Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKIMATTLEIKUR Körfuknattleikur Valur- Skallagr. 71:70 Hlíðarendi, bikarkeppni KKÍ — 16-liða úr- slit — fimmtudaginn 23. nóvember 1995. Gangur leiksins: 0:2, 5:2, 15:9, 18:13, 18:22, 23:31, 32:33, 34:39, 40:41, 46:46, 47:52, 49:55, 54:59, 61:59, 63:66, 69:66, 69:70, 71:70. Stig Vals: Ronald Bayless 38, Ragnar Þór Jónsson 19, Guðni Hafsteinsson 7, ívar Webster 4, Bjarki Gústafsson 3. Fráköst: 5 í sókn - 24 í vörn. Stig Skallagríms: Alexander Ermolinskíj 26, Bragi Magnússon 16, Tómas Holton 10, Sveinbjörn Sigurðsson 9, Grétar Guð- laugsson 9. Fráköst: 4 í sókn - 25 í vörn. Dómarar: Einar Einarsson og Georg And- ersen. Margir dómar þeirra orkuðu tvímæl- is. yillur: Valur 17 - Skallagrímur 10. Áhorfendur: Um 100. Haukar- UMFIM 72:71 íþróttahúsið við Strandgötu: Gangur leiksins: 0:3, 4:3, 9:5, 9:15, 11:19, 18:19, 22:25, 29:25, 31:30, 37:32, 39:33, 44:37, 52:43, 58:46, 60:48, 60:57, 63:61, 66:69, 68:71, 72:71. Stig Hauka: Sigfús Gizurarson 17, Jason Williford 16, Jón Amar Ingvarsson 14, ívar Ásgrímsson 12, Pétur Ingvarsson 7, Þór Haraldsson 5, Björgvin Jónsson 1. Fráköst: 10 í sókn — 21 í vörn. Stig Njarðvíkur: Rondey Robinson 22, Friðrik Ragnarsson 16, Teitur Örlygsson 11, Páll Kristinsson 10, Jóhannes Krist- björnsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 3, Rún- ar Árnason 2, Kristinn Einarsson 2. Fráköst: 11 í sókn — 26 í vörn. Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Ósk- arsson. Mjög smámunasamir á köflum en komust í heildina vel frá erfiðum leik. Villur: Haukar 23 - UMFN 21. Áhorfendur: 470. Breiðabl. - UMFN-b 107:82 Smárinn: Gangur leiksins: 4:0, 11:12, 27:17, 41:21, 53:27, 63:40, 80:58, 90:67, 107:82. Stig Breiðabliks: Michael Thoele 29, Einar Hanensson 18, Agnar Olsen 13, Atli Sigur- þórsson 9, Erlingur Snær Erlingsson 9, Daði Sigurþórsson 8, Birgir Mikaelsson 7, Halldór Kristmannsson 7, Theodór Narfa- son 5, Steinar Hafberg 2. Stig UMFN-b: Skúli Sigurðsson 19, Magn- ús Már Þóðarson 13, Hafsteinn Hilmarsson 12, Ásgeir Guðbjartsson 11, Viðar Óiafsson 9, Jens Kristbjömsson 7, Rúnar Jónsson 5, Alexander Ragnarsson 2, Einar Valgeirs- son 1. Selfoss - Leiknir 89:83 Selfoss: Gangur leiksins: 6:0, 12:12, 26:16, 36:26, 43:36, 64:52, 77:77, 89:83. Stigahæstir í liði Selfoss: Malcolm Mont- gomery 26, Sigurður Einar Guðjónsson 18, Gylfi Þorkelsson 16 og Þórarinn Halldórsson 15. Stigahæstir í liði Leiknis: Birgir Guðfins- son 27 og Falur Daðason 27. Áhorfendur: 40. Dómarar: Karl Friðriksson og Gunnar Freyr Steinsson. ÍA-ÍR 105:91 Akranes: Gangur leiksins: 0:2, 13:20, 33:29, 39:37, 51:42. 67:53, 67:67, 82:72, 98:89, 105:91. Stig IA: Milton Bell 27, Haraldur Leifsson 27, Jón Þór Þórðarson 19, Dagur Þórisson 13, Bjami Magnússon 12, Guðmundur Sig- urjónsson 5, Brynjar Sigurðsson 2. Fráköst: 10 í sókn, 32 I vörn. Stig ÍR: Herbert Arnarson 29, John Rho- des 27, Eiríkur Önundarson 15, Guðni Ein- arsson 12, Máras Amarson 6, Gísli Hallsson 2. Fráköst: 6 í sókn, 22 í vöm. Villur: ÍA 19 - ÍR 21. Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og Leifur Garðarsson stóðu sig þokkalega. Áhorfendur: Um 350. Þór - Snæfell 88:74 Akureyri: Gangur leiksins: 4:8, 22:14, 26:25, 39:32, 47:36, 49:40, 64:44, 72:50, 80:56, 88:74. Stig Þórs: Fred Williams 43, Konráð Ósk- arsson 16, Kristján Guðlaugsson 12, Haf- steinn Lúðvíksson 4, Bjöm Sveinsson 4, Einar Valbergsson 4) Stefán Hreinsson 2, Birgir Örn Birgisson 2, Böðvar Kristjánsson 1. Stig Snæfells: Brian Kopf 28, Eysteinn Skarphéðinsson 13, Bárður Eyþórsson 10, Jón Þór Eyjólfsson 9, Hjörleifur Sigurþórs- son 8, Karl Jónsson 2, Lýður Vignisson 2, Bogi Pétursson 2. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Jón Halldór Eðvarðsson. Áhorfendur: Um 80. KR - Keflavík 75:74 íþróttahúsið á Seltjarnarnesi: Gangur leiksins: 0:2, 8:11, 21:17, 30:25, 35:27, 40:31, 42:37, 42:43, 49:49, 55:58, 64:66, 71:70, 73:70, 73:72, 73:74, 75:74. Stig KR: Ingvar Ormarsson 25, Ósvaldur Knudsen 19, Jonathan Bow 17, Hermann Hauksson 8, Lárus Árnason 3, Óskar Krist- jánsson 3. Fráköst: 12 í sókn - 20 í vörn. Stig Keflavíkur: Lenear Burns 19, Guðjón Skúlason 18, Albert Óskarsson 13, Davíð Grissom 10, Falur Harðarson 8, Sigurður Ingimundarson 4, Jón Kr. Gíslason 2. Fráköst: 6 í sókn - 20 í vörn. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Einar Skarphéðinsson, vora margir dómar þeirra umdeildir, en komu nokkuð jafnt niður á liðunum. Villur: KR 20 - Keflavík 20. Áhorfendur: 200. NBA-deildin Charlotte - Boston.............124:129 Cleveland - New York.............84:94 Detroit - Washington.............97:98 Miami - Golden State............103:93 Orlando - Vancouver............ 95:93 Philadelphia - Houston.........106:115 Minnesota - Seattle.............97:106 San Antonio - Chicago...........94:103 Milwaukee - Toronto..............96:86 Phoenix - Atlanta..............117:112 Utah - Sacramento...............116:95 LA Clippers - New Jersey........125:92 Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða Mílanó, ítallu: AC Milan - Sparta Prag.......2:0 Georges Weah (31., 76.). 20.000. ■Þetta var fyrri leikur liðanna i 3. umferð. Íshokkí NHL-deildin Hartford - Montreal..............4:2 Detroit - San Jose............. 5:2 NY Islanders - Los Angeles.......5:2 Ottawa - Winnipeg................1:3 Pittsburgh - Ny Rangers..........3:4 Tampa Bay - New Jersey...........3:1 Dallas - Vancouver...............4:3 Colorado - Chicago...............6:2 Edmonton - Anaheim...............2:0 í kvöld Körfuknattleikur Bikarkeppni karla: Grindavlk: UMFG-Tindast61l..kl. 20 1. deild karla: ísaöörður: KFÍ - Höttur .kl. 20 Sandgerði: Reynir-ÞórÞorl... .kl. 20 Strandgata: ÍH - Selfoss ,kl. 20 Handknattleikur 2. deild karla: Fylkishús: Fylkir-ÍH .kl. 20 Höllin: Ármann - Reynir ■kl. 20 Akureyri: Þór-Fjölnir kl 20.30 Sund