Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ 4 Fiskverð heima Fiskmarkaður Suðurnesja JI Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar j Alls fóru 101,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 20,4 tonn á 91,30 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 19,6 tonn á 85,96 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 61,7 tonn á 93,26 kr./kg. Af karfa voru seld alls 57,6 tonn. í Hafnarfirði á 61,19 kr. (0,41), á Faxagarði á 70,81 kr. (0,41), en á Suðurnesjum seldist karfi á 76,76 kr. (56,81). Af ufsa voru seld alls 48,7 tonn. í Hafnarfirði á 65,88 kr. (10,41), á Faxagarði á 49,00 kr. (0,81) og á 60,95 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (37,51). Af ýsu vom seld 146,0 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 82,99 kr./kg. KrAg 80 70 60 50 Fiskverð ytra Þorskur «■■■■» Karfi m—mmm Ufsi mmmmmm Tvö skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku; Viðey RE og Rauðinúpur ÞH. Alls vom seld 307,4 tonn af karfa á 113,24 kr./kg. meðalv. (108,84 og 117,64 kr./kg), en 0,8 tonn af ufsaá 106,98 kr./kg. Okt. 42. vika Kr./kg 160 140 47. vika Eingongu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 440,5 tonná 127,01 kr./kg. Þar af vom 42,3 tonn af þorski á 139,75 kr./kg. Af ýsu vom seld 179,3 tonn á 104,87 kr./kg, 53,6 tonn af kolaál 78,09 kr./kg og 18,8 tonn af karfa á 112,83 kr. hvert kíló. Hvalveiðibannið minnkar afrakstur þorskstofnsins Sumir hvalir eru tækifærissinnar NIÐURSTÖÐUR svonefndrar áhættu- greiningar sýna að afrakstur þorsk- veiða muni minnka verulega eða um 10% ef hvalstofnar verða látnir vaxa . upp í þá stærð sem þeir voru í áður en veiðar hófust. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að nokkrir stofnar vaxi óðfluga, t.d. bendi margt til þess að hnúfubakur sé búinn að ná sömu stofnstærð og fyrir veiðar. Þetta sé þó mjög misjafnt milli hvala- tegunda. „Þegar lagt er mat á samkeppni milli hvala og fiskiskipa um nytjastofna eru margir óvissuþættir," segir Jóhann Siguijónsson sjávar- líffræðingur og aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar í erindi á aðalþingi LIU. „Hvalir eru auðvitað lifandi skepnur og lífsferli sumra þeirra er mjög fjölbreytilegt. Sumir hval- ir eru tækifærissinnar sem gerir það að verkum að erfitt er að meta fæðuval þeirra. Þeir éta fyrst og fremst það sem er aðgengileg- ast fyrir þá og mest er af á hveij- um tíma. Svo eru aftur sumar teg- undir mjög sérhæfðar í fæðuvali og því auðvelt að meta hvað þær éta, einfaldlega út frá almennri líffræðilegri þekkingu." Hann segir að erfiðast sé að bregðast við víxlverkandi áhrifum. Til þess að geta lagt mat á þau þurfí að taka útbreiðslu, árstíma- bundnar göngur, aldursskiptingu og orkuþörf með í dæmið. í sumum forsendum sé heilmikil óvissa, en minni í öðrum. Heilmikill árangur hefur t.d. náðst í að meta stærð helstu nytjastofna, s.s. langreyðar, hrefnu og sandreyðar. Beita áhættugreiningu „Við teljum að það muni alltaf verða erfitt að gefa nákvæm eða einhlít svör við þeirri spumingu hver áhrif einstakra hvalategunda séu á einstaka fiskistofna, vegna þeirrar óvissu _sem ég nefndi áður,“ segir hann. „í raun og veru eiga menn ekki að spyija sig þeirrar spumingar, vegna þess að ómögu- legt er að svara henni. Það á frek- ar að reyna að kortleggja þetta í stómm dráttum." Jóhann segir að til þess sé beitt áhættugreiningu, sem Gunnar Stefánsson á Hafrannsóknastofn- Grimsby uninni hafi haft veg og vanda af. „Við Gísli Víkingsson höfum lagt mat á fæðunám eða afrán hvala. Þær niðurstöður em settar inn í svonefnt aflareglulíkan eða lang- tímalíkan fyrir þorsk, sem var notað sem grundvöllur að aflaregl- unni sem ríkisstjórnin festi í sessi á liðnu vori. Það gerir okkur kleift að meta á líkum hver þróunin verð- ur að gefnum forsendum.“ Afrakstur minnkar um 10% Að hans sögn em aðalleikend- umir í því líkani þorsk-, loðnu- og rækjustofninn og samspil þeirra. „Það sem Gunnar hafði forystu um að gera er að taka þessar stærðir um fæðunám þeirra þriggja hvala- tegunda, sem við vitum að éta tölu- vert fiskmeti, þ.e. hrefnu, hnúfu- baks og langreyðar, og bæta þeim sem viðbótarflotum inn í þetta reiknilíkan,“ segir Jóhann. „Niðurstöður benda eindregið til þess að verði þessir þrír stofnar látnir vaxa upp í sömu stærð og áður en veiðar hófust muni af- rakstur þorskstofnsins minnka verulega.