Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leggja tíl 350.000 tonna aukingu loðnukvótans HAFRANNSOKNASTOFNUNIN hefur lagt það til við sjávarútvegs- ráðuneytið að heildarloðnukvóti verði hækkaður upp í 1150 þúsund tonn, en áður hafði verið gefinn út bráða- birgðakvóti upp á 800 þúsund tonn. „Við höfum lagt þær tillögur fyrir okkar viðsemjendur, þ.e. Norðmenn og Grænlendinga, því þeir þurfa að samþykkja hækkunina. Við væntum svars í vikunni,“ segir Jón B. Jónas- son, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. í samningi milli íslendinga, Norð- anlegur kvóti er gefinn út. Sé manna og Grænlendinga segir að aukningin undir 33% rennur hún Aukningin rennur öll til íslensku loðnuskipanna 78% aflans eigi að koma í hlut ís- lenskra skipa, en 22% skiptist jafnt milli Norðmanna og Grænlendinga. í upphafi vertíðar er gefinn út bráðabirgðakvóti, sem á að vera 67% af áætluðum heildarkvóta. „Veiðar erlendra skipa takmark- ast af því að þau mega ekki veiða innan íslenskrar fiskveiðilögsögu eftir 15. febrúar, en auk þess verða Norðmenn að veiða 40% af sínum afla í eigin lögsögu. Þess vegna fá Grænlendingar og Norðmenn hærri hluta af bráðbirgðakvóta eða 16,5% hvor um sig, en við 67%,“ segir Jón. „Það er síðan leiðrétt þegar end- öll til íslendinga. I þessu tilfelli rennur aukningin því einvörðungu til íslenskra fiskiskipa, en ef erlend fiskiskip hefðu átt að fá auknar aflaheimildir hefði heildarkvóti orðið að fara yfir 1200 þúsund tonn. Mældust rúmlega 1350 þúsund tonn af hrygningarloðnu „Á vorin setjumst við niður gerum spá um það hver muni verða stærð veiðistofnsins á komandi vertíð, miðað við reynslu fyrri ára og það sem við höfum séð af smáloðnu haustið áður, og þá um leið hvað við teljum að óhætt verði að veiða með venjulegum fyrirvörum um náttúruleg afföll og eftirlifandi hrygningarstofn," segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur Haf- rannsóknastofnunarinnar. „Vinnureglan er sú að í upphafi vertíðar er úthlutað 2/3 hlutum af spánni. Ástæðan er einfaldlega sú að þetta er ekki nákvæm vísindi og öryggismörkin eru einfaldlega þetta víð á spánni. Við gerðum ráð fyrir því fyrirfram að unnt yrði að leyfa veiðar á 1200 þúsund tonnum á yfírstandandi vertíð og þess vegna var upphafskvótinn settur 800 þús- und tonn.“ Hjálmar segir að hægt sé að mæla stofnstærð ýmist á haustin eða í ársbyijun: „Slíkum leiðangri er nýlega lokið. Við mældum rúm- lega 1350 þúsund tonn af hrygn- ingarloðnu, sem jafnframt er sá fiskur sem verið er að veiða. Þetta svarar til þess að, þegar búið er að taka tillit til affalla og taka frá fyrir hrygningu, og vitanlega þess sem búið var að veiða fyrir mæling- una, að heildarkvótinn sé hæfilega áætlaður 1150 þúsund tonn.“ „Verður að beijast gegn þessu gjaldi af festu“ „VAXANDI hluti þjóð- arinnar er að komast á þá skoðun að sjávarút- vegurinn eigi að greiða gjald fyrir afnot af sam- eiginlegri auðlind sinni," segir Sighvatur Bjarna- son, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í erindi á aðalfundi stöðvarinn- ar síðastliðinn mánudag. Hann segist hafa stutt Þróunarsjóðsgjaldið á sínum tíma og raunar talið að það fyrirkomuleg hefði best verið kallað veiðileyfa- gjald til að koma í veg fyrir þá umræðu sem nú sé í gangi í þjóðfélaginu. Sighvatur Bjarnason segir veiðileyfagjald leiða til byggðaröskunar „Að mínu mati verður sjávarút- vegurinn að berjast gegn þessu gjaldi af mikilli festu,“ segir hann. „Það er athyglisvert að forráðamenn eins stærsta fjávarútvegsfyrirtækis landsins skuli vera að óska eftir veiðileyfagjaldi. Hver skyldi ástæðan vera? Viðkomandi fyrirtæki er það fjársterkasta í greininni og gæti því auðveldlega bætt við sig verulegum aflaheimldum, en á kostnað hverra?" Hann segir að veiðileyfagjald muni leiða til byggðaröskunar þar sem mörg fyrirtæki hafi ekki bol- magn til þess að greiða auka álögur frá ríkinu og myndu því fara í gjald- þrot. Auk þessa muni gjaldið koma í veg fyrir að hægt verði að hækka laun fiskverkafólks í framtíðinni, en það sé þó gríðarlega mikilvægt að hans mati. „Nei, ég tel að veiðileyfagjald auki enn á þá þróun að kvótinn safn- ist á fárra hendur," segir hann. „Ef viðkomandi fyrirtæki er svona fjár- sterkt, ætti það að geta greitt tekju- skatt, en ekki er líklegt að svo verði á næstu árum.