Bikarkeppni SSÍ Bikarkeppni Sundsambands íslands í 1. og 2. deild hefst í Sundhöll Reykjavíkur í dag og verður framhaldið um helgina. Blak 1. deild karla: Digranes: HK-KA ,kl. 20 Neskaupst.: Þróttur - Þróttur R.kl. 20 KORFUBOLTI Blikastúlk- ur úr leik Efsta lið 1. deildar kvenna í körfuknattleik, Breiðablik, varð að kveðja bikarkeppni Körfu- knattleikssambandsins í fyrrakvöld þegar liðið laut í lægra haldi fyrir stúlkunum frá Njarðvík, 60:59, í 16-liða úrslitum. Blikastúlkur höfðu möguleika á að snúa taflinu við á lokasekúndunum, þegar Hanna Kjartansdóttir fékk tvö vítaskot í stöðunni 60:59, en hún hitti úr hvor- ugu. „Við vorum bara lélegar en þær voru líklega að leika sinn besta leik frá upphafí svo að sigurinn var má segja sanngjarn," sagði Hanna. „Við höfum spilað við þær áður og unnið stórt svo við vanmátum þær öruggiega núna. Við ætluðum okk- ur bikarinn en tökum nú íslands- mótið í okkar hendur," bætti Hanna við og aðspurð um vítaskotin sem fóru forgörðum sagði hún: „Ég fór alveg róleg að vítalínunni er. skil ekki hvað gerðist — boltinn fór ekki nálægt.“ FELAGSLIF Aðalfundur knatt- spyrnudeildar Fram Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram verð- ur haldinn í Framheimilinu við Safamýri í kvöld og hefst kl. 20. Dagskrá samkvæmt félagslögum og veitingar að fundi loknum. Pétur tryggði sigur Hauka ásíðustu sekúndu TALSVERT óvænt úrslit urðu í 16-liða úrslitum Körfuknattleiks- sambandsins í gær, en þá fóru fram sjö leikir. Valsmenn komu á óvart og slógu Borgnesinga út, Skagamenn endurtóku leikinn frá því í fyrra og slógu ÍR-inga út, íslandsmeistararnir úr Njarðvík- um urðu að játa sig sigraða í Hafnarfirði og KR-ingar sáu til þess að Keflvíkingar leika ekki meira i bikarnum. Breiðablik vann b-lið Njarðvíkinga örugglega, Þór á Akureyri vann Snæfell og Selfyssingar lögðu Leikni.l dag taka bikarmeistarnir í Grindavík á móti Tindastóji og mikið er í húfi fyrir meistarana, þó ekki væri nema til að halda uppi heiðri Suðurnesja. Pétur Ingvarsson tryggði sigur Hauka á Njarðvíkingum, 72:71, með tveggja stiga körfu sek- úndubroti áður en klukka tímavarðar gall. Haukar halda því sínu striki, hafa ekki tapað leik á Skúli Unnar Sveinsson skrifar heimavelli í vetur. Liðin höfðu mæst einu sinni í deildinni og þá vann Njarðvík með einu stigi. Nú unnu Haukar með einu stigi og á sunnudaginn mæt- ast liðin á ný í deildinni og þá verð- ur fróðlegt að sjá hvort Haukum tekst að halda sínu striki. En auðvit- að var það leikurinn í gær sem máli skipti. Fyrri hálfleikur var leikur mis- takanna. Á stundum var eins og boltinn væri ataður smjöri því leik- mönnum gekk illa að grípa og halda boltanum. Það dróst um sjö mínútur að leikurinn hæfist vegna þess að búningar Njarðvíkinga gleymdust og komu því seint í hús. Þetta virt- ist þó ekki há gestunum í upphafi því þeir voru yfir framan af leik en undir styrkri stjórn Jóns Arnars söxuðu Haukar á