“ Hann segir ekki ástæðu til að gera mikið úr tölum í því sambandi, en í niðurstöðunum sé 10% minnkun á afrakstri þorsk- stofnsins. Tæki sem fæla hvali frð veiðarfærum Töluvert hefur verið fjallað um það í fréttum undanfarið að hvalir hafi flækst í veiðarfæri sjómanna. Af því tilefni vakti Jóhann máls á því í erindi sínu að í Kanada jiefðu verið hönnuð einföld tæki, sem gætu forðað óhöppum af því tagi: „Ástæðan fyrir því að ég vakti máls á þessu er sú að við ætlum að reyna að fá útveginn í lið með okkur til að meta hversu alvarlegt ástandið er. Ég er þeirrar skoðun- ar að þetta rokki upp og niður á milli ára, en ef ástandið reynist alvarlegt, viljum við vitaskuld hjálpa til við að fínna lausnir á vandanum. Hann segist vita til þess að vís- indamenn vestra hafi þróað mjög einföld tæki sem leysi nánast alveg þann vanda, sem hafí skapast af því að hnísur hafí verið að koma í net og hnúfubakar í gildrur í Kanada. Tækið sendi frá sér hljóð- bylgjur, sem fæli hvalina frá. „Ef kemur í ljós út úr svona samstarfi að þama sé um eitthvað sem þurfi að skoða nánar, held ég að við höfum fulla möguleika á að leysa það,“ segir hann. Sakna íslensks fisks SALA á fiskmarkaðnum í Grimsby var 20% meiri á tímabilinu júlí til október nú en á sama tíma í fyrra. Miklar endurbætur hafa átt sér stað á markaðnum og á þeim að ljúka um áramótin. Frank Flear, framkvæmdastjóri markaðarins, segir í viðtali við breska sjávarútvegsblaðið Fishing News, að markaðurinn í Grimsby sé í sókin gagnvart öðrum fiskmörkuðum í Bretlandi og á meginlandinu líka. Hann segir hins vegar, að það hafi valdið vonbrigðum hve lítið hafi verið um landanir íslenskra skipa en það stafi af því, að íslendingar flytji nú orðið lítið út af ferskum fiski. Flear sagði, að einnig hefði lítið borist af fiski frá Færeyjum að undanförnu en hann kvaðst eiga von á miklu meira framboði þaðan eftir áramót. Væri ástæðan meðal annars sú, að nyög gott verð hefði fengist á markaðnum i Grimsby. Mikill samdráttur hefur orðið á söiu okkar á ferskum fiski í Grimsby frá því sem mest var, þegar þúsundir tonna voru seld á viku. Þá var bæði mikið um siglingar skipa og sölu á fiski úr gámum. Samdrátturinn stafar bæði af minnkandi þorskkvóta hér við land og því að verð á innlendum fiskmörkuðum skilar seljend- um svipuðu verði og fæst ytra. Verðþróun sjávarafurða 1994-95: Vísitala, 1986 = Sjófrystar afurðir Þorskur Magnskipting fiskafla jan.-sept. 1995 Loðna 51 % Rækja 4% Karfi 5% Ysa 4% Þorskur11% 11% Yfir 30 þúsund utan landhelgi ÍSLENSK fiskiskip hafa það sem af er árinu aflað meira en 30 þús- und tonna af þorski utan landhelg- innar og enn er óvíst hvort heild- armagn þorsks á árinu muni ná 200 þúsund tonna markinu. Veiði okkar á þorski hefur aldrei verið undir 200 þús. tonnum á ári síðan 1951. í fyrra nam heildarþorsk- veiðin 215 þúsund tonnum, þar af veiddust aðeins um 177 þús. tonn í íslenskri lögsögu. Myndin sýnir skiptingu fiskaflans innan ís- lenskrar iögsögu fyrstu níu mán- uði yfirstandandi árs, Þorskur, sem er 10% af heildarmagni, er 23% í verðmætakökunni og svip- aða sögu má segja um ýsu og karfa sem rúmlega tvöfalda sig. Rækjan gerir þó mun betur og er ekki nema 4% af magni en verður 17% af verðmætinu, rúmlega fjór- faldar sig. Loðnan snýr alveg öfugt og fer úr 15% í magni niður í 3% af verðmæti. Verð Verðmæti afla jan.-sept. 1995 Ysa 9% Karfi 11 % Rækja17% Síld 3% m. Loðna 7% Ef skoðað er verð þessara fisk- tegunda, kemur í ljós að þorskur, ýsa og karfi eru nánast á sama verði, um 70 kr. á kíló. Rælqan er þrepi ofar eða á um 117 kr. á kíló. Loðna og síid eru svo undir 10 krónum á kUó eða 4-6 kr. Á fiski- þingi var þeirri spumingu varpað fram hvort t.d. aukin þorskgengd geti haft áhrif á veiði rækju og þá hvort það borgi sig að fóðra þorskinn á þessari dýru rækju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.