Morgunblaðið - 02.12.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 02.12.1995, Síða 1
• íslensk rödd nær toppi sínum/3 • A tímamótum/4 • Óður til fornbókmenn ta/8 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 BLAÐ Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1996 Skáldsögur Einars og Vigdísar lagðar fram Vigdís Grímsdóttir Einar Kárason TILKYNNT hefur verið hvaða bæk- ur verða tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1996. íslensku bæk- urnar eru Heimskra manna ráð (1992) og Kvikasilfur (1994), tveggja binda skáld- verk Einars Kárason- ar, og skáldsaga Vig- dísar Grímsdóttur, Grandavegur 7 (1994). Danir leggja fram ljóðasafnið 1001 digt eftir Klaus Heeck og skáldsöguna Brev til mánen eftir Ib Michael. Frá Finnlandi er smá- sagnsafnið Charlie Boy eftir Johan Bargum og skáldsagan Hunger efter kárlek eftir Matti Yijaná Joensuu. Fulltrúar Norðmanna eru Lars Amund Vaage með skáldsög- una Rubato og 0ystein Lonn með smásagnasafnið Hva skal vi gjore i dag og andre noveller. Skáldsög- urnar Hummelhonung eftir Torgny Lindgren og Comédia In- fantil eftir Henning Mankell eru framlag Svía. Frá Færeyjum er skáldsagan Reglur eftir Tórodd Poulsen. Fimm íslenskir rithöfundar verðlaunaðir Einar Már Guðmundsson fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1995 fyrir skáldsöguna Englar alheimsins. Aðrir íslenskir rithöf- undar sem hlotið hafa verðlaunin eru Ólafur Jóhann Sigurðsson og Snorri Hjartarson fyrir ljóðabækur og Thor Vilhjálmsson og Fríða Á. Sigurðardóttir fyrir skáldsögur. Ákveðið verður hver fær verð- launin, 350.000 danskar krónur, á fundi dómnefndar í Osló 30. janúar nk. Verðlaunin verða afhent 4. mars í tengslum við Evrópuráð- stefnu Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn. í dómnefnd Norðurlandaráðs sitja fyrir íslands hönd rithöfund- arnir Jóhann Hjálmarsson og Sig- urður A. Magnússon. Calder í Louisiana VERK bandaríska myndlistar- mannsins, Alexanders Calders, tengjast Louisiana-listasafninu við Eyrarsund óijúfanlegum böndum. Verk hans prýða m.a. kaffistofu safnsins og ein stærsta sýning sem verið hefur á verkum hans var hald- in í safninu. Nú stendur þar yfir sýning á 150 höggmyndum Calders og verður hún opin fram í miðjan janúar, að því er segir í Politiken. Calder var fæddur árið 1898 í Bandaríkjunum en flutti til Parísar árið 1926. Þar kynntist hann lista- mönnum á borð við Mondrian og Miro, sem varð góður vinur hans. Báðir höfðu mikil áhrif á Calder, sem sagði m.a. að hinar lóðréttu og lá- réttu línur í verkum Mondrians hefðu vakið áhuga sinn á því að kanna SELLÓ á ási frá árinu 1936. hvernig skapa mætti jafnvægi í höggmyndalistinni. Afstaða Calders til listsköpunar sinnar þótti afslöppuð, vinnustofa hans var staður þar sem hann gat leikið sér með efnivið sinn. Hann var einn af upphafsmönnum hreyfilistar en þekktastur var hann fyrir vind- og vélknúin verk, svonefnd mobiles, og stóra skúlptúra, stabiles, úr málmplötum sem voru margir hveij- ir málaðir í björtum litum. Calder var lærður verkfræðingur og sagt var að þegar honum var hrósað fyrir listaverk sín, hefði hann hreytt út úr sér, „ég er verkfræðing- ur, ekki myndhöggvari. Hann lærði teikningu í listaskóla í San Frans- igkó, þar sem hann lærði að teikna mannverur án þess að lyfta nokkru sinni blýantinum frá blaðinu. Hann heillaðist af fimleikamönnum og eru mörg verka hans