Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 4
mam Keilismenn á förum til Evrópukeppni golfklúbba í Portúgal „Ágætt til að halda sveíflunni við“ Morgunblaðið/óskar Sæmundsson KNATTSPYRNA Tomas Brolin tilLeeds „ÞRÁTT fyrir að það hafi verið gott veður hefur ekki verið hægt að æfa mikið úti. Það 'Ker myrkur þegar maður fer i vinnuna á morgnana og það er myrkur þegar maður hefur lokið vinnudeginum," sagði Sveinn Sigurbergsson, kylf- ingur í karlasveit Golfklúbbs- ins Keili úr Hafnarfirði, sem heldur í dag til Portúgals, þar sem sveitin tekur þátt í Evr- ópukeppni golfklúbba, sem hefst á miðvikudaginn kemur. Kylfingarnir hafa æft í Golf- heimi að undanförnu og undir- búið sig fyrir keppnina. „Við höfum æft hérna eins og við getum og það er ágætt til áð halda sveiflunni við,“ sagði Sveinn. Sveitina skipa íslandsmeistarinn Björgvin Sigurbergsson, Sveinn Sigurbergsson og Tryggvi Traustason og hafa þeir æft eins og kostur er að undanförnu. Keilir tók síðast þátt í Evrópu- keppninni árið 1993 og lenti þá í 6. til 7. sæti af rúmlega 20 þjóðum. „Við ætlum að reyna að gera betur núna og maður vonast bara til að við tökum upp þráðinn þar sem frá i var horfíð í mótinu á Spáni 1993,“ sagði Björgvin, en hann bætti sig á hverjum hring í því móti og jafn- aði vallarmetið á síðasta hringum er hann hann lék á þremur undir pari vallarins. Að þessu sinni er keppnisvöllur- inn lengri og erfiðari en keppt er á Vilamaura II vellinum og er ætl- un Keilismanna að ná nokkrum hringjum í Portúgal áður en mótið hefst á miðvikudaginn. Meistara- flokkskylfingamir sáu um fimm styrktarmót í haust til að standa straum af kostnaði og var fullt í öll mótin. Einar Long úr GR og Keilismaðurinn Ásgeir Guðbjarts- son urðu jafnir í þessari mótaröð á ‘ 216 höggum, en þrjú bestu mótin töldu, og léku bráðabana um sigur og hafði Ásgeir betur og hlaut ut- anlandsferð að launum. I keppninni með forgjöf urðu GR-ingarnir Jósep G. Adessa og Hans Kristjánsson eftir á 192 höggum og hafði Jósep betur í 18 holu umspili. Dregið var úr lukkumiðum og handhafar eftir- talinna númera eiga vinninga hjá Keili, 28, 40, 52 og 76. Björgvin Sigurbergsson meiddist á fæti fyrir hálfum mánuði en er allur að koma til og ætlar að láta sig hafa það að keppa, enda hefur hann af hörðu stundað æfingarnar eins og hægt hefur verið. Björgvin sneri sig illa á hægri ökkla á fót- boltaæfingu. „Þetta er allt í lagi, ef ég verð ekki nógu góður spila BJÖRGVIN Sigurbergsson og félagar í Keill taka þðtt í Evrópukeppninni í Portúgal í vikunni. Hér er Björgvin að reyna að halda é sér hlta á landsmótínu i sumar og sambýliskona hans, Heið- rún Jóhannsdóttir, fylgist með. ég bara á hnjánum," sagði meistar- inn. Keilissveitin hefur æft í Golf- heimum eins og áður segir og hef- ur verið undir handleiðslu Arnars Más Ólafssonar, en tveir aðrir kennarar verða með aðstöðu þar í vetur, þeir Martyn Knipe og Ástr- áður Sigurðsson. Hola í höggi Samfara mótaröðinni var hólma- keppni, sem fólst í því að menn gátu keypt bolta og reynt að slá þá sem næst holu sem sett var í hólma á æfingasvæði félagsins, 53 metra högg. Síðasta daginn gerði Helga Gunnarsdóttir sér lítið fyrir og fór holu í