumur okkar um að komast í úrslita- keppnina á að rætast þá verðum við að taka okkur virkilega saman í andlitinu. Það er ekki nóg að ná sextán stigum í byrjun rrióts og leika svo eins og byrjendur í fram- haldinu, ég er mjög svekktur," sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls, er hann gekk af velli að leik loknum. ,Agætís flenging Gunnlaugur Jónsson skrifar frá Akranesi Við áttum á brattann að sækja í leiknum því við höfum verið að vinna leiki með mikium mun þannig að það var erfitt að halda ein- beitingu í þessum leik, þetta var ágæt- is flenging,“ sagði Friðrik Rúnarsson, kampkátur eftir að iærisveinar hans í Grindavíkurl- iðinu sigruðu Skagamenn með svo- kallaðri „flautukörfu" á síðasta and- artaki leiksins, lokatölur 112:109. Það leit út fyrir að Grindvíkingar væru að valta yfír Skagamamenn á fyrstu mínútunum því þeir náðu fljótlega tíu stiga forskoti en heima- menn með Harald Leifsson í bana- stuðu náðu að komast inn í leikinn. Undir lok fyrri hálfleiks náðu Skagamenn fimm stiga fgrskoti, 47:42, en gestirnir náðu að jafna fyrir hálfleik, 49:49. í síðari hálfleik var geysileg spenna í leiknum og nánast jafnt á öllum tölum. Liðin lékum ákafan sóknarbolta og þriggja stiga skyttur liðanna voru í stuði og lokamínútan var spennuþrunginn. Staðan var 104:103 fyrir heima- menn þegar ein mínúta var eftir og þeir áttu möguleika á að leika langa sókn og skora örugga körfu, en þess -í stað misstu þeir boltann og Hjörtur Harðarson kom Grindvík- ingum yfír 106:104. Milton Bell jafnaði að bragði þegpr fjörtíu og sex sekúndur voru eftir en Hjörtur svaraði um hæl með annari þriggja stiga körfu 109:106. Þegar sautján sekúndur voru eftir jafnaði Haraldur Leifsson leikinn 109:109, einnig með þriggja stiga körfu. Grindvík- ingar brunuðu fram og brotið var á leikmanni þeirra þegar þrjár sek- úndur voru eftir. Boltinn barst til Unndórs SigurðSsonar sem skoraði þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn var flautaður af og var fögnuður Grindvíkinga mikill, en á móti gátu heimamenn vart leynt vonbrigðum sínum. „Þetta var afskaplega svekkj- andi, alveg hræðilegt, en lukkan var þeirra megin í kvöld. Ég er eigi að síður mjög ánægður með mína menn, þeir stóðu sig eins og hetj- ur,“ sagði Hreinn Þorkelsson, þjálf- ari ÍA eftir leikinn. Lærisveinar Hreins léku frábærlega í þessum Reynir B. Eiríksson skrifar frá Akureyri leik og enginn betur en Haraldur Leifsson sem lék sinn besta leik í langan tíma. í síðari hálfleik hefðu þeir mátt nota meiri tíma í sókninni en oft á tíðum voru þeir ekki búnir að stilla upp þegar skot reið af. Hermann Meyers var frábær í liði gestanna, gerði 40 stig og tók 19 fráköst. Hjörtur var góður i lokin og eins bjargvætturinn Unndór Sig- urðsson sem gerði 15 stig, öll úr þriggja stiga skotum. KR-sigur á Akureyri KR-ingar hirtu stigin sem voru í boði þegar liðið mætti Þór á Akureyri í gærkveldi og sigraði 74:83. Sigur þeirra var sanngjarn, en leikurinn verður ekki í minnum hafður fyrir góðan og skemmtilegan körfubolta. Leikmenn KR mættu ákveðnir til leiks og gerðu sjö fyrstu stigin í leiknum. Eftir þetta vöknuðu Þórsarar til lífs- ins -og söxuðu á forskot gestanna og um miðjan háifleikinn var staðan orðin jöfn, 16:16. Það voru þó KR- ingar