“ Hann segist ekki minnast þess úr umræðunni um ál- verið að lagður hafi verið auðlinda- skattur á fyrirtækið fyrir aðstöðuna eða mengunarskattur. Sjávarútvegs- fyrirtæki megi ekki við auðlinda- skatti. Hagnaður af rekstri þeirra sé lítill og þau séu almennt að beij- ast fyrir lífí sínu.“ VINNSLUKERFIÐ prufukeyrt 15. nóvember síðastliðinn. íslensk vinnslulína tQ S WC í Namibíu wmmmmmmmmmmmmm^^mmmmm landssmiðjan hf hef- Landssmiðjan hannar f vinnslukerfl fvnr frystihús SWC í Namibíu. . ^ , , . . Uppsetningu lauk 15. nóv- VUinslU Ú lysm^l ember sl. ogtilraunavinnslu er að ljúka, þannig að 1. desember næstkomandi mun forseti Namibíu taka kerfið í vinnslu við hátíðlega athöfn í frystihúsi Vinnslubúnaðurinn er sérhann- aður til vinnslu á lýsing, smávöxnum þorskfisk sem veiðist í miklum magni við suðvesturströnd Afríku. Frysti- hús SWC hefur yfir að ráða 10 þús- und tonna lýsingskvóta, sem áður fór að mestu heilfrystur til vinnslu í vinnslpstöðum erlendis. Með þátt- töku ÍS í vinnslu SWC var ákveðið að endurskipuleggja vinnsluna frá móttöku að frystingu. Að forvali verktaka loknu í janúar 1995 var gengið til samninga við Landssmiðjuna hf um heildarlausn á verkinu, þ.e. hönnum, smíði og upp- setningu vinnslukerfísins í frystihúsi SWC í Luderitz í Namibíu. Val þróun- ardeildar ÍS fyrir hönd SWC byggð- ist á flæðilínulausn LSM-kerfisins með GT-útfærslu, þ.e. mjúklegri meðhöndlun á 25 þúsund kg. af flök- um á dag allt frá móttöku að fryst- ingu. Auk þess var gerð mikil krafa um aðgengilegar vinnslurásir til þrifa. Vinnslubúnaðurinn er hannaður SWC. af Bimi Jóhannssyni rekstrartækni- fræðingi, tæknilegum framkvæmda- stjóra Landsmiðjunnar, og er allur búnaðurinn smíðaður í verksmiðju Landssmiðjunnar. Heildarverðmæti samningsins er um 40 milljónir króna. Að smíði lokinni var búnaði pakkað í sex 40 feta gáma og þeir flutti til Namibíu. Þegar síðasti gám- urinn var kominn á vinnslusvæði SWC mættu starfsmenn Landssmiðj- unnar á svæðið og lauku við uppsetn- ingu, tengingu og samhæfingu stjórnbúnaðar, ásamt prufukeyrslu alls búnaðarins á 15 dögum. Hann er nú í fullri vinnslu og uppfyllir öll skilyrði og væntingar samkvæmt upplýsingum starfsmanna ÍS og SWC. Á undanförnum árum hefur Landssmiðjan lagt mikla áherslu á framleiðslu á vélum og búnaði fyrir matvælaiðnað og í dag er svo komið að um 3/4 hlutar framleiðslunna er á þessu sviði, þar af meginhlutinn útflutningsverkefni. Fiskistofa og tollgæslan kanna ekki útfluttar sjávarafurðir Ovirkt eftirlit með útflutningi á fiski HVORKI tollayfírvöld né Fiskistofa eru með virkt eftirlit með fískútflutn- ingi. Heilbrigðisvottorð eru gefín út af Fiskistofu án þess að hún skoði fískinn. Tollayfírvöld kanna ekki hvort innihald sendinga og fylgiskjöl stemmi saman, enda beinist eftirlit tollsins fyrst og fremst að innflutn- ingi. Fiskframleiðendur geta því, selt verðmiklar fískafurðir úr landi sem verðminni afurðir, til dæmis þorsk sem ufsa, án þess að eiga það á hættu að verða gripnir fyrir kvóta- og sölusvik. Eins og fram kom í Morgunblað- inu sl. sunnudag hafa beiðnir borist Sölusamtökum íslenskra fiskfram- leiðenda um sölu á „svörtum" salt- fiski og sögðu tveir af forsvarsmönn- um samtakanna ljóst að einhvern veginn færi þessi fískur úr landi þrátt fyrir að SÍF hefði ekki ljáð máls á einu eða neinu í þessum efn- um. Það sæist best á því verði, sem verið væri að bjóða á