forskotið og leiddu með sex stigum í leikhléi. Mikill hasar var í upphafi síðari hálfleiks og útlit fyrir að leikurinn yrði óþarflega harður, en dómararn- ir náðu fljótlega tökum á honum og úr varð hin besta skemmtun. Heimamenn höfðu 58:46 yfir um miðjan síðari hálfleikinn þegar Njarðvíkingar breyttu til í vörninni, hófu að leika svæðisvörn sem gafst mjög vel. Haukarnir létu boltann ganga allt of hægt manna á milli til að ná árangri gegn svæðisvörn- inni, en það lagaðist hjá þeim. Þeg- ar tvær mínútur voru eftir var dæmd tæknivilla á fyrirliða Hauka, Jón Arnar, og Njarðvík komst í 66:69 og allt úrlit fyrir að þeir grænklæddu færu með sigur því þeir virkuðu ákveðnari. „Eg vissi að tæknivítið kveikti bara í okkur og það má því segja að þetta hafi verið brella hjá fyrirliðanum, en ég hefði kosið að sjá hann gera ein- hveija aðra brellu,“ sagði Sigfús Gizurarson, sem átti mjög góðan leik fyrir Hauka. Þegar mínúta var eftir var staðan 70:71 og Teitur varð að skjóta þriggja stiga skoti er 25 sekúndur voru eftir þar sem skotklukkan var að renna út. Teitur hitti ekki og þegar sekúndubrot voru eftir skor- aði Pétur fyrir Hauka og þeir fögn- uðu innilega. Jón Arnar var frábær í liði Hauka. Hann stjórnar af festu og öryggi og skorar að því að virðist þegar hann vill og mætti gjarnan gera meira af því að skjóta. Hann má' líka gera minna af því að svekkja sig þegar dómararnir dæma ekki alveg eins og hann vill. Sigfús átti einnig mjög góðan leik og gætti Teits einstaklega vel. Williford átti ágætan leik og ívar einnig og Þór kom sterkur inná í fyrri hálfleik. Hjá Njarðvíkingum var Rondey sterkur, nema á vítalínunni þar sem hann skaut sjö skotum án þess að hitta. Teitur barðist um hvern bolta eins og honum einum er lagið og Friðrik átti fínan leik. Páll var sterkur í síðari hálfleik en mjög slakur í þeim fyrri. Það sam háði Njarðvíkingum í fyrri hálfleik var að þeir leituðu allt of mikið að Rond- ey og Teiti og hin rosalega sterka vörn Hauka átti ekki í teljandi vand- ræðum gegn sókn þeirra. Hörður Magnússon skrífar Frækinn Valssigur Valsmönnum tókst það sem þeim hefur ekki tekist í vetur og það var að vinna Skallagrím 71:70 í æsispennandi leik í 16 liða úrslit- um KKÍ. Alexander Er- molinskíj kom gest- unum yfír með tveimur vítaskotum þegar átta sekúndur voru eftir 69:70. Snillingurinn í liði Vals Ron- ald Bayless hafði ekki sagt sitt síð- asta orð, brunaði upp völlinn og skoraði með frábæru skoti um leið og klukkan gall. Valsmenn stigu trylltan dans en gestirnir trúðu ekki sínum eigin augum, höfðu tapað fyrir Valsliði sem þeir hafa lagt að velli tvisvar í vetur. „Bay- less er einfaldlega yfirburðamaður í sinni stöðu á íslandi í dag,“ sagði Torfi Magnússon, þjálfari Vals- manna. „Guðni Hafsteinsson reif upp baráttuna í síðari hálfleik og ívar Webster er í sínu besti formi síðan hann var undir stjórn Einars Bollasonar hjá Haukunum fyrir mörgum árum,“ sagði