sem höfðu yfirhöndina seinni- hluta hálfleiksins og þegar flautað var til leikhlés höfðu þeir gert 49 stig gegn 40 stigum heimamanna. I upphafi síðari háleiks lögðu KR-ingar grunninn að sigri sínum en þeir gerðu þá hverja körfuna á fætur annarri án þess að Þór tækist að svara og náðu fljótlega 21 stig forystu, 65:44. Þórsarar voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og minnkuðu jafnt og þétt forskotið þar til fjórar mínútur lifðu af leikn- um, er staðan var orðin 74:68. Bjuggust menn við að í hönd færu spennandi lokamínútur en því var öðru nær því KR-ingar gerðu næstu fjögur stigin og eftir það var.sigur þeirra aldrei í hættu. Þórsara voru slakir mestan hluta leiksins og virtist vanta kraft í ieik liðsins. Fred Williams lenti snemma í villuvandræðum; var kominn með fjórar villur undir lok fyrri hálfleiks, en lék þó þokkalega í síðari hálfleik og var inná allan leikinn. Að venju var Kristinn drjúgur. Hjá KR bar mest á Ingvari Ormarssyni og einn- ig stóð Jonathan Bow fyrir sínu. Morgunblaðið/Kristinn SVERRIR Þór Sverrisson sækir að vörn Kef Ivíkinga, þar sem Sigurður Ingimundarson og Aibert Óskarsson eru til varnar. Njarðvíkingar höfðu betur í nágrannaslagnum „ÞETTA var nátturlega ákaflega þýðingarmikill sigur fyrir okkur og ég get ekki annað en verið ánægður með ieik okkar í kvöld. Okkur tókst það sem við ætluðum okkur sem var að koma þeim á óvart með breyttum varnarleik í upphafi leiksins og það forskot sem við náðum ífyrri hálfleik réði baggamuninn," sagði Hrannar Hólm þjálf- ari íslandsmeistara Njarðvíkinga eftir að lið hans hafði farið með sigur af hólmi í nágrannaslagnum við Keflvíkinga í Njarðvík í gær- kvöldi. Lokatölur urðu 93:76 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 50:36 fyrir Njarðvík. Þar með hafa Njarðvíkingar jafnmörg stig og Haukar í riðlinum en þeir töpuðu fyrir ÍR á sama tfma. Keflvíkingar hafa verið þekktir fyrir að byija vel í leikjum sínum og leiftursóknir þeirra hafa oftar en eklji slegið andstæðingana út af lag- inu. En í gærkvöldi voru þeir í gagn- stæðu hlutverki. Njarðvíkingar léku á als oddi og það voru þeir sem nú slógu Keflvíkinga út af laginu í fyrri háifleik með frábær- um leik. Eftir 9 mín- útna leik var staðan orðin 26:9 og skömmu síðar 39:24 eða 19 stiga munur. Verði Njarðvíkingar í slíkum ham verður meistaratitillinn ekki tekinn af þeim. Björn Blöndal skrifar frá Njarðvík Síðari háfleikur var ekki eins skemmtilegur né vel leikinn. Njarð- víkingar hægðu ferðina af skiljanleg- um ástæðum og við það riðlaðist leik- ur þeirra og áður en varði voru Kefl- víkingar komnir inn í leikinn að nýju. Þeim tókst að minnka muninn niður í 7 stig og síðan í 4 stig - 80:76 þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka, en þá hrundi leikur þeirra og Njarðvíkingar settu 13 síðustu stigin í sanngjömum sigri. „Það sýndi sig að við vorum ekki tilbúnir í þennan leik, við erum að tapa leikjum á útivelli og það er greinilega vandamál hjá okkur sem við verðum að skoða og taka á,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmað- ur Keflvíkinga eftir leikinn. En hann var veikur og gat af þeim sökum lít- ið leikið sem glöggt sást á leik liðs- ins. „Það var afar slæmt byrja svona illa og ég held að það hafi