Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ SÝNINGU Turak Théatre d’objets. Upp- gröftur í eldhús- inu „CRITURES" - fornleifaupp- gröftur í eldhúsinu er heitið á leikriti sem sýnt verður í fyrsta skipti af þremur þriðjudaginn 5. desember í Tjarnarbíói kl. 20.30. Leikhópurinn sem sýnir verkið er franskur og kallast „Turak Théatre d’objets“ og kemur hingað fyrir tilstilli Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs, Alliance Franca- ise og AFAA. „Critures" er nýjasta verk leikhópsins sem starfað hefur síðan árið 1985. Tveir leikarar taka þátt í sýningunni ásamt tveimur tæknimönnum sem taka virkan þátt í því sem gerist á sviðinu. Sýningar hópsins eru án orða og eru því ekki háðar landamærum tungumála og höfða jafnt til allra aldurshópa. „Critures" gerist í eldhúsi við enda borðs milli tveggja ísskápa. I rökkri lifna hlutirnir í eldhúsinu við, taka á sig nýja mynd og verða persónur og umhverfi sögunnar. Sýn- ingin fjallar um tímann og leit- ina að hinni einu sönnu ást. Hún segir frá manni og konu sem fara á mis allt lífið og hittast ekki fyrr en á dauða- stundu. Önnur sýning á verkinu verður laugardaginn 9. desem- ber kl. 17 og sú þriðja sunnu- daginn 10. desember kl. 17. Skýjahöllin, barna- og f]ölskyldumynd eftir Þorstein Jónsson SKÝJAHÖLLIN, barna- og fjölskyldumynd Þor- steins Jónssonar, fær lof- samlega dóma í þýskum dagblöðum en hún hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum í Berlin síðastliðnar ellefu vikur. „Sígild saga með frábærum landslagsmyndum frá íslandi," segir meðal annars í TIP og „skemmtileg, glettin og ævintýra- leg saga fyrir börn og full- orðna,“ segir í Frankfurter Rundschau. Þorsteinn segir að það sé afar sjaldgæft að barnamyndir fái svo góðar viðtökur í Þýskalandi en myndin var meðal annars valin kvikmynd mánaðarins af virtri kvikmyndastofnun í Berlín. Skýjahöllinni er dreift í þrett- án eintökum í Þýskalandi og verður meðal annars jólamynd kvikmyndahúsa í níu borgum. Eftir sýningar í kvikmyndahús- um verður myndin gefin út á myndbandi og sýnd í sjónvarpi. Þá hefur hún verið keypt til sýn- inga í þýska skólakerfinu. Skýjahöllin, sem gerð er eftir sögu Guðmundar Olafssonar um Emil og Skunda, hefur reyndar farið víðar og nýverið var hún tekin til sýninga í kvikmyndahús- um í Sviss og Noregi. Var aðal- leikarinn Kári Gunnarsson, 12 ára Hafnfirðingur, viðstaddur frumsýninguna í síðarnefnda landinu. Segir hann að ferðin hafi í alla staði verið mjög vel heppnuð og það sé mjög ánægjulegt að mynd- inni skuli vegna jafn vel erlendis og raun ber vitni. Kári kveðst ekki hafa gert það upp við sig hvort hann muni leggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni en vonar þó að hann fái tækifæri til að spreyta sig í fleiri kvikmyndum. AÐALLEIKARINN Kári Gunnarsson og Þorsteinn Jónsson Ieikstjóri við gerð Skýjahallarinnar. EMIL og Skundi i hita leiksins. Fær góða dóma í Þýskalandi Seld til sextán landa Dreifingu Skýjahallarinnar annast Nordisk Film, sem er stærsti dreifingaraðilinn á þessu sviði á Norðurlöndum og alls hefur verið gengið frá sölu henn- ar til sextán landa, aðallega í sjónvarp og myndbandaútgáfu, en einnig til sýninga í kvikmynda- húsum. Eru þau — auk Noregs, Sviss og framleiðslulandanna Þýskalands og Danmerkur — Brasilía, Slóvenía, Rússland, Pól- Iand, Holland, Portúgal, Finn- land, Italía, Austurríki, Eistland, Litháen