þjálfarinn ennfremur. Þetta var ekta bikarleikur, mikið af mistökum en þó kom á óvart baráttuleysi Skallagrímsmanna, greinilega vanmat af þeirra hálfu sem þeir máttu alls ekki við. Vals- menn börðust vel og innkoma Guðna í síðari hálfleik virkaði sem vítamínssprauta á liðið, en Guðni er að stíga upp úr erfiðum hné- meiðslum. Þó var þetta fyrst og fremst leik- ur Ronald Bayless, frábær í vörn og sókn. Hann gerði jafnmörg stig nú og í fyrri hálfleik í leiknum fræga í Borgarnesi um daginn, 38, en dreifði þeim betur nú og sigur- karfan gleymist Valsmönnum seint. Þáttur Ragnars Þórs Jóns- sonar var mikilvægur með fimm þriggja stiga körfur. Skallagrímsmenn vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst, en það á þó eftir að reynast þeim erf- itt. Ekki geta þeir kennt Alexander Ermolinskíj um hvernig fór, hann stóð fyrir sínu og brást þeim ekki á ögurstundu þegar hann skoraði úr vítunum, en það dugði einfald- lega ekki. Aðrir léku einfaldlega illa og getur verið að liðið hafi saknað Ara Gunnarsson sem lék ekki og var veikur. Fráfc SIGFÚS Gizurarson átti góðan I í vörnlnni þar sem hann hafðl ein: Ivar Benediktsson skrifar „Sárasta tap mitt með Keflavík" Þetta er sárasta tap mitt með Keflavík síðan ég tók við lið- inu,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálf- ari Keflavíkur, eftir að KR-ingar lögðu hans menn með einu stigi, 75:74, í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi í leik þar sem lokasek- úndurnar voru æsispennandi og úrslit skýrðust ekki fyrr á síðasta andartaki. „Frá því ég tók við lið- inu árið 1990 höfum við alltaf komist að minnsta kosti í fjögurra liða úrslit," sagði Jón. „Við höfum verið að búa okkur undir þennan leik síðustu daga og komum einbeittir tii leiks og létum aldrei slá okkur út af laginu,“ sagði hinn ungi þjálfari KR-inga, Bene- dikt Guðmundsson, brosmildur og bætti við; „Leikurinn var aldrei fyrir augað en við bættum það upp með sigri.“ Það voru orð að sönnu hjá Bene- dikt, leikurinn var allan tímann illa leikinn á báða bóga. Liðunum gekk illa í sókninni framan af leik og eftir tíu mínútur var staðan 19:17, KR í vil. Þeir höfðu frumkvæðið allt til hálfleiks en þá stóð 40:31. „Sóknarleikur okkar var ómarkviss í fyrri hálfleik, við vorum of stað- ir, en vorum staðráðnir að gera betur í síðari hálfleik og það tókst en ekki nóg,“ sagði Jón Kr. Keflvíkingar komu ákveðnari til leiks og náðu fljótlega að jafna stöðuna og komast yfir með þriggja stig körfu Guðjóns Skúla- sonar á ijórðu mínútu, 43:42. Eft- ir það má heita að jafnt hafi verið á öllum tölum til enda, en lokamín- útan var æsileg. Ósvaldur Knudsen kastaði útaf og staðan 74:73 fyrir Keflavík og þeir geystust í sókn sem endaði eftir 18 sekúndur með því að Guðjón Skúlason átti mis- heppnaða sendingu á samheija. KR fór af yfirvegun í sókn þegar hálf mínúta var eftir og hún end-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.