Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 1
 1995 FOSTUDAGUR 24. NOVEMBER BLAÐ C KORFUKNATTLEIKUR íslandsmeistararnir úr leik Morgunblaðið/Kristinn HAUKAR héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi er þeir lögðu íslandsmeistara Njarövíkur í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Hér er það Rondey Robinson sem tekur frákast en Pétur Ingvarsson virðist eitthvað utan- gátta. Hann var það þó ekki á lokasekúndunni er hann skoraði sigurkörfuna um lelð og klukkan gall. Atli Knútsson með Leiftursmönnum ATLI Knútsson, mark- vörður ungmenna- landsliðsins og var- markvörður 1. deild- arliðs KR, hefur ákveðið að skipta úr KR og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ætlar hann að öllu óbreyttu að ganga til liðs við Leiftur í Ólafsfirði. Atli til- kynnti KR-ingum fyrir skömmu að hann yrði ekki áfram hjá félag- inu og hefur æft með Leiftursmönnum síð- an. Jón Stefánsson, Breiðabliki, hefur einnig verið á æfing- um hjá Leiftri síðustu vikur en ekki liggur fyrir hvort af félagaskiptum verður. Ólafur í Fram KEFLVÍKINGURINN Ólafur Pétursson, mark- vörður sem lék með Þór frá Akureyri í 2. deild- inni í knattspyrnu sl. sumar, ákvað í gær að Ieika með Fram í 2. deild næsta keppnistímabil. Pétur í viðræðum við Hammerby PÉTUR Marteinsson, varnarmaður úr Fram, held- ur utan til Svíþjóðar í dag til viðræðna við forráða- menn sænska liðsins Hammerby. Pétur sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að forráðamenn félags- ins hafi tvívegis haft samband við sig og sýnt áhuga. „Ég er að fara út til að skoða aðstæður og síðan verður bara að koma í ljóshvort áhugi er af beggja hálfu fyrir samningi. Ég er spenntur fyrir því að breyta aðeins til og skoða því þetta dæmi með opnum huga,“ sagði Pétur. Hammerby er frá Stokkhólmi og féll úr úrvals- deildinni nú í haust. Kristinn í leikbann STJÓRN körfuknattleiksdeildar Þórs á Akureyri ákvað á fundi sínum í gær að Kristinn Friðriks- son, einn besti leikmaður liðsins, yrði settur í ótimabundið leikbann með félaginu vegna aga- brots. Andri Gylfason, formaður körfuknattleiks- deildar Þórs, sagði við Morgunblaðið að aðalstjórn félagsins hafi einnig fjallað um mál Kristins á fundi í gær og hafi stutt úrskurð körfuknattleiks- deildarinnar. „Þrátt fyrir þennan úrskurð er Kristinn enn félagi í Þór,“ sagði Andri. HANDKNATTLEIKUR || KNATTSPYRNA Sigurður tók fram skóna á ný Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsl- iðsmaður í handknattleik, sem þjálfar nú lið Bodö í Noregi, tók fram skóna á ný í vikunni — kom inn á í leik gegn Matthí- asi Matthíassyni og félögum í Elverum á heimavelli í 1. deildarkeppninni. Sigurð- ur kom inn á um miðjan fyrri hálfleik og gerði strax eitt mark, en hafði sig ekki mikið í frammi eftir það og spilaði lítið sem ekkert í síðari hálfleik. Leikur- inn var jafn og spennandi en Elverum var sterkara á endasprettinum og sigraði 29:26. Matthías lék vel og gerði fimm mörk. Matthías og samherjar eru í öðru sæti deildarinnar með 11 stig eftir sjö umferðir en lærisveinum Sigurðar hefur hins vegar ekki gengið eins vel og eru næst neðstir með aðeins þrjú stig eftir jafn marga leiki. Sigurður Graeme Le Saux og David Batty eiga von á harðri refsingu Slagsmálin íhendur Evrópusambandsins ENSKA knattspyrnusambandið hvatti Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, til að taka á slagsmálunum sem brutust út á milli Graeme Le Saux og David Batty, ensku landsliðsmann- anna hjá Blackburn, í leik liðs- ins gegn Spartak í Meistara- deild Evrópu í Moskvu í fyrra- kvöld. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær sló Le Saux félaga sinn þegar fjórar mínút- ur voru liðnar af leiknum og þótti framkoma leikmannanna langt því frá að vera við hæfi en leiknum var sjónvarpað beint til margra landa, m.a. Islands. Ray Harford, yfirþjálfari Blackburn, hefur gefið til kynna að félagið sekti leikmennina og hefur verið rætt um andvirði hálfsmánaðar launa í því sam- bandi en talsmaður Knatt- spyrnusambands Englands sagði að sekt eða önnur við- brögð Blackburn kæmu ekki í veg fyrir frekari refsingu. „Þetta atvik liggur þungt á okk- ur og að okkar mati á að taka á málinu. UEFA hefur með leik- inn að gera og við ætlum að skrifa sambandinu og biðja það um að rannsaka það frekar. Hins vegar viðurkennir UEFA yfirleitt ekki myndbandsupp- tökur sem sönnunargögn eins og við gerum og því ræðst fram- haldið að miklu leyti á skýrslu eftirlitsmannsins og dómarans. En við teyum að eithvað verði að gera.“ SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á ÍSLAIMDIÞEIR VIÐAMESTU OG STÆRSTU / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.