gert útslag- ið, því það kostaði of mikla orku að vinna muninn upp þó litlu hafi munað að þessu sinni,“ sagði Jón Kr. Gísla- son ennfremur. Bestu menn Njarðvíkinga voru Rondey Robinson og Teitur Órlygsson sem hefur verið í banastuði að undan- förnu. Priðrik Ragnarsson og Jóhann- es Kristbjörnsson léku einnig vel. Hjá Keflvíkingum var Albert Oskarsson sá eini sem sýndi virkilega baráttu allan leikinn. Falur Harðarson, Davíð Grissom og Lenear Burns voru þó góðir í síðari hálfleik. Dramatík aðhætti ÍR-inga Skúli Unnar Sveinsson skrifar EIRÍKUR Önundarson var hetja ÍR-inga í gærkvöldi þeg- ar liðið sigraði Hauka 84:82 í æsispennandi og fjörugum leik. Eiríkur skoraði sigurkörf- una á síðasta sekúndubroti leiksins og fögnuður ÍR-inga var mikill. Það má með sanni segja að ævintýrin gerist enn í Selja- skólanum, en í fyrra voru flest allir leikir ÍR jafnir og skemmtilegir og leikurinn í gær- kvöldi var svo sann- arlega dramatískur að hætti ÍR. Spenna, hraði, glæsi- leg tilþrif og mikið um mistök urðu til þess að áhorfendur skemmtu sér hið besta og hafi bæði lið þökk fyrir. „Við ætluðum að setja upp ákveðið kerfi en svo fékk ég bolt- ann vegna þess að ég var frír. Ég ætlaði að koma honum á Hebba [Herbert Arnarson] en hann var umkringdur mönnum þannig að ég tók bara á rás. Ég hugsaði um það eitt að komast sem næst körf- unni en var ansi hræddur um að ég hefði eytt of miklum tíma, en ég varð að komast framhjá Willi- ford áður en ég náði skotinu. Þetta var náttúrlega bölvaður grís,“ sagði Eiríkur eftir að hann gerði sigurkörfuna. Haukar unnu ÍR stórt í 3. um- ferð og höfðu sigrað í níu leikjum í röð þegar þeir mættu fullir sjálfs- trausts í Seljaskólann. Byijunin var ekki góð hjá Haukum sem áttu í miklum vandræðum gegn mjög ákveðnum og grimmum heimamönnum þar sem Eggert Garðarsson gaf rétta tóninn með mikilli baráttu, bæði í vörn, þar sem hann gætti Willifords af kost- gæfni, og í sókninni. Heimamenn leiddu með 14 stigum í leikhléi. Haukar tóku sér tak í síðari Bayless einn á móti öllum Það tók okkur heilan hálfleik að trúa því hvað Ronald Bayless vseri góður og bregðast rétt við honum,“ sagði Tómas Holton, þjálfari og leik- maður Skallagríms, eftir sigur heima- manna 95:83 á Valsmönnum í Borgar- nesi. „En þetta eru kærkomin stig, við erum búnir að vera í vandræðum og mjög gott að fá sigur. Við verðum síð- an að gíra okkur upp aftur því við mætum Val aftur í bikarkeppninni eft- ir viku og við ætlum okkur ekki að detta strax út eins og í fyrra. Torfi Magnússon þjálfari Valsmanna var aldeilis undrandi á sínum mönnum: „Ég hef bara aldrei séð svona fýrr, heilt lið bara starir og horfir á einn mann skora öll stigin í einum hálfleik, mér finnst þetta alveg makalaust fyrir- brigði og þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Torfi. Það er óhætt að segja að Ronald Bayless hafi verið allt í öllu hjá Valslið- inu í fyrri hálfleiknum, því hann skor- aði alls 38 stig en félagar hans skoruðu hins vegar ekkert stig og virtust hálf- staðir. Þó heimamenn hefðu yfirhönd- ina þá gekk þeim ekkert að stöðva Ronald Bayless sem var kattliðugur og „sjóðheitur" og munurinn í leikhléi var ekki nema 5 stig, 43:38. Borgnesingarnir breyttu síðan vörn- inni eftir Ieikhlé og náðu að halda