Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ¦ I fto*t$mM$ifá 1995 KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 17. NOVEMBER BLAÐ C Birkir á för- um til Brann uqii Birkir Kristinsson, lands- liðsmarkvörður í knatt- spyrnu hjá Fram, heldur til Bergen í Noregi í dag, þar sem hann mun ræða við forráða- menn 1. deildarliðs Brann. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur Brann sýnt mikinn áhuga á að fá Birki til liðs við sig. Ef Birkir gengur til liðs við félagið verður hann annar landsliðsmarkvörðurinn frá íslandi til að verja markið hjá Brann - Bjarni Sigurðsson lék í nokkur ár með liðinu við góðan orðstír. Einnig hefur Sævar Jónsson leikið með lið- inu og nú leikur Valsmaðurinn Ágúst Gylfason með Brann. Birkir mun ræða við for- ráðamenn Brann um helgina og koma síðan heim aftur á sunnudaginn - væntanlega með samning upp á vasann. BIRKIR Kristlnsson KORFUKNATTLEIKUR Darraðardans í Njarðvík Morgunblaðið/Kristinn ALBERT Óskarsson og Lenear Burns hjá Keflavík, stöðva Njarðvíkinglnn Gunnar Orlygsson í nágrannaslagnum í Njarðvík, þar sem Islandsmeistarar Njarðvíkur unnu öruggan sigur 93:76. Blikarnlr unnu ówæntan sigur á Tindastólsmönnum, Grindavík nauman sigur á Akranesi og Valsmaðurinn Ronald Bayless skoraðl öll stig liðs síns, 38, í fyrrl hálflelk í Borgarnesl. Vert er að geta að hann skoraðl svo aðelns tvö stig f selnnl hálflelk. ¦ Allt um leikína / C2 Yngri landsliðin í knattspyrnu á faraldsfæti LANDSLIÐI17 ára og yngri í knattspyrnu hefur verið boðið á alþjóðlegt mót í ísraei um áramótin og hefur KSIákveðið að þiggja boðið. íslensk unglingalið hafa nokkrum sinnum tekið þátt í slíku móti þar í landi, og sömu drengir og verða á vettvangi nú voru einmitt i ísrael um siðustu áramót — sem landsiið 16 ára og yngri. Um er að ræða liðið sem verður fuiltrúi ísiands í úrslitakeppni Evrópumóts 18 ára og yngri 1997, sem fram fer hér á iandi. Mótið að þessu sinni stendur yfir frá 26. desember til 6. janúar. Þá hefur landsliði 18 ára og yngri, sem komst áfram i E vrópukeppninni, verið boðið á mót á ítaliu frá 28. mars ti 15. aprii næsta vor, og er það þriðja árið í röð sem Islendingar verða á meðal keppenda þar. Ekki láta 18 ára drengirnir þar við sitia því á leiðinni til ítalíu koma þeir við í Þýskalandi, þangað sem þeim hefur verið boðið tii einnar viðureignar við heimamenn. Sá landsleikur fer fram í Merseburg í nágrenni Leipzig 27. mars. Þá er að geta landsliðs 16 ára og yngri. KSÍ hefur þegið boð um að það lið verði með á móti í Algarve í Portugal fra 16. til 21. febrúar næstkomandi og verður það annað árið í röð sem ísland verður á meðal þátttakenda í því móti. „Stjórinn" borinn burt á börum íAncona Þ AÐ logaði alit í siagsmálum þegar Ancona og Birmingham mættust í ensk-ítölsku keppn- inni á'miðvikudaginn, en leikið var á ítalíu. Enska knattspyrnusambandið ætlar að láta rannsaka málið gaumgæfilega en forseti Anc- ona segir þetta þann Ijótasta leik sem fram hafi farið á ítaliu. Leikmenn spðrkuðu hverjir í aðra og stióri Ancona, Massimo Cacciatori, var fluttur á brott á sjúkrabörum eftir að einn leikmanna Birmingham hafði skallað hann. Dómarinn, Bretinn John Lloyd, fingurbrotnaði þegar hann féll við að reyna að skilja leikmenn í sundur. Slagsmálin héldu áfram eftir að leik- menn voru komnir til búningsherbergja og r ú< - an sem flutti Englendingana út á flugvöll var grýtt. Breski konsúllinn i Flórens sá leikinn og sagði að leikmenn Birmingham hefðu greini- lega ekki verið ánægðir með að stj ór i Ancona fór nokkrum sinnum inn á völlinn til að taka þátt í pústrunum sem leiddu sf ðan tíl slagsmál- anna. Þess má geta að Birmingham sigraði í leiknum, 2:1. Fréttabann hjá leikmönnum Rúmeníu LANDSLEÐSMENN Rúmeniu neituðu að tala við rúmenska blaða- og fréttamenn eftir 2:0 sigur á Slóvakíu á miðvikudagskvöldið. Gheorg- he Hagi, fyrirliði Rúmeníu, sagði að leikmenn hefðu komið sér saman um að segja aðeins eina setningu við fréttamenn: „ Allt það sem við luif - um að segja, segjum við inni á veliinum." Rúm- ensku leikmennirnir eru óánægðir með hvernig sumir blaða- og fréttamenn hafa fjailað um leik liðsins og eftir 3:1 tapið gegn Frökkum voru leikmenn meðal annars ásakaðir um að hafa tapað vUjandi. Anghel Iordanescu, þjálfari Rúmena, segist styðja leikmennina. „Ég virði ákvörðun þeirra en ég tek ekki þátt í þessu fréttabanni," sagði hann. Rúmenskir fjölmiðlar og rúmenska landsliðið áttu í svipuðum deilum fyrir HM1994, en það mál leystist þegar liðið komist í átta liða úrslit. GOLF: KEIUSMENN Á FÖRUM Á EVRÓPUMÓT í PORTÚGAL / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.