Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 4
KORFUBOLTI ÍÞRÚJflR HANDKNATTLEIKUR KR-STÚLKUR unnu Hauka í fyrrakvöld og komust viö það upp fyrir miðja deild.Á myndinni sést Brynja Steinsen KR reyna að komast framhjá FH-ingunum Björk Ægisdóttur og Láru B. Þorsteinsdóttur, í fyrri viðureign FH og KR. Ofarir Víkingsstúlkna koma mest á óvart ÞRIÐJUNGUR af 1. deildar keppni kvenna íhandknattleik er lokið og er staðan að mestu leyti í samræmi við spá sem þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni fyrir keppnistímabilið í haust. Að vísu gefur staðan ítöflunni ekki rétta mynd, því sum lið hafa leikið 10 leiki en önnur sex. Það er aðeins eitt verulegt frávik frá spánni því Víkingar, sem spáð var öðru sæti í deildinni, eru í þriðja neðsta sætinu. aukastúlkur tróna á toppnum með 14 stig og hafa leikið 10 leiki en liðinu var spáð þriðja sæti í haust. Fast á hæla þeirra koma Stjörnustúlkur úr Garðabæ með 13 stig en þær eiga þijá leiki til góða á Hauka. Framstúlkum var spáð fjórða sætinu en eru nú í því þriðja með níu stig. Samkvæmt spánni áttu Eyjastúlkur ekki erindi í baráttu efstu liða en þær hafa staðið sig. Eru með níu stig og 14 mörk til góða eftir sjö leiki. Reyndar er ÍBV eina liðið sem náð hefur að reita stig af Stjörnunni en liðin gerðu jafntefli fyrr í vetur. Víkingar hafa átt undir högg að sækja. Liðið hefur misst marga leik- menn síðan liðið hampaði bæði ís- lands- og bikartitli. Liðið hefur tapað íjórum leikjum sem komið er og unn- ið tvo en markatalan er samt enn 13 mörk þeim í hag. Neðri hluti töflunnar er að öðru leyti samkvæmt spánni og bókinni. Átta lið fara í úrslitakeppnina og tíu eru í deildinni en miðað við stöðuna verður líklega hlutskipti ÍBA að sitja hjá en hins vegar eru sex næstu lið einnig í hættu. „Mér hefur komið mest á óvart að Víkingar skyldu ekki vera sterk- ari og stúlkurnar hafa ekki náð að fylgja eftir góðum árangri í Reykja- víkurmótinu, hver sem ástæðan fyr- ir því er, en ég hef trú á að þær komi til,“ sagði Kristján Halldórs- son, landsliðsþjálfari, um framvindu mótsins. „Það er ánægjulegt að sjá að yngri liðin hafa sýnt að þau geta komið á óvart og bilið á milli liða hefur minnkað, samanber leik Vals og Fram annarsvegar og KR og Hauka hinsvegar. Annars er Stjarn- an með heilsteyptasta liðið, sérstak- lega með góðri vörn og markvörslu, og mér sýnist Ólafur Lárusson þjálf- ari vera að gera góða hluti. Ég vænti líka mikils af Vestmannaey- ingum og sænska stúlkan, sem spil- ar með þeim, er að gera góða hluti og hefur góð áhrif á spil liðsins.“ IÞROTTAMANNVIRKI ÆT Agústa stendur sig vel með danska liðinu Ribe ÁGÚSTA Björnsdóttir, ungl- ingalandsliðsstúlka úr KR, var allt í öllu þegar Ribe vann Skjern 29:14 í 2. deild kvenna í Danmörku í vikunni. Hún fékk mjög góða dóma og m.a. sagði í einu dagblaðinu að Ágústa hefði borið af í vörninni og stjórnað sóknarleik liðsins. Reyndar hefði hún sýnt mikla fjölhæfni, nánast spilar allar stöður í sókninni og sýnt að þar væri mikið efni á ferð sem ætti eftir að koma Ribe til góða en liðið er um miðja deild. Ágústa er 18 ára og fór til Ribe síðsumars en þar er hún í menntaskóla. BLAK Enn sigrar Þróttur Þróttur R. vann HK í þremur hrinum gegn einni í 1. deild karla í blaki, iþróttahúsi Hagaskól- ans í fyrrakvöld, 15:7,14:16,15:11 og 17:15. Leikurinn var þó nokkuð jafn en lið HK leið þó illilega fyrir það að Einar Ásgeirsson kantsmassari liðsins er hættur að leika með lið- inu, en hann hefur verið aðalmað- urinn í móttökunni. Miðjuspilið sem hefur verið flestum liðum'skeinu- hætt er nánast dottið út og brodd- inn hefur vantað á miðjunni í und- anförnum leikjum og svo var einn- ig í þessari viðureign. „Ég bjóst nú ekki við að ná hrinu fyrir leik- inn en það var nú samt algjör aumingjaháttur að ná ekki að vinna fjórðu hrinuna eftir að hafa verið yfir 14:11,“ sagði Guðbergur Egill Eyjólfsson, fyrirliði HK, éftir leikinn. Ólafur Heimir Guðmunds- son var öflugur í sókninni hjá Þrótti og samvinna annarra leikmanna liðsins var einnig til fyrirmyndar. Mikill áhugi á ráð- stefnuá Mannvirkjanefnd íþróttasam- bands íslands, mennta- málaráðuneytið og Samband