af þeim. Þá gætir fimleikaáhrifanna í uppbyggingu verkanna sem sum hver hanga ekki síður en þau standa. Sigurður Bragason syngur í fyrsta sinn í Bandaríkjunum „Á vonandi eftir að vefja upp á sig“ SIGURÐUR Bragason ba- rítonsöngvari syngur annað kvöld á tón- leikum í Washington í boði eins virtasta tónlistarhúss og listasafns borgarinn- ar, Corcoran Art Museum. Hjálmur Sighvatsson mun annast undirleik á píanó. „Þetta er ákaflega spennandi. Corcorap Art Museum er mjög eftirsóttur tónleika- staður og mér er mik- ill heiður sýndur,“ segir Sigurður en tónleikarnir eru liður í tónleikaröð hússins í vetur. Kynningarbæklingi fyrir tónleikaröðina er dreift í 50 þús- und eintökum. Sigurður syngur nú í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. Segir hann að dómarnir og viðtökurnar vestra geti skipt sköpum fyrir sig. „Það er blómlegt tónlistarlíf í Washington og Bandaríkjunum öllum. Ef vel gengur eiga þessir tónleikar því vonandi eftir að vefja upp á sig.“ Áðdragandi tónleikanna er sá, að á liðnu ári sendi Margrét Jóns- dóttir Ward, sem búsett er í Washington og Sigurður þekkir lítillega, geislaplötuna Söngva ljóss og myrkurs með Sigurði og Hjálmi til stofnunarinnar sem rekur Corcoran Art Museum. Lengi vel öriaði ekki á viðbrögð- um að vestan eða þar til fyrir Sigurður Bragason skömmu, að Sigurði var boðið að koma fram á tónleikunum. Rómantík Á efnisskránni verða fyrir hlé verk eftir Sigvalda Kaldalóns, sem Sigurður og Hjálmur völdu sérstaklega til kynningar, Bellini og Verdi. „Það er vel við hæfí að tengja Sigvalda við þessi tón- skáld enda samdi hann mikið af lögum fyrir bróður sinn, Eggert Stefánsson, sem lærði á Italíu og var mjög hrifinn af Bellini og Verdi,“ segir Sigurður. Á síðari hluta tónleikanna verða hins vegar í brennidepli sönglög eftir Chopin, Liszt og Rakhmaninov, sem jafnframt er að finna á nýjustu geislaplötu Sigurðar, Ljóðakvöldi. „Þetta er löng og mikil efnisskrá og segja má að rómantíkin muni svífa yfir vötnum.“ Bestu bresku bækurnar VISAGA Napóleons og Jósefínu konu hans „Ólíklegt hjónabaml" eftir Evangeline Bruce, virðist vera ein besta og eftirminnileg- asta bók ársinsef marka má á sjöunda tug rithöfunda, stjórn- málamanna og annarra þekktra Breta, sem The Daily Telegraph spurði álits fyrir skömmu. Voru menn beðnir um að velja bók ársins 1995 og nefndu tugi bóka til sögunnar. Þrír úr hópn- um, þar af rithöfundarnir A.S. Byatt og Ruth Rendell nefndu handhafa Booker-verðlaunanna, Pat Barker og bók hennar „The Ghost Road“ og jafnmargir völdu „The Moors Last Sigh“ eftir Sal- man Rushdie. Ein þeirra var skáldsystir Rushdies, Jeannette Winterston, sem sagði bókina SKILNAÐUR Jósefínu keisaraynju eftir Henri-Frédéric Schopin. betri en öll hin verkin sem til- nefnd voru til Booker-verðlaun- anna til samans. Af öðrum skáld- sögum má nefna „Captain Corell- i’s Mandolin" eftir Louis de Berniéres, „High Fidelity" eftir Nick Hornby og „Sabbath’s The- ater“ eftir James Walton. Fjölmargar ævisögur voru nefndar. Auk ævisögu Napóleons og Jósefínu þótti nokkrum ævi- saga bandaríska hershöfðingjans George S. Pattons, „A Genius for War“, eftir Carlo D’Este, „Albert Speer: His Battle with the Truth“ eftir Gitta Sereny, „Blake“ eftir Peter Ackroyd, ævisaga Miche- langelos eftir George Bull og endurminningar Gore Vidals, „Palimpsest“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.