Ron- ald alveg niðri, sem sást best á því að hann skoraði ekki nema 2 stig í seinni hálfleiknum. En öðrum Valsmönnum var hins vegar leyft að skjóta að vild. Eftir að Ronald hafði verið „klipptur" út voru aðrir Valsmenn lítil fyrirstaða fyrir heimamenfl sem komust fljótlega í 20 stiga forskot. Borgnesingar skiptu síðan öruggir varamönnum sínum inn á þegar.6 mínútur voru eftir af leiknum og sigruðu af öryggi 95:83. Ronald Bayless var yfirburðamaður hjá Val, ívar Webster og Pétur M. Sig- urðsson tóku við sér í seinni hálfleik og byijuðu að skora en það var of seint. Hjá heimamönnum var Alexander mjög sterkur og öruggur en einnig áttu þeir Grétar Guðlaugsson og Ari Gunn- arsson góðan leik. Morgunblaðið/Bjarni hálfleiknum og gerðu þá 51 stig á móti 31 í fyrri hálfleiknum. Þeg- ar tæpar fimm mínútur voru eftir komust þeir yfír í fyrsta sinn, 73:73, og ÍR-ingar Voru komnir í villuvandræði, Eggert farinn út af með 5 villur og Rhodes og Eirík- ur báðir með 4 villur. Hinum meg- in hafði Sigfús fengið 4. villu sína og verið á bekknum um tíma. Hann kom Haukum í 75:78 með þriggja stiga körfu og fékk síðan fimmtu villuna. Síðustu tvær mínúturnar voru rosalega spennandi. Haukar voru yfir, 77:80, en Herbert jafnaði með þriggja stiga körfu er 1,26 míri. voru eftir og Jón Örn náði boltan- um af Haukunum og Herbert kom ÍR í 82:80 er 35 sekúndur voru eftir. Þegar 13 sekúndur voru eft- ir varði Rhodes skot frá Williford og þegar 3,44 sekúndur voru til leiksloka mistókst þriggja stiga skot hjá Jóni Arnari. IR-ingar brutu á Williford um leið og innk- astið var tekið og hann jafnaði af vítalínunni, en þar voru Haukum mislagðar hendur í gærkvöldi. Lokakörfu Eiríks var lýst hér að framan. Það fór ekki mikið fyrir Herbert í fyrri hálfleik, en samt gerði hann 19 stig! Hann lék mjög vel í síðari hálfleiknum og þá ekki síður í vörn en sókn. Rhodes var gríðar- lega sterkur að þessu sinni og var þetta með betri leikjum hans í vetur. Hann varði nokkur skot og var alltaf undir körfunni til hjálpar ef einhver missti mótheija framhjá sér. Þáttur Eggerts var mikill eins og áður segir. Jón Arnar var góður hjá Hauk- um og Sigfús einnig. Williford náði sér ekki verulega á strik, enda í strangri gæslu allan tímann bæði hjá Eggerti og Herbert. Björgvin Jónsson var einnig sterk- ur í liði Hauka. KNATTSPYRNA Ungverjar mæta Skotum Búið er að draga í 8-liða úrslit í keppni ungmennaliða í Evrópu, liða skipuð leikmönnum undir 21 árs aldri, semjafnframt er undan- keppni fyrir OL í Atlanta 1996. Ungverjar, sem lögðu Islendinga að velli á dögunum í Bútapest, leika gegn Skotum, Portúgal - ítal- ía, Þýskaland - Frakkland og Spánn - Tékkland. Ungverjar eða Skotar leika gegn Spánverjum eða Tékkum í undanúrslitum. 1 ég ad skjóta? SIGFUS Gizurarson gjóar hér augunum í átt að körfu IR-inga og er ekkl alveg klár á hvort hann eigi að leggja í að skjóta. Sigfús átti góðan leik í gær en það dugði ekkl tll í dramatísk- um leik þar sem ÍR hafði betur, en Haukar höfðu sigrað í 9 leikjum í röð. Aðalfundur knattspyrnudeildar ÍR verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember 1995 kl. 20.30 í ÍR-heimilinu við Skógarsel. Mætum öll. Stjórn knattspyrnudeildar ÍR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.