ís- lenskra sveitarfélaga efna til ráð- stefnu um byggingu og rekstur íþróttamannvirkja á Akureyri um helgina og hafa liðlega 100 þátt- takendur skráð sig. Ráðstefnan, sem er öllum opin, verður haldin í Alþýðuhúsinu á Akureyri og hefst kl. 15 í dag en hún verður formlega sett í Lista- safninu kl. 17. Á morgun er dag- skrá milli kl. níu og 19 og frá kl. Akureyri níu til 13 á sunnudag. Á ráðstefnunni verður fjallað um margvísleg málefni svo sem byggingu og rekstur fjölnota húsa, skipulag íþróttasvæða með tilliti til almennings og íbúðabyggðar, stefnu í byggingu íþróttamálefna, uppbyggingu skíðasvæða og rekstur skíðasvæða, sundlauga og íþróttahúsa. Á meðal fyrirlesara eru Norð- maðurinn Teije Rörby, arkitekt Ullevall-leikvangsins í Ósló og „Víkingaskipsins" í Hamar. Morgunblaoið/Knstján HERMAIVIN Sigtryggsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrar, víð líkan af Akureyrarvelli sem verður á sýningu á ráðstefnunni. Hardaway heldur upp- teknum hætti Penny Hardaway heldur upp- teknum hætti í liði Orlando, en hann hefur átt hvem stórleikinn á fætur öðrum og hefur spilað lykil- hlutverk í liðinu í fjarveru Shaquil- les O’Neals, sem enn er meiddur. Hardaway gerði 37 stig er Orlando sigraði Vancouver Grizzlies 95:93 í fyrrinótt og þar á meðal sigurkörf- una. Chicago byijar mótið vel og hefur unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum. Hardaway skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins gegn Vancouver eftir að Byron Scott hafði jafnað, 93:93, úr vítaskotum er 5,4 sekúndur voru eftir. „Penny vann leikinn fyrir okkur og átti frá- bæran leik. Það eru ekki nema góð- ir leikmenn sem geta leikið svona vel og lokið leiknum með tilþrif- um,“ sagði Brian Hill, þjálfari Or- lando. „Svona er NBA — síðasta skotið réð úrslitum og Penny sýndi og sannaði hversu góður leikmaður hann er,“ sagði Brian Winters, þjálfari Vancouver. Orlando hefur unnið átta af síð- ustu níu leikjum sínum og virðist til alls líklegt í vetur. Byron Scott gerði 20 stig fyrir Vancouver, sem hefur tapað níu leikjum í röð. Hakeem Olajuwon gerði 28 stig fyrir meistara Houston sem unnu Philadelphiu 115:106 á útivelli. Robert Horry kom næstur með 26 stig, en Stachouse var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig. Michael Jordan setti niður 38 stig fýrir Chicago Bulls sem vann San Antonio Spurs á útivelli 103:94. Þetta er besta byijun Chicago í NBA-deildinni frá upphafi, hefur unnið níu og tapað aðeins einum leik sem af er. David Robinson gerði 26 stig og tók 15 fráköst fyrir San Antonio. Juwan Howard náði að stela bolt- anum og skora sigurkörfuna fyrir Washington í 98:97 sigri á Detroit. Mitchell Butler gerði 22 stig og Robert Pack 21 fyrir Bullets en Grant Hill var með 35 stig fyrir Detroit, sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Álonzo Mouming gerði 27 stig, tók 12 fráköst og varði átta skot. Billy Owens var með 24 stig og 15 fráköst fyrir Miami sem vann Gold- en State 103:93. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð, en Golden State hefur tapað fimm leikjum í síðustu sex leikjum sínum. Charles Barkley náði 18. þreföldu tvennunni á ferlinum er Phoenix sigraði Atlanta 117:112. Hann gerði 20 stig, tók 12 fráköst og átti 11 stoðsendingar. Nýliðinn Mic- hael Finley gerði 24 stig. David Wesley gerði 13 af 37 stig- um sínum í fjórða leikhluta fyrir Boston i 129:124 sigri gegn Charl- otte á útivelli. Larry Johnson var í miklu stuði í liði heimamanna og gerði 44 stig, en það dugði ekki. Shawn Kemp gerði 26 stig og þar af níu stig í röð á síðustu fjór- um mínútunum fyrir Seattle sem vann Minnesota 106:97. Isaiah Rid- er gerði 25 stig fyrir Timberwol- ves, sem tapaði sjötta leiknum í röð. Patrick Ewing gerði 12 af 26 stigum sínum fyrir New York í fjórða leikhluta gegn Cleveland, 94:84. Þetta var fjórði sigur New York í röð. Glen Robinson var með 23 stig er Milwaukee sigraði Toronto 96:86 og var þetta annar sigur liðsins í átta leikjum. Karl Malone og Jeff Hornacek voru í aðalhlutverki hjá Utah Jazz sem sigraði Sacramento 116:95. Malone gerði 25 stig bg Hornacek 22 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.