Evrópumark- aði um þessar mundir. Jafnframt voru þeir sammála um að eina ráð- ið, sem dygði, væri hert eftirlitið og alvarlegar stikkprufur á magni og innihaldi. Sjáum aldrei vöruna Þórður Ásgeirsson, fiskistofu- stjóri, segir Fiskistofu ekki geta fylgst með því hveijir færu fram á slíkt við SÍF. Það stæði nær SÍF að benda á þá aðila. Hann sagði að það væri tollayfirvalda í landinu að fylgja því eftir að menn væru að fylla sín- ar útflutningsskýrslur rétt út og að sjá til þess að verið væri að flytja út það, sem upp væri gefið á toll- skýrslum. „Ég sé ekki hvernig við ættum að geta sinnt þessu eftirlits- hlutverki enda koma þessar útflutn- ingsskýrslur aldrei inn á okkar borð. Og jafnvel þó þeir óski eftir heil- brigðisvottorði frá okkur til að láta fylgja vörunni úr landi, eins og gert er í flestum tilvikum þó það sé ekki skylda, þá sjáum við ekki sjálfar útflutningsskýrslurnar og skoðum ekki söluvöruna sem slíka. Við gefum út heilbrigðisvottorð þegar um það er beðið. Þessi vottorð eru í rauninni ekkert annað en stað- festing.á því að útflutningsaðilinn sé með vinns)uleyfi og fullnægi þess vegna þeim skilyrðum, sem þarf að fullnægja til þess að fá að vinna þá afurð, sem framleiðandinn segist vera að flytja út,“ segir Þórður. Kaup og framleiðsla Fiskistofustjóri segir að nýmæli í eftirliti Fiskistofu sé að bakreikna fiskvinnslufyrirtæki, sem þýðir að gerður er samanburður á hráefnis- kaupum og framleiðslu þeirra. Fyr- irtæki séu valin meira og minna af handahófí og stundum af gefnu til- efni. „Við eigum hinsvegar enga möguleika á þvi að komast að svik- samlegu athæfí ef að mönnum tekst t.d. að svindla þorski í land og fram hjá vigt sem ufsa, sem síðan vinnslu- aðili kaupir og skráir í sínar bækur áfram sem ufsa og flytur út sem ufsa. Ef menn komast fram hjá vigt- inni, eru þeir sloppnir fram hjá okk- ar eftirliti nema því aðeins að þeir verði hankaðir síðar ef tölur um inn- veginn afla og útflutt hráefni stang- ast á við skoðun á svonefndum bak- færslum.“ Þórður segir að vigtarmenn eigi að ganga úr skugga um að sá afli, sem berst á land, sé sá, sem hann er sagður vera. „Það gefur auga leið að 22 eftirlitsmenn Fiskistofu geta ekki sinnt því hlutverki að fylgjast með öllum flotanum sem telur vel á þriðja þúsund skip og báta og öllum höfnum landsins sem eru um 70 að tölu. Það væri ekki á bætandi ef við ættum síðan líka að fara að fylgjast með öllum þeim hundruðum vinnslu- leyfíshafa, sem starfandi eru.“ Elngöngu pappírsvinna Sigvaldi Friðgeirsson, skrifstofu- stjóri hjá tollstjóraembættinu í Reykjavík, segir að þeir, sem stæðu í fískútflutningi, kæmu einfaldlega með útflutningsskýrslur til embætt- isins sem síðan væru afgreiddar, eins og hver önnur pappírsvinna. Engir eftirlitsmenn væru starfandi á vegum tollstjóra hvað þetta snerti og því væri ekkert um það að verið væri að staðreyna hvort réttar teg- undir væru á ferðinni. „Okkar eftir- lit beinist fyrst og fremst að vöru, sem er að koma inn í landið. Mikil gjaldtaka er af slíkri vöru og vilja menn vera vissir um að varan sé sett í rétt tollskrárnúmer þannig að borgaður sé réttur tollur af inn- fluttri vöru. það hefur hinsvegar aldrei komið til tals hjá okkur að fara að kíkja ofan í kassa til þess að gá hvort verið sé að flytja út þorsk eða ufsa,“ segir Sigvaldi. I Þegar fiskistofustjóri var spurður hvað væri til ráða, sagði hann að það væri með þetta eins og skatt- svikin. Eina ráðið, sem menn kynnu, væri að herða eftirlitið. Hann sagði að Fiskistofa væri vissulega í fjár- svelti. Pólitísk ákvörðun réði fjár- veitingum til þess starfs, sem stofn- unin sinnti. „Við getum ekkert auk- ið eftirlitið umfram það, sem við fáum af fé til að standa undir því. Við höfum auðvitað margoft bent á að stórefla þurfi eftirlitið, bæði til sjós og lands.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.