og Lettland en í septem- ber var Skýjahöllin opnunar- mynd á Norrænni kvikmynda- viku í Riga. Þorsteinn segir að þessar við- tökur séu staðfesting á því, að mögulegt sé að framleiða kvik- myndir fyrir alþjóðlegan markað í litlu eins manns fyrirtæki í Reykjavík. Segir hann þetta ekki síst ánægjulegt í ljósi þess að samkeppnin á evrópskum kvik- myndamarkaði sé hörð enda fylgi jafnan flóð auglýsinga bandarísk- um kvikmyndum. „Við þetta erum við að keppa með lítið á bak við okkur — og getum því ekki verið annað en ánægðir." Þorsteinn segir að viðtökurnar ytra séu mikil hvatning og er fyrirtæki hans, Kvikmynd, að leggja drög að fleiri kvikmyndum um þessar mundir. Næstu myndir verða að Iíkindum Bergmál í fjöll- unum eftir frumsömdu handriti Þorsteins, sem hugsanlega verð- ur frumsýnd í apríl 1997, Æsku- blóð eftir sögu Guðjóns Sveins- sonar Ört rennur æskublóð og mynd eftir handriti Gunnars Ein- arssonar sauðfjárbónda á Daða- stöðum sem hefur vinnuheitið Fjöregg. f/já í wH \ \ ♦ J r y?‘ W($p r Jt'ÍM 1 í Grýlulandi í TÍVOLÍHÚSINU í Hveragerði, sem nú er búið að breyta í risastórt'Jólaland, verður miðstöð hátíðarinnar opin frá kl. 13-19 fímmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. í boði verður fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna, sem Sánkti Kláus stjórnar. Fluttir verða leikþættir, sérsamin dagskrá um íslensku jólasveinana, Brúðubíllinn skemmtir, kórar, hljómsveitir og önnur tón- listaratriði verða í boði og margt fleira. Meðal flytjenda eru Möguleikhúsið, Leik- félag Hveragerðis og tónlistarfólk á öllum aldri úr Hveragerði og nágrenni. Dagskráin verður á þessa leið þá daga sem Jólaland er opið: Kl. 13 ýmis tónlistar- triði, kórar og hljómsveitir. Kl. 14. Brúðubíll- inn skemmtir. Kl. 14.30 Sánkti Kláus heils- ar, syngur og segir sögur. Kl. 15. Tónlistar- atriði. Kl. 15.30 leikþátturinn í Grýluhelli. Kl. 16. Tónlistaratriði, hljómplötukynningar. Kl. 17. „Fyrir löngu á fjöllunum“, dagskrá um íslensku jólasveinana. Kl. 18. Leikritið „Smiður jólasveinanna“. Kl. 18.45 Sánkti Kláus syngur og kveður. Kynnir er álfurinn Mókollur og Sánkti Kláus verður á ferli. RÚNAR Hartmannsson, sem Leppalúði Morgunblaðið/Sverrir Á efnisskrá strengjasveitarinnar verða verk eftir Jón Leifs, J.S. Bach og Dvorák. Strengj asyeitin í Listasafni Islands IDAG kemur strengjasveit skipuð 22 hljómlistar- mönnum, sem flestir eru félagar í Sinfóníuhljóm- sveit íslands, saman í annað skipti til tónlistarflutnings á Islandi. Tónleikarnir verða haldnir í Listasafni Islands oghefjastkl. 17.30. Stjórn- andi verður Lan Shui, hljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Detroit-borgar í Bandarikjunum, og einleikari og konsertmeistari verður fiðluleikarinn Zheng Rong Wang en bæði eru þau Islend- ingum kunn fyrir leik sinn með Sinfóníuhljómsveit ís- Iands og strengjasveitinni. Strengjasveitin brúar bilið á milli smærri kammersveitar og sinfóníuhljómsveitar. Stærð hennar hentar vel flutningi verka sem sjaldan heyrast á tónleikum á ís- landi. Á efnisskrá tónleik- anna í dag verða verkin Fine II op. 56, Kveðja til mannlífs- ins eftir Jón Leifs, fiðlukon- sert í E-dúr eftir J.S. Bach og serenaða fyrir strengi í E-dúr eftir Dvorák. Tónleikarnir áttu að fara fram í Tjarnarbíói en af ófyr- irsjánlegum ástæðum varð að flytja þá í Listasafnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.