höggi og sigraði því með glæsibrag. Helga keypti fyrst tíu bolta og sló þá alla út og suður en áður en hún hætti ákvað hún að fá tvo til viðbótar. Fyrra höggið var passlega langt en dálítð skakkt en þegar hún sló síðari boltann fór hann rakleiðis í holuna. Sænski landsliðsmaðurinn Tom- as Brolin, sem hefur leikið með Parma á Ítalíu, er á leiðinni til Leeds United í Englandi þrátt fyrir allt. Hann neitaði þessum fréttum á dögunum en í gær hafði TT fréttastofan eftir Lars Peterson, umboðsmanni Brolins, að þeir myndu skrifa undir samning við Leeds fyrir helgi. Parma og Leeds hafa komist að samkomulagi og því á Brolin aðeins eftir að skrifa und- ir og sagði TT að hann gæti hafið æfingar strax í dag og hugsanlega verið með gegn Chelsea á morgun. Lars Peterson, umboðsmaður Brolin, sem fór með honum frá Norrköping, sagði að samningurinn við Leeds myndi gera Brolin að dýrasta knattspyrnumanni í knatt- spyrnusögu Svíþjóðar. Sænskt blað sagði frá því að kaupverð Leeds á Brolin væri um THOMAS Brolin. 512 millj. ísl. kr.’ og mun Leeds borga 64 millj. kr. á þessu keppnis- tímabili en ljúka greiðslum á tveim- ur og hálfu ári. Vitað var að Brolin fór fram á að fá vel yfir 700 þús. kr. í viku- laun hjá Leeds. Ajax selur Ungverjum ekki miða EVRÓPUMEISTARARNIR í Ajax frá Hollandi liafa ákveðið I samráði við borgar- stjórann í Amsterdam og lög- reglustjórann að se(ja stuðn- ingsmönnum ungverska liðs- ins Ferencvaros ekki miða á leik liðanna í Amsterdam 6. desember, en þá eiga liðin að mætast í meistaradeild- inni. Ástæða þessa er að þeg- ar Ajax lék í Ungverjalandi svívirtu stuðningsmenn Fer- encvaros nokkra leikmenn Ajax vegna litharháttar þeirra. Mendoza hættir hjá Real Madrid RAMON Mendoza, stjómar- formaður Real Madrid, sem hefur starfað hjá félaginu í hátt í ellefu ár, hefur sagt starfi sínu lausu. Ástæðan fyrir uppsögn hans er slæmt gengi liðsins á keppnistíma- bilinu. „Michel“ Gonzalez, miðvallarspilari liðsins, sem varð fimm sinnum meistari með Real á árunum 1986 til 1990, sagði að það væri leitt að heyra að Mendoza væri hættur — hann væri maður sem hefði lagt hart að sér og hefði viljað fara frá Real Madrid á annan hátt. Mancini fékk fimm leikja bann ROBERTO Mancini, fyrirliði Sampdoría, hefur verið dæmdur í fimm leikja bami á Ítalíu. Hann missti stjóm á skapi sínu og réðst að dóm- ara í leik liðsins gegn Inter Mílanó á dögunum og var rekinn af leikvelli. Þá var hann dæmdur til að greiða 320 ísl. kr.! sekt. Sampdoría fékk einnig sekt — 1,2 millj. kr. Mattháus afturá ferðinni ÞAÐ getur farið svo að Lot- liar Matthaus, fyrirliði Bay- em Miinchen, leiki með lið- inu gegn Werder Bremen á Ólympíuleikvanginum í MUnchen á morgun, aðeins rúmri viku eftir að hann byrjaði að æfa á fullum krafti eftir meiðsli — kapp- inn hefur ekki leikið með Bæjurum síðan i janúar. Andrúmsloftið hjá Bayera hefur ekki verið gott síðan liðið tapaði fyrir Dortmund á dögununi og ekki lagaðist það þegar liðið varð að sætta sig við jafntefli, 0:0, gegn Hansa Rostock um sl. helgi. Forráðamenu liðsins vonast til að Matthaus komi raeð nýtt blóð í leik liðsins og andrúmsloftið batni við komu hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.